Flatahraun

Gengið var frá Fjarðarkaup við Flatarhraun, framhjá Stekkjarlaut (þar sem sjá má tóft stekks) og inn á Flatarhraun skammt norðaustar. Ætlunin var að komast inn á Hraunsholtselsselstíg. Hann fannst fljótlega, enda vel greinlegur í hrauninu.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn í Hafnarfjarðarhrauni.

Eftir að hafa fylgt Hraunsholtsselsstíg suður hraunið var komið að Hádegishól syðst í Flatahrauni (Vífilsstaðahrauni/Garðahrauni). Sunnan undir hólnum, sem eru landamerki og framhalda af Engidalsvörðunni (vörðunni vestan Hrafnistu og vörðunni við Balaklöpp) yfir í Miðdegishól, eru svokallaðar leifar selsins, en það hefur að mestu leyti verið skemmt vegna framkvæmda við iðnaðarhverfið í Garðabæ. Annars er það merkilegt hversu sumir láta sig litlu skipta menningarverðmæti, ef þau eru sannanlega í öðrum umdæmum, litlu skipta. Það hefði einhvern tímann verið kallað smáborgarahugsunarháttur. Tekið hefur verið úr hólnum að sunnanverðu, en þó má sjá votta fyrir selstóftunum ef vel er að gáð (6404906-2156032).

Flatahraun

Flatahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur vestan hólsins, í lægðum í hrauninu og yfir að Hraunsholti. Norðan þess eru garðar og hleðslur á tiltölulega sléttu hrauni. Vestar er gamla þjóðleiðin um Engidal, Engidalsvegur, en enn sést hann greinilega á bak við fyrrnefnda verslun; Fjarðarkaup.
Sunnan undir Miðdegishól eru hleðslurnar undir fyrirhugaða járnbraut, sem til stóð að leggja frá Hafnarfirði og yfir hraunið skömmu eftir aldamót 1900. Brautin er svo til bein í gegnum hraunið, rétt áður en komið er yfir austurbrún þess. Hún lá áður svo til alveg niður í Hafnarfjörð, en nú stendur þessi spotti einn eftir sem dæmi um stórhug og hið mikla áræði umfram samtímann.
Veður var frábært – sól og logn. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Hraunsholt

Hraunsholt og Flatahraun.