Hellisbrú í Ölfusi
Í „Fornleifaskráning á Suðurlandi vegna mats á umhverfisáhrifum Suðurlandsvegar“ – Unnið fyrir Vegagerðina, Bjarni F. Einarsson, desember 2008, er fátt um örnefni eða minjar á þessu svæði. Þó er a.m.k. getið tveggja, annars vegar „Hellisbrú“ og hins vegar „Kallþúfa“, sbr.:
Hellisbrú
Í Sunnlenskar byggðir segir að Páll Melsteð sýslumaður hafi látið gera Hellisbrú um 1840. Ekki er ósennilegt að gatan kunni a! hafa verið hlaðin upp á einhvern hátt mun fyrr en 1840. Til eru svokallaðir göngugarpar sem eru mjög gamlir, en þeir gátu m.a. legið yfir mýrar eða votlendi.
Vegir eins og Hellisbrú eru flestir sokknir í dag og því er Hellisbrú góður fulltrúi slíkra samgönguminja.“
Þjóðleið
Leiðin (vegurinn) er upp hlaðinn þar sem hann fer yfir mýrar. Þar sem hann var skoðaður er hann 3 – 4 m breiður og 0,5 – 0,6 m hár (NV-SA). Hann er mjög vel gróin grasi.
Þegar leiðin kemur að Ferjuholtinu hefur stígur verið lagður ofan í hann að mestu leyti. Liggur leiðin svo niður að ánni og er neðsti kaflinn alsettur grenitrjám.
Líklega hefur leiðin svo legið með núverandi vegi að ferjustaðnum. Sagt er að skammt vestur af ferjustaðnum hafi hleðslur í veginum sést (Birna Lárusdóttir o.fl. 2004:20).
Við þessa leið gæti Kallþúfa hafa verið! Skammt frá Kallþúfu var eyðibýlið Rimi. Einungis sést nú, í minningu þess, ein útihúsatóft.
Hellisbrúin er nú komin undir nýlegra vegstæði, en minningin um hana um lifa.
Heimild:
-Fornleifaskráning á Suðurlandi vegna mats á umhverfisáhrifum Suðurlandsvegar, Bjarni F. Einarsson, des. 2008.