Hellukofinn á Hellisheiði I

Hellukofinn

Þjóðvegur milli Reykjavíkur og Suðurlands hefur lengi legið um Hellisheiði. Gamli þjóðvegurinn lá upp kambana austan meginn, yfir Hurðarás og Hellisskarð. Hellisskarð er fyrir ofan Kolviðarhól.

Hellisheiði

Hellukofinn.

Gamli þjóðvegurinn sker núverandi þjóðveg en stór hluti af þessari gömlu leið er enn vörðuð. Enn má sjá djúp för í jörðinni, um hraunklappirnar, því að á sumum stöðum hefur umferðin markað allt að 20 sm djúp för.

Norðan meginn á Hellisheiði milli varðanna, er Hellukofinn svokallaði. Þessi Hellukofi er borghlaðið sæluhús byggt á þessari alfaraleið í kringum 1830. Þvermál þess er 1,85 sm og hæðin er 2 m. Hellukofinn hefur getað rúmað 4 – 5 manns.

Hwellukofinn

Hellukofinn á Hellisheiði.

Talið er að Hellukofinn hafi verið byggður á svipuðum stað og gamla „Biskupsvarðan“ . Biskupsvarðan var ævafornt mannvirki, krosshlaðið þannig að menn og hestur gætu fengið skjól fyrir vindum úr nær öllum áttum. Þessi varða stóð fram á 19. öld en henni var ekki haldið við og var farin að hrynja. Grjótið úr vörðunni var notað til þess að byggja Hellukofann.

Hellukofinn var friðaður 1.janúar 1990.

Vegur hefur legið um heiðina um aldir. Gamla hraungatan sem liggur yfir heiðina fór niður af henni vestan megin í Hellisskarði upp af Kolviðarhóli. Akvegur var fyrst gerður um heiðina um aldamótin 1900 og lá vegurinn þá niður af heiðinni austanmegin niður Kambana í ótal beygjum og hlykkjum. Vegurinn var lagaður til á fjórða áratugnum og hélst í því vegstæði þar til ákveðið var að fara í að gera fullkominn malbikaðan veg yfir heiðina, sem lagður var á árunum 1970-1972. Vegurinn var þá byggður upp með klifurreinum í brekkum sem þóttu nýstárlegar á Íslandi á þeim árum.

-http://notendur.centrum.is/~ate/hellukofinn%20myndir.htm
-https://is.wikipedia.org/wiki/Hellishei%C3%B0i

Hellukofinn

Hellukofinn.