Stakkavíkurhraun

Gengið var um Stakkavíkurhraun milli Herdísarvíkurvegar (þjóðvegarins) og strandar.
Áður höfðu Herdisarvikurvegurhinar fornu djúptklöppuðu götur verið skoðar þar sem þær liggja um Hellurnar vestur að Háahrauni. Í örnefnalýsingum er götunum lýst, bæði neðri leiðinni með sjónum og hinni efri. Í annarri lýsingunni er efri leiðin nefnd Herdísarvíkurvegur og sú neðri Stakkavíkurvegur.
Þegar neðri leiðin var skoðuð núna hafði sjórinn sópað stórgrýtinu af hraunhellunni ofan við ströndina svo sjá mátti hvar gamla gatan, ennþá mörkuð í helluna, hefur legið svo til á núverandi bjargbrún áleiðis að Mölvíkurvatni. Þeirri leið er lýst svo: “Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun.  Svo segja Selvogsingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.
Við götur þessar upp af Happasælaviki er Hundaþúfuhóll, sem allt eins er kallaður Hulduþúfuhóll.  Þaðan liggur gatan um klappirnar ofan við Bergdali. Alfaravegurinn efri liggur um Hellurnar upp á brunann allmiklu ofar.  Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.”
MolvikurvatnEfri leiðinni, Herdísarvíkurvegi er lýst svo: “Frá bæjarhliðinu lá vegurinn heiman frá bæ og um hlið þetta, austur með Túngarði, framhjá Kátsgjótu, með Langagarði, um Herdísarvíkurbruna og áfram austur, milli Fiskigarðanna á Brunanum, um Mölvíkurklappir, yfir Háa-Hraun vestra og yfir brunann og niður á Hellurnar ofarlega og austur þær, upp Sandhlíð og upp á Háahraun eystra (sem er annað nafn á Stakkavíkurhrauni), um gróna sléttu litla í Hrauninu, Hvítubakka, um Borgartungur ofanvert við Fjárborgina og niður á Flötina og á Stakkavíkurveg.”

Herdísarvíkurgötur

Herdísarvíkurgötur. ÓSÁ

Báðar göturnar, sú neðri og sú eftir, eru mjög vel greinilegar enn þann dag í dag. Greinilegt er að báðar hafa í fyrstu þjónað fótgangandi vegfarendum, en síðar hafi efri leiðin verið gerð vagnfær. Enn má sjá sporrennuna í henni víðast hvar. Þá sést hvar Borgin hefur verið í Borgartungum. Slóði liggur að svæðinu þar sem Borgin var, notaður til að fjarlægja grjótið úr henni, væntanlega undir þjóðveginn.
Gengið var fram á greni austan við Háa-Hraun. Nýleg tófuspor voru allt umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Herdísarvíkurleið

Herdísarvíkurvegir. ÓSÁ