Hjáleigur Krýsuvíkur

Krýsuvík

Í blaðinu Reykjanes birtist árið 1943 frásögn um „Hjáleigur Krýsuvíkur„:

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja á 18 öld – sett inn í ljósmynd frá árinu 2025.

„Þar sem nú er í ráði að sýslufélag vort eignist nokkurn hluta af Krýsuvíkurlandareign, sem afréttarland, virðist ekki úr vegi að blað vort flytji nokkurn fróðleik um þá víðlendu jarðeign. Höfum vér aflað oss nokkurra gagna um þetta mál hjá vel kunnugum manni, og munum síðar birta fleira, eftir ástæðum.
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, hefir um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnan hafa haldist þar frá ómunatíð, þar til nú fyrir fáeinum árum; nokkru fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær um 1930.

Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu, að jarðirnar yrðu aðskildar eignir; enda er og nú svo komið. Herdísarvík hefir jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa, fram undir síðastliðin aldamót, og sé því ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana; verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið, og heita þær svo:
1. Stóri-Nýjabær (austurbærinn)
2. Stóri-Nýjahær (vesturhærinn)
3. Litli-Nýjahær,
4. Norðurkot,
5. Suðurkot,
6. Lækur,
7. Snorrakot,
8. Hnaus,
9. Arnarfell,
10. Fitar,
11. Geststaðir,
12. Vigdísarstaðir,
13. Bali,
14. Kaldrani?

Krýsuvík

Krýsuvík – Norðurkot.

Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma verið allar í byggð, samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið.

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – kort (ÓSÁ).

Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suð-austan undir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu, en þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða „Hálsinn“. Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjahæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, þá hefir hún verið næsta lítilfjörleg, á slíkri afbragðs hagagöngujörð, hrossafjöldi er og mjög af skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera 22. Sem hlunnindi telja þeir: fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar, þó merkilega slæm“.

Selatangar

Selatangar – búðir Krýsuvíkurbænda.

En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hvoru. Til er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má“ o.s.frv. En endar svona: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá“.
Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið, hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi), sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill, að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá: En hér mun nú vera komið út fyrir efnið.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (-bjarg).

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandarhergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veiða meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir; ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa.

Nýjaland

Nýjaland.

Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta liluta. Í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut, af hvoru Nýjalandi um 50 hesthurði, af nautgæfu heyi.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Bali. (Uppdráttur ÓSÁ)

Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja, þaðan á Krýsuvíkurengjar.
Langt mun nú síðan Geststaðir voru hyggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, hæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfir 1870, en túnið þar, var jafnan slegið, frá böfuðbólinu, fram undir 1890
og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).

Fitjar

Fitjar – bæjartóftir.

Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fram yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annarsstaðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan; á Efri Fitum, á Lundatorfu, eða í Selbrekkum; eigi var og heldur langur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.“ – S.

Hafa ber í huga að hér að framan er hvorki getið um hjáleigurnar Garðshorn og Fell, né selstöðurnar frá Krýsuvíkurbæjunum.

Heimild:
-Reykjanes, 6. tbl. 01.08.1943, Hjáleigur Krýsuvíkur, bls. 3-4.

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir.