Hólmabergsviti

Hólmbergsviti

Hólmabergsviti var reistur árið 1956 en tekinn í notkun árið 1958. Hann var einn þriggja vita sem reistir voru eftir sömu teikningu Axels Sveinssonar, hinir eru í Seley og Vattarnesviti.

Hólmbergsviti

Hólmbergsviti – skemmdarverk unnin á vitanum.

Vitinn stendur á Hólmsbergi norðan við Helguvík í landi Suðurnesjabæjar. Á fyrstu árum Hólmsbergsvita voru unnin skemmdarverk á vitanum. Í frétt Morgunblaðsins 4. maí árið 1958 og 24. mars árið 1959 er sagt frá því þegar mikil spjöll voru unni á Hólsbergsvita. Skotið var úr rifflum á hurð vitans og á ljóskerahúsið. Ári síðar voru enn unnin skemmdarverk á Hólmabergsvita, með grjótkasti. Gluggi brotnaði sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef súgur hefði komist að ljósinu en gasljós var í vitanum á þessum tíma.
Vitaverðir Garðskagavita, þeir Sigurbergur Helgi Þorleifsson og Guðni Ingimundarson, höfðu eftirlit með hinum sjálfvirka Hólmsbergsvita. Vitinn var ekki undir stöðugri gæslu heldur var farið þangað einu sinni í viku til eftirlits.
Steypt var upp í öll gluggaopin síðar meir til að verjast skemmdarverkum.

Hólmsbergsviti

Hólmsnesviti 1956.