Hrævareldar

Hrævareldar virðast vera flöktandi ljós sem sjást að næturlagi. Engin ástæða er til að ætla annað en að fyrirbærið hafi verið þekkt frá alda öðli. Það er nefnt í gömlum íslenskum textum og til að mynda eru ensku orðin um fyrirbærið gömul í ensku ritmáli. 
skruggur“Í orðasafni með útgáfu Svarts á hvítu á Sturlunga sögu frá 1988 er að finna orðin hræljós og hrælog í þessari merkingu. Þetta þýðir væntanlega að orðin er að finna í Sturlungu sjálfri en við höfum ekki haft tök á að leita þau uppi þar. Kannski vilja lesendur hjálpa okkur við það? Samkvæmt Orðstöðulykli er þessi orð hins vegar ekki að finna í Íslendingasögunum og þau eru ekki heldur í orðasafni með Heimskringlu.
 
Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans tekur sem kunnugt er yfir íslenskt ritmál frá siðaskiptum. Elsta dæmið um þetta orð í þeirri skrá er úr frumútgáfunni af Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá Sorø í Danmörku árið 1772. Í lýsingu Kjósarsýslu segir svo í þýðingu frá 1978:
“Þrumur, eldingar og önnur óvenjuleg loftfyrirbæri eru sjaldgæf hér. Helzt verður þeirra vart á vetrum. Þegar dimmviðri er með stormi og hríð á vetrum, verður vart leiftra í neðstu loftlögunum. Þau kalla menn snæljós. Eins konar Ignis fatuus, sem á íslenzku kallast hrævareldur og líkt og hangir utan á mönnum, er sjaldgæfur á þessum slóðum (sbr. N. Horrebow: Efterr. gr. 76).”

Fyrirbærið hefur einnig verið nefnt mýrarljós á íslensku og kallast ignis fatuus í latínu eins og áður er getið, og þá jafnframt í ýmsum erlendum málum. Í ensku nefnist fyrirbærið ýmist því nafni eða ‘jack-o’-lantern’ eða ‘will-o’-the-wisp’ og þessi orð eru gömul í ensku ritmáli.

Hrævareldar eru flöktandi ljós sem sjást að næturlagi yfir mýrum en færast undan mönnum ef reynt er að nálgast þau. Talið er að þau stafi af því að metangas sé að brenna en það myndast einmitt við sundrun jurtaleifa í mýrum.

Ef íslenska orðið mýragas er skilið sem ‘gas sem myndast í mýrum’ þá er það að miklu leyti metan, en samsvarandi enskt orð, ‘marsh gas,’ er einnig haft sem samheiti við ‘methane.’ Efnatáknið fyrir metan er CH4 og það er því eitt af einföldustu efnasamböndum kolefnis. Það tilheyrir efnaflokki sem nefnist vetniskol (hydrocarbons) og má ekki rugla saman við kolvetni (carbohydrates).

Við sjáum ekki ástæðu til að ætla annað en að fyrirbærið hrævareldar hafi verið þekkt frá alda öðli svo sem latneska heitið bendir til. Því er ekki þess að vænta að unnt sé að tilgreina hvar þess er fyrst getið í erlendum heimildum.”

“Eins og fyrr greinir fylgir öflugt rafsvið þrumuveðrum. Eldingahætta var því tvímælalaust nokkur á Eiríksjökli. Viðbrögð gönguhópsins voru hárrétt því full ástæða er að reyna að koma sér úr aðstæðum þar sem rafsvið er öflugt. Í því tilviki ætti fólk í hópi að forðast að vera nálægt hvert öðru, því ef eldingu slær niður í hóp eru mestar líkur á að allir rotist og/eða fari í hjartastopp. Ef einhver í hópnum er með rænu eftir slíkt óhapp, er mikilvægt að hringja í 112 og hefja hjartahnoð á þeim sem eru meðvitundarlausir án tafar, því lífslíkur eru þá ótrúlega góðar.

Stundum er hrævareldum ruglað saman við mýraljós („will-o’-the-wisp“ á ensku), en þau gefa dauf ljós við bruna mýragass (metans). Áður gerðu menn sér stundum ekki grein fyrir að um ólík náttúrufyrirbæri væri að ræða, en mýraljós eru bruna-fyrirbæri á meðan hrævareldar eru raf-fyrirbæri.”

Heimild:
-http://www.visindavefur.is/svar.php?id=846
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/2287

Geldingadalir

Geldingadalur – gígur.