Hvalvatn

Leiðin umhverfis Hvalvatn liggur með vatnsborðinu, er auðveld yfirferðar og veitir bæði fróðleik og skemmtun.

Hvalvatn-22

Tveir litlir hellar eru á þeirri leið. Sá minni er í Skinnhúfuhöfða við vatnið austanvert. Segir þjóðsagan að þar hafi tröllkonan Skinnhúfa búið, en um afreksverk hennar fara engar sögur. Norð-austan úr miðju Hvalfelli gengur klettahöfði fram að vatninu. Í honum er Arnesarhellir, sem kenndur er við Arnes nokkurn Pálsson sem átti heima í sveitunum við Hvalfjörð á árunum um og eftir 1750. Hann var bendlaður við þjófnað og hermdu sagnir að hann hefði lagst út og m.a. dvalið um stund í þessum helli. Hvað satt kann að vera í þessu efni skal ósagt látið, því Arnes mun hafa verið einn til frásagnar um búsetu sína þar. Sagt er að síðar hafi fundist í hellinum leifar gamalla beina, hlaðinnbálkur og hornkambur. Í bókinni Útilegumenn og auðar tóttir segir höfundurinn Ólafur Briem svo: “Á Jónsmessudag 1951 fór ég ásamt nokkrum mönnum Hvalvatn-23öðrum að skoða hellinn. Neðst í klettahöfða, alveg niðri við vatnið, er gjögur, og inn úr því í meira en mannshæð gengur hellirinn, og suður úr honum, hægra megin við hellisopið gengur afhellir. Aðalhellirinn er um 6×6 m að flatarmáli og 2 til 3 m á hæð. Afhellirinn er um 5 m á lengd og um 2 m á breidd og er manngengur inn til miðs, en lækkar inn við botninn. Í hellinum voru hér og þar smá beinabrot, bæði úrkindum og stórgripum, en engin heilleg bein. Meðal beinanna var eitt, sem greinilega var tálgað í odd. Mest var af beinaleifum við mynni afhellisins, rétt innan við hellisopið. Ekki gátum við séð leifar af bálki né öðrum mannvirkjum. Varla getur leikið vafi á því, að maður hafi einhvern tíma hafzt við í helli þessum.”

Heimildir m.a.:
-www.fi.is

Hvalvatn-21