Hveradalir; landnám Ingólfs og skíðaskáli

Sýslusteinn

Í Morgunblaðinu árið 1965 er dálkur með fyrirsögninni „Þekkirðu landið þitt„. Þar segir:

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

„Hvítskeggshvammur er í Geitahlíð milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Þar eru sýslumjörkin við svonefndan Sýslustein og norður þar, beint á Vífilfell og Lyklafell og síðan í krákustígum þaðan á Botnssúlur. Þaðan liggja þau svo um Kvígindisfell.
Landnám Ingólfs Arnarsonar var vel afmarkað. Það var Reykjanesskaginn og takmarkaðist að norðan af Brynjudalsá og Öxará. En að austan takmarkaðist það af Þingvallavatni, Soginu og Ölfusá til sjávar. Á þessum skaga urðu síðar tvær sýslur, Gullbringusýsla og Kjósarsýsla.

Hveradalir

Hveradalir – hús Höyers. Hér sést stallurinn í hlíðinni þar sem minnismerkin voru síðar reist.

En af einhverjum undarlegum ástæðum seildist Árnessýsla til landa vestan Ölfusár og Sogs, lagði undir sig Grafning, Ölfus og Selvog allt til Hrúðurkarla og Norður í Þórisjökul. Á seinni árum hefir Reykjavík verið að ná undir sig meira og meira landi og hefir eignast spildu allt suður í Bláfjöll að landamerkjum Árnessýslu, og lengra kemst hún ekki. Og vegna þess hvernig sýslumörkum er hagað, verða Reykvíkingar að leita austur í Árnessýslu til þess að geta stundað skíðaíþrótt. Þar eru nú flestir skíðaskálarnir og þar er Skíðaskálinn i Hveradölum, sem mörgum Reykvíkingum finnst þó sem sé hluti af borginni. Þangað sækja þeir sér til hressingar og upplyftingar bæði sumar og vetur.

Hvaradalir

Hveradalir – minnismerkin eru í brekkunni ofan og hægra mgin við skíðaskálann.

— Þessi mynd er af Skíðaskálanum í Hveradölum og er tekin á þeim árstíma, er ekki var hægt að stunda skíðaíþróttina. Samt sem áður virðist þar allmargt gesta, ef dæma má eftir bílunum sem þar eru. Og þetta eru allt bílar Reykvíkinga.
— Ef menn taka vel eftir myndinni munu þeir sjá líkt og klöpp ganga ganga fram úr hæðinni að baki skálans, og á henni líkt og tvær vörður. En þetta eru ekki vörður, heldur minnismerki, sem skíðamenn reistu, reistu þeim Kristjáni Ó. Skagfjörð og L. H. Müller, tveimur forvígismönnum skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Þessi tvö minnismerki gera staðinn óneitanlega nátengdari Reykjavík.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 45. tbl. 23.02.1965, Þekkirðu landið þitt, bls. 5.

Landnám Ingólfs

Landnám Ingólfs.