Hvítskeggshvammur

Hvítskeggshvammur

Í „Þjóðsögur og munnmæli“ skráðum af Jóni Þorkelssyni segir m.a. um Hvítskeggshvamm:
CLXXXVI. Hvítskeggshvammur – Eptir handriti Hvitskeggshvammur-1Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861 ( Landsbókasafni 542. 4to.].
Austan til upp af Deildarhálsi, milli hans og Kerlinga, er hvammur einn inn í Geitahlíð, sem kallast Hvítskeggshvammur. Þar upp undan er hnúkur á hlíðinni, sem kallast Æsubúðir. Kynleg sögn er til um uppruna þessara örnefna, og er hún sú, að í fornöld hafi sjór legið yfir öllu láglendi austan fjalls; er það sannað með gömlum sjávarkampi hjá Þurá í Ölfusi. Þá er sagt, að kaupstefna hafi verið í Æsubúðum, og því heiti þar búðir, en ekki er þess getið hvers vegna, þær eru kendar við Æsu, né heldur hver sú Æsa hafi verið. Í hvammi þessum var þá skipalega og hét skipið Hvítskeggur. Er það til sannindamerkis haft, að eptir Herdísarvfkurfjalli upp á hamrabrúninni, þar sem hraun hefur ekki hlaupið yfir, liggi götur í klöppunum líkt og á Hellisheiði, og að festarhringar hafi sézt í klettunum efst í hvamminum.
Aesubudir-1En síðan hefir brekkan og kletturinn í hvamminum hrapað niður, og ætti hringurinn því að vera í urðinni, enda gæti hún falið í sér það , sem stærra væri. — Svo sagði Jón bóndi Árnason í Herdísarvík, fróuir maður og ólyginn, — hann dó gamall og blindur 1855 eða 1856, — að hann hefði talað við þann mann, er sagt var, að hefði séd hringinn í hvamminum, en kvaðst ekki hafa munað eptir að spyrja hann að, hvort það væri satt, fyrr en þeir voru skildir, en þeir sáust ekki optar en í eitt skipti. Er þessi frásögn að mestu leyti eptir honum.

(Jón „ímyndaði sér, að skeð gæti, að tilefni þessara munnmæla um Hvítskeggshvamm, hefði verið í þeim írsku bókum, sem nefndar eru í sögubroti aptan við Knytlingu, eða Íslendingabók Ara“.)

Heimild:
-Þjóðsögur og munnmæli, Jón Þorkelsson skráði, 1899, bls. 310-311.

Æsubúðir

Geitahlíð og Hvítskeggshvammur lengst til hægri.