Hengifoss

Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands lýsir jarðsögunni með eftirfarandi hætti:

Möttull

Jörðin – að innan.

“Jörðin myndaðist ásamt öðrum reikistjörnum sólkerfisins fyrir um 4,6 milljörðum ára. Ystu lög jarðar mynda fleka sem reka til og frá. Á úthafshryggjum þar sem flekar reka hver frá öðrum myndast ný úthafsskorpa og við eyjaboga eyðist hún. Í fellingafjöllum krumpast skorpan saman og lyftist. Fjöllin rofna síðan og mulningurinn sest til á láglendi eða í sjó og myndar setlög sem verða að setbergi.

Sögu jarðar má lesa úr jarðlögum sem finnast við yfirborð jarðar. Þannig má segja að jarðlögin séu eins konar handrit sem varðveitir sögu jarðarinnar. Með rannsóknum á fornum jarðlögum má fá upplýsingar um umhverfisaðstæður og lífríki á þeim tíma þegar þau mynduðust.

Tekist hefur að setja saman nokkuð heildstæða mynd af sögu jarðar, sérstaklega síðustu 600 milljón árin eða svo. Tímatal jarðsögunnar skiptist í aldir, tímabil, tíma og skeið”.

Taka þarf fram að framangreint er ein ódýrasta útskýringin á jarðsögunni, hingað til a.m.k. (meðfylgjandi myndir af Jörðinni fylgdu ekki umsögninni.

Heimild:
-Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands – https://www.ni.is/jord/jardsaga

Möttull

Jörðin – að innan.