Um selstöðu Kárastaða segir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, hefur þó ei brúkuð verið í lánga tíma.“ Um selstöðu Skálabrekku Leifar af gamla akveginum milli Selkots og Brúsastaðasegir: „Selstöðu á jörðin í sínu landi, sem þó hefur ei um lánga tíma brúkuð verið.“ Báðar þessar selstöður eru í Selgili, en bara sitthvoru gilinu.
Byrjað var á seinni leitum að Kárastaðaseli í Selgili undir Selfjalli ofan við Brúsastaði. Í leiðinni upp frá bænum var forn hlautsteinn utan í einni stórtóftinni skoðaður á ný sem og sagðar tóftir af Hofi, sem vera eiga  skv. Friðlýsingarskrá frá 1990 óljósar „suðaustanvert“ við núverandi íbúðarhús að Brúsastöðum en eru, skv. upplýsingum Ragnars Lundborgar Jónssonar, bónda, norðanvert við húsið. Þar mótar fyrir óreglulegum garði. Megintóftin, og sennilegust bæjartóft, er norðvestan við núverandi íbúðarhús. Við hana er hlautsteinninn með manngerðri skál höggna í stöpullaga stein.
Varða er á hæðinni enn norðvestar. Gamli akvegurinn sem og gamla þjóðleiðin liggur nokkuð norðan vörðunnar. Svo er að sjá sem vörður séu á hæðinni er liggur ofan láglendisins milli Brúsastaða og Kárastaða.

Sjá meira undir Lýsingar.