Kræklingur

Í Ægi árið 1963 er m.a. fjallað um kækling sem beitu:
“Það er enginn vafi, að þorskurinn hefur öðrum fiskum fremur haldið lífinu í Íslendingum. Er þetta svo viðurkenndur sannleikur, að flattur þorskur var um skeið tekinn upp sem skjaldarmerki þjóðarinnar. kraeklingurÍslendingar hafa líka alla tíð sýnt þessum fiski vissa kurteisi. Þó meiri áður fyrr, meðan múgmorðstæki, eins og botnvarpa og net, voru ekki notuð til Veiða, heldur aðeins gljáfægðir önglar, beittir af einstakri nákvæmni. Beitan var jafnan hið valdasta góðgæti. Þannig buðu t.d. Suðurnesjamenn þorskinum áður fyrr aðallega upp á kavíar og krækling, en þetta þykir nú hvort tveggja herramannsmatur. Voru Suðurnesjamenn parna langt á undan þeim erlendu sælkerum, sem hugkvæmdist að gera kavíar úr grásleppuhrognum og framleiða krækling sem ostrur. Segja má, að enn hafi hvorugt brugðizt, kurteisi Suðurnesjamanna né matarsmekkur þorsksins, því að aðalbeitan nú á dögum er síld, sem tvímælalaust er líka herramannsmatur og mun betri en þorskurinn sjálfur.
Í endurminningum Erlendar Björnssonar á Breiðabólsstöðum (Sjósókn 1945), Segir frá því, að Suðurnesjamenn notuðu mjög mikið af kræklingi til beitu, og var hann allur sóttur í Hvalfjörð. Var kræklingurinn tekinn þar um stórstraumsfjöru, en er heim kom, var hann settur í lón í fjörunni, þar sem hann hélzt lifandi. Var svo Blaskel-221tekin beita úr lóninu fyrir hvern róður. Á Suðurnesjum virðist kræklingur hafa verið notaður til beitu nær allt árið, nema um sumarmálaleytið, Þegar hrognkelsaveiðin stóð yfir, en þá var beitt ræsknum. Ræskni nefndust innyfli hrognkelsanna og munu hrognin hafa verið aðalhluti þeirra. Augljóst er af frásögn Erlendar á Breiðabólsstöðum, að í Hvalfirði hefur verið mjög mikið af kræklingi. Hafa verið beitufjörur í kringum nær allan fjörðinn. Erlendur getur um helztu beitustaðina, en þeir voru þessir, taldir sunnan frá: Laxárvogur, Stampar, Hvammsvík, Hvítanes, Fossá, Brynjudalsvogur, Botnsvogur, Þyrill, Litlisandur, Miðsandur, Brekka, Bjarteyjarsandur og Kalastaðir. Beztu beitustaðirnir voru taldir Laxárvogur, Stampar og Brekka. Til marks um það, hversu kræklingstekja var þarna mikil, er sú frásögn Erlendar, að vorið 1892, er hann eitt sinn var á leið heim úr beitufjöru við Brekku, þá mættu þeim 88 skip á leiðinni út að Andrésey, sem er í mynni fjarðarins, en öll þessi skip voru að sækja krækling inn í Hvalfjörð. Í annað sinn taldi Erlendur 30 skip við kræklingstekju í Laxárvogi einum saman.
Nú er löngu hætt að taka krækling til beitu í Hvalfirði, en nokkuð var tekið þar af honum á árunum 1940—50 og soðið niður. Var það niðursuðuverksmiðja S.Í. F., sem að þeirri framleiðslu stóð. Enda þótt vara þessi hafi verið ágæt, er hún ekki framleidd hér lengur, og kræklingurinn í Hvalfirði hefur fengið að vera í friði í mörg ár.”

Heimild:
-Ægir, 56. árg. 1963, 12. tbl. bls. 201.

Hvalfjörður

Hvalfjörður.