Kristnitakan

Þingvellir

Í LANDNÁMSBÓK (Sturlubók), 100. kafla, segir m.a.: „Þorgrímur Grímólfsson var bróðurson Álfs; hann fór út með honum og tók arf eftir hann, því að Álfur átti ekki barn. Sonur Þorgríms var Eyvindur, faðir Þórodds goða og Össurar, er átti Beru, dóttur Egils Skalla-Grímssonar. Móðir Þorgríms var Kormlöð, dóttir Kjarvals Írakonungs.“
Thingvalla-3Nefndur Þóroddur var á Þingvöllum er Þorgeir Ljósvetningagoði hvað upp úrskurð um að kristni skyldi framvegis verða trú landsmanna.
Sagan segir að hraun hafi runnið á Hellisheiði, er Alþingi var haldið, skammt frá Þingvöllum og stefnt í átt að bæ eins kristna höfðingjans [Þórodds goða]. Töldu heiðnir menn að þetta væri merki um að guðirnir reiddust. Á þá Snorri Þorgrímsson á Helgafelli að hafa mælt „Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?“ og þótti sýna mikla skynsemi.
Í Íslendingabók Ara fróða (rituð um 1130) segir um framangreindan atburð árið 999 eða 1000:
„Ó
lafur konungur Tryggvason, Ólafssonar, Haraldssonar hins hárfagra, kom kristni í Noreg og á Ísland. Hann sendi hingað til lands prest þann, er hét Þangbrandur og hér kenndi mönnum kristni og skírði þá alla, er við trú tóku. En Hallur á Síðu Þorsteinsson lét skírast snemmhendis og Hjalti Skeggjason úr Þjórsárdali og Gissur hinn hvíti Teitsson, Ketilbjarnarsonar, frá Mosfelli, og margir höfðingjar aðrir; en þeir voru þó fleiri, er í gegn mæltu og neituðu. En þá er hann hafði hér verið einn vetur eða tvo, þá fór hann á braut og hafði vegið hér tvo menn eða þrjá, þá er hann höfðu nítt. En hann sagði konunginum er hann kom austur, allt það, er hér hafði yfir hann gengið, og lét örvænt, að hér myndi kristni enn takast. En hann varð við það reiður mjög og ætlaði að láta meiða eða drepa okkar landa fyrir, þá er þar voru austur. En það sumar hið sama komu utan h ðan þeir Gissur og Hjalti og þágu þá undan við konunginn og hétu honum umsýslu sinni til á nýjan leik, að hér yrði enn við kristninni tekið, og létu sér eigi annars von en þar myndi hlýða.
Thingvalla-4En hið næsta sumar eftir fóru þeir austan og prestur sá, er Þormóður hét, og komu þá í Vestmannaeyjar, er tíu vikur voru af sumri, og hafði allt farist vel að. Svo kvað Teitur þann segja, er sjálfur var þar. Þá var það mælt hið næsta sumar áður í lögum, að menn skyldu svo koma til alþingis, er tíu vikur væru af sumri, en þangað til komu viku fyrr. En þeir fóru þegar inn til meginlands og síðan til alþingis og gátu að Hjalta, að hann var eftir í Laugardali með tólfta mann, af því að hann hafði áður sekur orðið fjórbaugsmaður hið næsta sumar á alþingi um goðgá. En það var til þess haft, að hann kvað að lögbergi kviðling þennan: Vil ég eigi goð geyja; grey þykir mér Freyja.
En þeir Gissur fóru, uns þeir komu í stað þann í hjá Ölfossvatni, er kallaður er Vellankatla, og gjörðu orð þaðan til þings, að á mót þeim skyldi koma allir fulltingismenn þeirra, af því að þeir höfðu spurt, að andskotar þeirra vildu verja þeim vígi þingvöllinn.
En fyrr en þeir færu þaðan, þá Thingvalla-6kom þar ríðandi Hjalti og þeir, er eftir voru með honum. En síðan riðu þeir á þingið, og komu áður á mót þeim frændur þeirra og vinir, sem þeir höfðu æst. En hinir heiðnu menn hurfu saman með alvæpni, og hafði svo nær, að þeir myndu berjast, að eigi um sá á milli. En annan dag eftir gengu þeir Gissur og Hjalti til lögbergs og báru þar upp erindi sín; en svo er sagt, að það bæri frá, hve vel þeir mæltu. En það görðist af því, að þar nefndi annar maður að öðrum votta, og sögðust hvorir úr lögum við aðra, hinir kristnu menn og hinir heiðnu, og gengu síðan frá lögbergi. Þá báðu hinir kristnu menn Hall
á Síðu, að hann skyldi lög þeirra upp segja, þau er kristninni skyldu fylgja; en hann leystist því undan við þá, að hann keypti að Þorgeiri lögsögumanni, að hann skyldi upp segja, en hann var enn þá heiðinn.
En síðan er menn komu í búðir, þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð; en morguninn eftir Thingvalla-7settist hann upp og gjörði orð, að menn skyldu ganga til lögbergs. En þá hóf hann tölu sína upp, er menn komu þar, og sagði, að honum þætti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldu eigi hafa allir lög ein á landi hér, og taldi fyrir mönnum á marga vega, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að þáð mundi að því ósætti verða, er vísavon var, að þær barsmíðir gjörðust á
milli manna, er landið eyddist af. Hann sagði frá því, að konungar úr Noregi og úr Danmörku hefðu haft ófrið og orrustur á milli sín langa tíð, til þess uns landsmenn gjörðu frið á milli þeirra, þótt þeir vildu eigi. En það ráð gjörðist svo, að af stundu sendust þeir gersemar á milli, enda hélt friður sá, meðan þeir lifðu. „En nú þykir mér það ráð,“ kvað hann, „að vér látum og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggja hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slfta og friðinn.“ En hann lauk svo máli sínu, að hvorirtveggja játtu því, að allir skildu ein lög hafa, þau sem hann réði upp að segja. Þá var það mælt í lögum, að
allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér; en um barna útburð skyldu standa hin fornu lög og um hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en varða fjórbaugsgarði, ef vottum um kæmi við. En síðar fáum vetrum var sú heiðni af numin sem önnur.
Þennan atburð sagði Teitur oss að því, er kristni kom á Ísland.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 30. júní 2000, bls. C8-C9.
-Landnáma (Sturlubók).
-Íslendingabók.

Þingvellir

Þingvellir.