Laufdælingastígur II

Lyklafell

Jón Svanþórsson hefur verið að leita að og í framhaldi af því rekja hinn gamla Laufdælingastíg, forn reiðleið milli Lyklafells (inn á Austurvegina frá Reykjavík um Hellisheiði í Ölfus) og Þingvalla.

Laufdaelingagata-3

„Ég er búinn að ganga Laufdælingastíg frá Lyklafelli að Gamla Þingvallavegi.
Laufdælingastígur er rakinn frá norðurenda Lyklafells við gatnamót Dyravegar, Hellisheiðarvegar að austan og Elliðakotsleiðar (Helliskots) og Alfaraveginn gamla í Miðdal  að vestan. Forn vörðuleif er þar neðan við grunnt gil þar sem hægt er að komast í vatn. Laufdælingastígur liggur uppfyrir gildragið og yfir á mel austanvið það framhjá svörtu plaströri er stendur þar uppúr  jörðinni(N6405218 W 21313859). Upphaf stígsins er dálitið sérkennilegt en líklega hefur hann verið lagður svona til að aðgreina  hann frá Dyravegi. Gatan er greinileg í fyrstu  en síðan liggur hún á mel  og skiptis þar gatan (N 6405267 W 21 30996)og þá á að slá sér til vinstri yfir moldarbarð og er þá  komið á gróna velli  milli árfars og hlíðar, næstu ca. 2 km. Á leiðinni er brak líkist helst afturgafli á bílstjórahúsi á pick-up bíl.
Laufdaelingagata-4Svo er hundaþúfa á vinstri hönd og önnur skömmu seinna og eru þar gatnamót og liggur gata til hægri upp í móann að dálitlu vatni og síðan er ógreinileg gata  áfram framhjá vörðu sem hlaðinn hefur verið ofan á stóran stein (N6406361 W 2129448). Sýslumót? Gatan liggur síðan sniðhallt niður í dalkvosina  sem stígurinn hefur legið í frá Lyklafelli.
Ef ekki er farið að vatninu en haldið áfram inn dalkvosina hér er mikið vatnsrof og sést því ekki til götu en farið er norður  yfir lágan háls og er þá komið á greinilega götu aftur. Gatan liggur nú í gróningum samsíða Nesjavallaleið. Vatnsrof er hér mikið bæði ofan vegar og neðan.
Ofan Nesjavallavegar rís landið í hólaþyrpingu (Gamall gígur ?) og liggur gatan upp í hólana og þvert í gegn um þá.
Laufdaelingagata-5Varða er á hól framundan rétt ofan við línuveginn (Frakkastíg) (N6407223 W 2126657) og er farið með hólnum og komið að lækjarfarvegi. Gatan er í lækjarfarveginum  eða lækurinn étið sig niður úr götunni. Síðan er farið upp farveginn (götuna)hjá hól með vörðu (N6407547 W 2126546)Varða er nokkru vestar og gæti hún verið á sýslumörkum. Gatan sveigir nú til austurs og svo aftur til norðurs og er þá farið hjá vörðu á hól. (N6407816 W 2126256) og nú er gatan mjög djúp, nánast eins og gil. Aftur beygir gatan til austurs með brúnum  og er þá varða á vinstri hönd (N6407967 W 2125966). Blasir nú við  bergstandur  á brún með stein á toppi. Hér eru gatnamót. Áframhald leiðarinnar liggur upp til vinstri um skarð en leið liggur niður til hægri með hól og er þar varða sem ekki sést héðan (Sést frá suðri),um gróninga niður á heiði.
Snúm okkur að skarðinu og förum þar í gegn og eru þá vörðubrot á brúnum á báðar hendur. Síðan liggur leiðin um gróninga í grunnum dal og eu hér vörður á báðar hendur.
Næst liggur gatan til hægri með lágum hlíðum Varða er hér og ógreinileg gata upp með henni að  tjörn og vörðu og norður fyrir vörðuna (N6408563 W 2124583) er leiðin hæst  360 m y s. Hallar nú austur af og er gatan í gróningum með lækjarfarvegi  niður að Nesjavallalínu (N 64 8846 W2122234).

Laufdaelingagata-6

Farið er yfir línuveginn og með lækjarfarveginum (árfarveginum) að stað (N 6409207 W 2121620). Hér þarf að hafa athyglina í lagi því gatan þverbeygir til vinstri og sést í endan á henni út úr rofabakka. Hér eru gatnamót. Til hægri (í suður ) sér fyrir götu sem liggur suður að brekkum (Dyravegi) og áfram að Húsmúla. Ef haldið er áfram í árfarveginum er komið að gjá sem virðist gleypa allt vatn úr farveginum. Hér eru tvær vörður á gatnamótum  leiðar úr Mosfellsdal um Bringur í Grafning(N6409404 W 2120878).
Nú förum við  aftur á þann stað sem Laufdælingastígur sést í rofabakkanum í norður. Gatan er greinileg í grónu landi og fljótlega þverum við leiðina Bringur –Grafningur (N 6409355 W 2121680). Næst er komið að slóð sem lá með Sogslínu 1 sem lá niður í Mosfellsdal um Bringur.
Búið er að fjarlægja línuna.(N6409967 W Laufdaelingagata-72121953). Nú sveigir gatan svolítið til austurs og er hér með lækjarfarvegi þar til komið er að tjörn og grónum völlum  og svo áfram með læk þar til komið er að Gamla Þingvallaveginum  (N6411050 W 2121484) og er þar ein glæsilegasta varðan við Gamla Þingvallaveginn. Stígurinn stefnir svo áfram í átt að Moldbrekkum. Þegar farnir hafa verið um 750 -60 m norður frá Gamla Þingvallaveginum er gata þar þvert á vestan úr Seljadal og austur í átt að Vilborgarkeldu. Varða er dálítið sunnan Gamla þingvallavegar, steinn ofan á öðrum stærri (N6410810 W2121063). Önnur varða er töluvert sunnar (N6410077 W2120834). Mynda þær línu norður-suður við vörðurnar við Bringna–Grafningsleiðina. Ekki eru greinilegar götur á þeirri leið.
Gangan tók marga daga og 4 mín.
Kveðja Jón Sv.“

Laufdaelingagata-8

Auk þess hafði Jón skráð leiðina sbr.: „Ég sendi hér kort af Laufdælingastíg norður að Gamla Þingvallavegi. Sendi áðan kort af syðri hlutanum.
Ég talaði við Ómar Gauk [Jónsson] og kannaðist hann við gjána og sagði hafa legið þar á greni. Gjáargreni. Hann vissi ekki um nafn á skarðnu í Sköflungi þar sem gatan fer yfir í Grafning.
Ég varð mér úti um örnefnalýsingu fyrir Nesjar og er þar haft eftir Guðmanni Ólafssyni að Sköflungaskarð sé sunnan Sköflungs líklega þá skarðið þar sem raflínurnar eru.
Einnig er nefndur Sköflungsháls en ekki vitað hvar hann er, en Guðmann talið líklegt að hann sé hálsinn, sem gengur norður úr Sköflungi og sé það þá á mörkum.
Mér finnst skrítið að skarðið þar sem gata liggur úr sveitinni hafi ekki nafn og ef það hafi haft nafn að nafnið hafi gleymst svona gjörsamlega.
Kv.Jón Sv.“

Heimild:
-Jón Svanþórsson.

Laufdælingastígur

Laufdælingastígur.