Laugavegur – skilti
Á skilti í Reykjavík um „Laugaveg“ má lesa eftirfarandi fróðleik:
„Laugavegurinn dregur nafn sitt af gömlu þvottalaugunum í Laugardal en þangað báru konur þvott frá Reykjavík til þess að þvo í heitu laugunum allt til ársins 1930. Árið 1885 var hafist handa við að leggja veg til þess að auðvelda fólki leiðina að laugunum og var vonast til að burður á þungum þvotti legðist af með bættum samgöngum. Margrét Jónsdóttir (1893-1971) skáld, sem er líklega þekktust fyrir kvæði sitt „Ísland er land þitt“, gerði aðstæðum þvottakvennanna góð skil í ljóðinu um Þórunni gömlu þvottakonu, sem þvoði þvott fyrir aðra en lifði sjálf við kröpp kjör. Hér er fyrsta erindi ljóðsins.
„Þórunn gamla þvottakona / þrammar áfram köld og sljó, / eftir dagsins erfiðleika / á hún von á hvíld og ró. / Vetur yfir veginn breiðir / voð úr mjallahvítum snjó“.“











