Lífsefni

“Eitt sinn fór hestadreingur að smala hestum. Hann fór norður á eingjar, og norður yfir fljót, og upp í hálsinn.

oskasteinn

Þar varð fyrir honum hellusteinn. Á hellusteininum voru nokkrir smásteinar, sem voru á sífeldum hlaupum um helluna. Þeir ýmist hoppuðu hver yfir annan, eða hlupu hver í kríng um annan, eins og þegar lömb leika sér um stekk. Þeir voru bleikleitir, en þó með ýmsum litum og á ýmsri stærð. Piltinum varð starsýnt á þetta furðuverk. Þegar hann hafði horft á það stundarkorn, tók hann einhvern minnsta steininn, fór með hann heim og sýndi fólki. Það sagði það væri “lífsteinn” og hellan “lífsteinahella.” Þókt vænt um, ef hann hefði fært því helluna með öllu saman. Þá hefði það mátt biðja konúng einhverrar bænar, hverrar helzt, sem það hefði viljað. Vildi þá pilturinn fara aptur á stað og sækja helluna, en það sagði fólkið að mundi verða til einkis; því nú væri hellan með steinunum sjálfsagt horfin og búin að flytja sig, þar eð hún hefði mist einn steininn. Þar að auki sagði hann, að lífssteinahella sæist ekki nema á Jónsmessumorgun.”

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og ævintýri 1862, bls. 654.

Eilífsdalur

Í Eilífsdal.