Lónakotsstígur efri og neðri
Þegar unnið var við að bæta Straumsuppdráttinn í kringum Óttarstaði vestri á einu síðdeginu sást hvar stígur lá frá vesturtúnjaðrinum til vesturs. Stígurinn er greinilegur og varðaður að hluta. Hann liggur nokkuð ofar en gönguleiðin yfir að Lónakoti, sem er skammt ofan við sjávarkambinn.
Stígurinn liggur í gegnum gróið hraunið að stórri vörðu og þaðan að annarri mjórri vörðu nokkru vestar, sbr. meðfylgjandi mynd. Við hana er leiðin yfir að Lónakoti. Neðan vörðunnar, skammt ofan við kambinn, er sérkennilega sorfnið fjörugrjót, sbr. meðfylgjandi mynd, ólíkt því sem annars staðar er þarna á leiðinni. Þegar verið var að skoða grjótið stakk forvitinn minkur sér upp úr urðinni fylgdist vel með tvífætlingunum.
Stígurinn kemur inn á austurjaðar Lónakotstúns ofan við neðsta hraunhólinn eftir að komið er í gegnum hlið á girðingu.
Stígnum var fylgt áleiðis upp í hraunið í stað þess að halda gönguleiðina áfram neðan við hólinn eins og liggur beinast við. Lítil varða er þar sem gamli stígurinn liggur af henni upp í hraunið. Þegar túngarðinum er fylgt til suðurs má sjá gróinn stíg liggja upp í hraunið til suðausturs. Honum var fylgt að fyrstu vörðunni uppi í hrauninu. Þar beygir stígurinn til austurs í áttina að Straumi. Hann er greinilegur svo til alla leiðina.
Frábært veður.