Lukkugefinn – skilti

Fjörukot

Á Miðbakka í Reykjavík eru nokkur skilti um „fornbáta“ í eigu einstaklinga. Þar á meðal er sagt frá „Lukkugefinn„; tveggja manna fari á Suðurnesjum:

Lukkugefinn

Lukkugefinn; skilti.

„Lukkugefinn er talinn hafa verið smíðaður 1880-1890. Lengd, breidd og dýpt bátsins er 6.7 x 1.45 x 0.58 m. Hann er úr ljósum við, súðbyrtur. Hann er með mastur og var róið og siglt til 1954 en þá sett í hann vél. Báturinn er mjór og grunnskreiður og hefur því verið léttur undir árum. Breidd hans bendir til að hann sé tveggja mann far en lengdin er hins vegar svipuð feræringum.
Heimildir greina ekki frá notkun bátsins fyrstu áratugina en vafalaust hefur honum verið róið til fiskjar enda góð fiskimið skammt undan landi.

Fjörukot

Fjörukot – Lukkugefinn.

Fyrsti nafngreindi eigandinn er Einar frá Þingholti í Gerðahreppi, nú Suðurnesjabæ. 1918 keypti Jón Jónsson síðan bátinn. Hann var frá Bárugerði, sem var ein af hjáleigu Bæjarskers í nágrenni Sandgerðis. Það ár fékk báturinn núverandi nafn. Þriðju nafngreidi eigandinn, Gunnar Jónsson, Reynistað í Sandgerði, var sonur Jóns Jónssonar. Þeir feðgar fóru í róðra á bátnum frá Bæjarskersvör.
Lukkugefinn er með elstu Suðurnesjabátum sem varðvesit hafa.“

Lukkugefinn er nú við Fjörukot vestan Sandgerðis þar sem hjónin Gunnhildur Gunnarsdóttir og Guðmundur Sigurbergsson ráða ríkjum.
Fjörukot