Í Vogum er upplýsingaskilti sunnan við Minni-Vogavör um mannlífið á sjávarbakkanum. Á því er eftirfarandi texti:
Vör og sjávarhús
Í flæðarmálinu má sjá Minni-Vogavör er Egill Hallgrímsson (1817-1884) útvegsbóndi í Austurkoti lét ryðja. Vörin var sameiginleg fyrir Minni-Voga og Austurkot. Beggja vegna vararinnar voru hlaðnir öflugir grjótgarðar til að skýla henni. Efst í vörinni höfðu útgerðarbændurnir uppsátur báta sinna. Á sjávarkambinum voru sjávarhús, fiskreitir (svæði þar sem fiskur var lagður og þurrkaður) og lifrarbræðsluhús. Enn má sjá grunna sjávarhúsanna ef vel er að gáð.
Egill ríki
Egill var annálaður dugnaðarmaður og efnaður eftir því. Árið 1870 eignaðist hann þilskipið Lovísu sem gert var út við Faxaflóa. sagt var að hann hafi borgað skipið með silfupeningum. Þegar skipið var ekki á veiðum hafði hann það í förum milli anda, sendi það með saltfisk til Spánar og lét það taka saltfarm til baka. Egill gerði út marga báta, keypti fisk og seldi salt. Hann leit sjálfur eftir öllu og rakaði saman auði og var um langt skeið talinn einn ríkasti bóndinn á Suðurnesjum.
Lífið á bakkanum
Á tímum átabátaútgerðar var mikið líf við sjávarsíðuna. Árabátar komu með aflann í varirnar, þaðan sem hann var borinn í sjávarhúsin og á klappirnar í kring til verkunar. Þegar vélbátaútgerðin hóf innreið sína og bátarnir urðu stærri var hafnaraðstaða byggð þar sem hún er í dag, út af Eyrarkotsbakka. Fiskvinnslan fluttist í fiskvinnusluhús við höfnina og lagðist starfsemin á bakkanum smám saman af. Á bakkann var lagður vegaslóði til Grænuborgar eftir að bílar komu til sögunnar.