Náttúruvætti í hættu – Litli Rauðamelur

Rauðamelur

Í Fjarðarfréttum í sept. 2025 var fjallað um „Náttúruvætti í hættu – Óskráður Rauðamelur á hættusvæði„:

Rauðamelur

Áætlað efnistökusvæði Rauðamelsnámu (úr umhverfismatsskýrslu).

„Í umhverfismatsskýrslu Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarhafnar var gert ráð fyrir að stækkuð Straumsvíkurhöfn myndi m.a. fela í sér aðstöðu fyrir starfsemi fyrirtækisins Carbfix vegna uppbyggingar Coda Terminal í Hafnarfirði. Eftir að kynningu umhverfismatsskýrslu lauk breyttust áformin að því leyti að ekki var lengur gert ráð fyrir aðstöðu fyrir Carbfix í höfninni. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ, dags. 24.6.2025, koma hin breyttu áform fyrst og fremst til að leiða til breyttrar áfangaskiptingar við uppbyggingu hafnarinnar.

Rauðamelur

Stóri-Rauðamelur – núverandi námusvæði.

Gert er ráð fyrir að taka 1.240.000 m³ af efni úr áður skemmdri Rauðamelsnámu og á mörkum áhrifasvæðis vinnslunnar er náttúruvætti, Litli Rauðamelur sem ekki hefur verið skráður á minjaskrá og talinn horfinn.
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó eða vatni.
Litli Rauðamelur er aðeins í um 150 m fjarlægð frá Rauðamel og er alveg óraskaður – ennþá.

Rauðamelur

Litli-Rauðamelur næst og eyðilagður Stóri Rauðamelur fjær.

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir: „Skógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla (132) og austan við Rauðamel stóra (133), en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var.“
Þrátt fyrir fullyrðingu þess efnis að Litli-Rauðimelur sé horfinn „lifir“ hann enn góðu „lífi“ skammt norðnorðaustan þess Stóra – GG.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir 11.09.2025, Náttúruvætti í hættu – Óskráður Litli Rauðamelur á hættusvæði, bls. 18.
-https://vefblad.fjardarfrettir.is/p/fjardarfrettir/11-9-2025/r/10/18-19/6849/1993125

Rauðamelur

Litli-Rauðamelur 2024.