,

Nýtt útlit – áfangi á vegferð

FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum og -þekkingu á síkri tækni, en með aðstoð hjálpsamra fjögurra handa og tveggja skilningsríkra huga var fræinu sáð.

Dropinn

Stoðhola í skála í Ögmundarhrauni er hraunið í eldgosahrinunni 1151-1153 rann yfir byggð landsnámsfólks.

Morgunblaðið lagði þar m.a. tvær hendur á plóg, auk tveggja annarra Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með tíu fingrum sem og stuðningi þáverandi bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, Ólafs Ólafssonar. FERLIRsvefsíðan hefur, þrátt fyrir góðan skilning margra, þurft að bregðast við aðstejandi vanda í umleitun stöðugrar þróunnar. Ótrúlegum fróðleik um afmarkað landssvæði hefur á skömmum tíma verið safnað á einn stað. Eitthvað sem fáum hefur áður tekist. En eitt er að leita uppi, vettvangsstaðfesta, skrá, ljósmynda, draga upp og safna efni inn á síðuna – og annað að viðhalda, uppfæra og skrá nýtt efni er varða nýjar uppgötvanir, upplýsingar, ábendingar og viðbætur um skrásett efni frá áhugasömum lesendum.

Ferlir

Þátttakandi í fyrstu FERLIRsferðinni, Jóhann Davíðsson, tilbúin í hvað sem er, enda aldrei að vita við hverju var að búast…

Nú eru liðinir a.m.k. kvart auk tveggja áratuga aukreitis frá upphafinu. Í nútímanum gera nokkur ár því miður (eða sem betur fer) tækin fljótt úrelt. Tíminn gerir því sífelldar kröfu um skjót og vakandi viðbrögð. FERLIR mun fagna endurnýjuðum áfanga þann 12. 01. 2009 n.k. kl. 12.01. Síðan mun smám saman taka ítrekuð par ár að uppfæra gamalt efni á nýjum vefsíðum.
Tilgangur upphafsins var einfaldur; að bjóða þaulsetnu skrifstofufólkinu upp á tilbreytingu er fælist í hreyfingu og hugeflingu. Málið er að þegar fólk, er felst til tiltekinna starfa, festist smám saman í hugarfari áráttu rannsóknanna. Stundum reynist mikilvægt að líta út fyrir „kassann“ og skoða aðra möguleika utan hans.

Göngur og  hreyfing um ókunnar slóðir efla jafnan hugarþelið; draga viðkomandi út úr hversdagsleikanum; gera honum kost á skoða og meta söguna á annan hátt með hliðsjón að verkefnum líðandi stundar.
Fólk, hvort það eru bankastjórar, alþingismenn, ráðherrar, forseti, læknir, skrifstofumaður, verkamaður/-kona eða hreingerningarmaður/-kona hefur alltaf gott af hollri hreyfingu út í því sögulega umhverfi sem forferður allra þeirra hafa alist upp við í gegnum tíðina…

Ferlir

FERLIRsfélagar á góðri stundu um jól við Rauðshelli.