Eldvörp
“Vér höfum baðstofur og í þeim óna, sem eru gerðir af grjóti og hellusteinum, og eru þeir hér tíðkaðir og brúkaðir með tvennu móti. Sá eini og eldri ónháttur er að óvönduðum steinum og grjóti, upp um hvert grjót, er ofan á þversteinum ónsins liggur að logann leggur. Og svo sem ónninn er nú af kyndingunni eður eldinum nógu heitur orðinn og baðstofan er rokinn, þá er gefið köldu vatni á þá brennheitu ónsteina, hvar af hitann nóglega leggur upp um allt húsið, hverjum hita bæði torfveggir og torfþakið vel heldur og forsvarar.
Þeir aðrir ónar eru gerðir af hraunhellum, sem af hraunhellum, sem af jarðeldi forðum brunnið hafa. Þessar hellur eru höggnar, klappaðar og grópaðar og svo nákvæmast sem verður samfelldar og svo í mynd eins útlenska járnóna saman settar og fyrir komnar. Og sem af þessum hellum er slíkur ónn orðinn, þá eru allar hans samkomur móaðar og saman límdar og svo hagfellt grjót á báðar síður og ofan fyrir hlaðið og það allt saman vel og nákvæmlega móað, svo engan reyk skuli í stofuna inn leggja. Og þetta ónsmíði er ekki fyrir fimmtíu árum upp tekið, hvert ónsmíði á Suðurnesjum er nú helst brúkað, og héðan til annarra sveita fært og burt fengið. Ert það og í Kjalarnessýslu, og ég af veit, fyrst upp komið.
Hinn fyrri kyndingarhátturinn er til baðs vel þénanlegum og á þvílíkan hátt eður aðferð böð að kynda svo almennilega hef ég lesið, að utan lands sé síðar til sums staðar.“

-Arngrímur (lærði) Jónsson
-Öldin okkar 1609.

Mýrarrauði

Mýrarrauði – járn.