Pétursborg – Hólssel – Lynghólsborg

Lynghólsborg

Farið var að Pétursborg og skoðað Hólssel, sem er u.þ.b. 1 km norðaustan hennar.

Pétursborg

Pétursborg

Pétursborg stendur á Huldugjárbarmi, heilleg og falleg aðkomu. Sunnan undir borginni eru fjárhústóftir. Frá Pétursborg er fallegt útsýni yfir heiðina að Hrafnagjá, Snorrastaðatjarnir og Háabjalla. Svæðið myndaðist á svipaðan hátt og Þingvellir, misgengi þar sem miðjan sígur á sprungurein og gliðnar um u.þ.b. 2 cm að jafnaði á ári.
Erfitt getur verið að finna Hólssel, en það er ofan gjárinnar í u.þ.b. kílómeters fjarlægð, sem fyrr sagði. Um er að ræða þrjá hraunhóla og í klofi eins þeirra eru hleðslur. Þá eru og hleðslur suðvestan undir hólnum.

Lynghólsborg

Lynghólsborg.

Nokkrar tóftir er umhveris hólinn sem og  í sprungunni, sem er vel gróin. Hins vegar er allnokkur landeyðing í kringum hólana.
Gengið var niður heiðina og komið var við í meintu Þóruseli, sem einnig er í háum grónum hraunhól. Í honum mótar fyrir tóftum.
Frá selinu var gengið ákveðið áfram norður heiðina að Lynghól. Undir honum er nokkuð stór fjárborg (hér nefnd Lynghólsborg), vel gróin, en til suðurs frá henni liggur hlaðinn leiðigarður. Neðan við borgina er nokkur jarðvegseyðing.
Veður var frábært, lyngt og hlýtt. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Pétursborg

Pétursborg.