Lóa

Gengið var niður að Halakoti. Þar bar svo skemmtilega til að Magnús Ágústsson frá Halakoti var að renna í hlað. Hann þekkir svo til hverja þúfu í Brunnastaðahverfinu.

Bieringstangi

Bátshræ á Bieringstanga.

Magnús lýsti staðháttum við Halakot, Halakotsvörinni, Brunnastaðabótinni, Bieringstanga o.fl. Magnúsi varð 81. daginn eftir.
Eftir stutta viðkomu á Brunnastöðum þar sem rætt var við Eggert Kristmundsson var gengið að Skjaldarkoti, eyðibýli skammt norðan við Brunnastaði. Þar eru heillegar tóttir og garðar. Komið var við í Narfakoti, en þar vestan við eru mjög fallegar og heillegar tóttir. Narfakotsbrunnurinn er austan við bæjarhúsið.
Gengið var út á Atlagerðistanga og komið við í Móakoti, Ásláksstöðum og Nýjabæ og ferðin enduð við Knarrarnes. Þar fyrir neðan er fallegur hjallur og norðan við Stóra-Knarrarnes eru gömlu bæjarhúsin, mjög fallega flóruð stétt og brunnur.
Öll ströndin er einstaklega tilkomumikil, fjölmargar tóttir, varir, bátaréttir, skjól, minjar og margt að sjá.
Verðið var eins og best verður á kosið – bjart og hlýtt. Gangan tók um 4 klst.

Hlöðunes

Tóftir við Hlöðunes.