Kálfatjörn

Kálfatjörn – kirkjur
Upphaflega voru þrjár kirkjur í hreppnum, hálfkirkjur í Kvíguvogum (Vogum) og Vatnsleysu, en aðalkirkja á Kálfatjörn sem líklega hefur verið kirkjustaður frá upphafi kristins siðar hér á landi. Kálfatjörn 1936Hálfkirkjurnar hafa lagst niður fyrir löngu, líklega um siðaskipti. Aðalkirkjan á upphaflega að hafa staðið á Bakka en vegna landbrots af sjávargangi var hún flutt að Kálfatjörn. Fram til 1824 var torfkirkja á Kálfatjörn. Var þá reist ný kirkja með torfveggjum, en timburþaki. Rigningarvatn rann þó af þakinu inn í kirkjuna svo innviðir hennar að sunnanverðu fúnuðu. Varð kirkjan því endingarlítil. Árið 1844 var komin þar timburkirkja sem ekki heldur stóðst tímans tönn, var rifin og ný timburkirkja reist á árunum 1863-64. Kirkjan sem nú stendur var reist árið 1893 og er með stærstu sveitakirkjum landsins.

Kálfatjörn á 50 ára afmæli kirkjunnar, 1943
KálfatjörnKringum stórjarðir og kirkjustaði mynduðust oft hverfi af smábýlum (kot), sem fengu kýrgrasvöll (túnblett). Þau sem ekki nutu þeirra hlunninda voru kölluð þurrabúðir eða tómthús. Smábýli í landi Kálfatjarnar voru Fjósakot, Móakot, Hátún, Goðhóll og Naustakot og utan golfvallarsvæðis Hlið, Litlibær, Bakki, Bjarg, Borgarkot, Hólakot, Árnahús og Bakkakrókur.
Hlutverk grjóthleðslanna var að verja túnin ágangi búfjár. Heiðargarðurinn náði utan um stóran hluta hverfisins og var ætlað það hlutverk að verja túnin þeim megin er að heiðinni snúa. Sum kotanna höfðu svo grjóthleðslur um sína túnparta. Grjóthleðslur við og utan um kotbýlin sjálf voru svo í flest öllum tilfellum til að verja matjurtagarða. Gamla sjóvarnargarða til varnar túnum má líka finna í Kálfatjarnarhverfi.

Hluti Kálfatjarnar hverfis

Kálfatjörn

Bændur í Kálfatjarnarlandi nýttu vel það sem fjaran gaf. Hverju býli var úthlutað dálitlum fjöruparti, þar sem skera mátti þang sem notað var til eldiviðar. Um réttaleytið að hausti var þangið skorið og breitt til þerris á kampana og garða. Einnig var hirt og þurrkað það þang sem rak á fjörur utan þess tíma sem þangað var.

Lýsingar á landamerkjum milli fjöruparta kunna mönnum að þykja smásmugulegar í dag en það gat verið um 1-2 mánaða eldsneyti að ræða hvort þessi grandinn eða skerið tilheyrði býlinu eða ekki.
HeiðargarðurBærinn á Kálfatjörn stóð því sem næst í miðju túni á allstórum bala vestan kirkjunnar. Allt umhverfis kirkjuna er grafreiturinn eða kirkjugarðurinn, þó aðallega norðan og austan megin. Umhverfis grafreitinn er hlaðinn garður úr grjóti og sniddu sem hefur þjónað því tvíþætta hlutverki að verja grafreitinn ágangi búfjár, en einnig og ekki síður sem aðhald og brún þeirrar moldarfyllingar, sem gera þurfti sökum þess hversu jarðvegurinn er grunnur.

Golfvöllurinn fyrr og nú

Gjáarvatnsstæðið

Á Hátúnshæðinni hefst golfhringurinn. Slegið er með og yfir Heiðargarðinn, hægra megin við Fjósakot á Margrétarflöt en svo hét og heitir túnið austan við kotið. Fjósakot sem var með hæstu bæjarstæðum allra bæja í Vatnsleysu- strandarhreppi var lítið grasbýli frá kirkjujörðinni og fór í eyði um 1920. Þar sér nú aðeins í grjóthrúgur en moldin úr rústunum var tekin til uppfyllingar í grafreit á Kálfatjörn. Fyrsta og áttunda flötin liggja við svonefndar Kotagirðingar. En Kotagirðingar Móakots og Fjósakots voru hlaðnir garðar umhverfis dálitla móa, er næstir voru túnum, ætlaðir til kúabeitar.

Austan við rauða teiginn á braut 2 við Heiðargarðinn er vatnsstæði í sprungu á Stóru-Klöpp, kallast vatnsstæðið Gjáin eða Gjáarvatnsstæði. Skammt suðvestur frá því, nær Fjósakoti, var fiskbyrgi, kallað Baráttubyrgi. Þar sér nú aðeins í undirstöðuna en gróið stæðið í kringum er eflaust vegna þess fiskúrgangs sem fallið hefur til og verið góður áburður.

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja.

Slegið er yfir þar sem Heiðargarðurinn lá og er flötin nú þar sem áður var grýtt moldarflag. Við teiginn á braut 3 á klöpp er stórgrýtt hrúga, líklegast einhver hleðsla, við hestaslóð sem lá þarna fyrir löngu síðan og sést móta vel fyrir. Hestaslóðin lá upp með Hátúnshæðinni að sunnanverðu, við klöppina og þaðan inn eftir að Stefánsvörðu. Nú hefur breytt nýting á landi máð þessi ummerki að hluta.
Braut 4 öll liggur vel fyrir ofan Heiðargarðinn o.þ.a.l athafnasvæði bóndans hér áður fyrr sem var í fjörunni og á túnum. Því er lítið um örnefni á brautinni því eðlilega tengjast þau þeim svæðum þar sem mest var starfað. Fuglalíf er fjölskrúðugt við brautina einkum kríuvarp.

Bærinn Goðhóll fór í eyði 1933
BaráttubyrgiðÞegar farið er yfir Goðhólsrásina og Heiðargarðinn á braut 5 er komið á stórt tún sem heitir Land, einnig kallað Suðurtún, slétt og hólalaust fyrir utan eina hólbungu, allmikla um sig sem heitir Hallshóll. Hóllinn skilur að Landið og Naustakotstúnið. Sagt var að alltaf gerði rigningu þegar búið var að slá Hallshól. Um mitt Landið lá Kirkjugatan frá Hliði til Kálfatjarnar. Rétt ofan við götuna lá grjótstétt þvert yfir Goðhólstúnið kölluð Kirkjubrú. Líklegt er að Kirkjubrúin hafi verið gerð til þess að auðvelda kirkjufólki för yfir Goðhólsrásina sem gat orðið hinn versti farartálmi í leysingum. Aftur er slegið yfir Heiðargarðinn og á Goðhólstúnið.
ÚtihúsÁ klapparhól nyrst í túninu er Sundvarðan sem notuð var sem mið í Keili og gaf til kynna að rétt væri róið um Kálfatjarnarsund fyrir Markklettinn inná Leguna. Þar mátti láta litla dekkbáta liggja.

Úr Legunni var svo róið uppí Kálfatjarnarvör. Flötin liggur fyrir norðan Goðhól, við eitt útihúsanna. Goðhóll stóð á mörgum hólum, sem einu nafni heita Goðhólar. Goðhóll sem fór í eyði árið 1933 var tómthús frá kirkjujörðinni en hafði grasnyt. Þar mun síðast hafa verið búið í torfbaðstofu í Vatnsleysustrandarhreppi. Á kampinum fyrir neðan flötina má svo sjá grunn af uppsátrinu, þar sem bátarnir voru teknir á land, skiparéttinni og neðar í fjörunni er Goðhólsvör.

Byrgið (sjávarhús Kálfatjarnar)
GoðhóllÁ sjötta teig er gott útsýni yfir það athafnasvæði er tengdist sjávarútvegi á Kálfatjörn. Þar má sjá hæstan og mestan Markklett sem var landamerki milli Þórustaða og Kálfatjarnar. Við enda sjóvarnargarðsins við teig var sjávarbyrgi Kálfatjarnar. Þar norður af er Snoppa (Hausaklöpp) þar sem þorskhausar voru hertir. Í Naustakoti (í byggð 1703) voru fjárhús eftir búsetu. Sunnan við Naustakot var fjárrétt og fast við hana að sunnan grasigróið gerði, kallað Hausarétt. Þar voru þurrkaðir þorskhausar í seinni tíð uns það lagðist niður með öllu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar. Næst kampinum, mun lægra en túnið umhverfis, er Síkið sem nær suður undir Sjávargötu. Í Síkið flæddi sjór í miklum flóðum um Rásina allt uppí Kálfatjarnarbrunn. Fast sunnan við Kálfatjörnina er Sjóbúðin.
SjávarbyrgiðÞar eru rústir sjóbúðar er séra Stefán Thorarensen lét byggja, er hann var prestur og bóndi á Kálfatjörn 1857-1886. Sagt var að sjóbúð þessi rúmaði tvær skipshafnir, alls 16 menn. Þar mun býlið Hólkot (Hóll) hafa staðið en síðast er getið um búsetu þar í lok 17. aldar. Í seinni tíð mun búðin hafa verið notuð sem fjárhús. Aftur er leikið á Landinu og þegar á flöt er komið má finna lága hleðslu austan megin við hana sem eru leyfar af Hestarétt þar sem kirkjugestir geymdu hesta sína.

Krosshóll
Teigurinn á brau 7 er þar sem Hátún stóð. Slegið er yfir Austurtún að grjótgörðum þeim er umlykja Móakotstúnið. Áður en farið er yfir garðinn, sunnarlega í Króknum er dálítil lægð eða pollur sem var kallaður Víti. Þar mun býlið Árnahús líklega hafa staðið nærri en gárungarnir svo fært nafnið af pollinum yfir á kotið eins og sögnin um biskup og séra Hallgrím Pétursson bendir til.

Bærinn Móakot

Móakot

Sagt er, að Brynjólfur biskup hafi eitt sinn vísiterað á Kálfatjörn og haft spurnir af manni er bjó þar í þurrabúð í túninu, Árnahúsi (Víti). Ekki þótti hann kirkjurækinn og réri til fiskjar á helgidögum. Biskup hafði tal af honum og fylgir það sögunni, að hann hafi veitt honum leyfi til þessara helgidagsbrota, er honum varð ljós fátækt hans og ómegð. Er séra Hallgrímur frétti þetta, orti hann:

Golfið„Biskupinn blessar hjalla
bila ei upp frá því,
krosshús og kirkjur allar
og karlinn, sem býr Víti í.“

Sunnan við tóftirnar af Móakoti er langur og hár hóll, Klapparhóll. Þar var talið að mikið af huldufólki byggi og því var hann einnig kallaður Álfhóll. Móakot var grasbýli frá kirkjujörðinni og fór í eyði um 1950. Hverju sem það sætti var orðrómur um að enginn mætti búa þar lengur en í 9 ár. Nær sjó er svo Móakotstjörn sem var mýrartjörn. Í fjörunni neðan flatarinnar er Móakotsklöpp sem áður var landföst en þar eru fjörumörk Kálfatjarnar og Móakots.
Þegar horft er af Móakotsbakka til sjávar er stórt lón út af kampinum sem heitir Búðarlón og grandarnir sitt hvoru megin við, þara vaxnir, Búðarlónsgrandinn Syðri og Búðarlónsgrandinn Nyrðri. Slegið er yfir Móakotstún, á flötina nálægt þar sem Kotagirðingar voru.

Harðhaus
KálfatjörnFjölmörg örnefni önnur eru á Kálfatjörn. Nafnið Harðhaus er t.d. til komið vegna þess hve illa hóllinn fór með ljá bónda á Kálfatjörn í seinni tíð. Í miðju Hátúnstúni sem girt var grjótgörðum stóð Hátún sem var grasbýli frá kirkjujörðinni en fór í eyði um 1920. Árið 1941 var þar byggður sumarbústaður en föst búseta tekin upp um 1960. Innan garðs eru t.a.m. Hátúnshóll og Hátúnsflöt. Litlu sunnar við flötina liggur Heiðargarðurinn sem áður hefur verið minnst á.

Heimild:
-www.gvsgolf.is

Kálfatjarnarkirkja