Reykjanes

“Það hefur margt rekið á fjörur þeirra Suðurnesjamanna, allt frá maðksmognum trjábolum, sem liggja þar á fjörum, ásamt skeljum og þaraþöngl um — auk þessa hefur margt annað kynlegt rekið þar á fjörur. — Einn dag rak þar á fjörur, beint inn í Ósabotna, skip Hafnir - spilnokkurt, sem „James” hét. Fór það mannlaust yfir brimgarðinn og hafnaði innst i Ósabotnum. Skipið var hlaðið trjáviði, eðlaættar, hefluðum og tilbúnum. Þegar nágrannarnir fóru að skyggnast eftir hvað um væri að vera, kom i ljós, að enginn maður var um borð og skipið hlaðið trjáviði. Þetta var nokkru fyrir aldamótin síðustu, en hvað varð utm skipshöfnina verður aldrei upplýst. Þegar þessar staðreyndir voru allar upplýstar, þá hélt sýslumaður uppboð á strandgóssinu og seldist plankinn á 20 til 30 aura hvert stykki. Mörg hús, sem ennþá standa, voru byggð af þessum viði, því hann var góður og sterkur. Leyndardómurinn um „James” verður ekki skýrður, en skipið fór þar í gegnum sundið, mannlaust og varð mörgum til bjargar við byggingu nýrra húsa, bæði í Höfnum og nágrenni. Báran skolar slíkum furðuhlutum í land, miklu fleiri en taldir verða, það vita þeir einir, sem um fjörur ganga.
Það var á árinu 1940 er vélbáturinn „Kristján” fór í róður frá Sandgerði, svo sem oft áður, en þegar út á miðin var komið henti þá erfið vélarbilun, og verður hetjusaga skipshafnarinnar ekki rakin hér að nokkru marki, en líf þeirra í 12 daga hrakningum með vonum og vonbrigðum var hetjusaga, sem byggðist á langri lífsreynslu og geðró. Eftir alla þeirra hrakninga lenti svo „Kristján” í brimrótinu fyrir framan Merkjanesbæinn í Höfnum og þar voru á landi hjálpfúsar hendur og mikið þor til að bjarga skipbrotsmönnum á land.

Merkines - brunnur

Þeim landmönnum hafði fundizt sigling bátsins einkennileg — en allt tókst þó vel, karlarnir á „Kristjáni” komust í land á síðasta snúning og nutu hjúkrunar og umönnunar í Merkjanesi. Minningarathöfn um látna, sem þarna átti að fara fram í Sandgerði daginn eftir, og einnig höfðu þeir komið fram á andafundum og verið hinir kátustu. Nóg um það, þetta er aðeins eitt af því, sem rekið hefur á fjörurnar á Reykjanesi. Við höldum svo áfram gegnum Hafnirnar og fyrir ofan þær.
Niður í Höfnum standa ennþá steinhleðslur mosagrónar og haganlega gerðar, það eru leifarnar af höfuðbólinu Kotvogi. Upp á barði stendur kirkjan, sem Hafnamenn hugsa vel um. Vesturhús og Austurhús eru ryðguð að utan, en nýtt frystihús er niðri á bakkanum — svo verður gjarnan um staði sem berjast um forna frægð og framtíðina.
Leiðin liggur áfram framhjá Merkjanesi, fallegt þríbýli, þar átti heima Marteinn myndskeri og ennþá býr þar Hinrik Ívarsson, kynjakall, refaskytta með meiru, skáld gott og faðir þeirra Ellýjar Vilhjálmsdóttur, Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvaranna góðu og Sigurðar Vilhjálmssonar, leikara og skáta foringja. — Þau eru Vilhjálms, því karlinn heitir Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.
Næst verður á hægri hönd hið forna höfuðból Júnkaragerði, þar sem Galdra-Jón hreppstjóri átti heima fyrir nær því tveim öldum. Margt hefur siðan drifið á daga Junkaragerðis, sem nú til dags er að mestu í eyði, en var áður hjáleiga frá höfuðbýlinu Kalmanstjörn, sem þeir bræður Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður og Ketill í Höfnum eiga ennþá. Þaðan kemur Hafnasandurinn góði, sem gefur húsum prýði bæði utan og innanhúss. Þá er Hafnabergið, sem var annar landamerkjastaður Steinunnar gömlu með sina farfugla og lífið í sjónum, seli á sundæfingu og margháttaðan reka — en allir skyldu taka sér vara á öldunni, sem æðir upp sandinn. Fyrir ofan fjöruna er sandurinn að gróa upp. Melgrasskúfurinn harði gerir þar hóla og hæðir, en smátt og smátt sléttast úr þeim og eyðimerkursandurinn lætur í minni pokann fyrir gróskunni — en sumt er jafngott bæði sandur og gróska.
Kista - byrgiÁ Rosmhvalanesi rekur fleira á fjörur en karlana á „Kristjáni”. „Gamall togari þýzkur, Atland, liggur þar hátt uppi í fjöru, litlu utan við Sandvík. Hann mun hafa skilað sínu fólki í land eftir tiltölulega auðvelt strand. Mótorbáturinn „Þorbjörn” fórst þarna við klettana 1964, og með honum voru 5 vaskir drengir — tveir þeirra komust á land en hina hirti hafið. Þarna fyrir framan, úti á rúmsjó, hafa margir bátar og skip horfið í öldurnar og nokkur sannindameki um það rekið á fjörur, bæði í nútið og fortíð. Nær Reykjanesi eru aðdjúpir klettar, sem kallaðir eru Kista. Voru þeir notaðir sem höfn eða uppskipunarstaður fyrir efni til nýja Reykjanesvitans, sem reistur var 1907 — en fyrsti viti á Íslandi var byggður uppi á Valahnúkum 1878.
Alltaf er að hrynja úr berginu, svo nú er vart eftir nema hálf undirstaða þessa fyrsta vita á Íslandi. Kveikt var á vitanum 1. desember 1879 og var vita vörður Arnbjörn Ólafsson frá Keflavík. Nýi vitinn er byggður nokkru seinna eða um 1930.
Það hefur margt rekið á fjörur á Reykjanesi. Togarinn Jón Baldvinsson lenti þar í víkinni austan Valahnúka, af þvi varð ekki manndauði, en hvort hlerarnir og trollið voru i Jon Baldvinsson a strandstadréttu lagi, það er önnur saga. Óhappaskipið KLAM, stórt olíuflutningaskip, rak þar upp í klettana, eftir margháttuð óhöpp. Þar fórust margir af skipshöfninni, aðallega Kínverjar. Það var nýstárlegt og nokkuð ömurlegt að sjá þá veltast þarna í fjöruborðinu, því hin dugmikla björgunarsveit Grindavíkur hefði getað bjargað öllum í land — en enginn má sköpum renna. Þeir voru of bráðlátir að bjarga lífi sínu og tilraunir þeirra í bátskeljum enduðu með dauða. Það mætti lengi rekja fjörurnar um Reykjanesið, því þar býr ný saga í hverjum steini og hverri þúfu.
Þetta er landnám Herjólfs, frænda Ingólfs Arnarsonar, en hvað hann hefur séð þar vænlegt til búsetu veit ég ekki, en allavega hefur Ingólfur verið naumt skorinn við gjafir sinar til frænda og vina.
Reykjanesskaginn er staður mikilla umbrota, hiti býr þar undir og gufustrókarnir öskra þar dag með nóttu — land hefur þar myndazt og horfið, og eldgos geta hafizt þar, þegar minnst varir, því þessi útkjálki er ekki dauður úr öllum æðum, en þó unum við vel, sem þar búum.” – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, Helgi S., 5. nóvember 1972, bls. 20.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.