Reykjalundur – skilti
Við Reykjalund í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi upplýsingar:
„Vinnuheimilið að Reykjalundi var vígt 1. febrúar 1945. Þá höfðu nokkur íbúðarhús fyrir vistmenn verið reist við svonefnda Efribraut og bröggum frá hernámsárununum var fundið nýtt hlutverk. Braggarnir voru notaðir sem vinnuskálar en að Reykjalundi var rekinn ýmis konar iðnaður frá fyrstu tíð, m.a. smíðuð leikföng í stórum stíl.
Ap Reykjalundi var háð um árabil ötul barátta gegn berklaveikinni sem var einn helsti vágestur íslensks samfélags á fyrri hluta 20. aldar. Eftir að það tókst að vinna bug á berklum hér á landi varð Reykjalundur alhliða endurhægingarstöð en einnig var rekinn hér umfangsmikil plastiðnaður.
Markmið Reykjalundar er að veita læknisfræðilega, atvinnulega og félagslega endurhæfingu. Reykjalundur er í eigu SÍBS, Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga og starfrækir hér einnig vinnustofuna Múlalund.“