Reykjanesskaginn – fornar götur

Skipsstígur

Vitneskja um „fornar“ eða „gamlar“ götur á Reykjanesskaganum eru tiltölulega nýjar. Þeirra er ekki getið í fornum heimildum, enda hafa að öllum líkindum þótt svo sjálfsagðar að ekki tæki að fjalla um þær sérstaklega.

Skógfellastígur

Fyrstu „ferðamennirnir“ hér á landi fóru flestir alfaraleiðirnar milli áhugaverðra náttúrustaða. Einn þeirra staða var t.a.m. hverasvæðið í Krýsuvík. Að öðru leyti þótti Reykjanesskaginn líkastur auðn, líkt og Sveinn Pálsson lýsti í ferðabók sinni seint á 19. öld; „hér er ekkert merkilegt að sjá…“
Þrátt fyrir heimildarleysið hafa landsmenn ferðast af nauðsyn milli tiltekinna staða með ströndinni og stranda á millum um aldir – eða
allt frá landnámi á 9. öld, eða jafnvel lengur. Þegar meiri festa komst á samfélagsmyndina og tilteknir staðir urðu ráðandi forðabúr svæðisins og aðrir ákveðnir stjórnsýslustaðir komust á fastar og hefðbundnar ferðir starfsfólks að og frá þeim, sem og fólks er sótti þangað varning, stundum í löngum lestum, s.s. að Seltöngum og í aðrar verstöðvar og verslunarstaði.
Yfirleitt var reynt að velja greiðfærustu leiðirnar á milli staða, jafnvel þótt lengri væru en þær beinustu. Reynt var að krækja framhjá úfnum og torfærum hraunum, sléttlendi frekar valið fyrir fótgangandi tvífætlinga og gróðurræmur fyrir fjórfætlinga. Vel var gætt að því að „halda hæð“ svo ekki væri verið að fara að óþörfu upp og niður hæðirog lægðir. Slíkt krafðist orku, en mikilvægt var að lá fyrirliggjandi orkuöflun nýtast sem best í ferðinni hverju sinni. Hver fylgdi öðrum. Smám saman mynduðust mjóar götur í harða hraunhelluna þar sem umferðin var mest og samfeldust. Hafa ber í huga að ný hraun voru að renna um Skagann fram á ofanverða 12. öld og hiti hefur verið í þeim allt fram á framverða 13. öld. Helluhraunið milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur er gott dæmi um breytta þjóðleið vegna eldgosa á nútíma. Einnig Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (kapelluhraun), auk hraunanna ofan við Grindavík (Sundhnúkahraun, Illahraun og Afstapahraun sem og Eldvarpahraunin síðustu).

Rauðamelsstígur

Eftir að hafa skoðað þær mörgu „gömlu“ götur á Reykjanesskaganum hefur vaknað grunur um að hlutar sumra þeirra séu hluti af mun eldri, almennari og lengri leiðum – gleymdum götum, sem legið hafa frá Innnesjum út á sunnanverð Útnesin. Þar hefur t.a.m. Krýsuvíkurleiðir, sem á seinni aldarmisserum hafa verið skráðar sérstaklega vegna tengsla, vitneskju eða áhuga manna á þeim, einungis verið hliðarstígar af almennari leiðum sem og margar aðrar götur, þ.á.m. Þórustaðastígurinn, Breiðagerðisstígurinn, Hrauntungustígurinn, Skógargatan o.fl.. Líklegt er, miðað við ummerki, að Krýsuvíkurleið með Suðurströndinni hafi verið ein aðalleiðanna frá og til sveitanna Sunnanlands.
Svo hefur einnig veirð um Sandakraveg, hluta Skógfellastígs, gata um Brúnir sunnan Keilis, götur með Hálsunum, gata að og frá Selsvöllum svo og gata um Lambafell og Mosa sem annar hluti að vestanverðri Alfaraleiðinni til Reykjavíkur, heimkynna allsherjagoðans, og síðan Álftaness, aðseturs yfirvaldsins. Þessar götur eru hvað mest klappaðar í hraunhelluna. 

Ófullgert vörðu- og leiðakort af Almenningi - ÁH

Sumar sjást nú einungis að hluta eða á köflum og líklegt má telja að elstu göturnar liggi utan þeirra leiða er síðar voru farnar með fé eða til almennra ferðalaga milli svæða. Þær eru nú þaktar mosa og öðrum gróðri og bíða opinberunnar.
Ætlunin er að gaumgæfa nánar framangreindar grunsemdir á næstunni. Sá er einna duglegastur hefur verið að leita að kennileitum og tengslum er Ásbjörn Harðarson, starfsmaður Vegagerðarinnar. Þá hafa nokkrir gaumgæft tiltekin svæði, s.s. Vatnsleysuströndina. Þar hefur Sesselja Guðmundsdóttir verið fremst í flokki áhugasamra.

Uppdráttur af gömlum götum í Almenningi frá 19. öld

Fyrstu upplýsingarnar um gamlar alfaraleiðir langsum eftir Skaganum birtust á fyrri hluta 19. aldar, en eftir það eru framkomnar upplýsingar fyrst og fremst endurtekningar, en yfirleitt lítið verið gert að því að leita uppi, rekja og sannreyna áþreifanlegar upplýsingar. Þá virðist áhugafólk hafa haft lítið þor til að koma með kenningar byggðar á uppgötvunum þess. Vörður hverfa á löngum tíma, einkum eftir að hætt er að nota götur, og það grær smám saman yfir þær. Djúp förin á klöppinni gróa þó ekki og þau virðast halda sér um langa tíð. Einstakir búsetukjarnar, s.s. Krýsuvík, hafa varla verið í alfaraleið þótt slík leið hafi áreiðanlega legið þar í gegn eða skammt undan, s.s. við Arnarfellsvatn (Bleiksmýrartjörn).
Of fáir ferðafærir vísinda- og fræðimenn hafa hingað til lagt áherslu á framangreind fræði með grunnkenningar fræðigreinanna að leiðarljósi. Áhugasamir einstaklingar hafa því dregið vagninn hingað til. Á því þarf að verða gagnger breyting.
Mikil vitneskja liggur fyrir hjá nokkrum um hinar gömlu (og nýrri) götur á Reykjanesskaganum, en það er líka margt óunnið áður en nýjar upplýsingar um fornar leiðir verða opinberaðar.
Gamlar leiðir, s.s. Selvogsgatan, Dalaleið, Undirhlíðavegur og Stórhöfðastígur voru einungis fáar af mörgum. Vesturleiðin (hinn gamli Vesturlandsvegur) hefur lítil ræktarsemi verið sýnd á meðan Suðurleiðinni (um Grafning og Hellisheiði) hefur verið betur við haldið. Ekki síst vegna krafna um virkjanir á þessum svæðum og frekari vegagerð er orðið mikilvægara en áður að staðsetja og skrá þessar gömlu þjóðleiðir. Tilvistin þarf að vera meðvituð eftirkomandi kynslóðum sem ein af hinum mikilvægu arfleifðum þeirra.
Forn