Reykjavegur

Reykjavegur er 114 km löng leið frá Reykjanesvita að Nesjavöllum við Þingvallavatn.
Gönguleiðinni er skipt í 7 áfanga sem eru 13-20 km langir hver og þægilegar dagleiðir. Tæpur helmingur Reykjavegar Við Reykjanesiðliggur innan Reykjanesfólkvangs og það er auðvelt að ganga þessa leið með því að fylgja gulum og bláum stikum sem vísa veginn. Fólki er ráðlagt að búa sig vel og hafa með sér landakort, áttavita, staðsetningartæki, gott nesti og nægt drykkjarvatn til ferðarinnar. Þrír áfangar eru að mestu innan marka fólkvangsins. Þriðji áfangi liggur frá Djúpadal að Núpshlíðarhálsi þar sem gömlu þjóðleiðinni um Selsvelli er fylgt í áttina að Soginu sem er litfagurt jarðhitasvæði. Þar er farið yfir hálsinn að Lækjavöllum við Djúpavatn. Fjórði áfangi liggur frá Lækjarvöllum að Hrútafelli í Móhálsadal, í áttina að Hrútagjárdyngju og Fjallinu eina.

Jarðvegurinn á Reykjanesi

Jarðvegurinn á Reykjanesi.

Síðan er gömlu Undirhlíðaleiðinni fylgt að Kaldárseli. Fjórði áfangi þræðir Selvogsgötu frá Kaldárseli í áttina að Grindaskörðum. Þegar komið er upp Kerlingaskarð er haldið austur að skíðaskálanum í Bláfjöllum, sem er utan við fólkvanginn.

Gunnar H. Hjálmarsson hefur bæði lýst forsögu “Reykjavegarins” svonefnda sem og leiðinni, en hún spannar 125 km [114 km] langa leið frá Reykjanesskaga í vestri að Nesjavöllum í Hengli í austri.
“Þegar ekið er eftir Reykjanesbraut, á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, virðist Reykjanesskaginn hrjóstrugur og ekki vel fallinn til gönguferða og útivistar. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Hann hefur upp á flest að bjóða sem göngu- og útivistarfólk leitar að. Hraunið og auðnin hefur aðdráttarafl, ekkert síður en gróskumikið gróðurlendi, þótt á annan hátt sé.

Sog

Í Sogum.

Á honum leynast einnig víða fallegar gróðurvinjar. Mosinn í hraununum er sérkennilegur. Einstök náttúrufyrirbrigði er þar líka að finna eins og hraunsprungur og misgengi, eldgíga, hrauntraðir, jarðhitasvæði, hella, fuglabjörg og fleira. Helsti gallinn við svæðið sem útivistarsvæði er sá, að vatn er víðast hvar af skornum skammti. Þetta þarf þó ekki að vera vandamál ef fyrirhyggja er höfð í þeim efnum.

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.

Árið 1995 var ákveðið að stika gönguleið um Reykjanes og reisa skála við hana. Gönguleiðin hlaut nafnið Reykjavegur. Nákvæm tildrög að þessari ákvörðun verða ekki rakin hér en aðeins sagt að árið 1993 kom Ari Trausti Guðmundsson þessari hugmynd á framfæri við Ferðamálanefnd Reykjavíkur sem leiddi til þess að Ferðamálasamtök á höfuðborgarsvæðinu tóku málið að sér og stofnuðu framkvæmdanefnd á vegum nær allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum undir forystu Péturs Rafnssonar. Þessi sveitarfélög hafa fjármagnað framkvæmdina. Auk þess komu Ferðamálasamtök Suðurnesja, Útivist, Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar að málinu.

Leiðin var stikuð sumarið 1996 og reistir hafa verið tveir skálar við hana auk þess sem ætlunin var Húshellirað fá afnot af skálum sem nú þegar eru við leiðina, t.d. í Bláfjöllum og á Hengilssvæðinu. Vonandi heldur uppbyggingin áfram. Einn helsti kostur þessarar gönguleiðar er hvað hún er nálægt byggð og aðkoma að henni þægileg á mörgum stöðum án þess að fólk verði vart við skarkala þéttbýlisins. Hún liggur um óbyggð svæði og fullnægir því vel þörfum fólks að vera í náinni snertingu við náttúruna og hvíla líkama og sál frá hraða hversdagsins. Áreynslu getur hver sniðið við sitt hæfi, gengið alla vegalengdina í einni ferð á átta dögum eða í styttri áföngum. Dagsgöngur eftir hlutum Reykjavegarins henta vel þar sem víða er auðveld aðkoma að leiðinni á bíl. Dagleiðirnar, eins og þeim er lýst hér, miðast við að gengið sé á milli skála sem framkvæmdanefndin reiknaði með að koma upp við gönguleiðina.
SmalaskjólHeildarvegalengd Reykjavegarins er um 125 km frá Reykjanesi til Nesjavalla en um 145 km löng ef gengið er alla leið til Þingvalla. Reykjavegurinn er þannig hátt í þrisvar sinnum lengri en Laugavegurinn margfrægi.

Margar bækur hafa verið skrifaðar um Reykjanesskagann, jarðfræði hans, sögu og náttúru sem hægt er að lesa til frekari fróðleiks.”

Mörkuð leiðHafa ber í huga að Reykjavegurinn er “tilbúin” gönguleið, en ekki ein af þeim 280 gömlu þjóðleiðum er enn má finna á Reykjanesskaganum og farnar voru allt frá landnámi til upphaf bílaldar (byrjun 20. aldar) hér á landi. Er það miður því á leiðinni má finna nokkrar af fyrrum fjölförnustu þjóðleiðum landsins. Svo virðist sem áhugasamir skipuleggjendur hafi ekki haft þekkingu eða yfirsýn yfir sögulega möguleika svæðisins. Leið mun hafa verið dregin á landakort með hliðsjón af áhugaverðum jarðfræðináttúruminjum og framkvæmendur hafa síðan reynt að stika hana eftir bestur getu. Því má víða sjá Reykjaveginn og gamlar þjóðleiðir hlið við hlið á löngum köflum, gengið framhjá sögulegum stöðum og fornum minjum.

Hellar

Í Hrúthólma má t.d. sjá leiðirnar liggja sitt hvoru meginn við hólmann. Nær hefði verið að nýta og samræma hinar gömlu leiðir, sagnfræði svæðisins og fornar minjar allt frá landnámi og þar með vekja athygli á heildarmynd þess sem og notkun frá fyrsu tíð. Það eitt hefði margfaldað áhuga og ánægju væntanlegra ferðalanga á hinni 114 km langri leið sem Reykjavegurinn er fram settur. Auk alls þessa virðist gönguleiðin ekki hafa verið “markaðssett” að nein marki – þótt ekki væri fyrir annað en nálægðina við mesta þéttbýlissvæði landsins. Líklega gæti leiðin auðveldlega orðið vinsælli en “Laugavegsleiðin” svonefnda því aðstæðurnar og möguleikarnir eru magfaldlegir á við hana.
Ekki er rétt sem kemur fram hér að framan að vatn sé a skornum skammti á Reykjanesskaganum því kunnugir geta hvarvetna náð í vatn á öllum árstímum, bæði í vatnsstæðum og fornum brunnstæðum.

Heimild:
-Gunnar H. Hjálmarsson
-reykjanesfolkvangur.is