Reykjavíkursel (Víkursel)

Öskjuhlíð

Í riti um Öskjuhlíð – náttúru og saga, er m.a. fjallað um sögulegar minjar í hlíðinni:
“Í Öskjuhlíð Úr Víkuselifinnast víða sögulegar minjar. Þær eru af margvíslegu tagi, en í stórum dráttum má skipta þeim í tvennt; almennar söguminjar og stríðsminjar. Þær elstu tengjast búskap, þ.e. svonefndu Víkurseli. Öskjuhlíð tilheyrði frá upphafi landnámsbænum og höfuðbólinu Reykjavík, sem var nefnt Vík. Engir atburðir gerðust í Öskjuhlíð, sem annálsverðir þóttu fram af öldum. En þar höfðu Reykjavíkurbændur snemma nytjar, skóg og selstöðu, eins og það var kallað. Sel voru íveruhús fjarri bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrin til að dreifa ágangi á beitilandið.
Elsta ritaða heimild um seljabúskap Reykjavíkurbænda er eignaskrá, öðru nafni máldagi, frá 1379. Er selið þar sagt vera í Víkurholti, sem gæti verið eldra nafn á Öskjuhlíð en einnig Í Víkurselieru getgátur um að það hafi verið Skólavörðuholt. Staðsetning selsins framan af er þannig óljós. Selin gætu raunar hafa verið fleiri en eitt og hafa þau verið flutt til í aldanna rás.
Í máldögum 1397 og 1505 er getið um selið. Ekki er þó ástæða til að álykta að seljabúskapur hafi legið niðri á því tímabili, því máldagarnir eru mjög fáorðir um búskaparefni.
Víkursel kom við sögu atburða sem gerðust nálægt aldamótum 1600 og vörðuðu tildrög hjúskapar. Séra Gísli Einarsson (f. 1570, d. 1660), hálfbróðir Odds biskups, “fékk lítilmótlega giftingu, átti mörg börn, en erfitt bú og hjónaband”. Kona hans var Þórey Narfadóttir (ein heimild nefnir hana Þórnýju) bónda í Reykjavík. Frá því er greint að Gísli, þá óvígður, Hlíðarhúsaselhafi átt leið um Mosfellsheiði og náttað í Víkurseli. Var Þórey í selinu, en smalamaður fór heim um nóttina og tilkynnti Narfa bónda mannkomuna. Hann brá við skjótt og var kominn snemma næsta morgun til selsins að óvörum komumanni, gekk hart fram og neyddi Gísla til að taka Þóreyju að sér og ekta hana. Klemens Jónsson, skrásetjari Reykjavíkursögu 1929, dró þá ályktun af frásögn þessari að selið hafi verið undir Mosfellsheiði. En hann hefur í raun ekki á miklu að byggja í því efni.
Elsta heimildin sem með vissu greinir frá því að Víkursel hafi verið í Öskjuhlíð er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703. Selsins er getið á eftirfarandi hátt: “Selstaða er jörðinni [REYKJAVÍK] eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; Við Hlíðarhúsaselþar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn”. Undirhlíðar voru Öskjuhlíð sunnan og vestanverð. Athyglisvert er að hér er talað um “gamla Víkursel. Það styður þá ályktun að löng hefð hafi verið fyrir selinu á þessum stað.
Skýrasta lýsingin á staðsetningu Víkursels er frá upphafi 19. aldar, um það leyti sem það var lagt niður. Kona að nafni Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar í Hlíðarhúsum, var síðasta selsáðskonan í Víkurseli. Árið 1828 var hún beðin að gefa vitnisburð um landamerki milli Reykjavíkur og Skildinganess og sagði þá meðal annars: “Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð…”. Þessi vitnisburður færir okkur talsvert áleiðis. Í Fornleifaskrá Reykjavíkur er gert ráð fyrir að rúst Víkursels sé þar sem talan 1 er merkt á [meðfylgjandi] korti. Þó segir í skránni: “Rústin Uppdrátturer ógreinileg og erfitt að skera úr um hvort þetta séu leifar Víkursels”. Hér er vísað til þess að fornleifaskráin byggir aðeins á yfirborðskönnun. Til að ganga úr skugga um aldur og hverskonar rúst þetta er þyrfti að kanna mannvistarleifar nánar.
Stærð rústarinnar og lögun eru meðal vísbendinga þess efnis að um sé að ræða Víkursel. Hún er 11 x 6 m að ummáli, tvískipt. Ennfremur er svæðið umhverfis rústina búsældarlegt og stekkur er ekki fjarri. Þá er rústin við eina lækinn sem er sæmilega vatnsmikill í Öskjuhlíð vestanverðri. Því til viðbótar kemur staðsetning rústarinnar heim og saman við fyrrnefndar heimilir, Jarðabók Árna og Páls frá 1703 og vitnisburð Elínar frá 1828. Að lokum er vísbending fólgin í því að rústin er við örnefnið Seljamýri”.
Þess bera að geta að í seinni tíma heimild er á einum stað talað um Hlíðarhúsasel í Öskjuhlíð, en ástæðan gæti verið sú að selið hafi um tíma verið nytjað frá Hlíðarhúsum samanber framangreinda frásögn Elínar. Þó gæti þar hafa verið um Öskjuhlíðannað sel að ræða á svipuðum stað því fleiri rústið eru þarna í hlíðinni, reyndar ógreinilegar, ef vel er að gáð.
Í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson segir: „Að búskapur hefur verið mikill, má meðal annars sjá af því, að jörðin átti sel, Víkursel, er var notað með vissu ennþá um 1600, en hvar það sel hafi verið, er óljóst. Eptir sögninni um séra Gísla Einarsson, er síðar getur virðist svo sem selið hafi verið alllangt frá Vík, og hefur mjer helzt dottið í hug, að það hafi verið upp í Seljadal, því þar átti Nes í seli.“ (Sjá HÉR.)

Reykjavíkursel

Reykjavíkursel við Selvatn.

Svo kemur sögnin um séra Gísla: „Dóttir Narfa [Ormssonar í Rvík] ein hjet Þórey, hún átti séra Gísla prest í Vatnsfirði Einarsson, bróðir Odds biskups. „Þótti sú gipting af ransandi tilhlaupi sjálfs hans. Reið um Mosfellsheiði um sumarið, gisti í Víkurseli. Smalamaður reið (Þetta bendir til, að selið hafi þá legið allfjarri, og orðið ´Mosfellsheiði´ bendir á, að selið hafi legið undir henni, í Seljadalnum, sbr. það sem áður er sagt) heim um nóttina, sagði bónda gestakomuna. Hann brá skjótt við, kom að selinu óhentuglega, þótti fleiri í sæng dóttur sinnar, heldur en von átti á. Sýndist gestinum skást afráðið, að lofa eigin orði.“ Þessi skemmtilega saga er tekin úr Ættartölu Steingríms biskups.“
Þegar rústir eru skoðaðar í Öskjuhlíð/Vesturhlíð/Lönguhlíð má sjá leifar tveggja selja. Þær neðri virðast eldri. Hvorugar eru þó leifar hins gamla Víkusels, nema selstöðurnar frá Vík og nálægum bæjum hafi verið fleiri en ein. Víkursel er undir Lönguhlíð norðaustan við Selvatn (sjá meira HÉR). Þar mun og hafa verið selstaða frá Víðeyjarklaustri um tíma (sjá meira HÉR). Um Nessel er m.a. fjallað HÉR.

Heimild:
-Úr bókinni “Öskjuhlíð – náttúra og saga”.

Víkursel

Víkursel við Selvatn.