Kolviðarhóll

Í sögunni um Skeiða-Otta segir að “Bolavellir og Bolasteinn minna á söguna um Skeiða-Otta og nautið ógurlega sem gekk í sumarhögum á völlunum við Kolviðarhól.

Bolasteinn

Bolasteinn.

Otti var bóndi austur á Skeiðum og átti erindi til Reykjavíkur þegar komið var að slætti og reið miklum kostahestum sem leið liggur vestur yfir Hellisheiði. Hann vissi um illræmdan griðung frá Viðey í högum hjá Kolviðarhóli og hafði hann orðið tveimur eða þremur mönnum að bana. Nautið lá við Bolastein og hóf þegar eftirför en Otti þeysti undan sem mest hann mátti. Samt dró saman með þeim og tók Otti þá það til ráðs að hann snaraðist af baki, tók upp hníf og lagðist niður milli krappra þúfna. Þar fleygði bolið sér yfir hann, en Otti skar hann á kvið og helltust yfir hann innyflin. Drapst bolinn þar en Otti gat haldið ferð sinni áfram”.
Bolavellir eru nálægt Draugatjörn. Bolalda er vestar, á sýslumörkum. En hvar er Bolasteinn nákvæmlega?

Bolasteinn þjóðsaga
“Á grænni flöt vestan við [Bolasteins]´rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segjir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina.”

Heimild m.a.:
-Byggðasafn Ölfuss – fornleifaskráning

Draugatjörn

Draugatjörn – rétt.