Sagnaslóðir á Reykjanesi I
Ritið byggist á efni sem leiðsögumenn fluttu á sagnakvöldum víðs vegar á Suðurnesjum á tímabilinu desember 2005 til apríl 2006. Erindin eru látin halda sér að mestu leyti eins og þau voru í flutningi.
Þessu riti er ætlað að opna augu fólks og vekja áhuga á þessum forvitnilegum slóðum. Eftir að hafa kynnt sér efni þess í ró og næði heima fyrir, er einkar hentugt að taka það með sér í bílinn, aka á einhvern þeirra staða, sem fjallað er um, og njóta síðan leiðsagnar þess um sögu, minjar og landslag í þægilegum og hressandi göngutúr.“
Um er að ræða forvitnilegan fróðleik og áhugavert efni.
Ritið, sem var gefið út í takmörkuðu upplagi, er nú til sölu á ferðamannamiðstöðum á Suðurnesjum og öllum betri bókabúðum.
Ritstjóri Sagnaslóða á Reykjanesi I er Sigrún Jónsd. Franklín.