Seljabúskapur – endalokin
Þorvaldur Thoroddsen skrifaði í Andavara árið 1916 um „Endalok seljabúskaparins“ hér á landi:
„Menn höfðu til forna miklu meira í seljum en nú og sel voru víða hátt til fjalla og heiða; þau lögðust niður, ekki vegna þess að landkostir rýrnuðu, heldur af breytingu á búskaparlagi og af vinnufólkseklu, það hefir altaf smátt og smátt orðið örðugra og dýrara að búa á stóru jörðunum af því vinnukrafturinn varð dýrari, ekki að eins kaupgjaldið, hækkun þess hefir eigi alténd verið eins tilfinnanleg eins og kostnaðurinn við að fæða fólkið eftir að kröfurnar urðu meiri, og eyðslan hefir jafnan vaxið fljótar en afraksturinn. Svo þegar harðindi bætast ofan á örðuga verzlun og búskaparbasl, slær óbug á menn, þeir leggja árar í bát, þrekið linast og hugurinn á að bjarga sér; þetta er sérstaklega augljóst á 17. öld.
Utan til á hálendinu og í afdölum upp til heiða eru margar rústir af smábýlum frá ýmsum öldum; þessi fjallakot hafa eyðst af ýmsum orsökum, oft vegna harðinda, eldgosa og drepsótta; á þeim hafa jafnan búið fátæklingar, sem ekkert mótstöðuafl höfðu þegar móti blés. Fæst af þessum fjallakotum á hálendinu hafa verið bygð í fornöld, fæst virðast hafa verið tekin upp á seinni öldum á 14., 15. og 16. öld, en mörg þeirra hafa fljótt aftur lagst í eyði.“
Heimild:
-Andvari 41. árg. 1916, 1. tbl., Þorvaldur Thoroddsen, bls. 73-74.