Eftirfarandi skilgreiningar á selmannvirkjum má sjá í skrifum Daniels Bruun og Jónasar Jónasonar:
Sel:
Staður þar sem fé og jafnvel kúm var haldið til haga að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars, mjólkurafurðinar unnar og þeim komið til bæjar.
Beitarhús:
Beitarhús eru fjárhús sem standa í úthögum fjarri bœjum, hugsuð til útbeitar á vetrum. Oft er erfitt að greina hvort um er að rœða beitarhús eða sel, en sel-byggingar voru oft notaðar sem beitarhús á vetrum. Beitarhús voru oft reist á gömlum bœjarstœðum og jafnvel stekkjarstœðum.
Stekkur:
Stekkur er fjárrétt eða aðhald, venjulega tvískipt, sem notað var til að fœra frá. Túnbleðlar mynduðust oft í kringum stekki og er hugtakið líka notað um þannig staði, jafnvel þó enginn eiginlegur stekkur sé þar eða hafi verið svo vitað sé.
Tóft:
Orðið tóft er er notað um hús- eða búðargrunn sem verið hefur undir einu þaki eða tjaldi. Einnig er það notaðu um kvía- og stekkjarústir en ekki stœrri réttir. Ekki er hœgt að gefa nákvœma skilgreiningu á hver er munurinn á ‘tóft’ og ‘tóftaþyrpingu’ en ‘tóft’ er yfirleitt ekki meira en 3 hólf. Lögð eru að jöfnu orðin “tóft” og “tótt”.
Daniel Bruun var afkastamesti fornleifafræðingurinn á Íslandi og Grænlandi á árunum 1894-1910 og þó sérstaklega á Íslandi. Hann var upphafsmaður etnógrafískrar (þjóðfræðilegrar) fornleifafræði á Íslandi og hafa fáir safnað eins miklum upplýsingum um íslenska þjóðmenningu eins og hann.
Danile skrifaði m.a. “Forlidsminder og Nutidshjem paa Island# (1897). Árið 1987 kom úr bókin “Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár”, en hún er byggð á skrifum hans um Ísland og íslenska þjóðhætti. Wikipedia.com.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili fæddist að Úlfá í Hólasókn í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Jónas bóndi Jónsson og kona hans Guðríður Jónasdóttir Guðmundssonar frá Halldórsstöðum í Eyjafirði.
Stórvirkið “Íslenzkir þjóðhættir” kom fyrst út árið 1934 og hlaut strax geysigóðar viðtökur. Þegar bókin var endurútgefin árið 1945 var fullyrt á bókarkápu að þar færi „…sú bók íslenzk sem tvímælalaust hefur hlotið bezta dóma“.
“Íslenskir þjóðhættir” urðu feikilega vinsæl bók strax eftir útkomu fyrir fjörutíu árum. Þá skírskotaði hún að nokkru leyti til lifandi reynslu — lífshátta sem hver og einn þekkti af eigin sjón og raun. Nú horfir öðru vísi við. Þessir „íslensku þjóðhættir” eru svo gersamlega úr sögunni að einungis alelsta núlifandi kynslóð seilist með minni sínu til lokaþáttar hinna fornu lifnaðarhátta sem margir hverjir höfðu tiðkast öldum saman og þekktust hér og þar fram undir 1940 en eru nú með öllu horfnir. Mbl. 5.11.1975, bls. 16.