Skálafell

Í Alþýðublaðinu 28. júlí 1974, bls. 2, má lesa eftirfarandi um Ingólf, “Hinn fyrsta landnámsmann“, þræl hans Karla og skála er Ingólfur byggði í Skálafelli:

Skálafell

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

“Sumar það er þeir Ingólfur fóru til að byggja Ísland, hafði Haraldur hárfagri verið tólf ár konungur að Noregi, þá var liðið frá upphafi heims sex þúsundir vetra og sjö tugir og þrír vetur, en frá holdgan drottins átt hundruð (ára) og sjö tigir og fjögur ár. Þeir höfðu samflot þar til þeir sáu Ísland: þá skildi með þeim.
Þá er Ingólfur sá Ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum sínum til heilla: hann mælti svo fyrir, að hann skyldi þar byggja, er súlurnar kæmu á land. Ingólfur tók þar land, er nú heitir Ingólfshöfði, en Hjörleif rak vestur fyrir land, og fékk þar vatn fátt. Þá tóku þrælarnir írsku það ráð að hnoða saman mjöl og smjör og kölluðu það óþorstlátt: þeir nefndu það minnþak. En er það var tilbúið, kom regn mikið, og tóku þeir þá vatn á tjöldum. En er minnþakið tók að mygla, köstuðu þeir því fyrir borð og rak það á land, þar sem nú heitir Minnþakseyri. Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum.

Hjörleifshöfði

Hellir í Hjörleifshöfða.

Hjörleifur lét þar gera skála tvo, var önnur tóftin átján faðma, en önnur nítján. Hjörleifur sat þar um veturinn. En um vorið vildi hann sá: hann átti einn uxa, og lét hann þrælana draga arðinn. En er þeir Hjörleifur voru í  skála, þá gerði Dufþakur það ráð, að þeir skyldu drepa uxann og segja, að skógarbjörn hefði drepið, en síðan skyldu þeir ráðast á þá Hjörleif, ef þeir leituðu bjarnarins. Eftir það sögðu þeir Hjörleifi þetta. Og er þeir fóru að leita bjarnarins og dreifðust um skóginn, þá settu þrælarnir að sérhverjum þeirra og myrða þá alla jafnmarga sér. Þeir hljópa á burt með konur þeirra og lausafé og bátinn. Þrælarnir fóru í eyjar þær, er þeir sá í haf til út suðurs, og bjuggust þar fyrir um hríð.

Skálafell

Skáli Ingólfs í Skálafelli?

Vífill og Karli hétu þrælar Ingólfs. Þá sendi hann vestur með sjó að leita öndvegissúlna sinna. En er þeir komu til Hjörleifshöfða fundu þeir Hjörleif dauðan. Þá fóru þeir aftur og sögðu Ingólfi þau tíðendi: hann lét illa yfir drápi þeirra Hjörleifs. Eftir það fóru þeir Ingólfur vestur til Hjörleif shöfða, og er hann sá Hjörleif dauðan, mælti hann: ,,Lítið lagðist hér fyrir dóðan dreng, er þrælar skyldu að bana verða og sé ég svo hverjum verða, ef eigi vill blóta”. Ingólfur lét búa gröf þeirra Hjörleifs og sjá fyrir skipi þeirra og fjárhlut.

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar.

Ingólfur gekk þá upp á höfðann og sá engjar liggja í útsuður til hafs: kom honum það í hug, að þeir mundu þangað hlaupið hafa, því að báturinn var horfinn: fóru þeir að leita þrælanna og fundu þá þar er Eið heitir á eyjunum. Voru þeir þá að mat, er þeir Ingólfur komu að þeim. Þeir urðu felmtsfullir og hljóp hver sinn veg hver. Ingólfur drap þá alla. Þar heitir Dufþaksskor, er hann lést. Fleiri hljópu þeir fyrir berg, þar sem við þá er kennt síðan. Vestmannaeyjar heita þar síðan, er þrælarnir voru drepnir, því að þeir voru Vestmann. Þeir Ingólfur höfðu með sér konur þeirra, er myrtir höfðu verið: fóru þeir þá aftur til Hjörleifshöfða: var Ingólfur þar vetur annan.

Ingólfsfell

Tóftir Fells undir Ingólfsfjalli.

En um sumarið eftir fór hann vetur með sjó. Hann var hinn þriðja vetur undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá. Þau missari fundu þeir Vífill og Karli öndvegis súlur hans við Arnarhvál f yrir neðan heiði.
Ingólfur fór um vorið ofan um heiði hann tók sér bústað þar sem öndvegissúlur hans höfðu á land komið, hann bjó í Reykjavík: þar eru enn öndvegissúlur þær í eldhúsi. En Ingólfur nam land milli Ölfusár og Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá, milli Öxarár, og öll nes út. Þá mælti Karli: „Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta.”
Hann hvarf á brutt og ambátt með honum. Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum: við hann er kennt Vífilsfell: þar bjó (hann) lengi, varð hann skilríkur maður.
Ingólfur lét gera skála í Skálafelli: þaðan sá hann reyk við Ölfusvatn og fann þar Karla.”
Frá Skálafelli austan Esju er ágætt útsýni yfir Ölfusvatn [Þingvallavatn].
Sjá meira HÉR.

Heimild:
-Alþýðublaðið, 28. júlí 1974, 136. tbl., 55. árg., bls. 2.

Skálafell

Tóft í Skálafelli.