Skúli fógeti

Staðarhverfi

Í tilefni af 60 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík 2007 var gefið út sérstakt afmælisblað „Útkall rauður“. Þar segir m.a. um björgun áhafnarinnar á togaranum Skúla fógeta þann 10. apríl 1933:
„Laust eftir miðnætti klukkan 0:40 strandaði togarinn Skúli fógeti vestanvert við Staðarhverfiið í Grindavík, í kafaldsbyl og austan hvassviðri. Strax eftir að skipið strandaði var sent út neyðarskeyti og heyrðist það í loftskeytastöðinni í Reykjavík, er náði fljótlega sambandi við togarann Haukanes sem var á veiðum á Selvogsbanka og fór þegar áleiðis til strandstaðarins.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Einnig gerði loftskeytastöðin SVFÍ viðvart um strandið, er reyndi að ná símasambandi við Grindavík, en tókst ekki. – Var þá lagt af stað til Grindavíkur á bíl frá Reykjavík, en það reyndist ófært vegna fannkyngi og kafaldsbys, er var svo dimmur, að vegurinn sást ekki. Þegar veðurfréttu var útvarpað kl. 1:45, hugkvæmdist þeim manni, er vörð hafði á loftskeytastöðinni í Reykjavík, að segja frá strandinu og fékk símstöðvarstjórinn í Grindavík á þann hátt vitneskju um strandið og tilkynnti það formanni slysavarnarsveitarinnar á staðnum, Einari Einarssyni í Krosshúsum. Brá hann skjótt við og lét kalla saman björgunaliðið, sem hélt af stað til að leita að skipinu, en menn höfðu ekki vissu hvar það var. Klukkan var þá um þrjú. Björgunarsveitin lagði af stað á bílum og hafði með sér línubyssu, 14 eldflaugar, 2 skotlínur í pökkum og eina grind, 170 faðma líflínu, um 400 faðma tildráttartaug með halablökk, björgunarstól, þrífót og fjórskorna talíu. Auk þessara áhalda hafði formaður sveitarinnar til vara tekið með sér 2 stk. 5 lbs. línur, 3 stk. 31/2 lbs. línur, gaslukt, 2 handluktir og 4 brúsa með lýsi, er hve rtók 25 lítra, svo og bensín og tvist.

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Sökum fannkyngi og ýmiss konar ergiðleika kom björgunarliðið ekki að starndstaðnum fyrr en rúmlega fimm og var þá lítilsháttar farið að birta af degi, en um háflóð og gekk stórsjór látlaust á skipið.
Þegar skipið strandaði fengu þeir sem ekki voru á verði ráðrúm til að klæða sig í olíuföt og taka á sig lífbelti. Litlu síðar slengdi stórsjór skipinu til, svo það fór að aftan út af flúðinni, er það hafði fyrst staðið á. Seig það þá mikið niður og brotnaði jafnskjótt svo strórt gat kom á það í vélarrúminu, að það fyllti og eyðilegaði ljósavélina og þar með sendistöð loftskeytanna, og var ekki eftir það mögulegt að hafa símasamband við skipið. Þegar brimið skellti skipinu niður af klettinum, er það fyrst stóð á, var það með svo skjótri svipan, að stýrimimaður og háseti, er voru aftur á að mölva lýsistunnur til aðleggja brimið, höfðu engin ráð önnur en að klifra upp í aftursigluna og halda sér þar. 

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Aðrir skipverjar, um 12 að álitið var, komust í brúnna og um 23 á hvalbakinn. Gengu svo ólögin lukt yfir skipið, að leið ekki á löngu þar til brimið sópaði mönnunum, sem voru í brúnni, fyrir borð. Aftur á míti stóðust felstir, sem á hvalbaknum voru, ólögin, nema einn maður, sem skolaðist þaðan í einu ólaginu, vegna þess að ketja sem hann hélt sér í slitnaði.
Um háflóð gekk sjórinn svi að segha stanslaust yfir þá sem á hvalbaknum voru. Voru margir þeirra mjög þjakaðir og máttfarnir en þegar sást til björgunarliðsins óx þeim hugrekki og þrek, svo þeir fengu betur staðist ólögin en ella. Enginn getur gert sér í hugarlund hvílík aflraun það hefur verið að standa þarna í 5-6 klukkustundir í sliku veðri sem þá var, stormi með frosti og blindhríðarbyl. Að frásögn stýrimannsins sem ásamt einum hásetanum hékk á aftursiglunni gekk brimlöðrið á fætur þeirra.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Þegar björgunarliðið kom á strandstaðinn og hafði komið björgunartækjunum fyrir, var skotið úr eldflugu með línu, en fyrsta skotið misheppnaðist. Í næsta skoti lenti eldflugan í bómu um borð í skipinu og náðu þá skipverjar sem á hvalbaknum voru í skotlínuna.
Drógu þeir nú halablökkina með tildráttartauginni til sín, þar sem þeir urðu að halda sér meðan ólögin riðu yfir. Þegar þeir höfðu náð í halablokkina var hún fest í framsigluna og gerði það Kristinn Stefánsson, 2. stýrimaður. Sömuleiðis festi hann líflínuna þegar hún var drefin út. Eftir að samband var þannig fengið milli skips og lands tókst björgunin fljótt og vel og var öllum bjargað sem lifandi voru þegar björgunarsveitin kom á vettvang. Fyrsti stýrimaður og sá sem með honum var í aftursiglunni urðu að bíða nokkuð lengur en hinir þar sem ófært var að komast fram á skipið fyrr en komið var fast að fjöru. Uðru þeir að sæta lagi til að komast fram á hvalbakinn, sem tókst að lokum og komust þeir einnig lifandi í land.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Jafnóðum og mönnunum var bjargað var þeim fylgt heim að Móakoti og Stað í Grindavík og voru undir umsjón hérðaslæknisins Sigvalda Kaldalóns og nutu þeir hinnar vestu aðhlynningar sem kostur var eftir að í land kom.
Alls tókst að bjarga 24 mönnum úr Skúla fógeta en 12 fórust, en þeir voru allir drukknaðir áður en björgunarsveitin kom á vettvang.“
Við þetta má bæta að „rúmum þremur árum síðar eða 6. september 1936 strandaði enski línuveiðarinn Trocadero á fjörum Járngerðisstaðahverfis. enda þótt skipið væri langt frá landi tókts að koma línu yfir í það og draga alla 14 skipverja að landi.
Á fyrstu sex árum Slysavarnardeilarinnar Þorbjörns var því hvorki meira né minna en 76 sjómeönnum bjargað með fluglínutækjum. Því má segjha að stofnun SVFÍ og kaup á tækjum sem þessum hafi valdið straumhvörfum í björgunar- og sjóslysasögu Íslendinga.“
Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á vettvangi, verða að teljast einstakar. Þær voru sennilega teknar af Einari Thorberg.

Heimild m.a.
-Útkall rauður – Afmælisblað bjsv. Þorbjörns 2007, bls. 32-33.

Grindavík

Grindavík.