Söguhvörf á Suðurkjálka – Ágúst Sigurðsson III
Árið 1999 skrifaði séra Ágúst Sigurðsson þrjár greinar í „Heima er bezt“ um „Suðurkjálkann“, þ.e. bæi og ábúendur í Krýsuvík og tengsl þeirra við Herdísarvík. Hér birtist þriðja greinin af þremur:
„Pílagrímsför kallar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari þau minni, sem hún skráði um kynnisferð sína og Kristínar Benediktsdóttur, systur Einars skálds, til Herdísarvíkur á hásumri 1936. Skal að vikið í lokaþættinum um Krýsuvík, en fyrr sagt, að Einar Benediktsson keypti Krýsuvíkurstaðinn allan og var þinglýst 17. nóvember 1908. Var þá lokið sýslumannstíð skáldsins í Rangárþingi.
Framundan föst búseta í Lundúnum, þar sem fjölskyldan átti heimili frá 1910 og síðan í Kaupmannahöfn næstu ár, alls utanlands í fullan áratug. Þó er þar í dvöl um sinn í Héðinshöfða við Reykjavík. Ekki orðlengt um þá óvissu, sem hinir mörgu ábúendur í Krýsuvík bjuggu við, þó að Einar skáld og hinn norski félagi hans og meðeigandi H. Th. Arnemann hefðu umboðsmann vegna bæði Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, nágrannajarðarinnar 15 km austar og í Selvogi og Strandarsókn.

Var ekki á vísan að róa, þar sem Einar Benediktsson var, með leyfi að segja, og grunsemdir jafnan með mönnum og byggingin þókti ótrygg. Í slíku efni ber að varast að reyna að finna samnefnara skáldsins og frjálshyggjumannsins Einars Benediktssonar. Þar er hvor persónuleikinn of stór til að geta samrýmzt í einu orðaljósi, tignarhár skáldhuginn og margslungin sveimhyglin um fjárvon og ofvirki. Hitt er alkunna, hve Einari skáldi var hlýtt til þess fólks, sem hafði hugrekki til að þakka skáldskap hans og fylgdi eftir með kvæðalestri hrifinnar sálar. Vera kann, að hann hafi komið í Krýsuvík 1908, þegar hann keypti jarðirnar og fundum hans og hjónanna í Stóra Nýjabæ borið saman, enda viljað inna Kristínu húsfreyju um ýmist í Herdísarvík, þar sem hún ólst upp og Guðmundur bóndi reri árum saman. Hafi þau mært skáldið því lofi, sem vert var og þulið ljóðamál. Þess vegna ætti þau vísa ábúðina og ekkert að óttast. Seta Magnúsar Ólafssonar svo lengi, sem þegar er einnig sagt, í Krýsuvík, kann að eiga sömu skýringu.
Alþýðufólk, sem dáðist að skáldskap Einars og fylgdi eftir í reiprennandi flutningi fékk þess virðingar og ævinlegrar vináttu hjá skáldinu. Þær Sigurveig og Kristín systir Einars höfðu tekið sér bíl úr Hafnarfirði til Grindavíkur og gútu skrönglazt um hraunin austur í Krýsuvík. Þar fengu þær hesta lúnaða hjú Magnúsi og voru fulla 4 tíma á leiðinni austur hina löngu bæjarleið undir Geitahlíð og í Herdísarvíkurhrauni. Voru báðar alls óvanir reiðmenn, en þessi langi vegur talinn 3ja stunda gangur. Hafa þær stöllur því farið fetið, áð við Eldborgina og ef til vill báðar kviðið dálítið fyrir móttökunum, sem voru óútreiknanlegar varðandi ráðskonuna, sem bjó Einari Benediktssyni borð og sæng.
Það var Hlín Jónsdóttir frá Sandhaugum í Búrðardal. Hún var í áratug með Ingólfi Jónssyni manni sínum og mörgum börnum í Kanada og var þá og síðan skrifuð Johnson. Fór og því fram, þegar þessi heimskona var í Argentínu.
Aðdáun hennar á skáldinu 1927 leiddi til hinna nánu kynna og ævinlegu aðfylgdar. Um kuldalegar kveðjur, þegar þær Kristín riðu í hlað má lesa í frásögu Sigurveigar í bók hennar og Ingibjargar Sólrúnar: Þegar sálin fer á kreik (1991).
Kemur ekki á óvart, að Hlín var hrædd um, að Kristín væri komin til að sækja bróður sinn. Sem ekki hefði verið kyn, af því að hann var þá orðinn lamaður af slagi og illa farinn á sálinni, auk fyrirfarandi andlegs heilsutaps og hindrunar gleymskunnar. Hitt er síður kunnugt, að Einar Benediktsson hafði veðsett jarðirnar á Suðurkjálkanum 1928, þegar H. Th. Arnemann lánaði honum töluvert fé. Gleymdist að gera skilin og var eindagi 1930.
Síðan átti norski auðmaðurinn Krýsuvíkurland, unz Hafnarfjarðarbær greiddi upp skuldina eftir eignarnám 1937. Skal þar enn vísað til heimildar í Sögu Hafnarfjarðar I. eftir Ásgeir Guðmundsson. En svo fannst Einari mikið til um prófessorsnafnbót, sem hann var sæmdur með launum 1935, að hann arfleiddi Háskólann að Herdísarvík.
Veðinu var aflétt í tæka tíð, er Hafnfirðingar höfðu greitt skuldina. Háskólinn fékk Herdísarvík, bókakost lítinn og eitthvert innbú, sem er virt í minningu snillings, þegar skáldið dó undir lágnættið á hjútrúardaginn sjálfan 12. janúar 1940. Dagur reiði, dagur æði, votta heilög völufræði, sagði eldra samtíma skáld.
Mest undraðist Sigurveig, þegar hún hafði séð, hvernig komið var, en vissi eins og Hafnfirðingar, að fjármál skáldins voru brenndar brýr að hrundum borgum, að Kristín Benediktsdóttir sagði á bakaleiðinnni út í Krýsuvík, að það væri með ólíkindum, að Einar skyldi láta halda sér í því fangelsi einmanaleika og afskekktrar veru sem Herdísarvík væri, – hann, sem gæti búið á fyrsta flokks hressingarhæli suður í Evrópu og haft einkaþjón.
Síðast, þegar fólkið fór, var Magnús rýmilegur um hestlánið
Magnús hafði ekki bændagistingu eða rak ferðamannaiðnað í Krýsuvík. Hann var maður síns tíma, ekki vorra þjóðlífsdaga. Að sögn Guðbjargar Flygenring, dóttur hans, kom hann fyrst 15 ára unglingur til Árna sýslumanns í Krýsuvík (1887), en varð þar ekki heimilisfastur, fyrr en undir aldamótin. Ýmist skráður vinnumaður eða síðar í húsmennsku. Bóndi í Krýsuvík er hann hins vegar ekki á manntali, en lögheimili í Hafnarfirði, er hann var kvæntur Þóru Þorvarðsdóttur, en hún og börn þeirra, meðan voru í bernsku, áttu aðeins sumardvöl í kirkjuhúsíbúðinni í Krýsuvík. Loftið, sem þú var einnig lagt yfir kórbitana, var rúmgott svefnpláss, nær 25 m2 og þrjúr úlnir upp í mæni, 1.86 m. Stigi til loftsins er í norðvestur horni kirkjunnar, lítill gluggi á stafni, enginn á kórgafli, sem miklu hefði þú munað. Magnús og Þóra voru gefin saman í þessari kirkju hinn 10. maí 1917, hann 45 ára, hún 12 árum yngri, og var hún frú Jófríðarstöðum í Hafnarfirði, hann Óttarsstöðum eins og fyrr sagði. Síra Árni Björnsson í Görðum gifti þau, en svaramenn voru Þorvarður bróðir Þóru, þá bóndi í Krýsuvík, og Böðvar bakari og nefndarmaður í Hafnarfirði Böðvarsson frá Svarðbæli og Melstað í Miðfirði, náfrændi síra Þórarins prófasts í Görðum, sem oftsinnis gaf kirkjunni í Krýsuvík svo hraklega einkunn á öldinni, sem leið.
Þorvarður fór að Hvassahrauni 1918. Voru ábúendaskipti tíð í Krýsuvík eftir daga Árna sýslumanns 1898, en ótíð eftir lát hans fór fjölskyldan til Reykjavíkur og vinnufólkið tvístraðist, er dánarbúinu var slitið og síðasta og eina stórbúskapnum í Krýsuvík á nýöld var lokið.
Við upphaf 18. aldar voru 35-40 manns í Krýsuvík og fylgijörðum staðarins. Á aldamótum 1800 voru 11 á heimabólinu, 28 á hjáleigunum, kotamennimir, er svo voru kallaðir, og þeirra fólk, Suður- og Norðurkoti, Stóra og Litla Nýjabæ.
Aðeins eru 20 manns í sókninni árið 1823, og er það lágmark, en undir miðja öldina hefur fjölgað eins og alls staðar á landinu, og hafa þá bætzt við Vigdísarvellir og kotin Bali og Lækur og sóknarbúar 54. Voru bæði þau kot byggð 1869, en fáum árum fyrr skammtímabyggð í Snorrakoti og dá Hausi. Arnarfell, þar sem Beinteinn Stefúnsson kirkjusmiður bjó, var í eyði 1867.
Ívar Ívarsson og Guðný Bjarnadóttir voru síðustu búendur á Vigdísarvöllum, fóru þaðan 1905. Í Suðurkoti er síðast fólk á manntali
1903, Norðurkoti aldamótaárið. Í Litla Nýjabæ, en þar verður autt 1904, hafði Magnús Ólafsson síðar sjálfstæðar búnytjar um hríð. Eftir
1906 er föst búseta aðeins á 2 bæjum, kirkjustaðnum og Stóra Nýjabæ.
Leiguliðar Einars Benediktssonar
Meðal heimabænda á fyrsta fjórðungi aldarinnar, sem jafnframt var lokakaflinn í eiginlegri byggðarsögu höfuðbólsins, voru Árni Jónsson og Vilborg Guðmundsdóttir, og áttu þau 9 börn, en frá 1907-14 Jón Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir. Þau fóru til Reykjavíkur með fjórum börnum sínum. Þorvarðs er áður getið, en tveimur árum eftir að hann fór burt, fluttu Ísólfur Bergsteinsson og Guðný Sigurðardóttir með 7 börn sín frá Krýsuvík austur að Óseyranesi. Synir þeirra, Guðmundur 23 ára bóndi og Bergsteinn 24 ára vinnumaður, urðu eftir í Krýsuvík, en þeir gáfust upp á næsta ári, 1921, og fóru austur að Lundi hjá Krossi í Landeyjum.
Enn kom bóndi, sem ætlaði að freista þess að búa á hinni afskekktu beitarjörð, en hlaut frá að hverfa. Var það sigmaðurinn Marteinn Þorbjarnarson frá Þúfu, sem fór til Hafnarfjarðar 1925, en var mörg hin næstu árin á eggtíðinni í Krýsuvík og seig í bergið og seldi ritu- og svartfuglsegg. Var hann sjötti bóndinn, sem reyndi búskap í Krýsuvík á 25 ára bili, en hlaut að gefast upp.
Svili Magnúsar Ólafssonar innréttaði íbúðina í kirkjuhúsinu. Ástæður þess, hvernig fór um þessa mörgu bændur á lokaskeiði hinna gömlu búhátta, eru ljósar. Þær eru fyrst og fremst mannekla, skortur á tryggu og ódýru vinnuafli. Aðeins ein hjúleigan í byggð og nær engrar kvaðarvinnu notið. Hjálp var ekki einu sinni unnt að kaupa til að nytja Krýsuvíkurberg, manna bát eða bjarga fé undan illviðrum.
Þá var hinn gamli staðarbær að hruni kominn vegna þess að honum var ekki haldið við, síðan um daga Árna sýslumanns fyrir aldamót. Það undanfæri, sem Magnúsi Ólafssyni gafst síðar, að komast undir þak kirkjunnar, var ekki innan seilingar, því að kirkjan var ekki afhelguð, fyrr en 1929. Sem hús var hún eins og vel viðuð og gamall sumarbústaður, alls ekki heilsárs sem kallað er, þegar slík orlofshús eru einangruð í hólf og gólf og mjög vel glerjuð. Það, sem forðaði þessu gamla guðshúsi frú flutningi norður fyrir Gestsstaðavatnið, þar sem nota mátti jarðhitann, var samgöngu- og tækjaleysið. Kirkjuhúsið stóð ekki undir vernd nokkurs manns, ráðs eða stjórnar. Það var eitt staðarhúsa jarðeigandans, veðsett eins og staðurinn allur með Stóra Nýjabæ. Hvorki komu hér eigandinn frú 1908 né meðeigandi hans og frú 1930, veðhafinn.
Auðir básar
Þegar aðalbólið með hinni síðustu og sjálfstæðu hjáleigu í Stóra Nýjabæ hafði verið tekið eignamámi 1937 og Krýsuvíkurvegurinn loks
náði suður fyrir Kleifarvatn 1945 og að austan úr Selvogi og hafizt var handa um stórfelldar framkvæmdir, sú enginn nokkurt gagn í gömlu trékirkjunni. Samstíga 1600 m2 gróðurhúsum til blóma- og tómataræktunar norðanvert Gestsstaðavatns, þurfti hús og híbýli fyrir garðyrkjustjórann og aðstoðarmann hans, ráðskonu, mötuneyti og starfsfólk.
Byggt var stórt þriggja íbúða hús, þar sem voru að auki margar vistarverur fyrir lausráðna starfskrafta. Var þeirri mannvirkjagerð lokið 1949 og stækkun gróðurhúsanna árið eftir. Ögn austar á háum melnum norðan við vatnið hafði verið byggt stórt og vandað íbúðarhús 1948 fyrir bústjórann á stærsta kúabúi landsins, sem hér skyldi verða.
Í fyrri grein var minnzt á 130 kúa fjósið og súrheysturnana, sem gnæfa yfir sprengigíginn Grænavatn. Sjálft stórfjósið, fleiri hús og herbergi fyrir fjósamenn og kaupafólk risu ekki. Kýr komu aldrei í hinn fyrsta og mikilláta áfanga mjólkurframleiðslunnar. Af 400 ha, sem átti að rækta og umbylta í töðuvöll voru aðeins 45 lagðir undir plóg og diskaherfi. Landinu var breytt og við þá eyðilegging var lítt snortinni gróðurvin milli Krýsuvíkurhrauns og Geitahlíðar, Ögmundarhrauns og Austurháls, núttúruperlu í dökkri umgerð, en við blik sunnan af hafi, umturnað í nafni stórrar landbúnaðarsveiflu vaxandi útgerðarbæjarfélags. Slíkt viðgengist varla nú, hálfri öld síðar.
Og þó, því að fátt bíður síns tíma og allt getur gerzt í mánaskini. Afskekkt veran í Krýsuvík gefur óverkum færi. Hitt var vel, úr því sem komið var, að Sveinn Björnsson fékk úkjósanlegt húsrými fyrir pensla sína og bauka, léreft og list. Enda kunni hann að meta töfra þessa einkennilega og hrjóstruga afkima á eyðilegri strönd Suðurkjálkans. Svo vel, að þegar hann dó í byrjun sumars 1997 var kistunni sökkt í mold í Krýsuvíkurkirkjugarði. Þó hafði ekki verið opnuð þar jörð í 8o ár.
Fullreyndin
Löngu síðar en búskapardraumarnir áttu að hafa rætzt, en sorta dregið fyrir hugljómun búauðgi sýnarinnar, miklum fjármunum kastað á glæ og stakri náttúruperlu splundrað í þungu höggi, virtist enn ekki fullreynt. Í nafni Kjalarnesprófastsdæmis að viðbættum Kópavogskaupstað, var hafizt handa 1967 við miklar húsbyggingar sunnan við Gestsstaðavatnið. Reis næsta langdregið, steinsteypt tveggja hæða skólahús. Varð því ekki né verður lokið á þessari öld, fjarri fer því, hvað þá sérstökum þjónustuhúsum þar við fyrir Vestmannaeyjar og aðra kaupstaði hins fjölmenna prófastsdæmis.
Hugmyndin um eigi smálegt afdrep fyrir böm, sem ættu óhægt heima, var múrað inni í öflugu steypuvirki. Annars konar starfsemi er hér rekin í óyndislegri einangruninni, sjálfsagt vel meint og nær vonandi árgangri hins góða markmiðs. Í húsinu er t.d. falleg heimiliskapella, sem vígð var fyrir tíu árum, enda æðispöl frá staðarkirkjunni. Hinn gífurlegi jarðhiti í Krýsuvík nýtist ekki til upphitunar, heldur verður að kynda með hráolíu. Gæti því virzt sanngirni, að setrinu hefði átt að velja hentari stað – með tilliti til aðkeyptrar þjónustu og samgangna, þó að 10 km af Krýsuvíkurveginum suður um Kapelluhraun séu bundnir tveggja akreina slitlagi og 7 km austur frá Krýsuvík að sveita- og sýslumörkum við Selvog og Ámesþing. Byggilegri stað og umfram allt hlýlegri, manneskjulegri. Austurháls, Gullbringa og Geitahlíð eru þögult og dimmleitt aðhald í landnámi Þóris haustmyrkurs, hraunin óyfirstíganleg hótun og úthafið ögrun við þann, sem kann að eiga lífslöngun og jarðneska von.
Sóknin litla á Suðurkjálkanum er falin geymd liðinna alda þjóðarsögu, sem ekki á endurtekningu, heldur er hulin regnsteypum af hafi og eldsumbrotum lands í sköpun.“
Sjá meira HÉR.
Heimild:
-Heima er best, 5. tbl. 01.05.1999, Söguhvörf á Suðurkjálka. Ágúst Sigurðsson, blss. 188-191.



















