Suður-Reykir – hitaveita

Suður-Reykir

Bæjarheitið Reykir eru til víða um land. Hér verður fjallað um Reyki í Mosfellssveit. Á upplýsingaskilti við bæinn er eftirfarandi áletrun: „Sambyggð íbúðarhús á Reykjum voru byggð á árunum 1909 og þar á eftir. Þau eru nú horfin. Útihúsin voru byggð á árunum 1927-1929. Íbúðarhúsið (til vinstri á myndinni) sem fyrr var reist (1909) fékk hitaveitu sama árið og það var byggt. Það var fyrsta íbúðarhúsið á Íslandi sem hitað var upp með heitu vatni. Hitt íbúðarhúsið var reist á árunum 1923-1925.
SkiltiÁ Reykjum var fyrsta upphitaða gróðurhús á Íslandi reist, á árunum 1922-1923, og sjást rústir þess enn. Árið 1943 var hafist handa við að dæla heitu vatni til Reykjavíkur frá Reykjum og dælustöð byggð skammt neðan við Reykjalund. Erlendur her hafði mikil umsvif í landi Reykja á stríðsárunum og var hér m.a. bæði rekið þvottahús, veitingaskáli og kvikmyndahús fyrir hermennina.
Winston hurchill forsætisráðherra Breta kom í heimsókn til Íslands árið 1941 en þá var landið hersetið af breskum her. Churchill kynnti sér m.a. ylrækt á Reykjum.
Á Reykjum (Suður-Reykjum) hefur löngum verið stórbýli og hér var fyrrum kirkja helguð Þorláki helga en hún var lögð niður með konungsbréfi árið 1765. Jörðin var áður nefnd Suður-Reykir og í landi hennar er eitt mesta jarðhitavsæði í nágrenni Reykjavíkur. Á Reykjum hófst jarðhitanotkun snemma á 20. öld og segir sagan að prestur sveitarinnar hafi komið hingað til að sjá mannvirkjagerðina og haft á orði að menn ættu að fara varega í að dæla heitu vatni úr iðrum jarðar, maður vissi ekki hvaðan það væri ættað“.

Mosfellsbær

Suður-Reykir – skilti.