Færslur

Fífuhvammssel

 Ætlunin var að leita að og skoða gamla fjárborg frá Fífuhvammi, steininn Lat og Fífuhvammssel norðan í Rjúpnahæð.

Engjaborg

Engjaborg.

Engjaborg við Fífuhvammsveg var landamerki jarðanna Kópavogs, Digraness, Fífuhvamms og Arnarness. Nafnið Engjaborg bendir til þess að fjárborg og/eða beitarhús hafi staðið þarna. Hún er hringlaga rúst með um 2-3 m breiðum veggjum. Borgin stendur nú á hól inni í miðju íbúðarhverfi. Vel virðist fara um hana, en líklega vita fáir íbúanna um minjarnar á hólnum eða hafa áhuga á þeim tengslum sem þær hafa óneitanlega við landið og sögu svæðisins.

Þinghóll

Minnismerki um erfðahyllinguna á Þinghól.

Bærinn Kópavogur dregur nafn af voginum sunnan Kársness og samnefndu býli sem stóð norðan Þinghóls þar sem var annar af tveimur þingstöðum í heimalandi Kópavogsbæjar. Ekki er vitað til að þar hafi verið þinghald á þjóðveldisöld en þar fór erfðahyllingin fram 1662. Á gamla þingstaðnum er friðlýst þinghústótt og skammt frá henni er minningarsteinn um erfðahyllinguna, reistur 1962.
Fyrr á öldum var eiginlega ekkert í Kópavogi nema hólar, mýrar, klettar, lækir og lyng. Þá voru þrír bóndabæir, Kópavogur, Digranes og Fífuhvammur.
Fífuhvammur, bújörð, húsið var byggt að hluta fyrir aldamótin 1900 af Þorláki Guðmundssyni alþingismanni. Síðan byggði Bernhöft tannlæknir stofu og forstofu norðan við en Ísak Bjarnason síðan austan og sunnan við. Til hægri voru skúrar, geymslur og peningshús. Húsið var rifið að fullu sumarið 1983. Þorlákur í Hvammkoti gaf jörðinni nýtt heiti því að hann vildi ekki að bærinn hans væri kallaður kot, Fífuhvamm. Hann er fyrsti Kópvogsbúinn sem sat á Alþingi svo vitað sé.

Kópavogur

Fífuhvammur.

Talið er að jörðin hafi heitið Fífuhvammur til forna. Í Fífuhvammslandi er mjög fallegt votlendi. Þar vaxa ýmsar jurtir, t.d. hofsóleyjar, holblaðka, engjarós, hrafnsklukka, vatnsharfagras, fífur, sefbrúður og stjörnusteinbrjótur. Á horni Fífuhvammsvegar og Reykjavíkurvegar fundust tvær grafir. Rétt hjá Fífuhvammi er álfhóll sem hvorki má slá eða raska. Sagt er að bóndi einn í Fífuhvammi hafi slegið hólinn og þá misst 8 kýr það ár.

Latur

Latur.

Fátt skráðra minja er eftir í Fífuhvammslandi enda hefur því nú öllu verið raskað meira og minna. Engjaborgin og landamerkjasteinn með áletrun vestar í hlíðinni (sjá aðra FERLIRslýsingu) eru nú svo til einu ummerkin, sem eftir eru.

Latur er og nokkuð stór steinn í sunnanverðum Digraneshálsi þar sem nú liggur gatan Hlíðarhjalli. Stendur steinninn enn óhreyfður innst í einum af botnlöngum Hlíðarhjalla en áður mun Digranesbærinn hafa verið skammt norðan við steininn. Sagnir um stein þennan tengjast fremur Jóni Guðmundssyni bónda í Digranesi en álfum en sagt er að á steininum hafi Jón hvílt sig á ferðum sínum um jarðeignina. Þá mun Jón einnig hafa setið eða staðið á steininum og sungið allt hvað af tók er hann var drukkinn sem oft kom fyrir.

Fífuhvammssel

Fífuhvammssel.

Gamlar sagnir eru til um að steinninn Latur hafi verið álfabústaður og mun það sérstaklega hafa verið á vitorði manna er bjuggu í Fífuhvammslandi. Eitt sinn gerðist það að börn, sem voru á ferð við steininn, sáu huldukonu þar á sveimi en er hún varð þeirra vör hvarf hún þeim sjónum við steininn.
Þá var haldið upp að Rjúpnahæð. Þar í norðanverðri hæðinni eru menjar gamals sels. Selið nýtur nú verndar. Um er að ræða tvö hús og bakhús. Lag og gerð húsanna bendir til þess að selinu hafði verið breytt í beitarhús undir það síðasta. Tóftirnar eru fast við girðinguna, sem umlykur loftskeytastöðina og rétt fyrir ofan nýlegan reiðstíg. Ekki er ólíklegt, ef leitað er vel, að leifar eftir stekk og/eða kví kunni að finnast þarna skammt frá. Neðan við tóftirnar er nú verið að gera golfvöll og útivistarsvæði.

Frábært veður – sól og hiti. Ferðin tók 2 klst og 12 mín.

Upplýsingar m.a. fengnar af http://www.ismennt.is/not/ggg/saga.htm og http://www.hjallaskoli.kopavogur.is/throun/fortid/islenska/hvammkot.htm

Latur

Latur – álfasteinn.

Hjarðarhagi

Á bak við húsið nr. 13 við Hjarðarhaga í Reykjavík er stakur álfasteinn. Þrátt fyrir hús allt um kring og snyrtar lóðir umleikis hefur steinninn fengið að vera óhreyfður.
ÁlfasteinninnHalldóra Aðalsteinsdóttir man vel eftir þessum steini þótt sé komin yfir áttrætt. Hún fæddist 16. júní 1927 á Lindargötu 7 (í dag nr. 23) og fluttist 10 ára gömul í verkamannabústað á Hofsvallagötu 15. Þegar hún giftist Magnúsi Þorbjörnssyni fluttist hún á heimili hans að Fálkagötu 22. Þar var Magnús fæddur og uppalinn og bjó í 71 ár.
Halldóra býr nú í fjölbýlishúsi við Kleppsveg, gegnt Hrafnistu. Hún er enn vel ern. Í viðtali við Halldóru sagði hún frá álfasteini í holtinu sunnan við húsið og vestan við Laugarásbíó. Þá sagði hún einnig frá álfasteini nálægt Fálkagötu 22, sem hér verður getið:
“Áður en ég flutti á Kleppsveginn átti ég heima á Fálkagötu 22, þar sem eiginmaðurinn minn var alinn upp. Bakgarðar hjá okkur og hjá íbúum á Hjarðarhaga 13 lágu saman. Reyndar voru kálgarðar og smá búskapur þar þá, fyrst eftir að ég flutti á ÁlfasteinnFálkagötuna árið 1949. Ég tók strax eftir steini sem var þarna, og var hann ekki fjarlægður þó að fjölbýlishús væri byggt þarna síðar. Á þeim tíma var girðingin töluvert lægri en hún er í dag. Ég sá því þennan stein mjög greinilega.
Eitt sinn þegar ég horfði út um eldhúsgluggann á 2. hæðinni, sennilega í kringum 1960-1965, þá fannst mér ég sjá inn í þennan stein, skært kringlótt ljós, og fannst mér vera einhver hreyfing þar fyrir innan. Ég man þó nú óljóst eftir þessu, þar sem svo langt er síðan, en ekki ósvipað og þegar ég sá ljósið í klettunum við Laugarásbíó.
Afi mannsins mín, Magnús Magnússon, bjó í sama húsi og við og talaði hann oft um að þessi steinn væri “bústaður”, en þar sem ég hafði ekki mikinn áhuga á þessum steini á þessum árum, hlustaði ég ekki mikið  á gamla manninn. Við fyrrnefnda upplifun varð ég þó sannfærð um að hann hefði haft rétt fyrir sér.”
Þegar FERLIR skoðaði vettvang tók ekki langan tíma að hafa uppi á nefndum steini á bak við húsið að Hjarðarhaga 13. Þetta er jarðfast bjarg – dæmigerður álfabústaður.

Heimild:
Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 16. júní 1927 – í viðtali við FERLIR des. 2008.

Reykjavík

Reykjavík.

Grásteinn

“Grásteinn nefnist klofinn steinn við Vesturlandsveg austan Grafargils og hafa álfar verið sagðir búa í honum.
Grásteinn 1989Vegna vegaframkvæmda á árunum 1970-1971 var hann fluttur þangað sem hann stendur nú, en óhöpp voru sett í samband við þann flutning og álfasögur kviknuðu og fengu byr undir báða vængi.
Af þessum sökum var Grásteinn tekinn með við fornleifaskráningu Þjóðminjasafns Íslands á svæðinu árið 1983. Af því leiddi að steinninn var talinn njóta verndar þjóðminjalaga. Var Vegagerð ríkisins bannað að færa steininn aftur nema hún fengi samþykki fornleifanefndar fyrir því. Vegna áforma um að breikka Vesturlandsveg óskaði vegagerðin eftir slíkri heimild árið 1998, og fékk hana, en með því skilyrði, að áður skyldi leita allra leiða til að komast hjá því að hrófla við steininum.
Grásteinn 1989Álitamál er hvort steinninn eigi að vera verndaður, en kastljósi fjölmiðla hefur fremur verið beint að deilunni um tilvist álfa í honum. Tilgangurinn með þeirri athugun, sem hér verður greint frá, var að grafast fyrir um hvort Grásteinn tengdist þjóðtrú að því leyti, að hann heyrði með réttu og lögum samkvæmt undir þjóðminjavörsluna.
Segja má að hér kristallist ýmis vandamál sem minjavarslan í landinu stendur andspænis vegna síaukins eftirlits með skipulags- og umhverfismálum.
Elsta heimild um Grástein mun vera ítarleg örnefnalýsing sem Björn Bjarnason í Gröf (síðar Grafarholti) ritaði fyrir jörð sína og gaf Landsbókasafninu 2. maí 1918. Ekki er annað sagt um steininn í þeirri lýsingu en hvar hann stóð.
Grásteins virðist svo hvergi vera getið síðan fyrr en í sambandi við vegaframkvæmdirnar við Vesturlandsveg árið 1971 – og þá í fyrsta sinn í tengslum við huldufólk.

Grásteinn 2008

Greindi frá því á forsíðu Vísis hinn 29. júlí það ár hvernig álfatrú tengd steininum hafði áhrif á vegavinnuna. Hafði hann þá verið fluttur af þeim stað sem hann stóð frá fyrstu tíð:
“Vegavinnumennirnir fullyrða nú, að þeir sem áttu þátt í að flytja steininn um áramótin hafi allir orðið fyrir einhverjum óhöppum og slysum. – Sá kvittur kom upp fyrir skömmu að nú ætti að flytja steinana á nýjan leik, en vegavinnumennirnir eru ekki hrifnir af þeirri hugmynd, og þeir, sem Vísir talaði við, sögðu afdráttarlaust, að þeir myndu neita að koma nálægt því verki.”
Í grein á innsíðum blaðsins segir m.a. að steinarnir séu þrír að tölu: “Klettarnir voru fluttir úr stað um síðustu áramót, en þá voru þeir í vegi fyrir framkvæmdunum. Þrjár kröftugar jarðýtur sáu um um að róta þeim til, en ekki nógu langt, því að nú eru klettarnir fyrir enn einu sinni.”
Fram kemur í vitaði með umfjölluninni að þrír menn hafi slasast eftir að þeir áttu við steinana, þar af einn alvarlega á fæti. Stærsti steinninn hafi heitið Grásteinn 2008Grásteinn en sá minnsti Litli bróðir. Kristín Bæringsdóttir, húsfreyja í Grafarholti í 29 ár kannaðist ekki við að huldufólk tengdist steinunum að öðru leyti en því að fólk hefði sagt að í svona stórum steinum hlyti að vera huldufólk. Í endurminningum Skúla Pálssonar í Laxalóni kemur fram að 90 þúsund laxaseiði hefðu brepist þegar jarðýtustjóri tók í sundur vatnsinntak fiskeldis hans í nóvember árið 1970, daginn eftir að Grásteinn hafði verið færður til. Sumir töldu ástæðuna fyrst og fremst hafa verið að ræða fljótræði ýtustjórans. Ágúst Ólafur Georgsson, þjóðháttafræðingur, hafði sumarið 1980 efir Jóel Jóelssyni, bónda í Reykjahlíð II, að Halldór Laxnes, skál í Gljúfrasteini, teldi að umræddur steinn væri álagasteinn. Â Fornleifadeild Þjóðminjasafnsins setti steininn í svokallaðan A-flokk fornleifa í fornminjaskrá, þ.e. með þeim minjum sem hafa mest minja- og varðveislugildi.
Grásteinn 2008Grásteinn var aftur í fréttum í júní 1994 vegna þess að hann var fyrir áformuðum vegaframkvæmdum, er breikka átti Vesturlandsveginn. Í fréttþættinum 19.19 á Stöð 2 sagði frá því hinn 20. júní það ár að færa þyrfti steininn um 25 m leið, en Erla Stefánsdóttir, sem þjóðkunn sé fyrir tengsl sín við huldufólk, sæi hús í báðum steinunum og í þeim litlar verur glaðlegar. Var haft eftir Erlu að þessar verur hefðu flutt í steininn eftir að hann var síðast færður.
Var nú kyrrt um þetta mál til ársins 1998 að vegagerðin vildi ráaðst í framkvæmdir við Vesturlandsveg. Við mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar vegarins benti Árbæjarsafn á að veglínan færi nærri Grásteini, en taka yrði tillit til hans með því að hann væri á Fornleifaskrá Reykjavíkur.
Verkfræðistofa komst að raun um að færa þyrfti Grástein. Borgarminjavörður féllst á þá niðurstöðu.
Grásteinn varð enn á ný fréttaefni í janúar 1999, þegar leyfi til að flytja hann var fengið. Helgi Hallgrímsson, vegamálstjóri, sagði í Morgunblaðinu að steinninn væri fluttur til af tveimur meginástæðum, annarsvegar þar sem um skemmtilegt og nokkuð áberandi kennileiti væri að ræða, en hins vegar vegna sögusagna um álfabyggð í steininum.
Í sömu grein er haft eftir Sigurði Sigurðssyni, dýralækni, sem býr í grennd við steininn, að þegar hann var færður fyrra sinnið hefði hann klofnað og snúist, þannig að það sem áður sneri upp snúi nú niður.
Grásteinn 2008Málið snýst ekki um hvort álfar búi í Grásteini í Grafarholti, heldur hvort álagatrú á hann eigi rætur sínar að rekja svo langt aftur í tíma að hann skuli telja með fornleifum í skilningi 16. greinar þjóðminjalaga og þar með heyra undir þjóðminjavörsluna. Heimildakönnun bendir eindregið til þess að álfasögur hafi ekki verið tengdar Grásteini fyrr en í lok árs 1970. Af því leiðir að Grásteinn getur hvorki talist til fornleifa fyrr en í fyrsta lagi árið 2070. – þegar álagtrú á steininn á sér að minnsta kosti aldarlanga sögu – , né heyrt undir þjóðminjavörsluna í landinu, nema hann verði friðlýstur skv. 16. og 18. gr. þjóðminjalaga.
Grásteinn er og hefur fyrst og fremst verið áberandi kennileiti í landslaginu frá ómunatíð. Ekkert bendir til að hann hafi tengst trú álfa fyrr en í seinni tíð. Engar sagnir eru þekktar um hann eldri en 30 ára. Steinninn stendur ekki á upphaflegum stað, en hefur verið færður, a.m.k. tvisvar, við lagningu Vesturlandsvegar árin 1970 og 1971. Bjargið er talið vera um 50 tonn að þyngd, en þegar því var bylt klofnaði það.
Grásteinn var fluttur mánudaginn 18. október 1999 um 37 m til norðurs og vesturs. Flutningurinn tók um fjórar klukkustundir. Allt gekk vel utan hvað ein tréskófla brotnaði. Stærra bjargið vóg 35 tonn og hið minna 15 tonn. Álfanna vegna var þeim komið fyrir á sama hátt og þau stóðu síðast, – á hvolfi.”

Heimild:
-Ragnheiður Traustadóttir, Grásteinn í Grafarholti, um minjagildi ætlaðs álfasteins – Árbók fornleifafélagsins 1998, bls. 151-164.

Grásteinn 2008

Ármúlaskóli

Við Ármúlaskóla í Reykjavík er álfhóll. Hóllinn er aflíðandi brekka norðaustan við skólann með lágu klettabelti er vísar í áttina að honum. Við norðvesturhornið er einnig stakur steinn, sem látinn hefur verið óhreyfður. Á hann er klappað ártalið 1941. Á þessu svæði munu hafa verið grjótnámur á árunum 1940-1950 skv. upplýsingum Minjasafns Reykjavíkur.
Letursteinn“Auk Grásteins við Vesturlandsveg (Grafarholti) eru fjórar álfabyggðir skráðar í Fornleifaskrá Reykjavíkur, álfabyggð við Ármúlaskóla (nr. 105), álfhóll sunnan við fjölbýlishúsið við Vesturberg 2-6, huldumannasteinar við Háaleitisbraut 9 og álfhóll við Breiðagerðisskóla. Til að mynda var skipulagi breytt vegna álfhólsins við Vesturberg.”
“Trúin á huldufólk og álfa er jafngömul þjóðinni og ekki útdauð enn. Dæmi eru um að gerð séu kort af álfabyggðum og sjáendur kvaddir til áður en ráðist er í bygginga- eða vegaframkvæmdir til þess annað hvort að ganga úr skugga um hvort jarðbúar sitji í fleti fyrir eða hvort unnt sé að ná samningum við þá um raskið, sem af framkvæmdunum hlýst.
Ekki er fátítt að álfasögur verði til, þegar stórvirkar vinnuvéla bila eða virðast ekki vinna á steinum og klettum. ÁletrunGott dæmi um það er álfhóllinn við Álfhólsveg í Kópavogi. Var vegurinn fremur látinn sveigja fram hjá hólnum en að hann yrði fjarlægður. vegagerðin hefur enda ítrekað á undanförnum árum verið vöruð við að raska ákveðnum blettum vegna álagatrúar og reynt að taka tillit til þess.
Staðir tengdir þjóðtrú, þar á meðal ætluð híbýli álfa, voru ekki sérstaklega verndaðir með lögum fyrr en árið 1990 að ný þjóðminjalög tóku gildi. Tilgangur þeirra er að tryggja eins og bezt verður á kosið varðveislu menningarsögulegra minja þjóðarinnar, þar á meðal fornleifa.”

Álfhóll

Erla Stefánsdóttir, sjáandi, sagði eftirfarandi um álfa í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins 1986:
“Þar eru til fjölmargar tegundir álfa, þannig að þetta mál er kannski ekki svo einfalt, sagði Erla. Mér finnst huldufólkið hafa sérstöðu og líklega eiga flestir við huldufólkið þegar talað er um álfa. Huldufólkið er nefnilega ekki ólíkt mannfólkinu, það virkar dálítið þunglamalegt. Þetta er lágvaxið fólk og yfirleitt mjög skrautgjarnt.
Í þessu sambandi verður svo að hafa annað í huga, tíminn, sem okkur þykir svo sjálfsögð vídd í tilveru okkar, getur spilað dálítið með okkur þegar álfar eru annars vegar. Þó tíminn sé óhjákvæmileg staðreynd í daglegu lífi okkar er hann blekking frá öðru sjónarmiði og Guð, skapari alls, er handan tíma og rúms. Næmt fólk skynjar iðulega það sem lðið er, sér þá kannski fyrri kynslóðum bregða fyrir við ýmis störf. Ég heldÁlfar að slíkar fortíðarsýnir hafi oft verið misskildar og sjáendurnir álitið að um álfa eða huldufólk væri að ræða. Þannig hafa sennilega margar af þessum sögum orðið til um að huldufólks stundi búskap, færi í kaupstað o.s.frv. Sumt huldufólk virðist að vísu fást við svipuð störf og við mennirnir, en ég held þó að líf þess sé töluvert öðruvísi og meira í samræmi við náttúruna.”
Þessar verur virðast vera á þróunarleið til hliðar við mannþróunina. Sjálfsagt stefna þær allar að auknum þroska eins og við. Huldufólkið er líkt mannfólkinu að því leyti að það virðist vera miklar félagsverur – ég sé það aldrei eitt sér heldur lifir það alltaf saman í bæjum. Álfar búa hins vegar margir einir sér og eins eru tvívarnir, sem eru mjög háþróaðar verur, venjulega út af fyrir sig.
Ef til vill er auðveldast fyrir menn að komast í snertingu við huldufólkið af öllum þessum verum þar sem því virðist svipa til okkar að mörgu leyti, eins og ég sagði áðan. Huldufólkið virðist þurfa að hafa töluvert fyrir lífi sínu, það stritar eins og við og allmikill munur virðist vera á efnum þess sem ráða má af klæðnaði og híbýlum.”
Kannski álfaranir eða huldufólkið í álfhólnum við Ármúlaskóla stundi eitthvert nám þar með öðrum nemum?

Heimild:
-Árbók fornleifafélagsins 1998, bls. 158.
-Erla Stefánsdóttir, Morgunblaðið 24. ágúst 1986.

Álfhóllinn

Vífilsstaðavatn

Við norðurenda Vífilsstaðavatns á að vera Álfaklettur.
Gísli Sigurðsson segir þetta um hann í örnefnalýsingu sinni yfir Vífilsstaði: “Þá liggur Landamerkjalínan í Smalholtsvörðu á Smalholti. alfaklettur-1Norðaustur frá Vífilsstaðahælinu er hæð, nefnist Skyggnir, og efst þar er Skyggnisþúfa. Þegar Alfaraleiðin var farin hér austur og inn með vatninu var komið í vog eða krika sem nefndist Hálshúskriki. Og þá hefur Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnsstekkur en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls er nefnt Finnsstaðir, hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru. Þarna er svo Álfaklettur, mikill steinn rétt hjá. Þegar haldið er suður með vatninu er komið í Króka, upp af þeim er mýrarkorn og þar í uppsprettur. Dýjakrókar er mýrin Krókamýri. Þar er nú Vatnsból Garðakauptúns og Garðahverfis. Upp frá Hálshúskrika liggur leiðin upp á Vífilsstaðaháls. Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu.”
Svanur Pálsson segir í örnefnalýsingu sinni: “Suðaustan Hnoðraholts og norðaustan Vífilsstaðavatns er Smalaholt. Milli þess og Hnoðraholts er Leirdalsop. Milli Skyggnisholts og Smalaholts eru rústir á lágum hól, sem nefnast Finnsstekkur eða Finnsstaðir. Þar nálægt á að vera stór steinn, er kallast Álfaklettur. Austan við Smalaholt er Rjúpnadalur.”

alfaklettur-2

Hálshúskriki er á milli Skyggnisholts og Smalaholts, vestan Finnsstekks. Um krikann lá þjóðleiðin fyrrum. Má enn sjá ummerki eftir hana, ef vel er gáð. Í Hálshúskrika er stór steinn, reyndar eini “kletturinn”, sem þar er að finna – líklega fyrrnefndur “Álfaklettur”. Reyndar eru klettarnir tveir, annar minni. Milli þeirra eru leifar að hleðslu sem og í hálfhring á milli þeirra að norðaustanverðu. Þarna hefur verið gert skjól fyrrum og ekki er ólíklegt að ætla að þarna geti verið nefnt “Hálshús”, sem krikinn er nefndur eftir. Ekki eru kunnar skráðar sögur eða sagnir af Álfakletti, en ef einhver kynni frá þeim að segja, væri fróðlegt við þeim að bæta… 

Heimildir:
-Gísli Sigurðsson, örnefnalýsing.
-Svanur Pálsson, örnefnalýsing.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn.