Ármúlaskóli

Við Ármúlaskóla í Reykjavík er álfhóll. Hóllinn er aflíðandi brekka norðaustan við skólann með lágu klettabelti er vísar í áttina að honum. Við norðvesturhornið er einnig stakur steinn, sem látinn hefur verið óhreyfður. Á hann er klappað ártalið 1941. Á þessu svæði munu hafa verið grjótnámur á árunum 1940-1950 skv. upplýsingum Minjasafns Reykjavíkur.
Letursteinn“Auk Grásteins við Vesturlandsveg (Grafarholti) eru fjórar álfabyggðir skráðar í Fornleifaskrá Reykjavíkur, álfabyggð við Ármúlaskóla (nr. 105), álfhóll sunnan við fjölbýlishúsið við Vesturberg 2-6, huldumannasteinar við Háaleitisbraut 9 og álfhóll við Breiðagerðisskóla. Til að mynda var skipulagi breytt vegna álfhólsins við Vesturberg.”
“Trúin á huldufólk og álfa er jafngömul þjóðinni og ekki útdauð enn. Dæmi eru um að gerð séu kort af álfabyggðum og sjáendur kvaddir til áður en ráðist er í bygginga- eða vegaframkvæmdir til þess annað hvort að ganga úr skugga um hvort jarðbúar sitji í fleti fyrir eða hvort unnt sé að ná samningum við þá um raskið, sem af framkvæmdunum hlýst.
Ekki er fátítt að álfasögur verði til, þegar stórvirkar vinnuvéla bila eða virðast ekki vinna á steinum og klettum. ÁletrunGott dæmi um það er álfhóllinn við Álfhólsveg í Kópavogi. Var vegurinn fremur látinn sveigja fram hjá hólnum en að hann yrði fjarlægður. vegagerðin hefur enda ítrekað á undanförnum árum verið vöruð við að raska ákveðnum blettum vegna álagatrúar og reynt að taka tillit til þess.
Staðir tengdir þjóðtrú, þar á meðal ætluð híbýli álfa, voru ekki sérstaklega verndaðir með lögum fyrr en árið 1990 að ný þjóðminjalög tóku gildi. Tilgangur þeirra er að tryggja eins og bezt verður á kosið varðveislu menningarsögulegra minja þjóðarinnar, þar á meðal fornleifa.”

Álfhóll

Erla Stefánsdóttir, sjáandi, sagði eftirfarandi um álfa í viðtali við Lesbók Morgunblaðsins 1986:
“Þar eru til fjölmargar tegundir álfa, þannig að þetta mál er kannski ekki svo einfalt, sagði Erla. Mér finnst huldufólkið hafa sérstöðu og líklega eiga flestir við huldufólkið þegar talað er um álfa. Huldufólkið er nefnilega ekki ólíkt mannfólkinu, það virkar dálítið þunglamalegt. Þetta er lágvaxið fólk og yfirleitt mjög skrautgjarnt.
Í þessu sambandi verður svo að hafa annað í huga, tíminn, sem okkur þykir svo sjálfsögð vídd í tilveru okkar, getur spilað dálítið með okkur þegar álfar eru annars vegar. Þó tíminn sé óhjákvæmileg staðreynd í daglegu lífi okkar er hann blekking frá öðru sjónarmiði og Guð, skapari alls, er handan tíma og rúms. Næmt fólk skynjar iðulega það sem lðið er, sér þá kannski fyrri kynslóðum bregða fyrir við ýmis störf. Ég heldÁlfar að slíkar fortíðarsýnir hafi oft verið misskildar og sjáendurnir álitið að um álfa eða huldufólk væri að ræða. Þannig hafa sennilega margar af þessum sögum orðið til um að huldufólks stundi búskap, færi í kaupstað o.s.frv. Sumt huldufólk virðist að vísu fást við svipuð störf og við mennirnir, en ég held þó að líf þess sé töluvert öðruvísi og meira í samræmi við náttúruna.”
Þessar verur virðast vera á þróunarleið til hliðar við mannþróunina. Sjálfsagt stefna þær allar að auknum þroska eins og við. Huldufólkið er líkt mannfólkinu að því leyti að það virðist vera miklar félagsverur – ég sé það aldrei eitt sér heldur lifir það alltaf saman í bæjum. Álfar búa hins vegar margir einir sér og eins eru tvívarnir, sem eru mjög háþróaðar verur, venjulega út af fyrir sig.
Ef til vill er auðveldast fyrir menn að komast í snertingu við huldufólkið af öllum þessum verum þar sem því virðist svipa til okkar að mörgu leyti, eins og ég sagði áðan. Huldufólkið virðist þurfa að hafa töluvert fyrir lífi sínu, það stritar eins og við og allmikill munur virðist vera á efnum þess sem ráða má af klæðnaði og híbýlum.”
Kannski álfaranir eða huldufólkið í álfhólnum við Ármúlaskóla stundi eitthvert nám þar með öðrum nemum?

Heimild:
-Árbók fornleifafélagsins 1998, bls. 158.
-Erla Stefánsdóttir, Morgunblaðið 24. ágúst 1986.

Álfhóllinn