Tag Archive for: Álftanes

Gálgaklettar

Við hraunjaðar Garðahrauns, skammt frá Garðastekk, er skilti um Gálgahraun. Þar segir í texta:

„Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er garðahraun. Gálgahraun var friðað  samt fjörum og grunnsvævi Skerjafjarðar 6. október 2009. Friðunin spannar 1.0815 km2 svæði sem samsvarar 108 kekturum.

Áhugaverðar gönguleiðir í Gálgahrauni:

Fógetagata (Álftanesgata)

Fógetagata

Fógetagata.

Gatan var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðinn. Leiðin var greiðfær í björtu en gat verið þungbúin í dimmviðri og vetrarhríð. Gatan sést greinilega þar sem hún hefur grópast ofan í hraunhelluna í aldanna rás. Að austan liggur hún um grunnt skarð við Hraunvik og kvíslast í Nyrðri Fógetagötu og Syðri Fógetagötu við Litla Skyggni. Hún Sameinast á smákafla nærra Stóra Skyggni áður en hún skiptist aftur í Garðastíg sem tengist kirkjustaðnum Görðum og Álftanesgötu sem liggur út á Álftanesið.

Móslóði

Gálgahraun

Gálgahraun – kort.

Á meðan mór var notaður til að viðhalda glóðinni í eldstæðum þeirra sem bjuggu í kotnum á Álptaneshreppi hinum forn var hann tekinn í Hraunsholtsmýri, Lágumýri og Arnarnesmýri. leiguliðar Garðakirkju sem bjuggu í Hafnarfirði og Garðahverfi fóru ófár ferðir um Móslóða til að sækja mó í mýrarnar. Ennþá er hægt að sjá hvar vegslóðinn lá milli mýtranna og Vegamóta við Álftanesveg. Þar komu leiðirnar frá Garðahverfi, Hafnarfirði og Álftanesi saman.

Gálgaklettsleið

Gálgaklettar

Gálgaklettar – horft af Gálgaklettsleið.

Gálgaklettsleið sveigir út af Fógetagötu í miðju Gálgahrauni skammt frá Stóra-Skyggni. Auðvelt er að rata með því að taka stefnuna til norðurs og miða við Bessastaði. Nokkrar djúpar götur eru sunna Gálgakletta og hægt að fara austan eða vestan þeirra áður en komið er að Gálgaflöt.

Sakamannastígur

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Sakamannastígur er í hraunjaðrinum sunnan Lambhúsatjarnar. leiðin var einnig nefnd Gálgastígur eða Aftökustígur og gefa nöfnin til kynna hvað þarna fór fram. Stígurinn virðist hafa verið fjölfarinn en hann liggur fram hjá Litla-Gálga áður en komið er að Gálgaklettum. Þokkaleg lending er við Gálgaflöt, líklega voru sakamenn stundum ferjaðir yfir Lambhústjörn frá Bessastöðum. þei sem hefja göngu við Hraunvik geta nálgast Gálgakletta með því að fylgja strandlengjunni. leiðin liggur framhjá Eskinesi og smátjörnum Vatnagarða áður en komið er að Gálgaklettum.

Helstu staðir í Gálgahrauni:

Gálgaklettar

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgaklettar sem heita allt eins Gálgar eru þrír talsins; Vestur Gálgi, Mið Gálgi og Austur Gálgi. þeir virðast vera dekkri yfirlitum en klettarir umhverfis þá og nafnið hefur nægt til að skjóta fólki skelk í bringu í aldanna rás. Staðkunnugir kölluðu klettana einu nafni Gálgaklofning þar sem þetta var upphaflega einn klettur sem klofnaði í þrjá hluta. Samkvæmt munnmælum voru sakamenn hengdir í Gálgaklettum, en ekki eru til ritaðar heimildir sem staðfesta þetta. Samt sem áður hafa mannabein fundist nærri Gálgaklettum. Þau styðja þessar sagnir.

Eskines

Eskines

Eskines – tóftir.

Eskines er sá hluti Búrfelshrauns sem lengst nær frá eldstöðinni Búrfelli. Ysti hluti Eskiness er í 12 km fjarlægð frá miðhluta Búrfellsgígs. Nærri hraunarðrinum er kofarúst frá seinni hluta 19. aldar þegar Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum ætlaði að koma þar upp æðarvarpi. Hann lét byggja kofann og fékk vinnuhjú til að búa þar með hænsni yfir sumartímann, en æðarvarpið misheppnaðist. Eskines er nánast flæðisker sem hefur sigið í aldanna rás og drukknuðu þar 40-50 kindur í eina tíð. Huga þarf að sjávarföllum ef farið er út á nesið, einkum á stórstraumi. Ofan Eskineseyra eru Eskinesklettar.

Garðastekkur

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðar var einn ríkasti kirkjustaður landsins um aldir og umhverfis prestsetrið var fjöldi hjáleiga sem nefndust einu nafni Garðahverfi. Garðakirkja átti miklar lendur. Á veturnar var búsmalanum haldið til beitar í Garðahrauni og Garðastekkur gegndi mikilvægu hlutverki. Vestur af honum eru hústóftir og á hraunrana hraunin fjárborg. Þessar minjar vitna um horfna búskaparhætti.

Kjarvalsklettar

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var heillaður af hraunslandsagi og fór á sömu staðina á mismunandi árstímum til að mála. Ákveðnir drangar í Klettahrauni urðu honum hugleiknir en hann málaði einng aðra kletta sem finna má í grenndinni. Kjarvalsklettar í Garðahrauni koma fyrir í nokkrum tugum málverka meistarans. Kjarval nefndi þessi málverk ýmist Hraun, Úr Gálgahrauni, Úr Bessastaðahrauni eða Frá Álftanesi.“

Taka þarf framangreindar lýsingar, sem og meðfylgjandi uppdrátt, með hæfilegum fyrirvara.

Gálgahraun

Fiskigarðar í Gálgahrauni.

Hvalreki

Nýlega rak dauðan hval, hrefnutarf,  á Álftanesfjöru norðan Breiðabólstaðar. Slíkur hvalreki er ekkert einsdæmi hér á landi, enda þurfti fljótlega í upphafi byggðar að setja sérstakar reglur um eignarhald um hvalreköld.
Í hinni fornu lögbók Jónsbók er langur bálkur, rekabálkur, um hvali og hvalnytjar. Þar er m.a. kveðið á um að ef hval rekur á land er hann eign landeiganda, en ef í honum er hvaljárn eða spjót og rekur á land beri að skipta honum milli landeiganda, eiganda járnsins og fátækra.

Hvalreki

Hvalreki á Seltjarnarnesi 1955.

Hvalreki við strendur Íslands var býsna algengur á árum áður og þótti í þá daga mikill happafengur. Algengar voru frásagnir af hvalreka sem björguðu heilu sveitunum frá hungri. Um hvalreka innan netlaga var fjallað í 54. landbrigðisþætti Grágásar, þar kom fram að landeigandi ætti reka fyrir landi sínu, þar á meðal hval.
Í Jónsbók er að finna sambærilegt ákvæði um hvalreka og verða hér rakin þau ákvæði sem enn gilda í íslenskum rétti. Í áðurnefndum 1. kapítula rekabálks Jónsbókar kemur fram að „hver maður á reka allan fyrir landi sínu, viðar og hvala, sela og fiska, fugla og þara nema með lögum sé frá komið“.

Á Vísindavef Háskóla Íslands var spurt: „Er Jónsbók enn í gildi í íslenskum lögum?“:

Hvalreki

Hvalreki fyrrum.

„Stutta svarið við þessari spurningu er: Rúmur tíundi hluti lögbókarinnar frá 1281, sem nefnd hefur verið Jónsbók, er enn í lagasafni Íslands.
Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd á árunum 1262-4. Þjóðveldislögin giltu þá í landinu, það er Grágás. Konungur vildi skipta þeim lögum út fyrir eigin lögbók. Hann fékk lögleiddar tvær lögbækur með skömmu millibili. Fyrri lögbókin var nefnd Járnsíða og þótti ekki góð og gilti bara í um 10 ár. Betur tókst til með síðari lögbók konungs, sem lögleidd var á Alþingi árið 1281. Fljótlega var farið að nefna hana Jónsbók eftir aðalhöfundi hennar, Jóni lögmanni Einarssyni. Jónsbók var meginréttarheimild á Íslandi í meira en 400 ár.

Hvalreki

Hvalreki við Garðskaga.

Upprunalega lögbókin, sem konungur lagði fyrir Alþingi árið 1281, er ekki lengur til en hún hefur varðveist í mörgum afskriftum. Reyndar er engin íslensk miðaldabók til í eins mörgum handritum og Jónsbók. Til eru 224 heil eða heilleg handrit af Jónsbók og 62 handritabrot. Elsta handritið er frá því fyrir 1300 (AM 134 4to) en fallegasta handritið er frá 1363 og er nefnt Skarðsbók (AM 350 fol.). Myndprentuð eftirgerð af Skarðsbók var gerð í tilefni 700 ára afmælis Jónsbókar árið 1981. Jónsbók var fyrsta bókin sem prentuð var á Íslandi, sem ekki var Guðsorðabók. Það var gert árið 1578 í Hólaprentsmiðju. Jónsbók hefur verið prentuð nokkrum sinnum síðan það er 1578, 1580, 1591 (Núpufellsbók, ekki er vitað hvenær hún var prentuð en talið er að það hafi verið einhvern tímann á bilinu 1582 til 1620), 1707, 1709, 1763 (dönsk þýðing Egils Þórhallssonar (1734-1789)), 1858 (Akureyrarútgáfan), 1885 (Gustav Storm í bókinni Norges gamle love), 1904 (fræðileg útgáfa), 1934 (ljósprentuð 1578 útgáfan), 1981 (Skarðsbók myndprentuð) og 2004 (fræðileg útgáfa).

Jónsbók

Blaðsíða úr Jónsbók í myndprentaðri útgáfu Skarðsbókar frá 1981.

Í bréfi Magnúsar konungs, sem fylgdi Jónsbók, segir að bókinni sé skipt í 10 bálka. Hverjum bálki er svo skipt í marga kafla. Mjög snemma eða strax í Skarðsbók (1363) fór að bera á ýmiskonar ruglingi í bálka- og kaflaskiptingunni, sem ýmist erfðist í næstu útgáfur eða var leiðrétt og þá mismunandi eftir útgáfum eða skrifað var upp eftir öðrum handritum en Skarðsbók. Í það minnsta riðlaðist skipan bókarinnar og er því ekki að öllu leyti samræmi á milli Jónsbókarútgáfna hvað þetta varðar. Ekki er þó um stórvægilegan mun að ræða. Sem dæmi má nefna að Jónsbók frá 2004 er skipt í 13 bálka og 260 kafla en í Jónsbókarútgáfunni frá 1904 eru bálkarnir 10 og kaflarnir 251.
Eftir að einveldið komst á árið 1662 hvarf fljótlega síðasti snefill af löggjafarvaldi Alþingis til konungs. Enn meiri þáttaskil urðu þegar Kristján konungur fimmti setti lögbók fyrir Danmörku árið 1683 og fyrir Noreg árið 1687. Þessar lögbækur nefnast Dönsku og Norsku lög og var hvorugri ætlað að gilda á Íslandi.

Hvalreki

Hvalreki við Eiðisgranda.

Á átjándu öld setti konungur nokkrar óljósar tilskipanir um gildi Norsku laga á Íslandi. Oft og tíðum var ekki kveðið nákvæmar að orði en það, að ákvæðin og heilu bálkarnir ættu að gilda eins og átt gæti við á Íslandi. Kastað var höndum til þessa verks vegna þess að lögbók átti fljótlega að taka gildi á Íslandi. Meinið var, að það gerðist aldrei. Stafaði af þessu hinn mesti glundroði og má segja að á 18. öldinni hafi næsta fáir kunnað skil á því, hvað væru í rauninni gildandi lög í landinu. Það leiddi til þess að dómar voru oft og tíðum byggðir á dönskum og norskum lögum, sem hvorki höfðu verið sett fyrir Ísland né birt hér. Hafði strax upp úr 1700 fjarað svo mjög undan Jónsbók, að Árni Magnússon (1663-1730) snupraði Björn Þorleifsson (1663-1710) Hólabiskup fyrir að láta prenta hana árið 1707. Árni segir í bréfi til biskups, að hann hefði ráðið frá því að bókin yrði prentuð og segir að margt í bókinni sé undarlegt og stór hluti hennar sé liðinn undir lok. Árni vildi samt fá eintak handa sjálfum sér og þá frekar tvö en eitt úr því að biskup var hvort sem er búinn að prenta bókina. Magnús Stephensen (1762-1833), dómstjóri Landsyfirréttar, lyfti grettistaki við að leysa úr réttaróvissunni. Þegar hann lést árið 1833 var réttaróvissunni að miklu leyti eytt.

Hvalreki

Hvalreki við Þorlákshöfn.

Árið 1945 voru hlutar af 56 köflum Jónsbókar í lagasafninu. Árið 1983 voru kaflarnir 47 og hefur þeim ekki fækkað síðan þá. Jónsbókarákvæðin frá 1281 munu vera alveg einstök í lagasafni nú á dögum og minna á langa sögu Alþingis sem löggjafarstofnunar.
Flestir kaflar Jónsbókar í lagasafninu eru úr Búnaðarbálki (Landsleigubálki) og Rekabálki. Rekabálkur fjallar um hvalreka og rekavið. Sum Jónsbókarákvæðin, sem tilgreind eru í lagasafninu, eiga uppruna sinn í íslenska Þjóðveldinu það er eru komin úr Grágás. Það eru því til lagaákvæði í lagasafni Íslands sem hafa verið í gildi frá upphafi Íslandsbyggðar eða að minnsta kosti frá stofnun allsherjarríkis og Alþingis árið 930.
Nokkuð oft hefur verið vísað til Jónsbókarákvæða í Hæstaréttardómum. Venjulega er það í málum sem snerta ágreining um eignarrétt yfir landi eða um rétt til ýmiskonar landnytja, svo sem veiði, beitar og reka.“

Í „Landsyfirréttardómum og hæstaréttardómum í íslenskum málum“ frá 1895 er dómur um hvalreka. Málið höfðuðu bændur á Járngerðarstöðum gegn Oddi V. Gíslasyni, presti á Stað:

Hvalreki

Hvalreki við Grindavík.

„Hinn 26. ágústmánaðar 1890 fannst dauður hvalur á floti fyrir utan Grindavík, og var hann af þeim sem fundu hann róinn í land á Járngerðarstöðum; hvalurinn var óskemmdur og 25 álnir að lengd milli skurða.
Afrýjendurnir, sem eru fyrirsvarsbændur á Járngerðarstöðum, ljetu skera hvalinn og skiptu honum í 3 hluti jafna: uppróðrarhlut til flutningsmanna, landshlut og skurðarhlut. Var þannig farið með hvalinn sem flutningshval eptir fyrirmælunum í 7. kap. J.bókar Rb. Hinn stefndi, sem hefur haldið því fram, að hvalurinn væri rekahvalur, taldi skipti þessi ólögmæt, og áleit, að það bæri að skipta hvalnum þannig: 1/3 hluta til uppróðrarmanna, en af hinum 2/3 hlutunum einum fjórðungi til Skálholts- og Staðarkirkju til jafnra skipta, ein um fjórðungi í skurðarhlut milli allra grasbýlismanna í Grindavík og tveim fjórðungunum til allra (7) jarðanna í Griudavík sem landhlut til jafnra skipta. Hinn stefndi höfðaði þá mál gegn áfrýjendunum út af hvalskiptum þessum og var það dæmt í aukarjetti Kjósar- og Gullbringusýslu 7. febr. 1892 á þá leið, að áfrýjendurnir skyldu allir fyrir einn og einn fyrir alla greiða hinum stefnda sjera Oddi Gíslasyni fyrir hönd kirkjunnar á Stað í Grindavík 1/8 — einn áttunda — úr 2/3 — tveim þriðju — hlutum hins umrædda hvals og hinum sama sem ábúanda á Stað 1/7 — einn sjöunda — hluta af 2/4 hlutum af hinum sömu 2 þriðjungum hvalsins, allt eptir mati óvilhallra manna; með sama dómi voru áfrýjendurnir dæmdir til að greiða 100 kr. í málskostnað og nokkur ummæli málsfærslumanns þeirra í varnarskjölum hans fyrir aukarjettinum voru dæmd dauð og ómerk. Að öðru leyti voru áfrýjendurnir sýknaðir fyrir aukarjettinum.

Hvalreki

Hvalreki á Álftanesi 2021.

Nefndum aukarjettardómi Kjósar- og Gullbringusýslu hafa þeir Einar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Eiríkur Ketilsson og Magnús Maguússon skotið til yfirdómsins með stefnu, útgefinni 9. júlí f.á., og krafizt þess, að dómurinn verði úr gildi felldur, að þeir verði algjörlega sýknaðir af öllum kærum og kröfum sjera Odds Gíslasonar, og að hann verði dæmdur til að greiða þeim allan sakarkostnað fyrir báðum rjettum með nægilegri uppbæð. Hinn stefndi, sjera Oddur Gíslason, sem befur haft gjafsókn í hjeraði og gjafvörn fyrir yfirdómi og skipaðan talsmann, hefur af sinni hálfu krafizt pess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, og að áfrýjendurnir verði allir fyrir einn og einn fyrir alla dæmdir til að greiða honum málskostnað fyrir yfirdómi að skaðlausu, svo og, að hinum skipaða málflutningsmanni verði tildæmd hæfileg málsvarnarlaun.

Hvalreki

Hvalreki við Granda.

Hinn stefndi hefur eigi fundið neitt að því, að finnendum hvalsins var úthlutaður 1/3 hluti hans í uppróðrarhlut, en að öðru leyti hefur hann byggt kröfur sínar til hluta úr honum á ákvæðum í Wilchinsmáldaga, er segja svo: „að Staðarkirkja eigi 1/8 í hvalreka öllum í Grindavík milli Rangagjögurs og Valagnúpa“, og að því leyti hann sem ábúandi Staðar gjörir kröfur til landhutar, byggir hann það á venju, er á að vera sönnuð með ýmsum hvalrekavitnisburðum, uppskrifuðum árið 1657, en gefnum 1603 og 1627, svo og vitnisburðum um, hvernig hafi verið farið með hvalreka í Grindavík 1860 og 1878, en vitnisburðir þessir fara í þá átt, að landhlut af hval, sem rekur í Grindavík, sje skipt milli allra jarða þar, sem eru 7 að tölu. Ákvæðin í Wilchinsmáldaga, svo og hinir tilvitnuðu vitnisburðir, ræða að eins um rekahval, en áfrýjendurnir hafa stöðuglega haldið því fram, að hjer sje um flutningshval að ræ3a, er heimilt hafi verið að róa upp á Járngerðarstaðaland, og skipta þar á þann hátt, sem þeir gjörðu. Aptur á móti hefur hinn stefndi leitazt við að sanna það, að hvalurinn hafi fundizt í rekhelgi (fiskhelgi) Grindavíkur, og skýrir hann svo frá, að allar jarðir í Grindavík hafi sameiginlegan rjett, að því er rekhelgi snertir.

Hvalreki

Hvalreki í Vogum.

Hinn stefndi heldur því fram, að hvalurinn hafi fundizt á þessum miðum: Djúpmið: Hásteinar mitt á milli Húsatópta og Sýrfells; Hásteinar um Tóptatúnshala; Austurmið, grunnmið: Varðan Sigga í Skotta — og hefur hann látið mæla vegalengdina frá miði þessu til næsta lands, Þórkötlustaðaness, og reyndist vegalengdin 4—500 faðmar(c: 353 mælisköpt á 4 álnir = 1412 ál.). Þá hefur dómarinn eptir beiðni hins stefnda útnefnt 2 menn til þess að athuga, hvort flattur þorskur sæist á bátsborði frá landi í 500 faðma fjarlægð, og hafa þeir gjört tilraun um það, og staðfest með eiði fyrir rjetti, að peir bafi sjeð fisk á borði í 540 faðma fjarlægð. Mælingum þessum hafa áfrýjendurnir mótmælt, og sjerstaklega hafa þeir haldið því fram, að mið þau, sem mælt hefur verið frá, sjeu eigi hin rjettu mið, þar sem hvalurinn fannst. Um þetta hefur hinn stefndi látið fram fara vitnaleiðslu, og hafa 4 vitni, einmitt menn þeir, sem reru hvalinn í land, gefið vitnisburð þar að lútandi. Eitt vitnið skýrði svo frá, að „er þeir komu fyrst að hvalnum, hafi varðan verið vestan til á miðja Vatnsheiði og djúpt af grunnbrún“; annað vitnið tjáist ekkert vita um það; þriðja vitnið segir, að hvalurinn hafi verið á grunnbrún, er þeir fyrst komu að honum, og 4. vitnið ber, að varðan hafi verið austarlega á Vatnsheiði. Með þessum vitnisburðum er það eigi sannað, að hvalurinn hali fundizt á miðum þeim, sem hinn stefndi hefur látið mæla frá vegalengd til lands.

Hvalreki

Hvalreki við Garðskaga.

Hinn stefndi — en á honum virðist sönnunarbyrðin hvíla í þessu efni — hefur þannig eigi sannað það, að hvalurinn hafi fundizt í rekhelgi eða fiskhelgi — enda verða hinar framkvæmdu mælingar eigi álitnar lögmæt sönnun gegn áfrýjendunum, sem eigi voru kvaddir til að vera við þær — og virðist það því rjett, að farið hefur verið með hvalinn sem flutningshval, en í hinum framlögðu skýrslum er hvorki kirkju nje Stað í Grindavík eignaður hluti í hvölum þeim, sem fluttir eru á fjörur annara jarða í Grindavík (c: í flutningum). Það ber því að sýkna áfrýjendurna fyrir kærum og kröfum hins stefnda í þessu máli. Málskostnaður fyrir báðum rjettum þykir eiga að falla niður. Sem gjafsóknarmál hefur málið verið rekið forsvaranlega í hjeraði, og fyrir yfirdómi hefur málsvörnin verið lögmæt.
Því dæmist rjett að vera: Afrýjendurnir, Einar Jónsson, Sæmundur Jónsson, Eiríkur Ketilsson og Magnús Magnússon eiga að vera sýknir fyrir kærum og kröfum stefnda sjera Odds Gíslasonar í þessu máli. Málskostnaður falli niður.“

Heimildir:
-Jónsbók, rekabálkur, kap. 1.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=31477
-Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenskum málum 01.01.1895, Hvalreki, nr. 28/1892, bls. 324-328.

Hvalreki

Hvalreki á Álftanesi 2021.

Þorbjarnastaðir

Nýtti sem FERLIRsfélagi góðviðrið í morgun að rölta í rólegheitum um slóðir forferðranna í Hraunum.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir í Hraunum – tóftir.

Á Þorbjarnastöðum bjuggu skömmu eftir aldarmótin 1900 langamma mín, Ingveldur Jónsdóttir, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Setbergi, og Þorkell Guðnason frá Guðnabæ í Selvogi. Hann var langdvölum við sjósókn, en Ingveldur stjórnaði búrekstrinum af röksemi. Þau, hjúin, eignuðust samt sem áður ellefu börn, þ.á.m.a. Ingveldi Þorkelsdóttur, ömmu mína, síðar bústýru í Teigi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík (byggður 1934). Hún, með elskulegum manni sínum, Árna Guðmundssyni frá Klöpp í sama hverfi eignuðust einnig ellefu börn, þ.á.m. föður minn, Inga Ármann Árnason. Án hans, sem og ekki síst móður minnar, Fjólu Eiðsdóttur frá Raufarhöfn, og allra hinna fyrrum væri ég ekki að skrifa þessa lýsingu. Fjóla var dóttir Eiðs Eiríkssonar frá Gasgeira á Melrakkasléttu og Járnbráar Kristrúnar Sveinbjörnsdóttur frá Klifshaga í Öxnarfirði. Í dag hafa afkomendurnir því miður lítinn áhuga á fortíð sinni. Þeir virðast hafa meiri áhuga á sjálfum sér og nánustu líkamspörtum – ef marka má samfélagsmiðlana.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – brunnur.

Rifjaði upp á röltinu lýsingar á hinu og þessu í umhverfinu með vísan til opinberra skráninga og viðtala við afkomendur þessa fólks í gegnum tíðina. Niðurstaðan varð m.a. sú að örnefni eru ekki bara örnefni. Þau eiga það til að breytast, bæði mann fram af manni sem og á milli manna í gegnum tíðina. Örnefni skráð á einum tíma, af tilteknum aðila, eftir öðrum slíkum geta haft gildi sem slík, en þau þurfa hvorki að vera hin einu réttu né endanleg. Þegar fjallað er opinberlega um örnefni á tilteknu landssvæði má telja víst að ekki verða allir sammála. Þá reynir gjarnan á skynsemina að greina þar á milli…

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Miðdegisvarðan; Hádegisvarðan frá Straumi.

Breiðabólstaðir

Í Fornleifaskráningu á Álftanesi, á Miðsvæði og Suðurnesi og á Norðursvæði er getið um bæi og merkar minjar. Hér á eftir er þeirra helstu getið.

Skógtjörn (býli)

Álftanes

Skógtjörn um 1900.

Jörðin Skógtjörn er fyrst nefnd í Þórðar sögu kakala í Sturlungu: ,,Gaf Þórður til staðarins í Skálaholti Skógtjörn á Álftanesi fyrir sál föður síns og móður.“ Þetta á að hafa verið árið 1248. Næst er Skógtjarnar getið í jarðskiptabréfi frá 1556 þar sem samþykkt er að eignarhald átta jarða, þar á meðal hennar, færist frá Skálholtsdómkirkju til konungs. Jarðarinnar er einnig getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 en þar er jarðardýrleiki sagður óviss. Þá brýtur sjórinn „engi jarðarinnar […] í Skógtjörn og ber þar uppá sand og marálm“. Þetta hefur þó verið stór jörð enda er hún talin eitt af aðalbýlunum á Álftanesi. Tvíbýli er á Skógtjörn og nefnast ábúendur Eyjólfur Einarsson og Jón Jónsson. Átta manns eru í heimili hjá hvorum um sig. Auk þeirra eru nefndir tveir hjáleigumenn, Jón Þóroddarson sem býr innanbæjar hjá Eyjólfi og Bárður Geirmundsson sem býr við nýuppbyggt hesthús hjá Jóni.

Álftanes

Stíflisgarður við Skógtjörn.

Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin skráð sem bændeign og metin á 20 hdr. Ábúendur eru þá einn eigandi og tveir leiguliðar.
Í Sýslu- og sóknarlýsingum er Skógtjörn talin upp með einni hjáleigu og þremur tómthúsum. Hjáleigurnar og þurrabúðirnar eru ekki nafngreindar í þessum heimildum en gætu verið einhver þeirra býla sem Erlendur Björnsson lýsir á síðari hluta 19. aldar og greint er frá í örnefnalýsingum.
Áfram hefur verið tvíbýli á jörðinni og getið er um tvo bæi, Eystri-Skógtjörn eða Skógtjörn og Vestri-Skógtjörn eða Árnakot sem byggst hefur úr henni.
Hjáleigur og þurrabúðir í Skógtjarnarlandi eru taldar vera Moldarhús, Gíslakot, Dómhildarkot, Eysteinskot, Hólakot og Lásakot. Svalbarði og Melshús eru auk þess sögð hafa byggst úr Skógtjarnarlandi og í nágrenni þeirra eru einnig þurrabúðirnar Halakot og Lambhagi. Skógtjörn með hjáleigum og þurrabúðum nefndist Skógtjarnarhverfi. Á túnakorti af Skógtjörn frá 1917 kemur fram að tún eru 2,9 teigar að stærð, að mestu sléttuð en örlítið farin að þýfast.
Nú hefur íbúðarhúsabyggð risið allt í kringum hið gamla bæjarstæði Skógtjarnar nema hvað sléttað tún er austan þess. Land jarðarinnar er í aflíðandi halla mót suðri, niður að sjávarlóninu við Skógtjörn. Landamerkjum jarðarinnar er lýst í örnefnaskrá: „Bæirnir Eystri-Skógtjörn og Vestri-Skógtjörn liggja norðan samnefndrar tjarnar (sjávarlóns), Skógtjarnar. Austurmörk jarðanna eru á móti Selskarði suður frá Skógtjörn – norður í svonefnt Hreppahlið. En þetta voru jafnframt hreppamörk á milli Garðahrepps og Bessastaðahrepps, en nú er þetta sameinað sveitarfélag. Norðurmörk eru frá hreppamörkum vestur með landi Kirkjubrúar og Brekku eftir grjótgarði að svonefndum Grásteini. Þaðan liggja merkin eftir Sýsluvegi að Melshúsalandi og þaðan suður í Skógtjörn.“

Álftanes

Skógtjörn – herforingjaráðskort frá 1908.

Á túnakorti frá árinu 1917 er bærinn Skógtjörn staðsettur um 300 m suðvestan við Brekku. Þar má sjá tvö samhliða steinhús eða timburhús sem liggja þétt saman með stefnuna norðvestur – suðaustur. Heimreiðin liggur að norðvestan frá Svalbarði og meðfram göflum húsanna suðaustan megin og má því ætla að þar séu framgaflar. Norðaustara húsið er örlítið stærra. Þetta hafa að öllum líkindum verið íbúðarhúsin á Skógtjörn á þessum tíma en bærinn nefndist einnig stundum Eystri-Skógtjörn til aðgreiningar frá vestari Skógtjarnarbænum. Í örnefnalýsingu segir: „Bæirnir Eysri-Skógtjörn og Vestri-Skógtjörn liggja norðan samnefndrar tjarnar (sjávarlóns), Skógtjarnar. […] „Eystri-Skógtjörn hét Skógtjörn áður en Vestri-Skógtjörn kom til og svo er hún stundum nefnd enn.“
Nú er íbúðahverfi þar sem Skógtjarnarbæirnir voru áður og íbúðarhús Eystri-Skógtjarnar er staðsett við Miðskóga 22. Það er nokkru austan við bæjarhólinn þar sem talið er að Skógtjarnarbæirnir hafi staðið um aldir og jafnvel frá upphafi. Gamli bærinn sem stóð þar síðast var rifinn árið 2001 og þá byrjað að grafa fyrir nýju húsi í sama stæði. Fljótlega var komið niður á mannvistarleifar og fór þá fram fornleifakönnun þar sem grafnir voru sex könnunarskurðir í hólinn. Komið var niður á þykkar mannvistarleifar, allt að 1 m að þykkt, sem líkur eru á að hafi hlaðist upp á löngum tíma, jafnvel frá því snemma á miðöldum til upphafs 20. aldar. Undir gjóskulagi sem rakið var til Kötlu og talið frá því um 1500 e.kr. fundust öruggar vísbendingar um mannvist. Þar með er ekki sagt að allar minjarnar hafi verið aldursgreindar með vissu en þó er ljóst að þær vitna um búsetu á þessum stað í að minnsta kosti 500-600 ár. Á þessu svæði eru því fornleifar sem ekki má hrófla frekar við án undangenginnar rannsóknar. Stæði nýja íbúðarhússins við Miðskóga 22 var því flutt til og er gamla bæjarstæðið rétt austan við það en norðan við húsið Tjarnarland.
Miðað við Jarðabókina hefur verið tvíbýli á Skógtjörn að minnsta kosti frá því jarðirnar voru skráðar árið 1703.
Á túnakorti árið 1917 er vestari Skógtjarnarbærinn kallaður Árnakot. Þar má sjá tvískipta ferhyrningslaga byggingu sem virðist vera úr torfi en veggurinn suðvestan megin gæti verið úr steini eða timbri. Minna hólf eða anddyri gengur út af húsinu í austur og gæti líka verið steinsteypt eða byggt úr timbri.

Skógtjörn

Við Skógtjörn.

Erlendur Björnsson segir í endurminningum árið 1945 að Sveinn Gestsson hafi búið í Árnakoti: „Gerði hann út og var einnig járnsmiður, smíðaði öngla og annað, er að útgerð manna laut, og var hann mesti víkingur við það starf.“ Getið er um báða Skógtjarnarbæina í örnefnalýsingum en þar eru þeir jafnframt kallaðir Vestri-Skógtjörn og Eystri-Skógtjörn og nöfnin útskýrð nánar: „Vestri Skógtjörn hét áður Árnakot og var byggt úr landi Skógtjarnar. Klemens, faðir Sigurfinns, skírði það upp og nefndi Vestri-Skógtjörn. Húsið á Vestri-Skógtjörn stendur á hrygg, sem nær frá Bessastaðanesi og vestur að Hliði. Í túninu hefur hryggur þessi verið nefndur Bali. U.þ.b. 20-30 m suðvestur af húsinu á Vestri-Skógtjörn er nýbyggt hús, Tjarnarbakki.“
Þegar fram leið var Árnakot einnig stundum kallað Skógtjörn efri. Árnakot var með grasnyt í landi Skógtjarnar og nefndist túnið kringum býlið Árnakotstún. Það var 3 teigar, að mestu leyti slétt og smáþýft. Garðar ná yfir 1280 m2.

Árnakot – Vestri Skógtjörn (býli)

Álftanes
Miðað við Jarðabókina hefur verið tvíbýli á Skógtjörn að minnsta kosti frá því jarðirnar voru skráðar árið 1703.
Á túnakorti árið 1917 er vestari Skógtjarnarbærinn kallaður Árnakot. Þar má sjá tvískipta ferhyrningslaga byggingu sem virðist vera úr torfi en veggurinn suðvestan megin gæti verið úr steini eða timbri. Minna hólf eða anddyri gengur út af húsinu í austur og gæti líka verið steinsteypt eða byggt úr timbri.
Erlendur Björnsson segir í endurminningum árið 1945 að Sveinn Gestsson hafi búið í Árnakoti: „Gerði hann út og var einnig járnsmiður, smíðaði öngla og annað, er að útgerð manna laut, og var hann mesti víkingur við það starf.“ Getið er um báða Skógtjarnarbæina í örnefnalýsingum en þar eru þeir jafnframt kallaðir Vestri-Skógtjörn og Eystri-Skógtjörn og nöfnin útskýrð nánar: „Vestri Skógtjörn hét áður Árnakot og var byggt úr landi Skógtjarnar. Klemens, faðir Sigurfinns, skírði það upp og nefndi Vestri-Skógtjörn. Húsið á Vestri-Skógtjörn stendur á hrygg, sem nær frá Bessastaðanesi og vestur að Hliði. Í túninu hefur hryggur þessi verið nefndur Bali. U.þ.b. 20-30 m suðvestur af húsinu á Vestri-Skógtjörn er nýbyggt hús, Tjarnarbakki.“
Þegar fram leið var Árnakot einnig stundum kallað Skógtjörn efri. Árnakot var með grasnyt í landi Skógtjarnar og nefndist túnið kringum býlið Árnakotstún. Það var 3 teigar, að mestu leyti slétt og smáþýft. Garðar ná yfir 1280 m2.
Í örnefnaskrá segir: „Árnakotsvör: Hún lá aftur á móti sunnan Hliðsgranda.“ Væntanlega hefur lendingin þá verið í fjörunni vestan í Melshúsagranda. Yst í honum þeim megin, neðan við húsið sem nú stendur við götuna Lambhaga 14, má sjá mannvirki sem gæti verið lending eða bryggja og þá hugsanlega frá Árnakoti. Það er hlaðið úr stórum grjóthnullungum, um 39 m á lengd og 6 m á breidd, og gengur út í suðvestur frá grandanum. Sunnan megin virðast grjóthnullungar liggja áfram í sveig upp í fjöruna.

Árnakotsbúð (verbúð)
Árnakotsbúð var samkvæmt örnefnaskrá „búð frá Árnakoti upp af vörinni, vestan Melshúsabúðar.“ Ekki sést til búðar á þessu svæði en sennilega hefur hún staðið á Búðarflöt eins og fleiri búðir frá bæjunum.

Moldarhús (þurrabúð)
Álftanes
Moldarhús er ekki merkt inn á túnakort árið 1917 en heitið Moldarkot er þó sett innan sviga með spurningarmerki þar sem bæirnir og kotin eru talin upp í titli kortsins. Erlendur Björnsson segir hins vegar frá því í endurminningum sínum frá 1945 að „í Moldarhúsum bjó Brynjólfur, sem gerði út á vertíðum fjögramannafar, en réri fyrir hlut sínum utan vertíðar. Þar var gras handa einni kú.“ Hann merkir Moldarhús inn á kort mitt á milli bæjanna Árnakots og Skógtjarnar við bakka samnefnds sjávarlóns. Staðsetningin er svipuð á örnefnakorti Álftaness frá árinu 1977 en miðað við þetta hefur Moldarkot verið staðsett á sömu slóðum og kálgarður sem sést á túnakorti mitt á milli Skógtjarnarbæjanna tveggja. Í örnefnalýsingu eru Moldarhús talin meðal býla sem liggja meðfram sjávarlóninu innan svokallaðs Skógtjarnarhverfis. Einnig segir: „Moldarhús: Var þurrabúð eða hjáleiga úr Skógtjarnarlandi. Stóð ofan í túninu upp undir Alfaraveginum. Moldarhúsatún: Túnskækill sem fylgdi þurrabúðinni.“ Eins og hjá Erlendi er greint frá staðsetningu miðja vegu milli Skógtjarnarbæjanna tveggja þess eystri (Skógtjarnar) og vestri (Árnakots): „Í línu u.þ.b. mitt á milli Eystri- og Vestri-Skógtjarnar var áður gamall bær, er Moldarhús hét, fór í eyði fyrir 40-50 árum.“40 Miðað við að þetta var skráð 1976 hefur hefur býlið lagst af í kringum 1930. Þarna er komin íbúðabyggð, Miðskógar 8 og 14.

Gíslakot (þurrabúð)

Álftanes

Samkvæmt örnefnaskrá var Gíslakot „þurrabúð frá Skógtjörn suðaustur frá Skógtjörn“ og Gíslakotstún hét „lítið gerði sem fylgdi þurrabúðinni.“
Seint á 19. öld var grasnyt í Gíslakoti og ein kú. Á uppdrætti Erlends Björnssonar sem sýnir byggðina á Álftanesi um 1870 er Gíslakot merkt inn alveg niðri við sjó eða Skógtjörn, um 350 m suðsuðvestur frá Brekku. Auk þess eru þar þrjú önnur kot og öll í einum hnapp á norðurbakka Skógtjarnar. Gíslakot var vestast, Eysteinskot 100 m austar, Hólakot 50 m austur frá Eysteinskoti og 50 m norðan Gíslakots og Eysteinskots var Dómhildarkot. Staðsetning þessara kota kann að hafa breyst og þótt Gíslakot og Dómhildarkot hafi augljóslega verið tvö kot eða bæir um 1870 þá hefur þeim slegið saman síðar. Á túnakorti frá 1917 er Gíslakot merkt inn um 160 m suðsuðvestan við Brekku og 200 m suðaustan við Skógtjörn. Bæjarhúsin eru þó ekki sýnd heldur er heitið haft innan sviga sem gæti þýtt að kotið hafi verið komið í eyði og tóftir einar eftir af því þegar kortið var gert. Staðsetningin er því ef til vill ekki nákvæm þarna. Dómhildarkot er ekki tilgreint á túnakortinu en á örnefnakorti af Álftanesi frá árinu 1977 er Gíslakot hins vegar líka nefnt Dómhildarkot innan sviga.
Bæjarstæði Gíslakots hefur verið sléttað í suðurtúnið austan við bæinn á Skógtjörn og neðan Brekku. Þar gengur þurr rimi gegnum túnið frá vestri til austurs og neðan hans er deiglendisfláki. Á þessum túnrima eru ójöfnur og þúfnahlaup ásamt einstaka steinum sem standa upp úr. Þetta er jafnframt á þeim slóðum sem býlið stóð samkvæmt túnakortinu. Þarna má búast við leifum býlis undir sverði, og hefur það þá staðið á rimanum.

Dómhildarkot (þurrabúð)
Á uppdrætti sem sýnir staðhætti á Álftanesi um 1870 er Dómhildarkot norðar í túni Skógtjarnar en Gíslakot, Eysteinskot og Hólakot. Dómhildarkot er ekki merkt inn á túnakortið frá 1917. Í örnefnaskrá segir hins vegar: ,,Dómhildarkot: Þurrabúð austar en Gíslakot í Skógtjarnarlandi.“
Nöfnin á þessum kotum hafa því færst mikið til frá síðari hluta 19. aldar þangað til örnefni voru skráð á Álftanesi eftir miðja 20. öld Þar eð Gíslakot er auk þess nefnt Dómhildarkot innan sviga á örnefnakorti af Álftanesi frá 1977 er ljóst að þeim hefur líka verið slegið saman. Nákvæm staðsetning Dómhildarkots verður því ekki fundin út frá heimildum. En það eru ójöfnur og þúfnahlaup á þeim stað sem bærinn á að hafa staðið og virðist vera manngert.

Hólakot (þurrabúð)
Álftanes
Í endurminningum Erlends Björnssonar kemur fram að í Hólakoti var þurrabúð um 1870. Á korti þar er það staðsett á Skógtjarnarbakka vestan við Lásakot og skammt austan Eysteinskots sem er austan við Gíslakot. Á túnakort 1917 er í stæði Hólakots teiknuð upp rúst af torfhúsi niðri við Skógtjörn ásamt kálgarði. Þarna eru Eysteinskot og Gíslakot norðar í túni en Hólakot sem er um 100 m sunnan við Eysteinskot og 200 m suðaustan við Skógtjarnarbæinn. Erlendi ber hins vegar saman við upplýsingar sem skráðar voru síðar við örnefnasöfnun: „Hólakot: Þurrabúð í Skógtjarnarlandi, austur frá Eysteinskoti.“ Einnig kemur fram að Hólakot var „suðvestan við vestri grjótgarðinn [í svokölluðu Holti] alveg niður undir Skógtjörn.“ Hólakot „mun hafa farið í eyði um aldamótin 1900. Heimildunum ber að minnsta kosti saman um að Hólakot hafi verið skammt frá sjávarbakkanum og fornleifar á staðnum benda til að upplýsingar um innbyrðis afstöðu kotanna sé réttari á túnakortinu.
Hólakot hefur verið rifið og rústirnar jafnaðar í túnið. Hins vegar er stór hóll á bökkum Skógtjarnar, syðst í túninu, sunnan við rimann þar sem Gíslakot, Eysteinskot og að líkindum Dómhildarkot hafa verið. Þessi hóll er um 80 x 60 m að stærð og 1 m á hæð. Hann er þurr og harður en mýrardrög eru í túninu bæði vestan hans og austan. Niður af hólnum er aflíðandi brekka til allra átta sem nær lengst til suðurs. Ójöfnur sjást í hólnum sjálfum og á nokkrum stöðum standa steinar sem líklega eru úr býlinu upp úr sverðinum. Þessi staðsetning kemur heim og saman við túnakortið.

Eysteinskot (grasbýli)
Samkvæmt uppdrætti af Álftanesi frá síðari hluta 19. aldar er Eysteinskot um 350 m sunnan Brekku og 100 m austan við Gíslakot. Þar kemur einnig fram að Eysteinskot hafi verið grasbýli með eitt kýrfóður. Í örnefnaskrá segir: ,,Eysteinskot: Þurrabúð austur frá Gíslakoti nær Skógtjörn en Dómhildarkot. Eysteinskotstún: Tún eða gerði þessarar þurrabúðar.“
Á túnakorti frá 1917 er býlið Eysteinskot hins vegar merkt inn á kortið um 60 m norðvestan við Gíslakot. Það að látið hefur verið nægja að setja heiti bæjarins í sviga á kortið án þess að teikna bæjarhúsin gæti bent til að kotið hafi verið komið í eyði og að þegar á þessum tíma hafi einungis tóftirnar verið eftir. Núna hefur Eysteinskot að minnsta kosti verið rifið og rústirnar jafnaðar í túnið þannig að ekki sést vottur af því lengur. Örlitlar ójöfnur eru þó á rimanum í suðurtúni, neðan Brekku, þar sem kotið er staðsett á túnakortinu og gætu leifar býlis leynst í þeim.

Lásakot (þurrabúð)

Lásakot

Lásakot – uppdráttur.

Lásakot er sýnt austan við Hólakot á korti Erlends Björnssonar. Það er ekki merkt inn á túnakortið 1917 en Erlendi ber saman við örnefnakort af Álftanesi frá 1977 þar sem Lásakort er sýnt skammt norðan Skógtjarnar, suðaustan við Hólakot og Gíslakot. Í endurminningum Erlends segir jafnframt að Lásaskot hafi á síðari hluta 19. aldar verið þurrabúð og að þar hafi oftast verið tvíbýli. Í örnefnaskrá er Lásakot nefnt „þurrabúð austast í Skógtjarnarlandi“ eða fram til 1940.
Lásakot var í svokölluðu Holti eða Holtinu við Skógtjörn, „nokkurn veginn beint niður undan Brekku. Túnbleðill með garði í kringum er þar sem Lásakot var og eru bæjarhúsatætturnar í suðausturhorni hans.“ Að sögn heimildamanna við örnefnaskráningu hét Lásakot áður Skógtjarnarkot en nafnið á að hafa breyst þegar Nikulás nokkur fór að búa þar og hefur þá verið farið að nefna kotið eftir honum. Meðan tvíbýli var í Lásakoti voru bæirnir lengst af sambyggðir. Einnig greinir þó frá Eyjólfi Ísakssyni sem byggði sér bæ efst og vestast í Lásakotstúni en bjó þar mjög stutt þannig að bærinn fékk aldrei neitt fast nafn.

Síðasti ábúandi í Lásakoti var Guðmundur sem sérhæfði sig í marhálmstekju í Skógtjörn og Lambhústjörn. Hann var sonur Þórodds í Þóroddarkoti. Guðmundi í Lásakoti er lýst svo: „Hann var fótaveikur og voru fætur hans mjög snúnir. Hann var alinn upp við harðrétti og vosbúð og hefur fótaveiki hans líklega stafað af því. Vegna göngulagsins var hann kallaður Guðmundur á kartöflunum. […].

Álftanes

Tóftir Lásakots.

Lásakot fór í eyði um 1940 en Guðmundur lifði fram um 1950 og dó í Sviðholti.“ Í Lásakoti var búið einna lengst af öllum Skógtjarnarþurrabúðum.
Tóftir Lásakots hafa varðveist og eru enn þá vel sýnilegar fremst á hörðum grasi grónum en smáþýfðum norðurbökkum Skógtjarnar. Rústasvæðið allt er um 45 x 40 m að stærð og eru sjálfar bæjartóftirnar í suðausturhorni þess. Þær eru frá fjórum sambyggðum húsum, samtals 17 x 13 m að stærð með stefnuna austur – vestur.

Svalbarði (býli)

Álftanes

Svalbarði.

Jörðin er nefnd Svalbarð í elstu heimildinni um hana, bréfi frá árinu 1496 þar sem segir að Barti hafi afhent Lofti Snorrasyni „þriu hundrut j uarni(n)gi oc smiori oc þar til mioltunu uegna magnusar þorkelssonar er hann uard honum skylldugur upp j fiordungin jordena sualbard sem loftur hafde sellt magnusi.“ Síðar er hún kölluð Svalbarði og skilgreind sem hálflenda árið 1703 „því hún hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móts við lögbýlisjarðir.“ Jarðardýrleiki er óviss og tvíbýli er á jörðinni.
Samkvæmt Jarðatali Johnsens hefur hún þó ekki talist neitt smábýli árið 1847 því þá er hún metin á 16 2/3 hdr. Hún er í bændaeign og búa þrír leiguliðar á henni.
Í Sýslu- og sóknarlýsingum er Svalbarði talinn upp með tveimur tómthúsum án þess að nánari staðsetningar sé getið. Þegar túnakort er gert árið 1917 er túnið 1,5 teigar, að mestu sléttað en þó farið að þýfast örlítið aftur. Matjurtagarðar ná yfir 1500 m2 svæði. Erlendur Björnsson segir Þorsteinn Eiríksson hafa búið á Svalbarða á síðari hluta 19. aldar. „Gerði hann út skip. Þar var og grasnyt, hafði hann tvær kýr.“
Í örnefnaskrá er jörðin Svalbarði kölluð hjáleiga frá Skógtjörn. Vesturmörk Svalbarða á móti Halakoti lágu frá smiðju í Sólbarði sem var fast sunnan við Sýsluveginn, beint norður af Eystri-Skógtjörn, og þaðan austur í Grástein. „Sólbarð er nær því í beina stefnu norðan við Árnakot – Eystri-Skógtjörn, fast sunnan við sýsluveginn.
Vesturmörk grasbýlisins Svalbarða voru „á móti Halakoti frá […] smiðju [í Sólbarði] og austur í Grástein (Sjá Sviðholt). Úr Grásteini eru merkin norður í sýsluveg þar sem býlið Krókur var. – Norðurmörk voru á móti Sviðholti og Haugshúsum. – Sýsluvegur sker jörðina í miðju frá Sólbarði norður í Sviðholtsland.“

Sviðholt (býli)

Álftanes

Sviðholt.

Jörðin Sviðholt var í eigu Skálholtskirkju til ársins 1556 en komst eftir það undir konung. Hún er enn í konungseign árið 1703 og skiptist ábúðin þá milli fjögurra bæja. Jarðardýrleiki er óviss. Árið 1847 er Sviðholt hins vegar komið í eigu tveggja bænda sem búa þar sjálfir og jörðin er metin á 33 1/3 hundruð. Tvíbýli hélst fram eftir 19. öld en þegar kom fram á 20. öld urðu bæirnir þrír. Auk þess heyrðu allnokkrar hjáeigur og þurrabúðir undir Sviðholt: Litlibær byggðist fyrst um 1660 og Hjallakot, Hákot, Háholt, Hella, Gesthús og Sveinshús voru komin til í byrjun 19. aldar. Síðar bættust Krókur, Þórukot, Friðrikskot, Bjarnastaðir, Grashús, Kekkjakot og Þóroddarkot við. Einnig byggðust Haukshús eða Haugshús upphaflega úr landi Sviðholts.
Sagt er frá húsunum í Sviðholti í örnefnalýsingu: „Gamla húsið er úr timbri og er kjallari hlaðinn úr höggnum steinum undir því. Elzti hluti þess var byggður um 1911. Nýtt hús stendur rétt norðvestan við gamla húsið. Fjós og hlaða, sambyggð, eru u.þ.b. 20-30 metrum austan við nýja húsið.“ Áður var „þríbýli í Sviðholti. Nefndust bæirnir: Vesturbær, Miðbær og Austurbær. Vesturbær og Miðbær voru sambyggðir og voru bæjardyr sameiginlegar.

Álftanes

Sviðholt.

Austurbærinn var um 10 metrum austan við Miðbæinn á hól, sem nefndur var Sviðholtshóll. Mun hann að mestu hafa verið forn öskuhaugur og er líklegt að aðalbærinn í Sviðholti hafi staðið þar um aldir. Þegar grafið var fyrir vatnsveitunni var komið þar ofan á þykkt öskulag.
Þegar Kristján [Eyjólfsson, fæddur í Sviðholti 1892] var að alast upp var Miðbærinn einnig kallaður Gíslabær eftir bóndanum Gísla Þorkelssyni. Nýja húsið í Sviðholti stendur fast norðan við þar sem Miðbærinn var. Á þeim stað voru áður hesthús, móhús og fjós frá Gíslabæ.“
Húsin í Sviðholti standa á stórum náttúrulegum hól. Norðan megin eru nú tvö íbúðarhús og var grafið fyrir undirstöðum þess yngra en þó ekki gerður kjallari. Hins vegar eru útihúsin austan í hólnum djúpt niðurgrafin. Núna liggur heimreið upp eftir hólnum að suðvestan og við rætur hólsins sunnan hennar er kálgarður. Bæjarhóllinn sjálfur er að minnsta kosti 30 x 30 m að stærð og 1 m á hæð ef ekki meira en erfitt er að greina hvar byggingarleifar taka við af hinni náttúrulegu hæð. Á háhólnum sunnan við íbúðarhúsin er nú slétt flöt með hvompum og flag með miklu hleðslugrjóti um 5-10 sm undir grasrótinni. Ekki er um samhangandi hleðslur að ræða en þarna á flötinni stóðu síðast bæjarhús úr torfi og grjóti.
Ekkert túnakort er til af Sviðholti en auk bæjahúsa voru kálgarðar í túninu og túngarður að austanverðu. Ekki sést lengur til þeirra. Undir grassverði er um 1 m þykkt moldarlag niður á möl en austast næst Breiðumýri er klöpp skammt undir sverði. Moldarlagið er dýpra við bæjarhólinn. Túnið var upphaflega sléttað með herfi og þúfnabana en beðasléttur eru einnig syðst í því. Mikið grjót var tekið úr túninu fyrir og um miðja 20. öld en síðan hefur það ekki verið unnið.

Krókur (þurrabúð)
Kotið Krókur er ekki sýnt á túnakorti 1917 en Erlendur Björnsson nefnir það þurrabúð í endurminningum sínum 1945 og segir að þar hafi búið „Jón Vigfússon, góður og gegn maður.“ Krókur er merktur inn á kort hans norðvestan við Brekku, beint norður af Brekkukoti og norðaustan við Svalbarð. Hann er suðaustan við Sviðholt og í beinni línu vestur frá Kirkjubrú en austur frá Haugshúsum, miðja vegu milli þeirra. Þetta kemur heim við örnefnalýsingar enda er þar meðal annars farið eftir upplýsingum frá Erlendi: „Svo er lína hér norðar þvert yfir nesið, sem hér heitir Suðurnes. Er Kirkjubrú austast, svo Krókur, þá er Haugshús […]“. Krókur var „sunnan við Sviðholtsbrunn“, „syðsta býlið, hjáleigan í Sviðholtslandi“ og honum tilheyrði lítið tún sem hét Krókstún.
Einnig segir: „Eyðibýlið Krókur var suðaustanvert við Sviðholtstún. Þar sér enn fyrir garði, Króksgarði, en vegurinn lenti yfir húsatætturnar. Krókur var grasbýli.“120 Samkvæmt örnefnalýsingum lágu landamerki jarðanna Sviðholts og Brekku úr Grásteini „í Króksgarð miðjan og þaðan í markastein fast norðan við sjávargötu frá Króki.“
Til skamms tíma sást hluti af kálgarði sunnan við Suðurnesveg þar sem göngustígur greinist frá honum að Höfðabraut. Uppbyggður malbikaður vegur og gangbraut eru sunnan við þennan stað en hluti kálgarðsins lenti undir Suðurnesvegi þegar hann var fyrst lagður 1964. Síðan þá hefur meira horfið við vegabætur og lóðaframkvæmdir sunnan við veginn. Þar er nú nýlegt einbýlishús og nær moldaruppfylling fyrir lóð þess niður að gangbraut meðfram veginum.
Ekki er vitað um nákvæma staðsetningu Króks en talið er að kálgarðurinn hafi verið þar sem kotið var áður. Kotið gæti því hafa verið rétt sunnan vegarins eins og garðurinn eða þá að það hefur lent undir veginum. Norðan vegarins eru sléttuð tún Sviðholts.

Þórukot (býli)

Álftanes

Þórukot.

Samkvæmt Erlendi Björnssyni bjuggu um 1870 „Þorlákur, myndarlegur maður og vel látinn“ og „Ingibjörg, orðlögð merkiskona.“ Í örnefnalýsingum segir: „Þórukot: Hjáleiga úr Sviðholtslandi, vestur frá Sviðholti. Þórukotstún: Túnið var allstórt, lá í kringum bæinn.“
„Þórukot er 50-100 metra norðan Haugshúsa. Þar er nú stórt og reisulegt hús, að stofni til byggt úr gamla húsinu.“
Bæjarstæði Þórukots hefur verið um 200 m vestan Sviðholtsbæjar á ávalri smáhæð þar sem nú stendur einnar hæðar timburhús. Fylgja mörk hæðarinnar umfangi núverandi húss og grundin er aflíðandi í vestur. Ekki sést til fornleifa og virðist líklegt að leifar eldra býlis hafi lent undir nýju byggingunni. Sléttuð tún eru allt í kringum hæðina.

Friðrikskot (þurrabúð)

Í örnefnaskrá segir: „Friðrikskot: Þurrabúð í landi Sviðholts, sunnan við Litlabæ.
Friðrikskotstún: Gerði eða túnbleðill við kotið. Friðriksgáfa: Svo var Friðrikskot nefnt í spaugi. Friðriksgáfa á Möðruvöllum í Hörgárdal, var á sínum tíma eitt stærsta hús á Íslandi, en þetta eitt minnsta kot á Álftanesi.“
Samkvæmt örnefnalýsingu Sviðholts er Friðrikskot sunnan til í miðju Bjarnastaðatúni en í örnefnalýsingu Bessastaðahrepps er það staðsett „norðan Hjallakots með Helguvík“. Erlendur Björnsson merkir það inn á kort við sjóinn vestan við Þórukot, miðja vegu milli Hjallakots og Litlabæjar. Virðist sú staðsetning sennilegri og hefur Friðrikskot þá verið á svipuðum slóðum og Hjallaland.

Hjallaland (býli)
Býlið Hjallaland er ekki merkt inn á nein kort en samkvæmt örnefnalýsingu stóð það á miðjum Hjallalandsvelli: „Býlið Hjallaland stóð neðan til á honum miðjum.“
Hjallalandsvöllur er nú sléttað tún syðst, en íbúðarhúsabyggð er risin á vellinum nyrst. Völlurinn er í aflíðandi halla mót vestri. Hjallaland er ekki merkt inn á kort Erlends Björnssonar. Hins vegar er Friðrikskot haft á svipuðum slóðum. Í örnefnaskrá Álftaneshrepps er Hjallaland talið annað nafn á hjáleigunni Hjallakoti.

Hjallakot (þurrabúð)
„Í Hjallakoti bjó Páll Stefánsson í þurrabúð“ segir Erlendur Björnsson og staðsetur hana á korti niður við Helguvík, beint vestur af Haugshúsum. Staðsetning kemur saman við örnefnaskrá en þar er þurrabúðin kölluð Hjallakot eða Hjallaland.“ Landamerki jarðarinnar Sviðholts lágu um norðanverða Helguvík en Hjallakot var upp af víkinni „rétt fyrir norðan merkin“ Þegar örnefnalýsing var gerð árið 1976 var þurrabúðin Hjallakot „löngu komin í eyði“ og hafði „verið byggður sumarbústaður heldur nær sjónum en á tóftum þess.“ Hins vegar virðist Hjallaland þá vera talið annað býli en Hjallkot.
Hjallakot hefur verið rétt norðaustan við sumarbústaðinn sem nú er notaður sem golfskáli, vestan við bæjarhól Haugshúsa, um 20 m norðan við Halakotstjörn og leifar Halakotstúngarðs. Við golfskálann og bæjarstæðið er nú malarborið hlað og þaðan liggur hálfmalbikaður malarvegur austur gegnum golfvöllinn meðfram Halakotstúngarði.
Núverandi sjóvarnargarður við Helguvík er í um 15 m fjarlægð vestan megin. Hjallakot hefur verið rifið og jafnað í golfvöllinn en ekki virðist þó hafa verið byggt á rústum þess. Talsverðar ójöfnur á um 10 x 10 m svæði á yfirborði túnsins norðaustan við golfskálann gætu bent til að hleðslur séu undir sverði. Samkvæmt örnefnaskrá var Hjallakotstún „tún eða gerði sem tilheyrði Hjallakoti“ og „Hjallakotstúngarður: Túngarður norðan, austan og sunnan túnsins.“ Ekki sjást neinar fornleifar.

Haugshús (býli)

Álftanes

Tóftir Haugshúss.

Haukshús eru konungsjörð og kölluð hálflenda árið 1703 en jarðardýrleiki óviss. Talið er að þau hafi byggst úr Sviðholtslandi. Jörðin er síðan nefnd Haugshús, komin í bændaeign árið 1847 og metin á 8,3 hdr.150. Samkvæmt örnefnaskrá var tún býlisins um tvö kýrfóður.
Erlendur Björnsson segir Þorstein Jónsson hafa búið þar og stundaði „mest róðra, hvenær sem gaf. Á móti honum bjó Pétur nokkur og einn húsmaður var þar einnig.“
Staðsetningu Haugshúsa má ráða af túnakorti 1917, korti Erlends Björnssonar og herforingjaráðskorti frá 1902 þar sem sést að gata heim að bænum hefur legið um 100 m suður frá Þórukoti. Vestan megin er Hjallakot beint fyrir ofan Helguvík og Halakot beint í suður. Afstaðan frá Hjallakoti er í samræmi við örnefnalýsingu en þegar hún var gerð voru Haugshús „komin í eyði fyrir löngu. Þar var löngum tvíbýli.“ Í örnefnaskrá er einnig nefnt „salthús Haugshúsa.“
Að sögn Gróu Guðbjörnsdóttur sem ólst upp í Hákoti á Álftanesi voru Haugshús á hólnum sem er þarna enn þá. Hóllinn er rétt sunnan við brunnhús úr torfi og grjóti sem hefur varðveist frá 1950. Nú er golfvöllur allt í kring, frá Höfðabraut til Þórukots og frá Suðurnesvegi niður að sjó við Hjallakot. Sunnan bæjarhólsins er malarvegur niður að golfskálanum, fast sunnan hins gamla bæjarstæðis Hjallakots. Hóllinn er hér um bil á miðjum vellinum. Hann er um 45 x 45 m stór og um 0,5 m hár. Hann hefur verið sléttaður en þó ber á ójöfnum í honum. Þá er líka þúst um 15 m suðaustan háhólsins, um 1 m norðan vegarins að golfskálanum. Hún er um 8 m í þvermál og gætu þar verið leifar útihúss. Milli þessarar smáþústar og bæjarhólsins má sjá steina í sverðinum.

Halakot (býli)
Halakot er merkt inn á túnakort um 170 m vestan við Svalbarða. Þá virðast steinhús eða timburhús hafa verið í bæjarröðinni vestanverðri en stakt torfhús austan megin. Vegur var heim að bæ frá götunni þar sem nú heitir Höfðabraut. Bæjarstæðið er á rennisléttum golfvelli í aflíðandi halla að Halakotstjörn sem er um 20 m vestan við það. Í endurminningum Erlends Björnssonar kemur fram að á grasbýlinu Halakoti hafi venjulega verið hafðar þrjár kýr. Búið er að rífa bæinn og öll ummerki um hann eru horfin en gerði um matjurtagarð norðan hans sést enn þá.
„Suðurmörk Halakots „voru með sýsluvegi frá Sólbarði og niður að Melshúsalandi. Austurmörk voru frá smiðju í Sólbarði – norður að Haugshúsalandi. Þaðan vestur í Helguvík. Á mörkum suður frá Haugshúsum er gamall öskuhóll og garðbrot. Sjór, þ.e. Helguvík, ræður svo merkjum að vestan.“

Melshús (býli)

Álftanes

Melshús – túnakort 1917.

Mölshúsa er getið meðal konungsjarða á Álftanesi árið 1703, talin byggð úr landi Skógtjarnar en jarðardýrleiki er óviss. Samkvæmt Jarðatali Johnsens er hún komin í bændaeign árið 1847, eigandinn býr sjálfur á jörðinni og dýrleikinn er 8,3. Samkvæmt Erlendi Björnssyni bjuggu þar á síðari hluta 19. aldar tveir grasbýlismenn, Ísak Eyjólfsson og Oddur Erlendsson, „báðir duglegir sjómenn og álitnir góðir formenn.“ Auk þeirra voru tveir þurrabúðarmenn búsettir í Melshúsum og var annar þeirra Jón Vigfússon, „orðlagður aflamaður á grunni.“ Anna Ólafsdóttir Björnsson vitnar í minningar Guðnýjar Klemensdóttur um Melshús, en hún lýsir ofurlitlum torfbæ sem kúrði á sjávarbakkanum, hálfhulinn hvönn. ,,Hann var aðeins tvær burstir og svo samofinn umhverfinu að erfitt var að sjá hvar hlaðið tók við.“ Á eftir fylgir nokkuð nákvæm lýsing á bænum eins og hann var í byrjun 20. aldar. Í örnefnaskrá kemur hins vegar fram að bæirnir voru þrír. Melshús sem einnig er kallað Mölshús eða Mulshús „var í eina tíð kallað hálfbýli en seinast þurrabúð“ með þríbýli. „Melshúsatún fóðraði tvær kýr en var komið eyði við örnefnaskráningu eftir miðja 20. öld. Í túninu neðan við bæina var svolítil tjörn, Melshúsatjörn eða Lambhagatjörn.

Álftanes

Melshús um 1910.

Árið 1917 var túnið 1,8 teigar en sjór flæddi yfir þau. Melshús lágu á Hliðsgranda á leiðinni út á Hliðstanga með sjávarlónið Skógtjörn suðaustan megin og Helguvík norðvestan megin og ágangur sjávar frá báðum hliðum var orðið vandamál þegar árið 1703. Samkvæmt örnefnalýsingu voru „norðurmörk jarðarinnar […] eftir sýsluvegi niður að Búðarflöt“ suðvestan megin og þaðan niður í Ós en að austan réði Skógtjörn. Miðað við þetta var nesið Melshúsagrandi innan landamarka Melshúsa.
Á túnakorti frá árinu 1917 má sjá byggingu sem liggur rétt við fjöruna fyrir botni Helguvíkur. Hún samanstendur úr fjórum samföstum torfhúsum sem virðast snúa í suður burt frá víkinni. Norðar og nær sjónum eru tvö minni hús en sunnar tvö stærri hús og virðist hið vestara vera með standþili. Kannski eru þetta Melshúsabæirnir sem hafa þá verið sambyggðir.
Samkvæmt örnefnalýsingu stóðu Melshús hins vegar „áður fyrr norðanmegin við Helguvík; kálgarðar miklir voru þar“ en bæjarhúsin hafa síðan verið færð sunnar. Bæjastæði Melshúsa er nú komið undir íbúðahúsabyggð og veg.

Lambhagi (þurrabúð)
Þurrabúðin Lambhagi lá suður frá Melshúsum, úti á Melshúsagranda sem einnig var kallaður Lambhagatangi eða Lambhagi. Samnefnd þurrabúð var því í landi Melshúsa. Staðsetningin sést á korti Erlends Björnssonar sem segir að ábúandinn á síðari hluta 19. aldar, Hannes, hafi alltaf gert út skip á vertíðum. Samkvæmt örnefnalýsingum var býlið Lambhagi yst á tanganum eða syðst við ósinn en hann var „horfinn fyrir alllöngu“ þegar þær voru gerðar. Á Melshúsagranda er nú íbúðarhúsabyggð.

Brekka (býli)

Álftanes

Brekka, Halakot, Skógtjörn, Dómhildarkot, Lásakot, Haughús og nágrenni – kort.

Búseta á Brekku nær að minnsta kosti aftur til miðrar 16. aldar sé miðað við ritheimildir en jarðarinnar er getið í jarðskiptabréfi frá 1556 þar sem samþykkt er að eignarhald átta jarða, þar á meðal Brekku, færist frá Skálholtsdómkirkju til konungs.200 Árið 1703 er jörðin enn þá konungseign en jarðardýrleiki er óviss. Tún eru farin að spillast vegna sjávarágangs og átroðnings af almenningsvegi. Í Sýslu- og sóknalýsingum frá 1842 er Brekka sögð metin á 16 hdr. og var fáum árum áður seld í sjö pörtum þótt ekki hafi verið skráð lagaheimild fyrir því. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin komin í bændaeign og metin á 16 og 2/3 hdr. Á túnakorti frá 1917 kemur fram að jörðin er 12,2 teigar með hjálendum, tún að mestu sléttuð en þó nokkuð farin að þýfast aftur. Samtals hafa garðarnir á Brekku náð yfir yfir um 3000 fm2 svæði en þá eru þeir sem eru við hjáleigurnar sennilega taldir með. Talað var um Brekkuhverfi en innan þess voru bæirnir Brekka, Brekkukot, Kirkjubrú og Núpskot.
Samkvæmt Sýslu- og sóknalýsingum voru auk þess tvö tómthús við Brekku en ekki kemur fram hvar þau stóðu.
Á túnakorti frá 1917 sést ferhyrnd bygging sem virðist vera úr timbri. Hún er hólfuð í þrennt og er syðsta rýmið stærst. Sennilega er þetta gamli bærinn á Brekku. Bæjarstæðið er á Granda, hrygg sem liggur allt vestur frá Hliði austur að Skerjafirði en „er einna hæstur um Brekku.“ Gamli bærinn var fast vestan við núverandi íbúðarhús sem byrjað var að byggja úr timbri árið 1939. Síðar var bætt við steinsteyptum byggingum með með kjallara.“
Eldri leifar bæjarhúsa má þá ef til vill finna undir núverandi íbúðarhúsi en gætu þó einnig verið í hæð rétt vestan við Granda. Sú hæð er 16 m á lengd, 15 m á breidd og 0,3-0,4 m á hæð og stendur upp úr annars sléttu túni.

Brekkukot (býli)
Á túnakortinu er býlið Brekkukot merkt inn ofan við kálgarðana vestan við Brekku. Ofan við bæjarnafnið er heitið Bjarnarkot sett í sviga með spurningarmerki. Hefur það þá kannski verið annað nafn á Brekkukoti. Býlið er ekki teiknað. Samkvæmt örnefnalýsingu stóð Brekkukot á svipuðum stað og íbúðarhúsið Smiðshús stendur nú, „beint vestur af Brekku c.a. 10 m vestan við merkin“ milli Brekku og Brekkukots. „Smiðshús var reist þar sem neðri kálgarðurinn var“ og telur heimildarmaður við örnefnasöfnun að Brekkukot „hafi staðið í efri (nyrðri) garðinum.“ „Brekkukotstún: Lá bæði norðan og sunnan bæjarins og eins að vestan.“

Kirkjubrú (býli)

Alftanes

Álftanes – kort.

Á túnakorti frá 1917 má sjá býlið Kirkjubrú, staðsett um 220 m austan við Brekku. Þar er þó einungis teiknað eitt lítið hús, líklega úr torfi. Það hefur stefnuna norður – suður og fyrir norðurgaflinum virðist vera opin tóft út að götunni sem liggur þarna framhjá. Við deiliskráningu árið 2004 hafði Kirkjubrú verið í eyði í nokkur ár en þar stóð gamalt steinhús, tvílyft með kjallara, og auk þess útihúsaskúrar sem ekki voru niðurgrafnir.
Af túnakortinu að dæma hefur bærinn áður staðið um 20 m vestan við stæði þess. Við skráningu á vettvangi 2004 var þar hóll, um 25 x 25 m á stærð en 0,5 m á hæð. Hann var nokkuð raskaður og miklar ójöfnur í honum en húsum hafði verið ýtt í suður niður hólbrekkuna og þar fyrir neðan var brak frá spýtum og steypubrot. Að sögn Friðriks Jóhannssonar ábúanda í Sviðholti stóðu útihús á hólnum í seinni tíð. Allt bæjarstæðið var því raskað af sléttun, niðurrifi og nýrri byggingum. Á þessum tíma var gamli bæjarhóllinn þó enn þá varðveittur og var hann skráður, hnitsettur og merktur á kort. Þrátt fyrir það hafa ný íbúðarhús verið byggð á staðnum síðan þá án nauðsynlegrar aðgæslu. Bæjarhóll Kirkjubrúar er því kominn undir byggð og er það miður. Engu að síður þarf að gæta að því í framtíðinni að leifar eldri bæjarins geta leynst undir nýrri byggingum.

Núpskot (býli)
Býlið Núpskot er ekki teiknað en nafnið merkt inn á túnakortið um 170 m austan við Brekku, suðvestan við Kirkjubrú. Samkvæmt örnefnaskrá var Núpskot „á miðju Suðurtúni Kirkjubrúar (Ath.: en talað var um Norðurtún og Suðurtún sitt hvoru megin í áðurnefndum hæðarhrygg [þ.e. Granda] – bæði frá Brekku og Kirkjubrú). Á rústum þess var kálgarður fram til 1940.“ Hann er teiknaður inn á túnakortið. Túnið kringum býlið nefndist einnig Núpskotstún og Núpsflöt.232 Þar sem Núpskot var áður var ávalur hóll, um 30 x 30 m að þvermáli og 0,3-0,4 m hár, við fornleifaskráningu árið 2004. Mörk hans voru þó óskýr þannig að hann rann saman við túnið í kring. Það hafði verið sléttað og rústirnar þá líklega verið jafnaðar við jörðu um leið. Landinu hallaði í suður og austur. Ekki sást til fornleifa á yfirborði en gert var ráð fyrir að hleðslur leyndust undir sverði.
Þrátt fyrir nákvæma skráningu hefur bæjarhóll Núpskots að hluta til lent undir nýrri íbúðarhúsabyggð.

Sýsluvegur (leið)

Álftanes

Sýsluvegurinn.

Í örnefnalýsingum segir: ,,Sýsluvegurinn: Lagður laust fyrir aldamótin 1900 austan frá Selskarði vestur milli Skógtjarnar og Brekku. Þjóðvegurinn: Sýsluvegurinn var einnig kallaður svo.“
„Áður mun vegur hafa legið þar sem þessi garður er í stefnu á Selskarð. Hann hefur verið upphlaðinn og púkkaður. Þetta var fyrsti vegur um Suðurnesið og var byggður nokkru fyrir aldamótin.“
Hér er vísað til girðingarstæðis eða túngarðs sem varðveittur er að hluta en vestast meðfram honum liggur upphlaðinn beinn vegur. Stefnan er fremur á nýrra bæjarstæði Selskarðs en hið eldra. Vestar er tún ofan vegarins en austar framræstar mýrar og þýfi.
Vegurinn er orðinn talsvert úr lagi genginn enda byggður á mjög blautu undirlagi. Hlaðið hefur verið undir hann með grjóti. Hleðslur eru 0,2-0,4 m háar að sunnan en lægri að norðan því örlítill halli er á landinu. Vegurinn er að minnsta kosti 400 m langur og víðast um 2 m breiður. Hann liggur í suðaustur – norðvestur. Gerðar hafa verið vegabætur á nokkrum stöðum, til dæmis hlaðið ræsi í gegnum veginn til að koma í veg fyrir að vatn safnaðist ofan hans. Stungið hefur verið fyrir ræsinu og það lagt hellum sem eru reistar á rönd og að lokum lagðar hellur yfir.

Grásteinn (landmerki/álfasteinn)

Álftanes

Grásteinn.

Nokkrar örnefnalýsingar segja frá Grásteini, stórum steini „á Brekkugranda við vegamótin.“ Hann er „fast norðan við veginn, sem liggur út á Suðurnes“. Í hann lágu landamerki Sviðholts og Brekkukots. Grásteinn er um 290 m norðaustan við Brekku og 700 m austnorðaustan við Sviðholt. Hann er um það bil 10 m norðan Suðurnesvegar á náttúrulega hryggnum Granda. Samkvæmt örnefnaskránni býr huldufólk í Grásteini. „Eitt sinn var reynt að kljúfa Grástein og sjást enn þá fleygaförin í honum. Þegar menn voru byrjaðir að kljúfa sýndist þeim húsin á Eyvindarstöðum standa í loga og fóru að athuga. Reyndist þá ekki vera kviknað í. Önnur tilraun var gerð til að kljúfa Grástein og fór allt á sömu leið. Hefur það ekki verið reynt síðan.“
Hvort huldufólk eigi bústað í steininum skal ósagt látið en fleygaför eru vel greinanleg í honum.

Kumlamýri (kuml)

Álftanes

Kumlamýri.

Í Jarðabókinni árið 1703 segir um Brekkuland: „Torfrista og stúnga fer mjög til þurðar.“ Ekki er vitað hvar mór var tekinn í Brekkulandi en það gæti hafa verið í Kumlamýri.
Samkvæmt örnefnalýsingu er hún austan Kirkjubrúartúns og „nær að Lambhúsatjörn. Nær því austast í henni liggur nú þjóðvegurinn út á Álftanes.“
Kumlamýri er framræst og sléttuð. Sléttað túnið er skorið af skurðum og mýrin hefur áður verið slegin þannig að örnefnið gæti vísað til heykumla. Mýrin gæti þó einnig verið kennd við kuml sem virðist mega sjá austan megin í henni. Við Lambhústjörn, rétt austan þjóðvegarins eru tveir reglulegir hólar. Sá þeirra sem er norðar og nær hringtorginu er greinilega manngerður og sá syðri mögulega líka.

Breiðabólsstaðir (býli)

Álftanes

Breiðabólstaðir.

Breiðabólsstaðir voru meðal jarða sem Þorvarður Erlendsson hafði til kaups við brúðkaup þeirra Kristínar Gottskálksdóttur og eru nefndir í kaupmálabréfi hjónanna árið 1508:. ,,voru þessar jarder til greindar j þennan sama kavpmala. […] Breidabolstadir fyrir. xl.c.“
Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var jörðin hins vegar komin í konungseign árið 1703, þá kölluð hálfbýli og hafði „ekki fyrirsvar nema að helmíngi.“
Jarðardýrleiki var óviss og þrönglent á sumrin. Mikill ágangur og landbrot var af sjónum og sjávarsandur olli túnunum skaða. Eins og fleiri jarðir á Álftanesi höfðu Breiðabólsstaðir selstöðu í Norðurhellrum í Heiðmörk og sölvafjöru á Lönguskerjum í Skerfjafirði. Ábúandi var Guðlaugur Grímsson og voru 11 manns í heimili. Ekki virðist því hafa verið tvíbýli eins og síðar á Breiðabólsstöðum.
Þegar manntal var tekið árið 1801 skiptist jörðin þó milli tveggja ábúenda. En árið 1847 voru Breiðabólsstaðir komnir í bændaeign og einungis var einn eigandi og ábúandi. Jarðardýrleiki var 20 5/6 hundruð. Samkvæmt Erlendi Björnssyni voru bæirnir síðan tveir þegar foreldrar hans, Björn Björnsson (1814-1879) og Oddný Hjörleifsdóttir (1838-1901), bjuggu á Breiðabólsstöðum á síðari hluta 19. aldar. Á móti þeim Bjuggu Erlendur Erlendsson hreppstjóri og Þuríður Jónsdóttir.

Álftanes

Breiðabólstaðir – túnakort 1917.

Samkvæmt túnakorti frá árinu 1917 náðu tún jarðarinnar yfir þrjá teiga og voru sléttuð að mestu. Kálgarðar voru samtals 1792 m2 þannig að töluvert hefur verið ræktað af kartöflum og öðru grænmeti.
Land Breiðabólsstaða er flatlent og gróið. Skammt norðan bæjarins er sjávarkamburinn og var sjórinn stundaður af kappi. Austan bæjastæðisins er Breiðabólsstaðatjörn og enn austar Kálfskinn en svo nefnist norðuranginn af Bessastaðatjörn. Austast breiðir Eyrin úr sér, grasi gróin og flöt. Sunnan bæjarins eru þurrar grundir og enn þá sunnar Stekkjarmýrin niður að Bessastaðatjörn. Grund [783] hét áður hjáleiga Breiðabólsstaða norðaustur upp af Kálfskinni.
Nú er Grund hins vegar húsið sem er áfast gamla bænum eða steinhúsinu á Breiðabólsstöðum. Önnur nýbýli á jörðinni eru Hvoll suður af bænum og Jörfi suðvestur af honum, nær Kálfskinni. Breiðabólsstaðir voru teknir eignarnámi í stríðinu og var reistur kampur [812 o.áfr.] á svæðinu þar sem Jörfi er nú.
Á túnakorti frá 1917 má sjá að steinhúsið sem byggt var á Breiðabólsstöðum árið 1884 hefur verið staðsett nokkru norðar á bæjastæðinu en hin húsin. Eftir að það var byggt fluttu ábúendur sig þangað og enn þá er búið í þessu húsi. Nú hefur íbúðarhús nýbýlisins Grundar auk þess verið byggt við gamla steinhúsið. Þar eð löngum var tvíbýli á Breiðabólsstöðum hefur þó væntanlega líka verið búið í einhverjum þeirra húsa sem voru í húsaröð suðaustan við steinhúsið.
Bæjastæðið er slétt frá náttúrunnar hendi, þurrt og gróið. Breiðabólsstaðatjörn er austan bæjar og sjórinn norðan við. Eiginlegur bæjarhóll sést ekki en örlítill aflíðandi halli er þó frá gamla steinhúsinu [781] og nýbýlinu Grund niður að tjörninni. Ætla má að núverandi byggingar standi á hinu forna bæjastæði Breiðabólsstaða og að þarna hafi bæirnir staðið um aldir. Ef bæjahóll Fornleifaskráning Norðurnes á Álftanesi 2019 hefur náð að safnast upp á þessum stað hefur alveg verið sléttað úr honum við byggingu nýrra húsa.

Álftanes

Breiðabólstaðir skv. túnakorti.

Í endurminningum Erlends Björnssonar frá Breiðabólsstöðum, Sjósókn, segir eftirfarandi: Erlendur Erlendsson hreppstjóri „bjó í stóru steinhúsi sem hann byggði árið 1884. Það er fjórtán álnir á lengd, en níu álnir á breidd með kjallara og portbyggt. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið er byggt úr klofnu og höggnu grjóti, sem tekið var víðsvegar í landareigninni. Grjótið var klofið þar, sem það var, og allt borið heim á tveggja og fjögurra manna börum, en höggvið og lagað betur heima. Veggirnir voru tvöfaldir og loft á milli, og yfir gluggum og dyrum voru drangar svo langir, að þeir náðu alveg yfir. Er hús þetta að öllu leyti ágætt enn í dag. Timbur allt og þak í húsi Erlends var komið úr gríðarstóru salthúsi og fiskhúsi [799], er stóð fyrrum á Eyrinni niðri við Seyluna í landareign Breiðabólsstaða […] Í kjallaranum í húsi Erlends voru þrjú herbergi, búr, eldhús og sjómannaskáli, sem var helmingur kjallarans. Voru þar tuttugu manns. Á hæðinni fyrir ofan voru þrjú herbergi, stofa fyrir gesti kvennaherbergi, – voru þar átta konur, – svo var helmingurinn af hæðinni kallaður baðstofa, og voru þar húsbændur og heimafólk, fjórtán manns. Var þar unnin ullarvinna og hampvinna á vetrum. Þar var líka vefstóll […] Uppi á loftinu var geymsla.“
Steinhúsið á Breiðabólsstöðum var friðlýst af forsætisráðherra 14. júní 2016 með vísan til 3. mgr. 18. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Friðlýsingin tekur til ytra borðs hússins: „Gamla steinhúsið að Breiðabólsstöðum, Álftanesi var byggt […] úr klofnum og tilhöggnum grásteini sem límdur var saman með kalksandi. Húsið er einlyft með kjallara og portbyggðu risi. Veggir þess eru tvöfaldir með loftbili á milli og yfir dyrum og gluggum eru heilir steinar sem ná alla leið yfir opið. […] Viðir voru fengnir úr gömlu salt- og fiskhúsi Siemsensverslunar sem stóð á Eyrinni niður við Seyluna. Erlendur Erlendsson útvegsbóndi byggði húsið en seldi það síðar nafna sínum Björnssyni.
Breiðabólsstaðahúsið er vel varðveitt og er verið að gera það upp á vandaðan hátt. Það er fágætur vitnisburður um stórt útgerðarheimili frá seinni hluta 19. aldar þegar umfangsmikil sjósókn var stunduð frá Álftanesi og öðrum sjávarbyggðum við innanverðan Faxaflóa. Að öllum líkindum er það eina heillega húsið frá 19. öld sem enn stendur í sveitarfélaginu.
Byggingarlag hússins er athyglisvert og óvenju vandað.“

Akrakot (hálfbýli)

Álftanes

Akrakot – túnakort 1917.

Um Akrakot segir í Jarðbókinni árið 1703: ,,hálflenda so kölluð, því hún hefur ekki nema helmíngs fyrirsvar á móts við lögbýlissjarðir, hefur í manna minni, innan 60 ára, bygð verið úr Bárhaukseyrar landi á fornum tóftum, sem sumir hyggja fyr hafi bygðar verið og kallað Akrar. Jarðardýrleiki er óviss. Eigandinn kóngl. Majestat.“48 Við Jarðatal Johnsens árið 1847 var Akrakot komið í bændaeign og eigandinn bjó sjálfur á jörðinni sem metin var á 12 hundruð. ,,Túnið fordjarfast af sands og sjáfar ágángi“50 segir í Jarðabókinni en samkvæmt túnakorti voru Akrakotstúnin árið 1917 sléttuð að mestu og náðu yfir samtals 2,2 teiga heima við bæinn og við Breiðabólsstaði. Matjurtagarðar voru alls 380 m2.51 Sölvafjara var nægileg og var þangbrennsluverksmiðja rekin í Akrakoti í nokkur ár í byrjun 20. aldar. Samkvæmt Erlendi Björnssyni voru tveir ábúendur á Akrakoti og virðist því hafa verið tvíbýli þar á síðari hluta 19. aldar.
Á túnakorti árið 1917 er teiknað stakt hús innan kálgarðs og þar hjá ritað „gömlu bæir“ innan sviga.
Væntanlega hefur gamli Akrakotsbærinn því staðið þarna rétt sunnan við stærri byggingu, hús þangbrennsluverksmiðju frá því um 1900 sem er sýnt á kortinu og stendur enn á sama stað, nú sem íbúðarhúsið í Akrakoti eða við Blikastíg 16. Lóðin umhverfis íbúðarhúsið er fremur slétt eins og grundirnar víða á Álftanesi en ójöfnur eru í henni þar sem gamli bærinn hefur staðið miðað við túnakortið. Engar leifar frá honum eru þó sýnilegar á yfirborði.

Þangbrennsluverksmiðja (iðnaðarhús)

Álftanes

Norðurnes – örnefni. (JMJ)

Á túnakorti Akrakots má sjá hús þangbrennsluverksmiðjunnar um 10 m norðan gamla bæjarins. Húsið var byggt rétt eftir aldamótin 1900 og stendur enn þá í nokkuð breyttri mynd, nú sem íbúðarhúsið við Blikastíg 16. Austasti hluti hússins er að stofni til gamla þangbrennsluverksmiðjan sem var starfrækt á árunum 1904-1908: „Til vinnslunnar voru reist talsvert umfangsmikil mannvirki. Á víð og dreif um túnin voru settir staurar og vírar strengdir á milli og var þarinn lagður á þá til þurrkunar […] Byggt var stórt steinhús í Akrakoti til þess að brenna þarann í. Eftir endilöngu var steyptur ofn. Fjögur steypt hólf voru til að brenna þarann í og tvö þar sem kol voru brennd.“66 Áberandi strompur stóð lengi við austurgafl hússins og minnti á upphaflegt hlutverk þess en hann hefur nú verið rifinn frá húsinu. Það var breskt félag sem stundaði þarabrennslu á Akrakoti og var hann fluttur út til Skotlands til joðframleiðslu. Á síðustu áratugum hefur húsið svo verið stækkað örlítið og byggður bílskúr norðan við gamla bæjarstæðið.
„Þangbrennslan , er fór fram í Akrakoti hér á Álptanesi síðastl. vetur, mun nú verða aukin að mun, þar sern verið er að reisa þar stórt steinsteypuhús, til þess að brenna þarann í. Síðastl. vetur varð að þurrka þarann, áður en brennslan gat farið fram, og gekk það opt illa vegna óþurrkanna, sem opt eru hór syðra, en nú kvað þarinn verða brenndur, án þess hann sé fyrst þurrkaður.
Það er brezkt félag, sem stundar þarabrennslu þessa, en forstöðumenn fyrirtækisins hér á landi eru hr. Jón Vestdal og Daníel ljósmyndari Daníelsson í Reykjavík.“

Akrasteinn (þjóðsaga/álagablettur)

Akrasteinn

Akrasteinn.

Í örnefnalýsingum segir frá álagasteini í Akrakotstúni: ,,Akrasteinn: Stór steinn suður á túninu. Álagasteinn.“ Honum fylgja þau ummæli, að hann megi ekki hreyfa. „Steinn þessi er nyrzt í svonefndu Torfholti, grýttu og þýfðu.“ Akrasteinn er um 185 m suðvestur frá Akrakoti. Í túninu er að finna einn stakan stein og síðan rétt sunnan við hann eru nokkrir steinar saman. Sennilega er þessi staki steinn Akrasteinn. Túnið í kringum hann er nú þýft og gróið og svæðið notað fyrir hrossabeit.

Brighton kampur (herminjar)

Álftanes

Minjar í Brighton-kampi.

Það var á sunnudagsmorgni vorið 1940, að kvenfélagskonur voru á leið frá Bjarnastöðum með fötur sína og kústa. Þær höfðu nýlokið við að þrífa húsið, en þar hafði verið dansleikur kvöldið áður. Þegar þær nálguðust Grandann blasti við þeim undarleg sjón, þar sem endalaus runa af einkennisklæddum mönnum marseraði eftir Álftanesvegi en svo segir frá í Álftanessögu. Þetta átti eftir að breyta lífinu á Álftanesi næstu árin, herinn reisti hverfið Brighton á Breiðabólsstöðum og þegar mest var voru 500 hermenn á svæðinu. Herstöðin var reist til að verja Reykjavíkurflugvöll. Fyrst voru það Bretar en síðar Bandaríkjamenn. Sveinn Erlendsson á Grund varð að hætta búskap vegna þess að hann missti allt sitt land meira og minna undir umsvif hersins.
Með innreið hersins vorið 1940 var lagður malarvegur um nesið meðfram sjóvarnargarðinum. Þessi gamli vegur liggur enn þá eftir sjávarkambinum og fljótlega eftir að komið er framhjá Breiðabólsstaðatjörn beygir hann til suðurs í átt að bænum Jörfa. Við vegbrúnina austan megin blasir þá við stæðilegur lítill varðturn en við hann var inngangurinn í Brighton kamp.
Aðalbyggð hersins, svefnskálarnir, voru í slakkanum að sunnanverðu við Jörfa.
Minjar frá setuliðinu eru því allt í kringum bæinn, á hlaðinu og í túninu. Minjasvæðið teygir sig yfir um 300 x 250 m svæði vestan við Kálfskinn.

Varðturn (herminjar)

Álftanes

Álftanes – varðturn.

Turninn er hlaðinn úr ávölu sjávargrjóti og steinsteypt á milli. Hann er um 1,5 m að innanmáli og stendur vel undir þaki. Hann er sexhyrndur, með glugga á fimm hliðum en dyr á þeirri sjöttu. Lítið kringlótt op er þar sem tvær hliðarnar mætast gegnt suðri. Varðturninn er farin að láta á sjá og þarfnast viðgerðar. Mikilvægt er að eitthvað verði gert til að reyna varðveita þetta hús.

Hlið (býli)
1395: ,,Svo margar jarder hafa vunder komit sidan pall aboti kom til videyiar. … Hlid. xvj. c.“ DI. III, 598.
1397: Máldagar Vilchins. ,,Peturskyrkia j Gordum a aaltanesei aa heimaland allt. Havsastder. selskard. hlid…. .“ DI. IV, 107.
1477: Ágrip af Garðamáldaga og Álptanesi. ,,Pieturskirkia j gordum a alftanese a heimaland allt. hausastade. selskard. hlijd. … .“ DI. VI, 123.
1558: Garðakirkja hefur jarðaskipti við umboðsmann konungs, ,, … jeg hefe under köngsins eign til Bessastada tekid jördina Hlid. er liggur a Kongsznese. … .“ DI. XIII, 317. Mikið útræði var frá Melshöfða sem liggur suðvestur frá Hliðstanga. Melshöfða er getið í fógetareikningum yfir leigu, landskyldur og skreiðargjaldsreikninga af konungsjörðum frá 1547-1548.
ÁlftanesEinnig í fógetareikningum frá 1552 og 1553. DI. XII, 125,184, 567-568, 591, 595. Í Jarðbók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703, segir: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru:…Kastiansshus…Jons Marteinssonar hus…Jonshus… Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða og gánga þar kóngsskip um vertíð, vor og haust, fleiri eður færri, so mörg sem umboðsmaðurinn fær við komið að láta þar gánga, og er þar til þess ætluð verbúð ein fyrir utan þá, sem nú er bygð, til að hýsa fólk, er rær á þessum kóngsbátum, og kaupa þeir soðning af tómthússmönnum þar í stað…Lending er góð.“ Jarðardýrleiki árið 1703 er óviss. Fram kemur að: ,,Selstöðu hefur jörðin haft þar sem heita Norðurhellrar,…“. JÁM III, 195. Í Jarðtali Johnsens frá árinu 1847 er jarðadýrleiki 20 5/6 hdr. og jörðin er enn í konungseign. JJ, 93. Margbýlt var á Hliðstanga. Árið 1870 var ein þurrabúð hjá Neðra-Hliði og fjórar við Gamla Hlið 065 . EB. Sjósókn 33-34.
Árið 1989 eignast Bessastaðahreppur jörðina. AÓB, 220. Nú er eitt íbúðarhús á Hliðstanga, norðan við bæjarstæði Neðra-Hliðs.
Túnakort árið 1917: Tún (slétt) 3,1 teigar, garðar 1790 m2. 1703:,,Tún jarðarinnar Hliðs brotna og fordjarfast af sjáfarágángi meir og meir.“ JÁM III, 195. Yst á Álftanesi er Hliðstangi: „Ysti og syðsti hluti hans [Hliðstanga] nefnist Melshöfði. Það var einn helsti útróðrarstaður á Suðurnesinu í margar aldir.“AÓB. Hliðstangi er vel gróinn og hallar landið mót suðri. Sjó hefur brotið mikið af landinu, tugi metra frá því túnakort var gert 1917. Melshöfði er nú strípaður gróðurlaus klettatangi sem fer í kaf á flóði.

Efra-Hlið (býli)

Álftanes

Bærinn Efra-Hlið stóð á Hliðstanga, þar sem Grandinn er hæstur. Hliðstangi er grasi gróinn og þýfður. Bærinn stóð á Grandanum, náttúrulegum hrygg í landslaginu, sem liggur frá Hliði í vestri alla leið að Bessastöðum í austri. Á háhryggnum liggur malarvegur, þar sem Hliðstraðir lá áður. Norðan bæjar eru 20-30 m að sjó sem hefur brotið mikið af landi á síðustu áratugum og öldum. Aflíðandi halli er að sjó sunnan til en Þvottatjörn 058 er þar í fjöruborðinu, u.þ.b. 100 m frá Efra Hliði.
Í örnefnaskrá segir: „Hlið: Forðum stórbýli á Álftanesi. s.v. horni þess. Var í eigu Garðakirkju til 1556, að konungur skifti á því fyrir Vífilstaði og milligjöf, svo sem mjöltunnu, sem aldrei galzt af konungsins valdmönnum. Þar var margt þurrabúða. og þar var margbýlt jafnaðalega.“ Á uppdrætti í bók Erlends Björnssonar, Sjósókn, þar sem hann sýnir byggð á Álftanesi í kringum 1870, sést að þá eru á Hliðstanga eru þrjú býli: Gamla-Hlið, Efra-Hlið og Neðra-Hlið. Gamla Hlið lagðist í eyði milli 1870 og 1917 vegna landbrots og á túnakortið frá 1917 hefur kortagerðarmaðurinn skrifað: „Gamla Hlið 2 býli var hér. Nú tóttir einar og kg. [kálgarður?] í eyði…brotnar fast norðan við tætturnar.“ Við eyðingu Gamla Hliðs hófst nafnaruglingur og hefur Efra-Hlið stundum verð kallað Gamla-Hlið og ekki er ólíklegt að Gamla Hlið hafi einnig kallast Efra-Hlið áður fyrr enda segir í örnefnaskrá segir: „Efra Hlið: Svo var Gamla-Hlið einnig kallað.“

Álftanes

Einnig kemur fram í örnefnaskrá að bærinn Efra-Hlið var kallaður Kristjánshlið þegar maður að nafni Kristján [Jónsson] bjó þar seint á 19. öld. AÓB.
Í Sjósókn Erlends Björnssonar segir um búendur og býli í Bessastaðahreppi á 8. áratug 19. aldar: „Á Efra-Hliði bjó Kristján Mathiesen, ríkur maður og um leið einn merkasti maður sveitarinnar. Hafði hann útgerð mikla, venjulegast fjögur skip, tvo áttæringa og tvö sexmannaför.“Þegar túnakort var gert fyrir Hlið 1917 eru bæjarhúsin á Efra Hliði úr torfi og grjóti. Húsin snéru þremur burstum til suðurs og eitt hús sambyggt var norðan til. Við bæinn að norðan var kálgarður en bæjarhlað að sunnan. Sunnan bæjarhlaðsins voru einnig kálgarðar og greinir örnefnaskrá frá því að matjurtagarður á hlaðinu hafi heitið Sandagarður.
Álftanes
Stórt hús var reist í Efra-Hliði snemma á 20. öld og má sjá mynd af því Álftaness sögu bls. 219. Það hús brann á seinni hluta 20. aldar. Öll ummerki um Efra-Hliðsbæ og mannvirki umhverfis hann eru horfin. Rústir hafa verið sléttaðar og ekki sést móta fyrir þeim á yfirborði.

Neðra-Hlið (býli)

Hlið.Inn á túnakort frá 1917 er Nýja-Hlið merkt, um 180 m VNV við Gamla-Hlið, á vesturhluta Hliðstanga. Í örnefnaskrá segir: „Hjallavöllur: Svo hét teigur í túninu sem þar sem Neðra-Hlið stóð.“
Bærinn á Nýja-Hliði stóð talsvert lægra en Efra-Hlið og var því heitið Neðra-Hlið réttnefni. Grasi gróið og þýft er á gamla bæjarstæðinu, sem er sinuvafið og komið í órækt. Bærinn stóð á vesturenda náttúrulegs hryggs, Granda, sem býlin á Suðurnesinu eru mörg hver staðsett á. Fjörukambur er aðeins um 40 m vestan og norðan bæjarstæðisins.
Í örnefnaskrá kemur fram að á Neðra-Hliði var tvíbýli. Neðra-Hlið gekk einnig undir heitunum Nýja-Hlið og Jörundarhlið. Þar var þurrabúð um aldamótin 1900. Á túnakorti frá 1917 sést að þá var bærinn úr torfi og grjóti og sneru burstirnar tvær til suðurs. Sambyggt að norðan til var eitt hús. Kálgarður var kringum bæinn vestan til. Öll ummerki bæinn og kálgarðana sex sem voru sunnan, og austan við bæinn eru horfin. Bærinn hefur verið rifin og rústirnar sléttaðar í tún. Í Sjósókn Erlends Björnssonar segir um búendur og býli í Bessastaðahreppi á 8. áratug 19. aldar: „Á Neðra-Hliði bjó Ketill Steingrímsson…[hann] hafði alltaf mikla útgerð, þetta tvö og þrjú skip.“ EB.

Hús Jóns Björnssonar (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703, segir:,,Hjáleiga af Hliði kend við þann, sem ábýr í hvört sinni, og nú kölluð Jóns Björnssonar hús. …Jarðardýrleiki er óviss. … Túnum hjáleigunnar spillir sjór árlega. Selstöðu nýtir ábúandi ásamt heimabóndanum.“
Ekki er vitað hvar hjáleigan var á Hliðstanga.

Hálfdánarhús (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703, segir: ,, Hjáleiga önnur ónafngift, kend í hvört sinn við þann sem á býr og nú kölluð Halfdanarhús. Jarðardýrleiki er óviss. … Túnið brýtur sjór, sandur og veður. Selstaða er ásamt heimajörðinni brúkuð.“
Ekki er vitað hvar hjáleigan var á Hliðstanga.

Lonshus (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1703, segir: ,,Jarðardýrleiki er óviss. … Túnunum spillir sands og sjáfarágángur. Vatnsból og selstaða er sem á heimajörðinni.“
Ekki er vitað hvar hjáleigan var á Hliðstanga. Hún fær hnit með Efra-Hliði.

Kastiansshus (býli)
Í Jarðbók Árna og Páls frá 1703, segir: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: Tómthús kallað Kastiansshus…Eldiviðartak af móskurði ásamt heimabóndanum. Vatnsból sama sem heima á jörðinni Hliði…Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða…“
Melshöfði er brotinn af sjávarágangi. Hann kemur upp á fjöru en er rúinn öllum mannvirkjum.

Hús Jons Marteinssonar (býli)

Álftanes

Á Álftanesi.

Í Jarðbók Árna og Páls frá 1703, segir: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: …Jons Marteinssonar hus, tómthús…Eldiviðartak ásamt heimajörðinni. Vatnsból sama sem heima á jörðinni [Hliði]….Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða…“
Melshöfði er brotinn af sjávarágangi. Hann kemur upp á fjöru en er rúinn öllum mannvirkjum.

Jónshús (býli)
Í Jarðbók Árna og Páls frá 1703, segir: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru: …Jonshus, þriðja tómthús í sama stað [þ.e. Melshöfða]. Það halda Bessastaðamenn undir sínum umráðum og so hefur lengi verið…Eldiviðartak og vatnsból ásamt Hliði. Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða…“
Melshöfði er brotinn af sjávarágangi. Hann kemur upp á fjöru en er rúinn öllum mannvirkjum.

Verbúð
Í Jarðbók Árna og Páls frá 1703, segir: „Melshöfde, verbúðarstaður og grasnyt nokkur, sem heimabóndinn á Hliði brúkar alleinn, þar eru:…Kastiansshus…Jons Marteinssonar hus…Jonshus…Heimræði er við öll þessi tóm hús í Melshöfða og gánga þar kóngsskip um vertíð, vor og haust, fleiri eður færri, so mörg sem umboðsmaðurinn fær við komið að láta þar gánga, og er þar til þess ætluð verbúð ein fyrir utan þá, sem nú er bygð, til að hýsa fólk, er rær á þessum kóngsbátum, og kaupa þeir soðning af tómthússmönnum þar í stað…Lending er góð“.
Melshöfði er brotinn af sjávarágangi. Hann kemur upp á fjöru en er rúinn öllum mannvirkjum.

Hliðskot (býli)
,,Hliðskot: Svo var eitt býlið kallað vestast í túninu [í Hliði]. Partur sá var gefinn Álftaneshreppi 1836…,“ segir í örnefnaskrá. Sjór hefur nú brotið mikið land af vestanverðu nesinu og má heita öruggt að Hliðskot sé horfið í sjóinn, sbr. útihús.
„Sveitaparturinn: Hliðskot var einnig kallað þessu nafni. 1910 rak þar hval, en þá átti Hafnarfjörður partinn.
Hvalurinn reyndist Andarnefja kasúldinn,“ segir í örnefnaskrá. Hliðskot hefur sama hnit og útihús og Hliðkotsvör. Það var tekið vestast á Hliðstanga.

Litli bærinn (býli)

Álftanes

Hlið.

„Þurrabúð við Kristjánshlíð [sama og Efra-Hlið,“ segir í örnefnaskrá. Litli bærinn hefur staðið nálægt Efra-Hliði, en ekki er vitað hvar.
Hliðstangi er grasi gróinn og þýfður. Bærinn stóð á Grandanum, náttúrulegum hrygg í landslaginu, sem liggur frá Hliði í vestri alla leið að Bessastöðum í austri. Á háhryggnum liggur malarvegur, þar sem Hliðsvegur lá áður. Norðan bæjar eru 20-30 m að sjó, en mikið land hefur brotnað af sjávargangi síðustu áratugum og öldum. Aflíðandi halli er að sjó sunnan til.
Ekki sést til fornleifar.

Gula húsið (býli)
„Gula húsið: Svo var gesthús Kristjáns [Jónssonar] í Hliði kallað. Á hlaðinu…Kinn: Svo var slétta kölluð, er lá framan við Kristjáns Hlið. Þar stóð hús sem kallað var „Gula húsið“,“ segir í örnefnaskrá. Gula húsið hefur verið í hlaðvarpanum sunnan við bæinn.
Bærinn stóð á háhæðinni en aflíðandi halli er niður að sjó sunnan til.
Kristján Jónsson bjó á Hliði seinni hluta 19. aldar. Þegar túnakortið er gert 1917 er Gula húsið horfið af bæjarhlaðinu.

Sandhús (býli)

Álftanes

Hlið – friðlýsing 2020.

Í örnefnaskrá segir:,,Sandhús: Svo hét eitt býlið á Hliði, suð-vestur frá Hliðsbæjum. Það stóð þar sem Melshöfði byrjaði.“
Sjávarágangur hefur brotið mikið af Melshöfða og það sama á við um suðurströnd Hliðstanga. Sandhús voru á þessum slóðum og eru horfin í sjóinn. Það var að líkindum nálægt Sandhúsavör 063. Sandhúsavör er sýnd á korti Erlends Björnssonar í bókinni Sjósókn, sem sýnir örnefni og bæjarskipan á Álftanesi um 1870, og fá Sandhús hnit með vörinni.

Pétursbúð (býli)
Í Sjósókn Erlends Björnssonar segir um búendur og býli í Bessastaðahreppi á 8. áratug 19. aldar: „Hjá NeðraHliði var Pétursbúð, er var þurrabýli.“ EB. Ekki er vitað hvar Pétursbúð stóð.
Grasi gróið og þýft er á bæjarstæðinu, sem er sinuvafið og komið í órækt. Bæjarstæðið er á vesturenda náttúrulegs hryggs, Granda. Fjörukambur er aðeins um 40 m vestan og norðan bæjarstæðisins. Ekki sést til fornleifar.

Gamla-Hlið (býli)
Gamla Hlið stóð u.þ.b. 100-120 m ANA við Efra-Hlið, en bæjartóftirnar eru nú horfnar í sjó eða sléttaðar í túnið. Ekki sjást neinar leifar bæjarins á yfirborði.
Hliðstangi er grasi gróinn og þýfður. Bærinn stóð á Grandanum, náttúrulegum hrygg í landslaginu, sem liggur frá Hliði í vestri alla leið að Bessastöðum í austri. Á háhryggnum liggur malarvegur, þar sem Hliðstraðir lá áður. Mikið land hefur brotnað í sjó á þeim stað sem bærinn var á síðustu áratugum og öldum. Aflíðandi halli er að sjó sunnan til.
Á uppdrætti í bók Erlends Björnssonar, Sjósókn, þar sem hann sýnir byggð á Álftanesi í kringum 1870, sést að á Hliðstanga eru þrjú býli: Gamla Hlið, Efra Hlið 001 og Neðra-Hlið 006. Í Sjósókn segir ennfremur: „Á Gamla Hliði voru fjögur þurrabúðarbýli, gerðu þeir bændurnir út í félagi tvö skip.“ EB. Gamla Hlið lagðist í eyði vegna landbrots og á túnakort frá 1917 hefur kortagerðarmaðurinn skrifað: „Gamla-Hlið 2 býli var hér [þ.e. fast austan við Hliðstúngarð. Nú tóttir einar og kg. [kálgarður?] í eyði…brotnar fast norðan við tætturnar.“ Gamla Hlið lagðist í eyði milli 1870 og 1917 og þá fluttist nafnið yfir á Efra-Hlið. Í örnefnaskrá segir: “ Efra Hlið: Svo var Gamla-Hlið einnig kallað.“ Að líkindum hefur Gamla-Hlið einnig verið kallað EfraHlið, en nafnið færst yfir á Efra-Hlið þegar gamli bærinn féll í eyði. Sem dæmi um hversu mikið landbrotið er, segir í örnefnaskrá: „Gamla Hliðsbakki: Svo var bakkinn kallaður bak við bæinn. 1900 var hann orðinn örmjór, svo rétt mátti ganga þar bak við bæ.“ Ójöfnur eru í sverðinum kringum veginn og austan við Hliðstúngarð, e.t.v. eru einhverjar leifar Gamla Hliðs þar undir sverði.

Skjónasteinn (áletrun)

Álftanes

Skjónaleiði.

„Skjónaleiði: Lítil þúfa í Hjallavelli þar var 1807 heygður hestur Jörundar bónda Ólafssonar á Hliði er Skjóni hét. Skjónasteinn: Á þúfu þessari eða leiði liggur steinn. Á hann er klöppuð vísa þessi. Ofan við vísuna er ártalið 1807. Heygan Skjóna hér ég tel/þessi Jörsa þjenti vel/Hestinn bezt að liði./Þegar hann bjó á Hliði,“ segir í örnefnaskrá. Ennfremur segir: „Hjallavöllur: Svo hét teigur í túninu þar sem Neðra-Hlið stóð.“ 10 m vestan við vesturgafl gerðis er Skjónaleiði. Það er 160 m suðvestan við bæjarstæði Efra-Hliðs og u.þ.b. 30 m frá bæjarstæði Neðra-Hliðs.
Hjallavöllur er í aflíðandi brekka mót suðri, sinuvafin og þýfð.
Skjónaleiði er þúfa, 1 x 1,5 m stór og snýr vestur – austur. Það er 0,3 m hátt og á því miðju er flatur steinn með áletrun. Það sem sést af steininum er 40 x 30 sm. Steinninn er meira en hálfur á kafi í sinu en og sokkinn í þúfuna.

Heimild:
-Fornleifaskráning, Deiliskipulag á Norðurnesi – Fornleifaskráning Norðurnes á Álftanesi 2019.
-Fornleifaskráning á Álftanesi, Deiliskipulag Miðsvæði og Suðurnes – Fornleifaskráning á Álftanesi, Miðsvæði og Suðurnes 2019.
-Deiliskráning í Bessastaðahreppi: Fornleifaskráning á völdum aðalskipulagsreitum, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2004.
-Þangbrennslan, Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi 20:52-53 (1906), bls 211.

Álftanes

Álftanes – örnefni og bæir. (ÓSÁ)