Færslur

Garðakirkja

Í Jarðabókinni 1703 eru Garðar á Álftanesi sagðir eiga selstöðu við Kaldá, væntanlega í Kaldárseli. Nú er að mestu búið að eyðileggja minjar hennar, en líklegt má telja að selstaðan geti verið allt frá því á 16. eða 17. öld. Minjar annarrar selstöðu í Garðalandi eru í Helgadal. Þar hefur verið kúasel af tóftunum að dæma, líklega frá miðöldum. Leifar þriðju selstöðuna, og þá elstu, sennilega allt frá landnámi, er að finna á Garðaflötum. Þar má einng sjá, að því er virðist fjós, skála og eldhús.

gardaflatir - minjakortÍ Hrafnkels sögu Freysgoða eru Garðar á Álftanesi orðnir til þegar á 10. öld og bjó þar Þormóður Þjóstarsson, bróðir voldugra manna sem veittu óvinum söguhetjunnar lið. Hann er látinn vera eiginmaður Þórdísar, dóttur Þórólfs Skalla-Grímssonar en þar eð Hrafnkatla er rituð um 1300 og varðveitt í ungum handritum verður henni ekki treyst. Konan mun hafa heitið Þuríður Þorleifsdóttir eins og segir í Landnámu en þar fæst raunar staðfesting á því að þeir feðgar, Þjóstar og Þormóður, bjuggu á Álftanesi. Bústaðurinn er þó ekki tilgreindur nánar.  Hvað sem því líður hafa Garðar snemma orðið kirkjustaður og prestssetur því skv. Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar var risin þar kirkja árið 1200 ef ekki fyrr og þjónaði sú einnig Bessastöðum.

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Fram eftir 13. öld var staðurinn þó áfram í höndum veraldlegra höfðingja og birtist með ýmsum hætti í heimildum frá þeim tíma. Árið 1230 er getið um Þorvald Gissurarson Viðeyjarkanoka “at boði j Görðvm”  og má vera að gestgjafi hans hafi verið Einar Ormsson sem að sögn Sturlungu bjó a.m.k. á staðnum árið 1243 og skaut skjólshúsi yfir frænda sinn, Þórð Bjarnarson. Sá var liðsmaður höfðingjans Þórðar kakala, á flótta undan fjandmönnum, og Ormur sá til þess að vel fór um hann í Görðum. Er m.a. getið um bað á staðnum en kvöld eitt þegar þeir frændur hugðust njóta þess réðust óvinirnir til inngöngu. Þórður fékk að tala við prest, væntanlega þann sem gegndi embætti á staðnum, en var síðan miskunnarlaust höggvinn í ytri stofu bæjarins. Næst eru Garðar nefndir árið 1264 þegar Gissur Þorvaldsson jarl gisti hjá Einari: “var honum þar vel fagnat, ok var þar nokkurar nætr”. Þangað bárust Gissuri varnaðarorð og talaði við sendimanninn “í kirkjugarðinum þar í Görðum”.

Gardakirkja-1Í Morgunblaðinu árið 1955 fjallar Árni Óla um sögu Garða: “Garðar á Álftanesi eru ekki taldir með landnámsjörðum, en þó mun hafa verið sett byggð þar þegar á landnámsöld.
Jörðin er í landnámi Ásbjarnar Özzurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og eftir því sem næst verður komizt, hét sá Þjóstarr, er þar bjó fyrstur. Hann var kvæntur Iðunni dóttur Molda-Gnúps, landnámsmanns í Grindavík, og er talið að þau hafi átt þrjá sonu. Einn þeirra var Þorkell, er fór einhver fyrstur manna hér á landi alla leið suður til Miklagarðs, dvaldist þar nokkur ár og var „handgenginn Garðskonunginum.”

Garðar

Garðar og nágrenni – örnefni. ÓSÁ.

Annar sonur Þjóstars var Þormóður, er bjó að Görðum eftir föður sinn. Hann var kvæntur Þuríði dóttur Avangurs ins írska, er fyrstur byggði að Botni í Hvalfirði, og smíðaði sér haffært skip úr skógi þeim er þar var þá. Getið er tveggja barna þeirra Þormóðar, Barkar er átti Hallvöru dóttur Odda Ýrarsonar, og Jórunnar. —
Landnáma segir frá því, að þeir Illugi rauði og Hólm-Starri hafi haft skifti á jörðum, konum og lausafé. Sigríður kona Illuga hengdi sig þá í hofinu á Hofstöðum í Reykholtsdal, „því að hún vildi ekki mannakaupið”. Ekki er getið um konu Starra, en líklega hefur hann tekið hana aftur þegar þannig fór um Sigríði, því að upp úr þessu fekk Illugi Jórunnar frá Görðum.
Um þessar mundir bjó í Vælugerði í Flóa sá maður er Öra hét. Svo er sagt að eftir ráðum Marðar gígju hafi hann orðið sekur þannig að hann skyldi falla óheilagur fyrir sonum Önundar bílds, nema í Vælugerði og örskotshelgi við landeign sína. Einu sinni rak Örn naut úr landi sínu og var þá veginn, og heldu allir að hann hefði fallið óheilagur. En ÞorJeifur neisti bróðir hans, keypti að Þormóði Þjóstarssyni í Görðum, er þá var nýkominn út á Eyrarbakka, að hann helgaði Örn. „Þormóður skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í örskotshelgi hans”. Má á þessu sjá. að Þormóður hefur verið íþróttamaður og nafnkunnur bogmaður. Synir Þjóstars hafa því þegar gert garðinn frægan, þótt ekki fari af þeim neinar sögur. Og allt frá þeim tíma hafa Garðar verið merkur staður.

gardakirkja-3

Kirkja hefur sennilega verið reist þar skömmu eftir kristnitöku. Var hún helguð Pétri postula og er til skrá um presta þar síðan 1284. Þar var í gamla kirkjugarðinum svonefndur „vökumaður”. Var það trú hér á landi um eitt skeið, að sá, sem fyrstur væri grafinn í kirkjugarði, rotnaði ekki, heldur heldi stöðugt vörð um garðinn. Segir sagan, að eitt sinn er verið var að taka gröf í útnorðurhorni kirkjugarðsins, áður en hann væri færður inn”, þá var komið niður á rauðklæddan mann, órotinn, og skipaði prestur að byrgja gröfina þegar. Þetta hefur átt að vera einhver fornmaður í litklæðum, og hann vakir enn yfir kirkjunni, sem nú er líka utangarðs.

Garðar

Garðakot.

Torfkirkja var í Görðum öld fram af öld. En um miðja fyrri öld er komin þar timburkirkia. Hún entist illa og var orðin óhæf til messugerðar 1878. Þá var Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum. Hann vildi að söfnuðurinn tæki að sér kirkjuna og flytti hana til Hafnarfjarðar, en þar var þá meginhluti safnaðarins. Sóknarnefndin mun ekki hafa treyst sér til þessa, og varð það því úr, að ný kirkja var reist að Görðum og var hún hlaðin úr steini. Þvkir mér líklegt að notað hafi verið kalk úr Esjunni til þess að líma griótið saman. Var kalkbrennslan í Reykjavík þá í fullum gangi, og þeir munu hafa verið vel kunnugir Egill Egilsen forstjóri kalkbrennslunnar og séra Þórarinn Böðvarsson. Kirkja þessi var reist árið 1879. Þótti hún merkilegt hús.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Þegar kom fram yfir aldamótin var farið að tala um það í fullri alvöru að reisa nýa kirkju í Hafnarfirði, og var séra Jens Pálsson því mjög fylgjandi. Hann átti þá 2500 kr hjá kirkjunni, en bauðst til þess að láta þá skuld falla niður, ef söfnuðurinn vildi taka kirkjuna að sér og reisa nýtt guðshús í Hafnarfirði. Varð það svo úr, að með samningi gerðum 6. marz 1910, afhenti hann sóknarnefnd Garðakirkju til umsjónar og fjárhalds, og með þessum samningi gaf hann eftir skuld kirkjunnar við sig. Eigi varð þó úr því þá þegar að farið væri að reisa kirkju í Hafnarfirði. En það sem reið baggamuninn í því efni var stofnun fríkirkiusafnaðar í Hafnarfirði veturinn 1913, og að hafin var bygging fríkirkju bar þegar á sama ári. Þá vildi þjóðkirkjusöfnuðurinn ekki láta sitt eftir liggja og reisti þar kirkju árið eftir. Var þá ákveðið að leggia Garðakirkju niður og flytja gripi hennar í nýu kirkjuna.
gardakirkja-7Seinasta guðsþjónusta var haldin í Garðakirkju 23. sunnudag eftir trinitatis 1914 (15. nóvember), en þjóðkirkjuna nýju í Hafnarfirði vígði Þórhallur Bjarnarson biskup 20. desember sama ár.
Kom nú til orða að selja Garðakirkju til þess að afla fjár vegna kirkjubyggingarinnar, en það fórst þó fyrir. Stóð nú Garðakirkja auð og hrörnaði óðum, svo að blöskraði öllum þeim, sem báru hlýjan hug til hennar. Og árið 1916 bundust 10 menn samtökum um að bjarga kirkjunni. Það voru þeir: Ágúst Flygenring kaupmaður, Carl Proopé kaupmaður, Chr. Zimsen umboðsmaður, Einar Þorgilsson kaupmaður, Gunnar Egilsson skipamiðlari, Jes Zimsen kaupmaður, Jón Einarsson verkstjóri, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Þórarinn Egilsson útgerðarmaður. Eru þeir nú allir látnir, nema inn síðast nefndi. Einhver viðgerð fór nú fram á gömlu kirkjunni, en dugði lítt. Tímans tönn nagaði viði kirkjunnar jafnt og þétt, þótt lítið bæri á.
GarðakirkjaSeinast var svo komið, að menn óttuðust að turninn mundi hrynja. Þá var hann rifinn, þakið tekið af og allt rifið úr kirkjunni innan veggja. Síðan hefur steintóttin staðið þarna gnapandi um langa hríð, en hún hefur látið furðu lítið á siá. Vindar hafa gnauðað á henni, regnið hefur lamið hana, frost og snjór hafa kreist hana köldum greipum, en hún stóðst allt þetta. Má á því sjá hve vel hefur verið gengið frá veggjunum. Eru þeir og snilldar vel hlaðnir, og skyldi steinninn hafa verið límd ur með kalki úr Esjunni, þá þarf engan að undra þótt kirkjurústin hafi staðið af sér öll veðraáhlaup um mörg ár, því að það kalk hefur reynzt óbilandi. Sama sumarið og Garðakirkja var reist, var reist steinhús í Reykjavík og límt með Esjukalki. Það stendur enn í Lækjargötu og sér ekki nein ellimörk á því, enda þótt það sé 75 ára gamalt. Eins hefði kirkjan getað staðið enn hnarreist og tíguleg, ef henni hefði verið sómi sýndur.

Stifnishólar

Stifnishólar.

Þótt marga tæki það sárt hvernig fór um Garðakirkju, þá var eins og örlög hennar væri orpin þögn og hyldist í einhverri móðu. Það var engu líkara en að Hverfisdraugarnir sem séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum, setti niður í Stíflishólum á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Garða fyrir tvö hundruð árum, hefði losnað og villtu nú mönnum sýn hálfu meir en þeir höfðu áður gert. Það var eins og aðalsöfnuðurinn, sem nú átti heima í Hafnarfirði, gæti ekki séð út að Görðum. En öldruðu fólki úr Garðahverfinu, sem fór til kirkju inn í Hafnarfjörð, vöknaði jafnan um augu er það gekk fram hjá rústum Garðakirkju. Nú er niðurlægingar tímabil gömlu Garðakirkjunnar senn á enda. Hún verður bráðum færð í sinn fyrra búning. Árið 1053 var Kvenfélag Garðahrepps stofnað, og á stofnfundi þess var þegar rætt um, að eitt af því sem félagið ætti að beitast fyrir, væri að reisa Garðakirkju úr rústum.

gardar-229

Síðan hafa 60 samhuga konur unnið að þessu í kyrrþey. Og þar sem konurnar leggjast á sveif, á við gamla vísan: Fram skal ganga haukur núna hvort hann vill eður ei. Hér mun og svo fara. Það er eins og sérstök blessun hafi fylgt þessu máli. Fjöldi manna, sem ber hlýjan hug til Garðakirkju, en hafði gleymt henni, hefur nú vaknað við, er konurnar voru komnar á stað, og ýmist lagt fram fé, eða lofað fé til viðreisnar kirkjunni. Aðrir munu á eftir koma. Og sóknarnefndin hefur þegar afhent félaginu kirkjurústina til eignar. Konurnar hafa fengið sérfróða menn til þess að athuga veggina til þess að ganga úr skugga um, að þeir sé enn svo sterkir að forsvaranlegt sé að byggja ofan á þá. Og veggirnir hafa staðizt prófið. Verður nú brátt hafizt handa um að gera við veggina og koma þaki á kirkjuna. Er það ætlan Kvenfélagsins að gera kirkjuna aftur sem allra líkasta því er hún var áður, meðan hún var ein af snotrustu og merkilegustu kirkjum landsins. En þegar því er lokið er það annarra en Kvenfélagsins að ákveða hvort hún skuli gerð að sóknarkirkju aftur.

Garðahverfi

Garðahverfi – horft frá Hvaleyri 2024.

Margar minningar eru bundnar við Garða, og sú ekki sízt, að þar fæddist Jón biskup Vídalín árið 1666. Finnst mönnum ekki eðlilegt að kirkja ætti að vera einmitt á þeim stað, þar sem áhrifamesti kennimaður íslands fæddist? Garðakirkja var upphaflega helguð Pétri postula, þeim mikla kennimanni frumkristninnar. Nú þegar hún rís af grunni aftur, þá mætti hún vel heita Vídalínskirkja. – Á. Ó.”

Heimild:
-Ísl. fornr. XI: 112.
-Ísl. fornr. I: 58-9, 78, 332.
-Ísl. fbrs. XII: 9.
-Ísl. fbrs. I: 498.
-Ísl. Fbrs. I:41-2, 313.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. sept. 1955, bls. 519-521.
Garðakirkja

Trölladyngja

       Árni Óla skrifar um “Trölladyngju og nágrenni” í í Lesbók Morgunblaðsins árið 1944:

Trölladyngja
“Þar sem jeg ólst upp hefði það þótt meira en lítil skömm, og talið bera vott um sjerstaka fáfræði og heimsku, ef einhver kunni ekki nöfn á öllum þeim fjöllum og kennileitum, sem blöstu við frá bæ hans. Frá Reykjavík blasir við víður, margbreytilegur og fagur fjallahringur. En hversu margir eru þeir Reykvíkingar sem kunna skil á nöfnum allra þeirri fjalla er hjeðan sjást”.

Trölladyngja

Trölladyngja.

-Jeg býst við því að þeir sjeu sorglega fáir. Og sumir þekkja víst ekki með nafni önnur fjöll en Esjuna, og máske Keili, vegna þess hvað hann blasir vel við og menn komast trauðlega hjá því að veita honum athygli. Hjer skal nú ekki reynt að bæta úr þessu, en geta má hins, að fyrir nokkrum árum ljet Ferðafjelag Íslands setja upp útsýnisskjöld á Valhúsahæð, og eru þar áletraðar upplýsingar um örnefni á flestum þeim stöðum, er þaðan sjást. Undanfarin ár hefir ekki verið greiður aðgangur að þessum útsýnisskildi, en nú fer það að lagast, og er þess þá að vænta, að margir leggi þangað leið sína, til þess að afla sjer þeirrar fræðslu, sem þeir ef til vill fyrirverða sig fyrir að leita hjá öðrum, vegna þess að enn eimir eftir af þeim hugsunarhætti, að vanvirða sje að vera svo fáfróður að þekkja ekki næsta umhverfi.

Trölladyngjusvæðið

Trölladyngjusvæðið – loftmynd.

Ef maður er staddur eitthvert góðviðriskvöld á Skólavörðuhæð, Rauðarárholti eða Öskjuhlíð, og horfir til suðvesturs og vesturs, blasa þar við mörg lág fjöll. Mest ber á Keili, en vestur undan honum sjer á Keilisbræður og Fagradalsfjall. Sunnan við Keili sjest fjallaþyrping og undir þeim margir reykir af jarðhita. Þarna er Trölladyngja og Mávahlíðar og bera saman, þótt nokkurt bil sje á milli þeirra. Þar fyrir sunnan sjest Sveifluháls, sem nær frá Vatnsskarði suður með öllu Kleifarvatni og  lengra vestur.
Rjett fyrir vestan Trölladyngju er annað fjall, sem nefnist Grænadyngja. Það sjest ekki héðan. Á milli Dyngjanna er skarð, sem nefnist Sog. Vestur af Grænudyngju er Núpshlíðarháls og er hann jafn langur Sveifluhálsi og honum áþekkur um hæð. En ofan á honum eru tveir hryggir með mörgum tindum og skörðum.

Trölladyngja

Trölladyngja nyrst á Núpshlíðarhálsi.

Við háls þennan hafa orðið mikil eldsumbrot og eru þar langar gígaraðir beggja vegna. Yfirleitt er allur þessi fjallaklasi gamlar og stórfenglegar eldstöðvar. Austan undir rana, sem gengur suður úr Trölladyngju eru stórir goskatlar, 20—30 talsins. —
Skammt þar frá er sjerstakur eldgígur einn, rauðleitur og brattur, um 70 fet á hæð. Rjett við Sog er ótölulegur fjöldi eldgíga og eru sumir stórir, allt að 600 metrum ummáls eða meira. Í Mávahlíðum eru líka sundur tættir gígar. Úr öllum þessum gosstöðvum hafa komið ægileg hraun, sem runnið hafa ýmist norðaustur eða suðvestur, norður að sjó milli Vatnsleysu og Hafnarfjarðar, og suður að sjó milli Selatanga og Ísólfsskála. Er víða hraun ofan á hrauni. Yngstu hraunin eru ekki gömul, því að þarna hefir gosið nokkrum sinnum síðan á landnámsöld.

Höskuldarvellir


Höskuldarvellir.

Eru til nokkrar heimildir í annálum um gosin. Árið 1151 „var eldur í Trölladyngju, húsrið og manndauði”. Annað gos var 1188. Þriðja gosið 1360 og „rak þá vikurinn allt vestur á Mýrar, en sá eldinn af Snæfellsnesi”. Á árunum 1389—’90 voru ógurleg eldgos hjer á landi. Þá brann Hekla, Síðujökull, Trölladyngja- og fleiri fjöll; segir Espholin að Trölladyngja hafi brunnið suður í sjó og að Selvogi, en það er sýnilega rangt, því að hraun frá Trölladyngju hafa ekki komist að Selvogi, þar sem hár fjallgarður er á milli. Seinustu sagnir um gos í Trölladyngju eru frá árunum 1510.

Að morgni sunnudagsins 16. júlí lagði á stað frá Reykjavík hópur manna, sem ætlaði að ganga að Keili og Trölladyngju. Var farið hjeðan í bíl vestur á Vatnsleysuströnd, vestur undir Stóru-Vatnsleysu. Þaðan var svo gangan hafin beina stefnu á Keili, en þangað er 10—12 km. leið yfir Strandarheiði.

Trölladyngja

Trölladyngja – herforingjaráðskort.

Þegar litið er á uppdrátt herforingjaráðsins af þessum slóðum, verður ekki betur sjeð, en hjer sje allt gróðurlaust, hraun og sandar yfir allt og varla neins staðar grænan blett að finna.
En þessu er ekki þann veg farið.  Strandarheiðin er talsvert gróin, og hvergi nærri jafn ömurleg eins og hún sýnist vera á kortinu. Þar er alls konar lyng, fjalldrapi, vallgresi, heiðarblóm margskonar. Þar eru grænar lautir, og í sprungum er víða fjölbreyttur gróður. Eru þarna góðir sauðfjárhagar. Leiðin suður að Keili er öll á fótinn, jafnt og þjett. Hvergi eru brekkur, heldur jafn aflíðandi, og verður maður þess varla var hvað landið hækkar, en þó er hæð þess orðin um 170 metrar þegar suður og vestur undir Keili kemur.

Sogin


FERLIRsfélagi á hverasvæðinu neðan við Sogin.

Ekki er dauflegt þarna í heiðinni, síður en svo. Þar ómar allt um kring söngur heiðarfugla, sem hafa valið sjer bústaði í móunum. Þar eru lóur og spóar, steindeplar og sólskríkjur. Þar eru líka kjóar, og mávar og hrafnar eru þar á flökti að leita sjer ætis. Við gengum fram á lóuhreiður með 3 eggjum. Hún hefir orðið seint fyrir.
Skammt þar frá flögraði rjúpa og barmaði sjer, hefir annað hvort átt þar helunguð egg í hreiðri eða litla unga. Þetta er ekki sagt til þess að gera heiðina að einhverjum dásemdastað. En það er sagt vegna þess, að manni hlýnar ósjálfrátt um hjartarætur þegar maður hittir gróið land, þar sem maður hjelt áður að væri eyðimörk, engum byggileg nema refum og minkum. Og vel á minnst, minkur var þarna uppi á háheiði, og smaug niður í holu þegar að honum var komið. Sennilega hefir hann lifað þarna í vor á eggjum og fugli og máske líka gert sjer dagamun með því að ráðast á unglömb.

Selsvellir

Selin á Selsvöllum.

Austan að Strandarheiði heitir Afstapahraun. Það hefir komið upp í eldgígum fram hjá Núpshlíðarhálsi. Rennur það fyrst í mjóum straum milli Keilis og Oddafells, sem er langur og hár melur (220 m.) vestan við Dyngjurnar. En þegar kemur norður með Oddafelli, breiðir það úr sjer og norðan við melinn sveigir það austur og fellur saman við Dyngjuhraun, og ná þau þaðan fram til sjávar.

Keilir

Keilir – Oddafell nær.

Það er gaman að ganga með hraungarðinum að vestan. Eru þar víða grösugar dældir og bollar, en hraungarðurinn úfinn og grettur á aðra hönd, með alls konar furðumyndum, sprungum, gjótum, hellum og ranghölum. Mikill grámosi er í hrauninu, en gróður enginn. Er það mjög illt yfirferðar, og geta menn misstigið sig þar illilega og lent í huldum sprungum og gjótum. Við fundum veg yfir það, ef veg skyldi kalla, og komumst yfir á rindann, sem gengur norður úr Oddafelli. Blasti þá við einkennileg sjón í þessari auðn, víðir, grænir og eggsljettir vellir. sem náðu utan úr kverkinni milli Afstapahrauns og Dyngjuhrauns, up p að Trölladyngju og suður milli hennar og Oddafells. Þarna var fjöldi hesta og sauðfjár á beit. Var því einna líkast sem þarna hefði opnast fyrir okkur hinn fagri og gróðursæli Árdalur, sem Jón lærði kvað um. Þessi grassljetta heitir Höskuldarvellir, umgirt hrauni, fjöllum, eldgígum og gufuhverum.


Syðst í skarðinu milli Trölladyngju og Oddafells sáum við reyki mikla og stefndum þangað. Þar hefir dálítil hrauntunga runnið fram niður að völlunum og rýkur víða upp úr hrauninu. Hitinn er á allstóru svæði og þótt ekki sjáist rjúka er mosinn í hrauninu alls staðar volgur. Í miðri hrauntungunni er kringlótt jarðfall og þar er hitinn einna mestur. Eru tveir leirhverir í botni jarðfallsins, annar með stálgráum leir, en hinn með hvítum. En út úr brúnum jarðfallsins koma gufur og virðist hitinn þar meiri heldur en í sjálfum gígnum. Í gegn um gufuhvininn heyrast dynkir nokkrir með stuttu millibili. Stafa þeir sjálfsagt frá einhverjum hver sem er inni í hrauninu og sjest ekki.

Trölladyngja

Trölladyngja.

Sje haldið vestur með fjallinu, slitnar hraunið og koma þar aftur grænir vellir, þó ekki jafn víðlendir og Höskuldarvellir. Þeir heita Seljavellir og hefir þar verið haft í seli til forna. Annað sel hefir verið við rætur Trölladyngju. Hjet það, Sogasel og dró nafn sitt af grafningnum þar fyrir vestan. Ekki sá jeg tættur þess, en þær mun þó unnt að finna.
Vestur af Seljavöllum tekur enn við hraun, og úti í því er Hverinn eini. Er það sjóðandi leirhver og leggur þaðan megna brennisteinsfýlu.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Eggert Ólafsson segir um þennan hver, að hann hafi allt af verið, að flytja sig, en nú mun hann lengi hafa verið á sama stað. Er hann í jarðfalli og eru í botni þess hraunbjörg, sundursoðin af hveragufum, en á milli þeirra er bláleit leðja sem sýður og bullar og hvín. Rjett fyrir norðan hverinn er hverahrúðursbreiða, og mundi þá hverinn hafa verið þar áður. Um þennan hver var því trúað áður að þar hefðist við furðufuglar, sem kallaðir voru hverafuglar. Er þeim svo lýst, að þeir hafi verið kolsvartir, fiðurlausir og með litla vængi. Hverafugla er víða getið, en hvergi í leirhver, nema á þessum eina stað.

Sogin

Sogin.

Á Trölladyngju eru tveir háir hnúkar úr móbergi og eru þeir mjög ólíkir, því að sá vestari er brattur og hvass, en hinn breiður og kollóttur. Eru þeir alla vega sorfnir og nagaðir af frosti, vatni og vindi, stallalausir og eins og þeir hafi verið steyptir upphaflega. Er furða hvað gróður hefir náð að festa þar rætur, því að grænar tungur teygja sig upp eftir þeim. Eins er nokkur gróður fyrir vestan þá og upp með Soginu. Þar rekst maður á rennandi vatn, en það er sjaldgæft á Reykjanesskaga.
Dálítill lækur kemur hoppandi niður úr Soginu og á hann upptök sín í vatni, sem er á bak við Grænudyngju og heitir Djúpavatn. Þar er og tjörn dálítið norðar. Er þessa getið hjer vegna þess hvað það er sjaldgæft að hitta vatn á þessum útskaga. Lækurinn er eflaust teljandi vatnsfall í vorleysingum. Má sjá það á því, að hann hefir rutt sjer farveg norður endilanga Höskuldarvöllu, en nú var svo lítið í honum, að hann komst aðeins niður úr hlíðinni og hvarf þar í hraunið. Í honum er tært og svalandi vatn.

Sogasel

Sogasel.

Norðan undir Trölladyngju koma heitar gufur upp úr hrauninu á nokkrum stöðum, og þar fyrir norðan, austast á völlunum, eru nokkrir leirhverir. Hjer er því um allstórt jarðhitasvæði að ræða, en engin not er hægt að hafa af þeim hita. Það er tæplega að ferðamenn geti soðið mat sinn þarna eins og er. En sjálfsagt væri hægt að handsama þarna hitaorku, ef borað væri niður úr hrauninu. Þó mun það eiga langt í land vegna þess hvað staðurinn er afskekktur.

Sogasel

Sogasel undir Trölladyngju – fornleifar.

En hitt þykir mjer líklegt, að fólk muni fara að venja komur sínar á þessar slóðir, þegar fram líða stundir, og dvelja þar dögum saman í tjöldum. Hefir staðurinn öll skilyrði til þess að vera eftirsóttur af dvalargestum. Þarna er stórbrotið landslag og fjölbreytni í náttúru óvenju mikil, hrikaleg hraun og klungur, fögur og há fjöll með víðu útsýni. grænar brekkur og grónir vellir, lækur í gili og mjúkur mosi til að hafa í hvílubeði í tjaldi. Og svo eru þarna stórkostlegar gosstöðvar, sem nábúum er varla vansalaust að hafa ekki kynst, svo mjög sem þær hafa sett svip á Reykjanesskaga, og eru auk þess eitt hið mesta náttúruundur í nágrenni Reykjavíkur.
Jeg fullyrði, að það er meira gaman að því að skoða Trölladyngju, fjöllin þar og umhverfið, heldur en sjálft Reykjanes.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins – 29. tölublað (20.08.1944), Árni Óla; Trölladyngja, bls. 369-373.

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

krýsuvíkurvegur

“Hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst.

Krýsuvík

Hellan við Kleifarvatn.

Hér á Íslandi er vegagerð svo dýr, að nauðsyn er á að hver vegarspotti komi sem flestum að notum. En með þessu vegi virðist sú stefna þverbortin, því að þessi dýri vegur liggur um óbyggðir einar. Á allri leiðinni frá Hafnarfirði og austur í Selvog – um 50 km. – er engin byggð nema Herdísarvík. Frá Selvogi og inn í Ölfus er svo 20 km. Alls verður þá þessi nýa Suðurlandsbraut rúmir 70 km, eða snöggum mun lengri heldur en leiðin yfir Hellisheiði. En þetta á að verða vetrarvegur þegar Hellisheiði er ófær. Sumir hafa ekki mikla trú á því, að það sé miklum mun snjóléttara þarna suður í fjöllunum heldur en á Hellisheiði, og verður reynslan að skera úr því hvort réttara reynist.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

En hitt er öllum ljóst, að þetta verður dýrasta vegargerð hér á landi, þar sem ekki eru brýr á leiðinni. Í Vatnsskarðinu verður vegurinn að Keifarvatni lang dýrastur og örðugast að leggja hann. En þó voru örðuleikarnir ekkert á móts við það, sem tekur við, þegar farið er að leggja veginn meðfram vatninu að vestan.
Í fljótu bragði virðist svo sem vegurinn hefði átt að liggja fram með vatninu að austanverðu og þar hefði verið miklu auðveldara að gera hann. En fróðir menn sögðu, að þeim megin væri miklu meiri snjóþyngsli. Kyngdi þarna aðallega niður snjó í austan og norðaustan veðrum, þótt varla festi snjó vestan megin vatnsins. Þetta mun hafa ráið um það, að kosið var að leggja veginn vestan megin vatnsins.

Kleifarvatn

Hellan við Kleifarvatn.

Rétt innan við norðurlónið hefur verið reistur veitingaskáli, og það er fyrsta framkvæmdin í sambandi við Krýsuvíkurveginn. Þangað sækir fólk skemmtanir um helgar á sumrin, eða safnast þar saman til að skemmta sér. Þar við vatnsbotninn þrýtur hinn lagða veg. En þar eru tjöld í brekkunum, og hafast þar við vegavinnumenn þeir, sem vinna að því að halda veginum áfram suður með vatninu. Taka þarna þegar við klettar við vatnið og gangur ekki á öðru en sprengingum. Er klettunum rutt niður í vatnið og hafðir fyrir undirstöðu vegarins. Þetta er erfitt verk og seinlegt, því að það er svo sem ekki að það sé almennilegt grjót þarna. Ónei, það er öðru nær. Það er samryskja, sem hvorki er hægt að kljúfa né sprengja, höggva né handleika. Og svona er það alla leið suður fyrir Stapann syðri, hraun, móberg, móhella og sandsteinn hvað innan um annað.

Kleifarvatn

Kleifarvatn um Stapana.

Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Bæði er að vatnið getur hækkað mikið frá því sem nú er, og svo er öldugangur mikill þarna í sunnanveðrum og gengur brimlöðrið langt upp í kletta. En fallegt vegarstæði er þetta, og væri óneitanlega skemmtilegast ef vegurinn lægi alls staðar meðfram vatninu, undir klettunum, enda þótt hann yrði nokkuð krókóttur fyrir það, þar sem fara yrði kringum báða Stapana.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Og alveg óvíst að þær beygjumar hefði orðið mikið lengri heldur en samanlagðar allar þær beygjur og krókar, sem verða á honum þegar kemur upp í brattan norðan við innri Stapann og þar áfram yfir mjög mishæðótt land fyrir ofan báða Stapana og suður á sand. Er það að vísu ekki nema 3 km. leið, en þarna er eitthvert hið argvítugasta vegarstæði, sem hugsast getur.

Víðast hvar er hliðhalli og verður að höggva veginn niður í móberg og móhellur, annars staðar verður að hlaða hann upp margra mannhæða háan, svo að hann verður tilsýndar þegar búið er að hlaða grjóti utan að honum, líkastur brimbrjóti eða hafnargarði. Efni í þessa miklu upphleðslu er vandfengið og mikið haft fyrir því. Sums staðar verður að brjóta niður klettaborgir sem verða fyrir, og á öðrum stöðum verður að lækka vegarstæðið með því að höggva hlið í gegn um móberg og móhelluhóla.

Krýsuvík

Krýsuvíkurhver.

Móhellan er ekki lambið að leika sér við. Hún virðist í fljótu bragði ósköp auðunnin þar sem hægt er að tálga hana með hníf og mylja hana undir fæti. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Þegar hún blotnar má hún heita óvinnandi. Það er svo sem sama hvaða verkfæri er þá beitt á hana. Það er eins og hún verði ólseig. Og þess vegna stendur móhellan í vegavinnumönnunum, þar sem grágrýti hefði ekki staðið þeim snúning.
Þannig er þá skilyrðin til vegarlagningar þarna, og er ekki að furða þótt hver meterinn verði dýr. Reynslan verður svo að skera úr um hvort þessi nýi vegur dugir, eða hvort vatnsflaumurinn, sem hlíðin kastar af sér stundum, verður þess eigi megnugur að sópa honum burt. Og hættulegur getur vegurinn orðið þegar svellbungu leggur yfir hann, eins og við má búast að verði á vetrum. En þá á þetta einmitt að vera aðalleiðin frá Reykjavík til Suðurlandsundirlendisins.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það er von að mörgum ofbjóði þessi dýra vegarlagning. Og það er hreint ekki von að mönnum geti skilist það, að samgönguerfiðleikar yfir “fjallið” á vetrum geti réttlætt það, að ráðist er í svo dýrt og tvísýnt fyrirtæki, sem þetta, allra helst þegar góður vetrarvegur er kominn yfir Mosfellsheiði og frá Þingvöllum niður í Grímsnes.
Með lögum var Krýsuvík tekin eignarnámi handa sýslunni og Hafnarfjarðarbæ. Hefur það verið á prjónunum að Hafnarfjörður kæmi sér þar upp kúabúi. En ekki mundi nú þetta nægja, að Hafnfirðingar kæmi sér þarna upp kúabúi. Það myndi seint geta borgað hinn dýra veg. Hvað gæti þá réttlætt það?
Þessi staður hefur ýmis skilyrði fram yfir flesta eða alla staði á landinu til þess að geta orðið merkilvægur í framtíðarsögu þjóðarinnar.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur – Arnarfell framundan.

Þarna er jarðhiti mikill og á allstóru svæði. Og þarna eru brennisteinsnámur. Syðst í Kleifarvatni eru hverir, og hita upp vatnið, en sandströnd á löngum kafla, og því tilvalinn baðstaður. Geisikraftur í stórum hver er ónotaður.

Að öllu athuguðu virðist þarna vera framúrskarandi baðstaður, og ekki ólíklegt aðmeð tíð og tíma verði þarna reist stórt gistihús fyrir baðgesti. Og enn fremur að þarna rísi upp heilsuhæli, sem keppt gæti við frægustu heilsuhæli á meginlandi álfunnar. Heilsuhæli með brennisteinsgufuböðum, og hveraleðjuböðum, þar sem þúsundir manna gæti fengið heilsubót.

Seltún

Krýsuvík – Seltún.

Og engin goðgá er það, að vera svo bjartsýnn, að spá því, að hróður þess berist um víða veröld og að þangað sæki fólk úr öllum álfum og öllum löndum hins menntaða heims. Þegar svo er komið, þá hefur Krýsuvíkurvegurinn ekki orðið of dýr, og hann þarf þá ekki að ná lengra heldur en til Krýsuvíkur. Og þá gleymist það sennilega brátt að hann átti upphaflega að vera vetrarvegur milli höfðuborgarinnar og Suðurlands.

Krýsuvík

Krýsuvíkurvegur 1961.

Þá sér maður koma þarna stórkostlega ræktun við jarðhita. Umhverfis hagana, þar sem kýr Hafnfirðinganna eru á beit, og framleiða mjólk á sama hátt og formæður þeirra gerðu fyrir þúsundum ára, standa raðir af gróðurhúsum þar sem framleiddir eru suðrænir ávextir. Og í görðum, sem hitaðir er með jarðhita, vaxa óteljandi nytjajurtir bæði til manneldis og annarra þarfa. Verksmiðjur rísa þar upp til að vinna brennistein og máske ýmsu efni úr skauti jarðar (t.d. helium) og aðrar, sem vinna áburð úr loftinu og nota til þess gufukraft úr jörðinni. Öll byggðin er upphituð með gufu og við hvert hús standa fagrir trjálundir, sem veita skjól í hretveðrum og stormum.
Þá verður fagurt og búsældarlegt um að litast í Krýsuvík.”

Úr Landið mitt er fagurt og frítt – Árni Óla – 1944.

Krysuvik-607

Austurengjahver.

Herdísarvík

“Herdísarbærinn er snotur, þótt ekki sé hann stór. Þar er stofa byggð forkunnar vel úr völdum viði að mestu. Er það unninn rekaviður úr fjörunni þar. Tvöföld súð er í baðstofunni og tröð á milli.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúð.

Bærinn stendur á ofurlítilli flöt, rétt á tjarnarbakkanum, og stendur lágt. Hefur það oft hefnt sín, að hann stendur ekki hærra, því að þegar stormaflóð koma af hafi, gengur sjór yfir malarkambinn, inn í tjörnina og fyllir hana svo, að hún flóir yfir alla bakka og inn í bæ. Stórfenglegasta flóðið kom veturinn 1925. Þá gerði storm af hafi í stórstraum og belgdi sjórinn inn á víkina, svo að hann gekk yfir allan kambinn og langt út í hraun í allar áttir. Flóðið kom þegar inn í bæinn og varð fólkið að flýja þaðan.

Herdísarvík

Herdísarvík 1898.

Bóndi tók eitthvað af sængurfötum og batt þau upp í sperrukverk. Hafðist svo fólkið við í hlöðu uppi á túninu á meðan mesta flóðið var. Stóð hlaðan mikið hærra en bærinn, en þó komst flóðið þangað. Þegar fjaraði og fólkið leitaði til bæjarins, voru sængurfötin uppi í sperrukverkinni rennblaut og sást á því, að baðstofan hafi fylst af sjó upp í mæni. En þungi vatnsins inni í bænum hafði orðið svo mikill þegar fjaraði frá úti, að hann sprengdi gaflinn úr baðstofunni fram á hlað, svo skolaði vatnið þar út með sér körfustól og ýmsum öðrum húsgögnum, sem voru í baðstofunni.

Herdísarvík

Herdísarvík – tóftir gamla bæjarins.

Austan við bæinn stóð stór timburskemma á háum grunni og var í henni geymt mikið af þungavöru. Þó var flóðið svo aflmikið, að það velti skemmunni um koll og setti hana rétt fyrir framan fjósdyrnar, svo að ekki varð komist í fjósið í nokkra daga.

Eftir þetta mikla flóð hvarf silungsveiði úr tjörninni um nokkur ár.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

Ætla menn að ýmist hafi flóðið skolað silungnum til sjávar og víðsvegar upp um hraun. Eitthvað hefur þó orðið eftir af hrognum og seyðum, því að nú er veiðin orðin álíka mikil og hún var áður.
Herdísarvík er gæða jörð til lands og sjávar. Þar gengur sauðfé sjálfala allan ársins hring, ef ekki kemur þeim mun harðari klakavetur. Fjörubeit er góð og varla tekur fyrir beit í hrauninu, enda kemur það sér vel, því að engar eru engjarnar og ekki hægt að slá eitt ljáfar utan túngarða. En fjárgeymsla er mjög erfið.

Herdísarvík

Herdísarvík – Herdísarvíkurtjörn.

Ólafur Þorvaldsson, sem þar býr nú, hefur raunsnarbú, og er fyrirmyndar bragur á öllu hjá honum. Hann setur um 500 fjár á vetur hvern. En hann segir að ekki veiti af tveimur fullorðnum mönnum til þess að fylgja fénu allan veturinn, myrkranna á milli, bæði í fjöru og hrauni, að koma því í hús á kvöldin og til beitar snemma á morgnana. Hann kveðst þó oftast taka lömb á gjöf, og í vetur sem leið öll lömbin nema 20, sem gengu algerlega úti, en þau bera nú öllum hinum, enda munu þau hafa verið tápmest. En hér er sama sagan nú og annars staðar, að sauðfjárræktin er dýr, en veitir lítið í aðra hönd. Það er af sú tíðin er menn gátu fætt og klætt sig og sína með afurðum 50-60 fjár. Í haust varð Ólafur að borga 150 dilka í landskuld og kaup eins manns. Hugsið ykkur það, 150 dilka, fyrir utan allt það, sem þurfti til bús að leggja!

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Tún eru tvö í Herdísarvík og fást af þeim í meðal ári um 170 hestar. Ekki kemur til máls að tvíslá, því að kúnum þarf að beita á túnin undir eins og þau eru hirt, því kúahagar eru þar engir og hestahagar ekki heldur. Veitti ekki af að gefa kúm og hestum allan ársins hring. Hestar eru því verstu ómagar þarna, en ekki verður komist hjá því að hafa þá, vegna þess hve bærinn er afskekktur og langt til aðdrátta. Nú seinustu árin hefur Ólafur þó fengið vörur sínar með bíl til Grindavíkur og þaðan með “trillu”-báti til Herdísarvíkur. Er það kostnaðarsamt, en verður þó ódýrara heldur en að flytja allt á hestum þessa löngu leið, og verða fyrir vikið að hafa marga hesta á fóðrum.

Herdísarvík

Herdísarvíkurfiskgarðar.

Í Herdísarvík eru margar og merkilegar fornleifar frá þeim tímum er útgerð var stunduð þar í stórum stíl. Þar standa enn fornar sjóbúðatættur, og í brunahrauni austan við bæinn og alla leið upp undir fjall má líta óteljandi hraungarða hlaðna af mannahöndum, hvern við annan. Þetta er þurrkreiturinn, þar sem fiskurinn var hertur. Fiskverkunaraðferðin í þá daga var þannig, að fiskurinn var fyrst slægður og flattur og síðan kasaður. Þótti það mikill vandi að kasa vel og öll verkun komin undir því. Ekkert vatn mátti komast í fiskinn og hann varð að kasast þannig, að hann yrði ekki maltur við þurrkun, en til þess þurfti allur safi að síga úr honum áður en hann var breiddur til þerris.

Herdísarvík

Fiskigarðar.

Fiskurinn var kasaður þannig, að eftir að hann var flattur, var hann lagður utan á annan og stungið niður á hnakkakúluna, hver fiskur utan í annan, og skaraðir þannig, að vatn gæti ekki komist á milli þeirra. Í þessum kösum stóð svo fiskurinn allan veturinn, eða þangað til vorþurrkar komu. Þá var hann borinn á bakinu upp um allt hraun og breiddur á garðana. Varð þetta oft langur burður, en sá var kostur við það að hafa þyrrkgarðana úti í hrauninu, að minni hætta var á að fé færi í fiskinn, en það er sólgið í hann, ef það kemst á bragðið.
Af hinum fornu sjóbúðum er nú fátt eftir, en þær hafa verið rammbyggilega hlaðnar úr brimsorfnu hnullungagrjóti og standa þykkir veggirnir lítt hrundir enn í dag. Eru sumar búðirnar 30 fet á lengd að innanmáli og má á því sjá, að þar hafa verið stórar skipshafnir.

Herdísarvík

Herdísarvík – fiskbyrgi.

Svo lagðist útgerð að mestu niður í Herdísarvík um all langt skeið, svo að þar var oft ekki nema eitt skip. En fyrir aldamótin hófst útgerð þar aftur með nýjum krafti. Veturinn 1896 gengu þaðan t.d. 8 skip. En þá var fiskverkunaraðferðin breytt og var þá farið að salta allan fisk. Nú risu þarna upp nýjar sjóbúðir, og standa tvær þeirra enn, en annarri hefur verið breytt í hlöðu og hinni í fjárhús og verður því ekki lengur séð hvernig umhorfs hefur verið þar inni á meðan þetta voru mannabústaðir.
Allir sjóbúðaveggir eru hlaðnir úr hnullungagrjóti og þykkir mjög. Búðirnar eru 30-40 fet að innamáli og munu oft hafa erið 15-16 manns í hverri, því þá var róið þarna á tíæringum og auk þess voru landmenn við aðgerð og söltun, og svo þjónusta.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðirnar.

Búðirnar sneru frá norðri til suðurs og á suðurstafni eru dyr, og reft yfir með þrælsterkum viðum. Stafnar eru hlaðnir úr grjóti eins og veggir, og mæniás lagður á milli þeirra og nokkrar stoðir undir, og standa þær auðvitað á miðju gólfi. Í sumum sjóbúðum voru sperrur og skarsúð, en flestar munu hafa verið þannig, að síreft hefur verið báðum megin á mæniás úr klofnum rekaviði. Hafa raftarnir verið nokkuð mislangir og sköguðu því sumir út úr þekjunni, sitt á hvað. Heldur munu sjóbúðir þessar hafa verið óvistlegar, en sennilega hefur verið hlýtt í þeim.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Frammi á sjávarkambi er þyrping af húsarústum. Nokkuð af þeim hefur sjór brotið, en sumar tætturnar standa óhaggaðar. Þarna var saltgeymsla og beitugeymsla, lýsisgeymsla o.s.frv., en úti munu menn hafa beitt, engu síður en einni. Er þar til marks um það, sem sagt er um áleitni sauðfjár við útróðrarmenn, að þeir máttu ekki víkja sér frá beitningartrogunum inn í sjóbúðirnar. Gerðu þeir það, þá var “kind á hverjum öngli” þegar þeir komu út aftur.”

Heimild:
-Herdísarvík – 1925 – Árni Óla.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Herdísarvík var löngum happasælt fiskver. Oftast nær var ekki róið lengra en út á víina, og fekkst oft góður afli. Á seinni árum voru menn farnir að róa í Selvogssjó. Fiskgöngur koma þarna oftast nær beint af hafi, og voru þær taldar bestar, þegar ekki fylgdi síli. Eftir sumarmál var fiskur vanur að draga sig frá landi út á svonefndar “Forir”, og aflaðist þá oft vel þar í vertíðarlok.

Herdísarvík

Guðrún Ásmundsdóttir afhjúpaði minja- og örnefnakort FERLIRs af Herdísarvík.

Nú hefur engin útgerð verið í Herdísarvík um mörg ár, en fiskur gengur þar að, ekki síður en áður. Er til marks um, að í vetur reru þar tveir menn um tíma á svolitlu bátkríli. Fóru þeir rétt fram fyrir landsteinana með handfæri og drógu þar bandóðan rígaþorsk. Voru þeir fljótir að hlaða, því að “báturinn lá með borðstokknum” þegar komnir voru í hann 100 fiskar. En alls fengu þeir um 1000 til hlutar – og allt fast uppi við landsteinana.

Úr Landið er fagurt og frítt – Árni Óla – 1944.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Árni Óla

Árni Óla fæddist 2. des. 1888 að Víkingavatni í Kelduhverfi. Hann hóf störf við stofnun Morgunblaðsins 1913 og starfaði þar meira og minna til dánardags, 1979. Auk blaðamannstarfans skrifaði hann fjölmargar bækur um efni nátengdu landi hans og þjóð. Tilvitnanir í þær má sjá víða hér á FERLIRsvefnum. Í Alþýðublaðið 1966 skrifar Hannes á horninu eftirfarandi um Árna Óla:
Árni Óla“ÉG VERÐ að láta í ljós ánægju mína yfir því að borgarstjórn hefur gert samþykkt um að heiðra Árna Óla rithöfund fyrir skrif hans um Reykjavík, sögu hennar og borgara hennar á liðnum öldum og þó sérstaklega fyrir það, sem hann hefur skrifað um höfuðstaðinn á þeim tímamótum, er hann var að rísa úr litlu fiski og erlendra kaupmannaþorpi í borg. Þarna hefur Árni Óla unnið geysimikið og áhrifaríkt starf, sem ég efast um að hefði verið unnið ef hans hefði ekki notið við.
ÁRNI ÓLA hefur skrifað margar bækur um þetta efni. Þær eru að meirihluta ritgerðir, sem hann hefur samið á mörgum árum og birt í tímariti er hann stjórnaði og skrifaði að mestu leyti sjálfur. En það rýrir ekki gildi bókanna því að mikil nauðsyn var á að greinarnar kæmu saman í eina heild í stað þess að geymast í tímariti á víð og dreif, sem erfitt var að ná.
ENGUM BAR eins skylda til að þakka þetta starf með opinberri viðurkenningu og borgarstjórn, enda hefur hún gert það á myndarlegan hátt og ekki of seint, því að enn er Árni sískrifandi og maður finnur ekki ellimörk á skrifum hans. Það er auðfundið á öllu að enn gengur hann að starfi af fullum hug og ann verkefnunum eins og hann hefur alltaf gert. En fyrir ritstörf sín hefur Árni ekki notið þeirrar viðurkenningar, er hann hefur átt skilið — nema hjá almenningi.
ÞEGAR BÓK ÁRNA ÓLA um Þykkvabæ kom út, fyrir nokkrum árum skrifaði ég um þá bók og bar lof á hana, enda fannst mér hún frábærlega vel gerð. Það var ekki aðeins, að maður hefði þetta litla þorp milli vatnanna fyrir augun um heldur og lífsstríð þeirra kynslóða, sem þar höfðu háð sína baráttu við ágang vatnanna frá annarri hlið og sjávarins frá hinni. Þá var ég og að hugsa um það, að hann vantaði þá viðurkenningu sem þessi rithöfundur ætti skilið frá íbúum Reykjavíkur fyrir skrif hans um höfuðstaðinn.

Árni Óla

NÚ ER HÚN komin og myndarleg [bókin Erill og Ferill]. Hún var sjálfsögð. Enginn, hefur skrifað eins vel og eins mikið um sögu höfuðstaðarins. Nú vantar eina enn, en hún er sú, að Ísafold eða eitthvert annað stórt útgáfufyrirtæki gæfi út bækur Árna í einu lagi og þarf að fara að undirbúa þá útgáfu. Árni ætti sjálfur að undirbúa hana en nú er hann farinn að eldast og þetta má ekki geymast lengi úr þessu.
ÞAÐ Á AÐ vera starf rithöfunda að tengja saman kynslóðirnar. Sumir þeirra gera það, en fáir eins vel og skilmerkilega og Árni Óla. Þannig hefur hann tengt saman kynslóðirnar. Það er hverjum borgara lífsnauðsynlegt að þekkja sögu sína og byggðar sinnar. Þegar hann gengur um byggð sína eftir könnun hennar á bókum, verður honum gönguförin ánægjulegri. Þá hefur hann fyrir augunum þann árangur, sem náðst hefur. Og af sögunni lærir maður hvernig skuli snúast við viðfangsefnum.”
Í Morgunblaðinu 1979 var eftirfarandi m.a. skrifað til minningar um Árna látinn: “Árni Óla sagði, að blaðamennska væri þjónusta við land og þjóð; hún væri veglegt og ábyrgðarmikið starf. Blöðin eiga að vera andlegir leiðtogar, en ekki trúðar, eins og svo oft vill brenna við – ekkis sízt nú um stundir. Þau séu nokkurs konar háskóli daglegs lífs”, eins og hann komst að orði. “Þau eiga að vera brimbrjótur gegn aðvífandi öldu lausungar og ómenningar, sem allstaðar leitar á. En jafnframt eiga þau að vera verndarar eigin þjóðmenningar og fella við hana það bezta, sem hægt er að fá frá öðrum þjóðum.”

Heimildir:
-Alþýðublaðið 11.01.1966, bls. 4 og 15.
-Morgunblaðið 12.06.1979, bls. 14.

Álftanes

„Álftanes gengur fram milli Skerjafjarðar og Hafnarfjarðar og má telja að það nái alla leið upp að Hafnarfjarðarveginum.
alftanes-221Sagnir hef jeg og heyrt um það að norður af nesinu hafi fyrrum verið landfastir hólmar, sem nú eru horfnir og ekki annað eftir en sker, sem flæðir yfir. Einhvern tíma hefur það verið hlaðinn sjóvarnargarður fremst á nesinu og er hann stæðilegur enn og mun hafa hlíft mikið.
Úr Skógtjörn, sem er með tveimur ósum til sjávar, sjónhending úr innri ós og í Lambhúsatjörn, fyrir vestan Selskarð, er landamæri sóknanna. Heitir þar Suðurnes. Milli Bessastaðatjarnar og sjávar gengur fram Norðurnes; milli Lambhúsatjarnar og Bessastaðatjarnar er Bessastaðanes, en úti fyrir Skógtjörn, milli ósanna, er Hliðsnes. Nafnið Skógtjörn bendir til þess, að nesið hafi fyrrum verið viði vaxið, en langt mun síðan að þar var hver kvistur upprættur.
Og vegna þess hve ilt var um eldsneyti á nesinu, fóru Álftanesingar áður ránshendi um skógana í Almenningum og spiltu alftanes-224þeim mjög. Þurrabúðamenn, sem ekkert eldsneyti höfðu, sóttu þangað í brýnni þörf þótt í heimildarleysi væri”, segir Árni próf. Helgason. Hann segir og að skógur hafi verið höggvin til fóðurs fyrir búpening á vetrum, og hafi það verið verstu spjöllin, þegar ekki náðist nema efri hluti af hríslunum fyrir snjó og klaka. Erlendur Björnsson á Breiðabólstað getur líka um þetta skógarhögg í endurminningum sínum (Sjósókn) og þykir það hafa verið ill nauðsyn. Ekki voru Alftnesingar einir um þetta, heldur menn úr öllum næstu sveitum. Er þessa getið hjer til þess að sýna að nú mundi hafa verið mikill skógur í Almenningum, og þeir einn af fegurstu blettum sunnan lands, ef rányrkjan hefði ekki komið í veg fyrir það.
Landnáma segir frá því að Ingólfur Arnarson hafi gefið Ásbirni Özzurarsyni frænda sínum Álftanes alt. En síðan fara litlar sögur af því langa hríð.
alftanes-225Bessastaða er fyrst getið í Sturlungu og eru þeir þá í eign Snorra Sturlusonar og hafði hann þar bú. Ekki er þess getið hvernig hann eignaðist þá, en líklegt er talið að hann hafi fengið þá með brögðum af arfi eftir Jórunni ríku á Gufunesi. Eftir að Hákon konungur ljet drepa Snorra, kallaði hann sjer alt fje hans og við það hafa Bessastaðir orðið konungseign. En um það hvernig þeir urðu að höfuðsetri útlenda valdsins hjer á landi, segir Hannes biskup Finnsson: ..Enda þótt Snorri ætti fleiri jarðir, hafa Bessastaðir verið besta jörðin og hin hagkvæmasta upp á aðdrætti, vegna þess að hún lá við sjó. Þess vegna hygg jeg, að þá er erlendir landstjórar komu hingað, þeir er engar eignir eða jarðir áttu hjer á landi, hafi þeir þegar sest að á Bessastöðum.

alftanes-225

Mun það sennilega hafa skeð fyrst 1541 þegar Bótólfur Andrjesson varð hirðstjóri, eða máske ekki fyr en 1345 er Ivar Holm varð hirðstjóri, því að í gömlu skjali Bessastaðakirkju, er virðist skrifað 1352, stendur að Brynhildur kona Holta hafi krafist endurgjalds fyrir 10 kindur og eina kú, sem hún sagði að Ivar Holm hefði ekki borgað sjer. Maður hennar, Holti Þorgrímsson, varð ljensmaður 1346. — En síðan 1470 var enginn íslenskur ljensmaður nema Sveinn Þorleifsson stutta hríð, en hvar hann hefir búið er ekki vitað. En stöðugt uppfrá því hafa Bessastaðir verið aðsetursstaðtir valdsherranna, og af því fengið einir það nafn að vera kallaðir kóngsgarður, enda þótt konungar ætti fleiri jarðir hjer”. — Alftanes kemur því meira við sögu landsins á umliðnum öldum, heldur en flestir aðrir staðir á landi hjer. Og þegar erlendir valdsmenn eru þar ekki lengur, er þar æðsta mentastofnun landsins (1805—1840) og þá voru þar mestu mentamenn þjóðarinnar. Jón lektor og dr. Hallgrímur Sehcving á Bessastöðum, Sveinbjörn Egilsson á Eyvindarstöðum og Björn í Sviðholti. Og nú er þar aðsetursstaður æðsta embættismanns þjóðarinnar, forseta Íslands.

alftanes-227

Saga Bessastaða er saga þjóðarinnar í stórum dráttum. Fyrstur býr þar frægasti höfundur gullaldar bókmenta vorra, svo kemur niðurlægingin með erlendu valdsherrum. Svo er skólinn tákn endurreisnartímabilsins og forsetinn nú ímynd fullkomins sjálfstæðis og frelsis. Enn fremur má líta á það, að um langt skeið mátti kalla að Álftanes væri miðstöð þess athafnalífs, sem best hefir borgið þjóðinni, sjávarútvegsins. Það var sú tíðin að 300 bátar voru gerðir út á vertíð á Álftanesi og í Hafnarfirði. Og í tíð þeirra manna, er enn lifa, voru gerðir út á Álftanesi 70—100 bátar, og um 900 aðkomumenn stunduðu sjómensku þar.
Fyrir tveimur öldum veiddist mikið af beinhákarli í Hafnarfirði Og Skerjafirði og stunduðu Álftnesingar þá veiði af kappi. Gekk hákarlinn alveg upp undir landsteina og elti báta, án þess þó að vinna þeim mein.

alftanes-228

Þegar hann var veiddur fóru 8 eða 10 menn saman á áttæring að skutla hann. Var þetta mjög arðsöm veiði, vegna þess hve mikil lifur var í honum. Nú er öldin önnur í þessu efni. Með breyttum háttum hefir smábátaútgerðin lagst niður, og nú stunda Álftnesingar búskap, og lifa á því að selja mjólk til Reykjavíkur.
Árið 1805 fluttist Ísleifur Einarsson prófessor frá Reykjavík að Brekku á Álftanesi. Ljet hann þegar að gera þar miklar jarðabætur, en þær höfðu ekki þekst á nesinu áður. En er bændur sáu, að gagn var að jarðabótum, tóku þeir einnig að gera jarðabætur hjá sjer. Býlin Hákot, Gesthús, Sveinshús og Bjarnastaðir voru upphafloga tómthús, bygð í Sviðholtslandi. Nú fóru þeir, sem þar bjuggu, að græða út í kringum sig og um miðja öldina var svo komið,- að á grasnyt þessara býla voru fóðraðar 3 kýr. Nú er langmestur hlutinn af Suðurnesi og Norðurnesi kominn í tún, svo að lítið sem ekkert er orðið eftir af bithaga fyrir kýrnar. En á Bessastöðum er verið að gera stórfelda
ræktun.

alftanes-229

Fagurt er í góðu veðri að horfa af hálsinum yfir Álftanesið. Nesið er alt skrúðgrænt með blikandi vogum og bláum sjó framundan. Risulegar byggingar og snotur býli standa þar í hverfinu. Nema hvað höfuðbólið Bessastaðir er eitt sjer og er framt að því hálf sveitin landareign þess, alt hið mikla Bessastaðanes, þar sem er kríuvarp og æðarvarp, óþrjótandi haglendi og ræktunarskilyrði góð. Þar yst við ósinn úr Bessastaðatjörn er Skansinn, vígi sem Danir hlóðu. Víkin þar fyrir utan heitir Seyla, og var fyrrum skipalagi. Í Skansinum var eitt sinn býli, og þar var Óli Skans, sem hin alkunna vísa var kveðin um.
Um Skansinn segir svo í ævisögu Jóns Ólafssonar Indiafara: Holger Rosenkranz höfuðsmaður . . . . hafði um þennan tíma miklu að gegna í viðurbúningi í Seylunni, hvar hann ljet virki gera á móti þessum ránsmönnum (Tyrkjum; þetta var 1627), hvar í hann til varnar skikkaði alla þá íslenska, sem til Bessastaða með sinna ljena afgiftir komnir voru, með þeirra mönnum, og vildi höfuðsmaður engum burtfararleyfi gefa. Einnig hafði höfuðsmaður til sín í Seyluna kallað þau kaupför, sem voru kaupskip úr Keflavík, annað úr Hafnarfirði, þriðja úr Hólminum. Þessi þrjú skip lágu til varnar með höfuðsmannsskipinu í Seylunni, með þeirra innihafandi skipsfólki, vel búnu.
Þá strandaði annað ræningjaskipið á skeri og var faalftanes-231rið að flytja úr því í hitt skipið til að ljetta á því. Vildi þá Jón Indiafari, sem var þaulvanur stórskotaliðsmaður, og aðrir íslendingar, endilega veria Tyrkjum varnar kveðjur, því að svo virtist sem menn gætu haft ráð þeirra í liendi sjer. En Danir voru hræddir og bannaði höfuðsmaður að skjóta. Var hann á hesti viðbúinn að flýja ef Tyrkjir ætluðu að ganga á land. Svo losnaði skipið með aðfalli og silgtu þá bæði skipin aftur suður fyrir land og rænti í Vestmannaeyjum í júlí.
— Staðarlegt er heim að líta til Bessastaða. Þar gnæfir kirkjan og mörg hvítmáluð hús með rauðum þökum, og fara þeir litir einkar vel við græna litinn á túninu. Hvítt, rautt og grænt eru skartlegir litir þegar þeir fara saman.
Bílvegir liggja um alt nesið. Skiftast þeir á landbrúnni milli Skógtjarnar og Lambhúsatjarnar. Liggur þá annar til norðurs út í Eyvindarstaðahverfi og af honum vegur til hægri heim að Bessastöðum. Einn liggur vestur Skógtjarnarhverfi að Svalbarði og síðan norðan á nesinu alla leið að Breiðabólstað. Er sá vegur snjóhvítur tilsýndar, vegna þess að skeljasandur hefir verið borinn ofan í hann.

Bessastaðakirkja

Bessastaðakirkja 2023.

Þá er og vegur frá Svalbarði út að Hliði, og annar af Garðaveginum út á Hliðsnes. Hlið og hjáleigur þess lágu fyrrum undir Garðakirkju og voru í Garðasókn. En árið 1558 tók Knútur Steinsson hirðstjóri þessa jörð frá kallinu og sókninni og ljet Vífilsstaði í staðinn. Í makaskiftabrjefinu lofaði hann að greiða árlega eina tunnu mjöls í milligjöf fyrir afgjaldsmismun á þessum jörðuni. En sú mjöltunna galst ekki nema nokkur ár, og prestum þótti ráðlegast að ganga ekki eftir því að samningurinn væri haldinn.
Garðrækt hefir verið stunduð mjög lengi á Álftanesi og trjárækt átti að hefja á Bessastöðum 1752. Voru þá settar þar niður nokkrar ungar víðiplöntur, komu á þær ný blöð, en samt dóu þær þegar á fyrsta sumri. Hjá Vífilsstöðum var hellir, sem bændur höfðu lengi notað fyrir beitarhús og var mikið tað komið í hann. Sendi Thodd amtmaður á Bessastöðum þangað menn til að stinga út úr hellinum og hafði taðið til áburðar í sáðreit sinn. Ljet hann aka því á vetrum þegar snjóalög voru og ísar og gaf 4 skildinga fyrir sleðan. Hann sáði byggi, baunum og kúmeni í akur sinn, og er svo sagt að hann hafi haft með sjer bygg af akrinum til alþingis og gætt lögrjettumönnum á íslenskum bygggraut. (Þessa sögðu sagði Ingibjörg móðir Gríms Thomsens Páli Fjelsted sagnfræðingi). Þessi ræktun hefir þó fallið niður aftur. En enn í dag má víða um nesið sjá langar raðir af kúmeni vaxa sjálfsáið meðfram girðingum og víðar. Líklega á það ætt sína að rekja til kúmensyrkjunnar á Bessastöðum.
Lengi vel höfðu menn ótrú á því að kartöflur gæti þrifist á nesinu, alftanes-233og voru aðallega ræktaðar rófur. En nú eru þar sums staðar geisistórir kartöflugarðar og gefa góða uppskeru. Er þar víða, einkum norðan á nesinu, sendin jörð og vel fallin til kartöflugarða. Athyglisvert er það hve mikið er um njóla og hvönn víða á nesinu. Er hvannstóð heima við suma bæi, eins og t.d. Gesthús. Má gera ráð fyrir að hvönn og njóli hafi verið flutt til nessins og upphaflega verið ræktað þar sem nytjajurtir.
Þess var áður getið að Björn Gunnlaugsson landmælingamaður átti heima í Sviðholti þegar hann var kennari við Bessastaðaskóla. Hann kvæntist Ragnheiði Bjarnadóttur, ekkju Jóns adjunkts Jónssonar, er týndist með póstskipi undir Svörtuloftum í marsmánuði 1817. Ragnheiður dó 1834, og síðan giftist Björn Guðlaugu Aradóttur frá Flugumýri, ekkju Þórðar stúdents Bjarnasonar frá Sviðholti, bróður Ragnheiðar. Sviðholtsættinni fylgdi draugur, sem kallaður var Þorgarður. En um uppruna hans er þessi saga: Halldór faðir Bjarna í Sviðholti bjó að Skildinganesi og var maður auðugur.Um þessar mundir fekk maður einn, sem annað hvort var dæmdur til dauða eða ævilangrar fangelsisvistar, leyfi til þess að leysa sig út með peningum, en hann var sjálfur fátækur og fekk því loforð hjá Bjarna fyrir gjaldi því, er þurfti. Aðrir nefna til þess bróður Halldórs. Þá er Halldór var að telja gjaldið, kom að kona hans. Hún sópaði saman peningunum og sagði að þar fara væri að verja þeim öðruvísi en að kasta þeim svo á glæður. Seki maðurinn fékk ekki fjeð, og sagði hann að svo mætti fara að tiltæki konunnar yrði henni til lítillar hamingju og ættliði hennar. Nú átti að flytja hann utan, en dugga sú, er hann var á, týndist fyrir Austfjörðum með allri áhöfn. Eftir þetta gekk hann aftur og sótti mjög að konu Halldórs og fór svo að hún ljest. Tók draugurinn þá fyrir aðra menn í ættinni og varð að ættarfylgju. Hann var nefndur Þorgarður.
Þuríður hjet systir Bjarna í Sviðholti. En einu sinni er hann mætli Þorgarði á hann að hafa sagt: „Ekki ber jeg að jeg fari nú að þjera yður”. Þorgarður fylgdi Bjarna rektor, syni Jóns adjunkts og Ragnheiðar.
Bjarni rektor þurfti ekki annað en fara yfir Skerjafjörð eða út í Viðey til að losna við hann. Eftir lát Bjarna fara engar sögur af Þorgarði.
Loksins skrifaði Bjarni eftir Sigmundi, fóstursyni Latínu-Bjarna, sem var ramgöldróttur, en hann kom að vestan og dvaldist hjá Bjarna um hríð. Við það ljetti ásókn Þorgarðs. Sigmundur bjóst við góðum launum hjá Bjarna, en minna varð úr en hann hafði ætlað.  Það er mælt að Björn Gunnlaugsson hafi haft mestu skömm á Þorgarði, en sjeð hann oft.
alftanes-234Þegar Fuhrmann amtmaður bjó á Bessastöðum arfleiddi Guðmundur ríki Þorleifsson í Brokey hann að öllum sínum eignum. Mæltist það mjög misjafnlega fyrir. En amtmaður fór vestur að sækja arfinn. Voru það þrjár skjóður með peningum, rúmfatnaður og dýrgripir. Var þetta flutt á fjórum hestum suður og látið inn í skemmu á Bessastöðum. Morguninn eftir var skemman brunnin með öllu saman, en peningar þeir, er amtmaður hafði haft með sjer frá Brokey, gengu í Swartzkopf-málið og munu þeir varla hafa hrokkið. — Um Swartzkopf-málið og reimleikana á Bessastöðum skrifaði Einar H. Kvaran skemtilega grein.
Bessastaðastofa var reist árið 1763, sem bústaður fyrir Magnús amtmann Gíslason. Er hún ákaflega veggjaþykk og bygð úr steini, sem tekinn var þar á nesinu. Segir Eggert Ólafsson frá því að hann hafi skoðað þetta byggingarefni meðan á byggingunni stóð. Kölluðu menn þetta sandstein, en kvörtuðu þó undan því að hann væri óvenjulega harður. Segir Eggert að þetta sje grár steinn, sem hafi bakast af hægum jarðeldi, bæði heil lög hans og einstakir hlutar. Sje hann bæði fallegur og endingargóður til húsagerðar.
Vottur af jarðhita er á tveimur stöðum á nesinu, í skeri út af Hliði, er laug, sem kemur upp um stórstraumsfjöru, og önnur laug eða volgra er í stutt hjá Bessastöðum. Þar hefir verið reynt að bora eftir jarðhita, en ekki borið neinn árangur.
alftanes-222Í Akrakoti, sem er nyrst á Norðurnesi, rjett hjá Breiðabólstað, gnæfir verksmiðjureykhváfur. En engin verksmiðja er þarna nú. Áður var þarna þangbrensla og joðvinsla og var það þýskt fyrirtæki. Langt er nú síðan það lagðist niður, og ekkert eftir til minja um það nema þessi reykháfur. Máske verður sú atvinnugrein tekin aftur upp á Alftanesi, því að nóg er þar af þanginu. Bændur skáru löngum þang, þurkuðu það og höfðu til eldneytis. Var það ekkert smáræði sem þeir tóku af því, eins og sjá má á því að á stærri heimilum voru fluttir 150—300 hestar af blautu þangi upp úr fjörunni á hverju sumri.
Byggð er góð á Álftanesi, eins og áður er sagt. Mundu mörg húsin sóma sjer í kaupstað, og rafmagn er þar á hverjum bæ. En nú er líka farið að byggja þar sumarbústaði, og eru þar tveir einkennilegustu sumarbústaðirnir sem jeg hefi sjeð. Annan þeirra á byggingameistari í Reykjavík. Er sá bústaður veggjalaus, aðeins hátt þak, með dálítilli viðbyggingu. Hinn bústaðinn á kaupkona í Reykjavík. Stendur sá bústaður fram við sjó og heitir Marbakki. Er hann allur hlaðinn úr grjóti og með torfþaki. Umhverfis er dálítill garður og hár grjótgarður í kring, svo að þarna er altaf skjól. Verönd er sunnan undir honum með glerveggjum og glerþaki, nokkurs konar gróðurhús, og er þar inni blómahaf mikið. Í garðinum eru líka blóm og trje, og er þetta eins og lítill ævintýraheimur eða álfaborg sem mjög auðvelt er að öfunda eigandann af.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. ágúst 1946, Árni Óla, bls. 341-347.

Álftanes

Tóftir Lásakots.

Árni Óla

“Einn góðviðrisdag í sumar kom jeg á skemtilegan og fallegan stað hjerna í nágrenninu. Sunnan við Hafnarfjörð er fell nokkurt sem Ásfjall heitir. Vestan undir því er dalverpi og hefir Kapelluhraun runnið inn í það að norðan og hlaðið hraunborð þvert fyrir það. Þess vegna hefir myndast dálítil tjörn innst í krikanum, uppi undir fjallinu.

asfjall-221

Hraunið er þarna helluhraun með mörgum sprungum. Í hverri sprungu var köngulóarvefur við köngulóarvef og glóði á þá eins og silfurvíravirki þar sem sól skein á. Í miðjum hverjum vef sátu „maddömurnar”, sleiktu sólskinið og biðu eftir bráð. En undir vefunum var fagurgrænt burknastóð. Umhverfis tjörnina var mikið fuglalíf. Þar voru lóur, stelkar, tjaldur, kríur, duggandir, stóru móandir, óðinshanar, hettumáfar. Auk þess grámávar, svartbakar og hrafnar, sem sýnilega höfðu komið í heimsókn. Öll tjörnin moraði af hornsílum. Smáhólmi er í henni og var nú fagurgulur af vatnasóley. Blástör vex í þriðjungi tjarnarinnar og eru þar smátoddar og tappir á víð og dreif og eins meðfram löndum. Þarna var líf og fjör, en mest bar á hettumávunum. Þeir voru á annað hundrað og lintu ekki gargi og skrækjum og gerðu sig heimaríka með árásum á hinn óboðna gest, því að þarna hafa þeir valið sjer varpstað. Á hverri smátöpp meðfram landi mátti líta hreiður með 4 eggjum hvert. Úti í hólmanum voru hreiðrin víst álíka þjett og kríuhreiðrin hjer í Tjarnarhólmanum. Og alls staðar voru þeir að setjast niður í störina, og hafa þar verið toddar með hreiðrum, þótt þeir sæist ekki.
Hettumávurinn er fallegur fugl, harðskeyttur og ráðríkur og ryður sjer til landa með mestu frekju. Ekki veit jeg hvað langt er síðan hann hefir sest þarna að, en varla eru það mörg ár. Og hann hefir lagt undir sig besta landið þarna, eins og annars staðar þar sem hann kemur og bolað öðrum frá. Sjálf krían hefir orðið að hörfa úr hólmanum fyrir ráðríki hans, og er ýmist flúin eða hefir flutt sig upp í mýri ofan við tjörnina. Þangað hafa andirnar víst einnig orðið að flytja til þess að fá afdrep fyrir hreiður sín.
Þótt hettumávurinn sje leiðinlegur til lengdar, var unaðslega skemtilegt þetta sólbjarta sumarkvöld þarna hjá litlu starartjörninni. Handan við hana í ásunum blöstu við iðgræn tún, bæir og sumarbústaðir og spegluðust í vatninu.

Ástjörn

Ástjörn.

Þarna var líf og fjör. Innan um jassgargið í hettumávunum heyrðist margraddaðiir kliður af söng annara fugla og í loftinu stóð hinn fallegi tjaldur og rak upp sín hvellu bjölluhljóð, sem yfirgnæfðu alt annað. Og á meðan jeg sat þaraa og horfði og hlustaði hugfanginn, og naut þess að láta blessaða sólina verma mig, hvarflaði sú hugsun að mjer, hve undarlegt það væri, að slíkir staðir sem þessi færi fram hjá augum fjöldans. Hve undarlegt það væri, að menn þeyttust langar leiðir út og suður, austur og vestur, til þess að fá að sjá fegurð náttúrunnar, en hugsuðu ekkert um þá fögru staði sem hjer eru á næstu grösum. Og þá fanst mjer sem það mundi þarft verk, að benda Reykvíkingum á það, að hjer eru margir fagrir staðir, rjett við bæjarvegginn hjá þeim, staðir, sem fæstir þeirra hafa sjeð og vita ekkert um. Fanst mjer að slíkt gæti orðið góð leiðbeining fyrir þá, sem ekki hafa annan frítíma en vikulokin til þess að lyfta sjer upp.
Reykjanesskaginn er ekki jafn ómerkilegur og sumir hyggja. Hjer er bæði stórbrotin og fjöbreytt náttúrufegurð. Fjöllin eru að vísu ekki há, en þau eru undrafögur og margbreytileg. Hjer eru fagrir firðir og svo hin dásamlegu Sund og eyjarnar. En skaginn þykir heldur gróðurlítill.
Merkilegastur er Reykjanesskaginn fyrir hinar miklu eldstöðvar, sem þar eru, og hraunin. Milli Vogastapa og Hvaleyrar er norðan á nesinu um 15 km. breitt undirlendi upp að Fagradalsfjalli, Keili, Trölladyngju og Undirhlíðum. og er alt þetta svæði samfeld hraunbreiða, sem kallast Almenningur. En tvö yngri hraun hafa flætt þarna yfir gömlu hraunin og alla leið fram í sjó, Afstapahraun milli hrauns og Vatnsleysu og Kapelluhraun milli Hvaleyrar og Hrauns. Almenningshraun eru mjög gömul og eru sennilega komin úr gígum hjá Undirhlíðum, sum eru margir. Frá miðgígunum þar og gígum hjá Helgafelli er Kapelluhraun komið. Það er í annálum nefnt Nýjahraun og draga menn af því þá ályktun að það muni hafa runnið eftir landnámstíð. Afstapahraun er komið úr miklum gígum hjá Trölladyngju.
Þá er Hafnarfjarðarhraun eða Garðahraun. Það er komið úr stórum gíg norður af Helgafelli, skamt frá Kaldárseli. Landspildan fyrir vestan gíginn, með tröðum og hrauni, og líklega gígurinn sjálfur, hefir sigið eftir gosið, og þess vegna má sjá þar þá einkenilegu sjón, að aðalhraunið er hærra heldur en uppvarpið. Hraunstraumarnir frá þessum gosstöðvum hafa beljað niður milli ása niður að Hafnarfirði og út á Álftanes ofanvert.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi.

Fyrir neðan Bláfjöll og Grindaskörð er samanhangandi hraunhaf að Elliðavatni og Lækjarbotnum, og standa aðeins fáir móbergshnúkar upp úr svo sem Helgafell, Valahnúkur og Húsfell. Hafa hraun þessi komið úr mörgum stórum gígum uppi á brúnum við Kóngsfell, hjá Bláfjöllum, við Kerlingarskarð og Grindaskörð og runnið niður hlíðarnar í mörgum stórum elfum og fossum, sem enn má sjá. Það eru ekki vatnsföllin á Reykjanesskaga, en þurár eru þar margar. En þurár munu fornmenn hafa kallað hraunstrauma, sbr. bæjarnafnið Þurá í Ölfusi. Hraun þessi úr Bláfjöllum eru mjög misgömul, komin upp við mörg gos, líklega öll fyrir landnámstíð. Vestan til í þeim eru ýmsar stórar gjár, og heitir ein Gullkistugjá. Við hana er kend Gjáarrjett. Um nafnið Kóngsfell er það að segja, að fellið er kent við fjallkóng eða gangnaforingja, sem hafði þann sið að skifta leitarmönnum þar.

Hellnahraun

Hraun í nágrenni Hafnarfjarðar.

Öll þessi hraun eru í námunda við Reykjavík og öll eiga þau sammerkt um það, að vera mjög girnileg til fróðleiks, svo sannarlega sein fjölbreytni í landslagi er girnileg til fróðleiks. Hraunin eru heimur út af fyrir sig, og margir einkennilegustu og fegurstu staðir þessa lands eru í hraunum. Oft eru þau nokkuð óblíð á svipinn og ógestrisin, En öll geyma þau sjerstaka töfra, sem menn finna fyrst þegar þeir fara að kynnast þeim. Og í þessum hraunum má margt læra, eigi aðeins um eldsumbrot, hamfarir og tortímingu, heldur einnig um gróðrarsögu landsins, hvernig hin þolinmóða móðir náttúra byrjar aftur að græða og klæða. Þar sjest einna best hvað hún hefir „hendur sundurleitar” og að „önnur er mjúk en önnur sár”. Yfir gróðurlendur falla logandi hraunelfur og brenna og kaffæra alt sem fyrir verður. En ekki hefir hraunið storknað fyrr en gróðurinn tekur að nema þar land. Fyrst koma fljetturnar eða skófirnar, sem bíta sig fastar í bert hraunið og mynda á því hvíta og gula bletti. Svo kemur grámosinn og tyllir sjer á skófirnar og myndar þar smám saman smáþúfur, sem síðan renna saman og verða að dyngjum, eða mosaþembum, þessum einkennilega gróðri, sem Jóhannes Kjarval málari hefir skynjað manna best hve fagur er í látleysi sínu og lífskrafti. Grámosinn hefir það hlutverk að skapa jarðveg í hraununum. Hann vex og vex, en fúnar jafnframt að neðan og með því að kappkosta að lifa er hann þannig að útrýma sjálfum sjer, því að nú kemur nýr gróður og sest að í þeim jarðvegi, er mosinn hefir skapað. Í því landnámi er fyrst og fremst krækiberjalyngið og aðrar lyngtegundir, móasef, sauðvingull, geldingalauf o. fl. Þessi gróður kæfir svo smám saman mosann og myndar fastan jarðveg og þá koma enn nýir landnemar: fjalldrapi, víðir og birki, og grastegundir þar sem rakara er, svo sem í bollum og gjótum. Á þennan hátt klæðast hraunin, þangað til þar er kominn skógur og blómskrúð. Og öll þessi gróðurstig má sjá í hraununum hjer umhverfis Reykjavík. Þau eru bæði fögur og fjölbreytileg. Mestur gróður er í Almenningshraununum og Hafnarfjarðarhrauni og hrauninu fyrir ofan Elliðavatn. En Afstapahraun er enn á grámosastiginu. Hvergi eru hraun þessi sandorpin. Sumum finst nú máske upp á lítið boðið að skoða hraun. En það er misskilningur.

Reykjanes

Reykjanesskagi – nefnur.

Þótt hraunin sje heldur fáskrúðug yfir að líta, eru þau sífeld uppspretta fjölbreytni þcgar inn í þau er komið. Þau taka engum vel sem flanar að þeim. En íhugulum gestum veita þau skjól og hvíld og leika við þá með því að sýna þeim hinar furðulegustu kynjamyndir. Það getur og trauðla skemtilegra ferðalag, en að ganga meðfram hraunjaðri. Farið t.d. með jaðri Afstapahrauns frú Vatnsleysu og alla leið upp á móts við Keili. Yður mun langa til að ganga það oftar en einu sinni. Hvers vegna eru menn að fara inn á öræfi, dýrar og erfiðar ferðir þegar þeir hafa öræfanáttúruna rjétt við bæjarvegginn? Viljið þið ekki reyna að skreppa einhvern tíma hjerna suður í Trölladyngju? Best og fyrirhafnarminst er að fara með bíl vestur með Sveifluhálsi, eins langt og ekið verður.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga. ISOR

Hraunið þar á milli og Mávahlíða er allörðugt yfirferðar, en skemtilegt að fara það. Það er að vísu skófrekt og ef þjer viljið spara skóna, þá skuluð þjer fara lengra vestur, þangað sem leiðin liggur vfir Sveifluhálsinn til Krýsuvíkur. Þar er Ketillinn og getið þjer skoðað hann um leið. Þaðan liggur svo gata vestur og norður að Vigdísarvöllum, undir Núpshlíð. Er sú hlíð rómuð fyrir það, segir Eggert Ólafson, hve margt fagurra jurta vex þar. Mikið vex þar af blágresi, maríustakk, hjúnagrasi, muru, sjerstakri tegund af lyfting o. s. frv. Þar finnast og jarðarber. Þaðan er svo farið inn með hlíðinni að Djúpavatni, sem er eitt af hinum fáu stöðuvötnum á Reykjanesskaga. Þar er ágætur tjaldstaður og ef þjer hafið farið úr Reykjavík á laugardegi, þá er sjálfsagt að tjalda þar, og hafa svo sunnudaginn fyrir sjer. Áreiðanlega er það meira en dagsverk að skoða Trölladyngju og umhverfi hennar, hinar stórkostlegu eldstöðvar og jarðhitann. Þeir, sem hafa gaman af því að ganga á fjöll, fá þar ósk sína uppfylta, því að tveir hæstu tindarnir á Trölladyngju eru bæði girnilegir og ögrandi. Þaðan mun vera víð og tilkomumikil útsýn, betri en af Keili, þótt margir dásami útsýnina þaðan. Eru þeir og fleiri, sem gengið hafa á Keili heldur en Trölladyngju. Af Trölladyngju blasir við auga öll dýrð öræfanna, alt nema jöklar.
Vilji menn fara víðar yfir, er hægt að ganga vestur í Fagradal, en þangað fara Grindvíkingar stöku sinnum í skemtiferðir. Norðan og sunnan Trölladyngju eru tvö graslendi, vinjar hjer í eyðimörkinni, Vigdísarvellir að sunnan, en Höskuldarvellir að norðan. Á Vigdísarvöllum var bygð fram yfir aldamót.
Fyrir sunnan og austan Hafnarfjörð eru nokkrir dolerításar með stefnu frá norðvestri til suðausturs og dalir á milli. Í grjótinu í ásum þessum er mikið af „olivirí’, gulum krystöllum, og heldu útlendingar lengi vel, að hjer væri um sjerstaka tegund af grjóti að ræða, og kendu hana við Hafnarfjörð og kölluðu „Havnefjordit”.

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn.

Vestasti ásinn nær frá Hvaleyri og hamrinum við Hafnarfjörð áfram á móts við Undirhlíðar. Aðskilur hann Hafnarfjarðarhraun og Kapelluhraun. Um uppruna nafnsins Kappelluhraun er svo sagt: Yfir Kapelluhraun er vegur svó vel lagður, að hann má skeiðríða. (Var það áður en bílvegurinn kom). En enginn veit af hverjum eða hvenær hann hefir verið lagður. Nálægt í miðju þessu hrauni er upphlaðin grjóthrúga rjett við veginn, sem fólk kallar Kapellu og segir, að þar sjeu dysjaðir þeir menn frá Bessastöðum, sem drepnir voru í hefnd eftir Jón biskup Arason 1551. En ólíklegt er að það muni satt vera.
Skamt fyrir sunnan Hafnarfjörð er Ásfjall og er það hæsti hnúkurinn á þessum ásum. Fyrir sunnan það heitir hraunið Brunahraun eða Bruni. Þar er vegur til Kaldársels og var kallaður Stórhöfðavegur.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – sýnir áætlaðan aldur yngri hrauna.

Næsti ásinn er nefndur Setbergshlíð, og sá þriðji Vífilstaðahlíð, en Vífilstaðaháls er austur frá Vífilstöðum frá suðri til norðurs og þá Arnarnesháls. Frá Setbergi og fram undir Kaldársel gengur daldrag, sem gjarna mætti kalla Kaldárdal, því sennilega hefir Kaldá runnið um hann áður en hraunflóðið kom, sem fallið hefir um dalinn niður að Hafnarfirði og þaðan fram á Álftanes og er fyrst kallað Gráhelluhraun og síðan Hafnarfjarðarhraun og Garðahraun. Eftir þessum dal liggur akvegur suður að Kaldárseli meðfram vesturbrún hraunsins. Er hraunið víða úfið og brotið, hef ir sporðreist og hlaðist upp á sumum stöðum, en sums staðar með djúpum skvompum og skorum. Heiðin að sunnan heitir vestast Sljettahlíð. Er hún kjarri vaxin og graslendisræma milli hennar og hraunsins. Þarna hafa Hafnfirðingar reist sumarbústaðahverfi, og eru þar nú milli 20 og 30 snotrir sumarbústaðir í röð undir hlíðinni. Er þarna viðkunnanlegt og verður með tímanum mjög fagurt, því að hver maður er að rækta hlíðina upp frá sínum bústað og gróðursetja þar blóm og trje.
Milli Setbergshlíðar og Vífilstaða hlíðar er annar dalur, og eftir honum hefir runnið önnur kvísl af Hafnarfjarðarhrauni og dreifir úr sjer á sljettunni fyrir vestan Vífilstaði. Liggja traðir úr Vífilstaðahlaði þar þvert yfir hraunið, og víða meðfram þeim eru bekkir fyrir sjúklinga hælisins. Er hraunið þarna gróið og kjarri vaxið og eru þar margir yndis fagrir staðir, sem sjúklingar munu áreiðanlega lengi minnast af hlýum huga, því að þessir staðir hafa sjálfsagt veitt þeim hugfró og unað í mótlæti þeirra. Dalurinn þarna fram af er svipaður hinum, nema hvað hraunið er öllu stórbrotnara og þegar vestur úr dalnum kemur og það nálgast upptök sín verður það æ hrikalegra og þó fegurra, með mörgum gjám og kötlum. Er víða mikill gróður þarna innan um hinar furðulegustu klettaborgir. Fyrir mynni dalsins er lágt fell, sem Smalafell nefnist. Af því er góð útsýn yfir hraunið og lægðina þar fyrir sunnan, þar sem mikið landsig hefir orðið einhvern tíma. Rjett fyrir vestan Smalafell liggur gamli vegurinn frá Hafnarfirði til Selvogs. Heitir hann Grindaskarðavegur. Göturnar eru nú horfnar og gleymdar, þótt þetta væri áður alfaraleið, en vegurinn segir þó til sín. Hafa verið sett ýmis merki við hann, svo sem smávörður, trjestaurar, eða járnhælar, sem reknir hafa verið niður með stuttu millibili. Og svo hefir á löngum köflum verið raðað steini við stein meðfram götunni. Kemur þessi langa steinaröð, hjer í óbygðum, ókunnugum einkennilega fyrir sjónir, því að hun líkist mest gangstjett. Liggur hún þvert suður yfir jarðfallið með stefnu á eldgíg nokkurn fyrir austan Valafell. Er þetta víst eina færa leiðin með hesta þarna þvert yfir, til þess að komast fram hjá tveimur hrikalegum gjam, sem eru sin hvoru megin við jarðfallið. Þegar komið er upp undir hlíðarnar að sunnan beygir vegurinn vestur að Kaldárseli. Einu sinni var bygð í Kaldárseli. Bjó þar seinast einsetumaður og dó þar, svo að engin vissi fyr en nokkuð seinna að einhverja menn bar þar að garði. Eftir það fór kotið í eyði. En fyrir nokkrum árum reistu skátar þarna skála og höfðu þar bækistöð sína. Í fyrra var skálinn stækkaður um helming, og í sumar hafa Hafnfirðingar haft þar barnaheimili með 27 börnum. Er viðkunnanlegt þarna og hafa börnin unað sjer vel, enda frjálst um svo fjarri mannabygð og í návist fjallanáttúrunnar. Yfir Kaldárseli gnæfir Helgafell. Það er nokkuð hátt og ilt uppgöngu nema að austan. Af því er ágætt útsýni yfir hraunin og gosstöðvarnar þar um kring.

Helgafell

Helgafell og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

Undir Helgafelli eru Kaldárbotnar í kvos nokkurri. Eru þar margar uppsprettur og mynda fyrst dálítið lón. Þangað sækir Hafnarfjarðarbær vatn sitt, og er sú vatnsleiðsla eldri en vatnsveita Reykjavíkur. Stíflugarður hefir verið hlaðinn fyrir lónið og frá honum liggur opinn timburstokkur norður yfir sljetta hraunið og Gullkistugjá, fyrir norðan Kaldársel. Hefir orðið að hlaða geisimikinn og háan steinvegg þvert yfir gjána undir stokkinn. Þar skamt frá er svo vatnið tekið í pípur og leitt til Hafnarfjarðar. En það er nú orðið viðsjárvert að hafa þennan langa opna stokk, og uppspretturnar ógirtar. Stokkurinn er víða farinn að gefa sig og lekur drjúgum. Er einkennilegt að sjá það efst, að vatnið, sem niður lekur rennur í þveröfuga átt við renslið í stokknum, og sameinast Kaldá. Rennur hún svo niður hjá Kaldárseli og þar í hálfhring, eins og hún sje að villast, en steypir sjer svo á kaf niður í hraunið og sjest ekki meir. Jörðin gleypir hana með öllu.

Kaldá

Kaldá.

Hefir mörgum þótt þetta furðulegt, og hefir þjóðtrúin spunnið út af því hinar furðulegustu sögur. Getur Eggert Ólafsson þess í ferðabók sinni, að menn haldi að Kaldá renni neðanjarðar alla leið vestur á Reykjanestá og þar til hafs, en af straumi hennar myndist Reykjanesröst. Getur hann þess einnig, að í samræmi við þessa tilgátu mahna sje farvegur hennar þannig sýndur á hinu nýasta Íslandskorti, sem gert var á konungs kostnað. Brynjulfur Jónsson á Minna-Núpi segir, að það sje almælt, að á fyrri öldum hafi á sú runnið úr Þingvallavatni, er Kaldá er nefnd, eitthvert hið mesta vatnsfall á Íslandi. Hún á að hafa runnið norðan við Hengil og ofan þar sem nú eru Fóelluvötn og svo suður með hlíðum og í sjó á Reykjanesi. Sje sagt að hún komi upp í Reykjanesröst og að Kaldá hjá Helgafelli sje úr henni. Er það haft til sannindamerkis, að hinir svonefndu Vesturvellir ofan frá Hengli til Litlafells, Fóelluvötn og þaðan niður undir Holm líkist gömlum árfarvegi. En svo þurfti að fá skýringu á því, hvernig á því stóð, að þetta mikla vatnsfall skyldi hverfa, og eru um það ýmsar sögur. Ein er sú, að karl nokkur, sem var kraftaskáld, misti í hana tvo sonu sína, og kvað hana því niður. Önnur sögn, og öllu vísindalegri er sú, að Kaldá hafi horfið eitt sinn er suðurfjöll brunnu, svo einn var eldur ofan úr Hengli og út í sjó á Reykjanesi og hafi bá jörðin gengið upp fyrir sunnan Elliðavatn.

Skamt fyrir austan Kaldársel er Helgadalur, djúp hvos með dálítilli tjörn. Er þráðbeint hamrabelti að norðan en grösugar hlíðar á tvo vegu. Er þarna tilvalinn og skemtilegur áfangastaður fyrir þá, sem kanna vildu fjallaslóðir þar um kring. Þaðan má fara t. d. Grindaskarðaveg upp undir f jöllin og síðan austur á við milli hrauns og Kaldárselhlíða um svonefnda Kristjánsdali. Þar er ekkert vatn, en mjög grösugt. Þar voru áður geymdir hestar lestamanna þeirra, er sóttu brennistein í Brennisteinsfjöll, og var þá bygður kofi þar. Er svo haldið austur með yfir hraunfossana, og niður með Vífilfelli á Suðurlandsbraut. Þá er og skemtilegt að fara Grindaskarðaveg, yfir Heiðina há. Það er geisimikil elddyngja, lík í lögun og Skjaldbreiður, og um 700 metrar á hæð. Útsýn er þar víð og fögur í góðu veðri, sjer yfir alt Suðurlandsundirlendið að Eyjafjöllum, inn til jökla og vestur á Snæfellsnes. Vegurinn suður af liggur niður í Selvog, og er þar á brúninni fyrst komið að vörðu þeirri, er hinn alkunni galdramaður, síra Eiríkur í Vogsósum hlóð á sínum tíma Frá Kaldárseli er hæfileg gönguför upp í Brennisteinsfjöll. Er það aflangur fjallahryggur uppi á Lönguhlíð. Í austurhlíð þeirra eru óteljandi gígar og standa mjög þjett, og frá þeim hafa hraunfossar steypst niður hlíðina. Breiða hraunin síðan úr sjer yfir mikla sljettu, sem er þar á milli og Bláfjalla og Heiðarinnar há, en sljettu þessari hallar suður að brúnum fyrir ofan Stakkavík í Selvogi og Herdísarvík, og halda menn að hraunfossarnir sem steypst hafa þar fram af hengifluginu, sje komnir úr gígunum í Brennisteinsfjöllum.

Traðarfjöll

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Mundi það hafa verið hrikaleg sjón, ef einhver hefði verið til að horfa á, er glóandi hraunið kastaðist í stórum fossum fram af bjargabrún. Upp úr hrauninu í austurhlíð Brennisteinsfjalla, koma gufur sums staðar og litlir brennisteinsblettir eru utan í rönd þess. Á því haf a menn þóst vita að þarna væri brennisteinsnámur og hafa svo gefið fjöllunum nafn af því. Sumarið 1851 ferðaðist Jón Hjaltalín landlæknir nokkuð hjer um land til að rannsaka brennisteinsnámur, þar á meðal námurnar í Krýsuvík. Frjetti hann þá um þessar námur uppi í Brennisteinsfjöllum, og fór að spyrjast fyrir um það hvar þau væri, en svorin voru mjög sitt á hvað, sagði einn þetta annar hitt. Var það ekki fyr en að áliðnu sumri, að hann fann mann úr Selvogi, sem kvaðst þekkja fjöll þessi. Bauðst hann til að fylgja Jóni þangað, og lögðu þeir á stað í það ferðalag skömmu fyrir veturnætur. Fann Jón þarna fjórar námur og leist mjög vel á 3 þeirra. Þær eru í Krýsuvíkurlandi. Sjö árum seinna (1858) keypti Englendingur nokkur, J. W. Busby að nafni þessar námur og Krýsuvíkurnámurnar fyrir milligöngu dr. Jóns Hjaltalíns. Eftir kaupbrjefinu máttu Englendingar taka allan brennistein í Herdísarvíkur og Krýsuvíkur landareignum svo og allar málmtegundir, er þar kynni að finnast, og ýmis önnur rjettindi voru þeim áskilin. Seljendur voru þeir síra Sig. B Sivertsen á Útskálum og Sveinn Eiríksson í Krýsuvík og var söluverðið 1400 dalir. Var nú stofnað námuhlutafjelag í Englandi og hafið brennisteinsnám. En fjelagið tapaði og gengu hlutabrjefin kaupum og sölum, og óvíst hvar þau eru nú niður komin. En í Brennisteinsfjöllum má enn sjá verks ummerki eftir brennisteinsnámið. Á dálítilli grasflöt við læk eru rústir húsanna, sem Englendingar reistu og skamt þar fyrir sunnan eru námurnar. Hefir ekki verið neinn hægðarleikur að vinna þær, því að þær eru undir hrauninu. Hafa Englendingar brotið þar stórar skvompur í hraunið, urðu að brjóta um tveggja mannhæða þykkt blágrýtishraunið til þess að komast að brennisteininum, því að hann hefir sest í glufur og hraunholur niður undir jörð. Hitinn í gufuholunum þarna er talinn vera 26—78 gráður. Hefir gufan soðið og etið hraunið í sundur allavega og umbreytt því, svo að þar hafa myndast krystallar og marglitir steinar, sem gaman er að eiga.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Leiðin frá Kaldárseli upp í Brennisteinsfjöll liggur um Kerlingarskarð, sem er rjett fyrir sunnan Grindaskarðaveginn. Eru þar á brúninni margir gígar og úr þeim hafa komið hraunin fyrir neðan Langahlíð. Einn af stærstu gígunum á þessum slóðum er Kistufell. Er af því víð og mikil útsýn. Gígurinn er mikill um sig og um 70 metra á dýpt. Vestan við Kistufell er viðsjált hraun. Eru þar sums staðar hringlaga gígop, þverhnýpt niður og svo djúp, að jökull er í botni þeirra.
Óteljandi gjár og hellar eru í hraununum á öllu þessu svæði, er nú hefir verið lýst, alt frá sjó og upp á Heiðina há. Kann jeg ekki nöfn á þeim, enda yrði það of löng upptalning, eigi heldur allar gjár skírðar, nje allir hellar fundnir enn.

Helgadalur

Helgadalur.

Þegar Árni prófastur Helgason var í Görðum á Álftanesi samdi hann sóknarlýsingu og segir í henni: „Gjár eru víða í þessum hraunum, sumar bæði langar og djúpar. Merkilegastar þekki jeg tvær, sem liggja samsíða frá austri til vesturs fyrir ofan Setbergshlíð, og er ei lengra á milli en svo sem 100 faðmar, að jeg ætla. Í vatn sjer niður í þeim og er langt niður að því; sums staðar eru þetta fremur sprungur en gjár og sums staðar vottar ekki fyrir þeim. — Svo kallaðir Norðurhellar eru hjá Vífilstaðahlíð og Kjötshellir í Setbergshlíð. Rauðshellir er skamt fyrir norðan Helgafell. Í honum eru pallar sjálfgerðir er bæði má sitja á og smjúga undir, og ná þeir yfir þveran hellirinn. Margir hafa grafið nöfn sín í bergið í Rauðshelli, sem þangað hafa komið. Sum staðar er hvað skrifað ofan í annað.”
Eins hellis enn verður hjer að geta, ekki vegna þess að hann sje stór nje merkilegur frá náttúrunnar hendi, heldur vegna þess að Farfuglar hafa gert hann að bústað sínum. Hellir þessi er uppi í kletti nokkrum austan undir Valahnúk. Hann er rjett manngengur þar sem hann er hæstur. Þeir hafa sett fyrir hann hurð og komið fyrir tveimur gluggum, og síðan gert þar fjalagólf. Geta 8—10 menn sofið þarna á gólfinu í svefnpokum, og mun oft svo gestkvæmt þarna, bæði sumar og vetur. Umhverfis er afgirtur dálítill blettur, klettakvosir og brekka sem hefir verið ræktuð. Hafa þeir sáð þarna blómum og gróðursett trjáplöntur, og gert staðinn einkennilega fallegan og aðlaðandi. Verður þó betra seinna, því að alt er þetta svo að segja í byrjun. En alt, sem þarna hefir verið gert, lýsir smekkvísi og ást á náttúrunni, en hún er aðalsmerki allra farfugla.”

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins, 1. september 1946, bls. 349-353.
-Lesbók Morgunblaðsins, 25. ágúst 1946, bls. 341-347.
-Lesbók Morgunblaðsins, 18. ágúst 1946, bls. 334-337.

Valaból

Valaból.