Tag Archive for: Baðsvallasel

Baðsvellir

Gengið var um Baðsvelli og leitað Baðsvallaselja.

Hópssel

Hópssel.

Ein tóft er vestur undir Hagafelli, alveg við Grindavíkurveginn að austanverðu og mun það hafa verið hluti sels frá Hópi, enda í Hópslandi. Önnur tóft því tengdu er í lægð undir Selshálsi og er vatnsstæði framan við hana. Stekkurinn er í hvylft skammt sunnar, undir Selhálsi.
Hitt selið, Baðsvallasel, er á Baðsvöllunum sjálfum sem og utan í hraunkantinum vestan þeirra. Þar eru bæði tóftir og a.m.k. tveir stekkir. Fjöldi stekkja í selstöðu segja jafnan til um fjölda selja.

Baðsvellir

Baðsvellir – tóftir.

Í umfjöllun Guðrúnar Gísladóttur um Sel og selstöður í Grindavík í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, segir hún m.a.: „Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.“

Baðsvellir

Selstaða á Baðsvöllum.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum á Baðsvöllum. Frá Krýsuvík

voru tvær selsstöður á jörðinni; önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fékk aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa selstöðu, en hafði áður Selstöðu við Baðsvelli, sbr. Hópssel undir Selhálsi.

Baðsvallasel

Baðsvallasel.

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, sem fyrr segir, en „menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar.“ Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls þar sem er Dalssel.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum, nema Baðsvöllum.

Selsvellir

Gömlu selin á Selsvöllum.

Þar eru hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Enda mun selstaðan snemma hafa verið færð upp á Selsvelli þar sem Grindavíkurbændurnir höfðu lengi í seli – eða allt frá á seinni hluta 19. aldar. Hraunsselið er þar skammt frá.
Önnur megintófin á Baðsvöllum er norðan við greniskóginn, sem þar hefur verið plantaður, en hin er inni í skóginum, um- og ásetin trjám, sem þyrfti að fjarlægja. Kvíar og stekkir eru með hraunkantinum.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Baðsvallasel
Byrjað var á því að skoða Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel við Seltjörn.

Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Um er að ræða nokkur hús. Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór stekkur. Þetta hefur verið ágæt aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. Í gömlum heimildum er selinu lýst og er það sagt vera við Seljavatn.
Hópsselið er austan Grindavíkurvegar rétt áður en komið er að Selshálsi. Um er að ræða fremur litla tótt utan í hlíðinni. Tótt, sem líklega hefur tilheyrt því, er í lægð norðan í hálsinum skammt vestan vegarins.

Baðsvellir

Sel á Baðsvöllum.

Baðsvallaselin er í hraunkantinum norðan Þorbjarnarfells. Tóttir frá seljunum eru einnig rétt austan við skóg, sem þar hefur verið plantað, nálægt vatni. Ein tóttin er alveg við ystu mörk skógarins. Önnur inni í skóginum og hefur fyrir alllöngu verið plantað trjám í hana og umhverfis.
Skoðað var Einland og tóttir Móa skammt austan við Valhöll. Þá var gengið að Hraunkoti. Bæjarstæðið var fallegt á að líta þar sem sóleyjarnar mynduðu myndrænan forgrunn að upphlöðnu bæjarstæðinu á brún Slokahrauns. Í bakaleiðinni var gengið um Klappartúnið og litið á tóttir gamla Klapparbæjarins skammt sunnan Buðlungu. Vel má sjá hvernig bærinn hefur litið út, auk þess sem nýlega hefur verið mokað frá nyrsta hluta tóttanna. Má þar sjá göng, sem legið hafa að bænum. Sjávargöturnar í Þórkötlustaðahverfi voru þrjár. Sú austasta liggur fallega flóruð og hlaðinn beint niður af Klapparbænum. Miðgatna er neðan Miðbæjar og vestasta gatna skammt vestar.
Bráðfallegt veður og kjörið til útivistar.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Baðsvellir

Skoðuð voru Baðsvallasel norðan Þorbjarnarfells. Baðsvellir voru notaðir til selstöðu frá Járngerðarstöðum uns hún var færð upp á Selsvelli vegna ofbeitar. Selið, sem greinilega er mjög gamallt, er undir hól við litla tjörn. Innan hennar er skógur. Í honum eru tóftir og urmull af kanínum. Undir hraunkanti vestan við Baðsvellina eru stekkir og fleiri tóftir.

Baðsvellir

Baðsvellir – tóftir.

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvörtuðu um það á 19. öld að þar væru hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi. „…aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar”. Húsatóftir hafði haft langvarandi selstöðu á Selsvöllum, en þangað var bæði langt og erfitt að sækja. Staður hafði einnig selstöðu á Selsvöllum.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Ef tekið er mið af viðurkenndum, skráðum og lögformlega skráðum landamerkjabréfum má sjá að línan var dregin um Vatnskatla frá Litla-Keili og þaðan í Sogadal, sem fyrir var fyrrum sel frá Krýsuvík, en „eftirlét Kálfatjörn mánaðarselstöðu ár hvert“. Tóftin í dalnum, er slapp við eyðilegginu vegargerðarmanna vegna borsvæðis, er til vitnis um framangreint. Selsvellir eru allnokkru sunnar og þá vel innan landamerkja Grindavíkurbænda.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum nema Baðsvöllum. Þar er hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Þessi lýsing minnir á lýsingar Jarðarbókarinnar á selstöðum annars staðar á Reykjanesskaga, t.a.m. í Vatnsleysstrandarhreppi. Selstöðunum þar er ýmist lýst sem haglitlum eða vatnslitlum nema hvort tveggja sé, enda er þær flestar úti í hraununum norðan fjallgarðsins, sem liggur um skagann sunnanverðan.

Baðsvellir

Baðsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hins vegar eru selstöðurnar í Grindavíkurhreppi flestar á mörkum hraunanna og móbergshryggjanna sunnan til á skaganum og einkennast af grasigrónum hlíðum eins og við Hraunsel. Vatn skortir ekki af því að lækir koma úr hlíðunum, en hverfa síðan undir hraunin. Þó verður ekki á allt kosið. Því að víða er langt að fara og erfitt að sækja eins og kemur fram í lýsingunum, skemmst á Baðsvelli um 5 km, lengst frá Stað á Selsvelli, um 25 km eftir mjög góðri mælinu.
“Hvenær lögðust selfarir niður í Grindarvíkurhreppi? Í bók sr. Gísla Brynjólfssonar, Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók, 1975, er sagt frá seljunum á Selsvöllum og frá sr. Geir Backmann. Sr. Gísli telur líklegt, að prestar á Stað hafi lítið eða ekki notað selið eftir daga sr. Geirs, þ.e. 1850, en færir engar sönnur á það eða rökstyður. “Síðar”, segir hann, þ.e. eftir daga sr. Geirs, “þegar selfarir lögðust með öllu niður, urðu Selvellir smám saman afréttur sveitanna á Suðurnesjum, sem þeir eru enn í dag”.

 

Baðsvellir

Baðsvellir – tóft.

Í þjóðháttasöfnum stúdenta, sem fram fór sumarið 1976 og beindist að fráfærum, var spurt um sel og selfarir. Fyrir svörum í Grindavíkurhreppi var m.a. Magnús Hafliðason frá Hrauni, f. 1891. Magnús sagði frá því, að foreldrar hann hefðu haft í seli í Hraunseli, sem væri um tveggja tíma ganga frá Hrauni. Þar hefðu verið hafðar kýr og kindur og hefði mjólkin verið unnin í selinu og mjólkurvörunar sendar niður eftir. Smali og ein stúlka hefðu verið í selinu, og hélt hann að hætt hefði verið að hafa í selinu um 1890. Þetta stingur nokkuð í stúf við frásögn Þorvalds Thoroddsens, sem fann rústir einar af Hraunseli árið 1883. Vera má, að tímasetning Magnúsar skeiki um rúman áratug eða svo. Selstaðan gæti hafa verið tekin þar upp aftur eftir að Þorvaldur fór þar um.

Baðsvellir

Baðsvellir – uppdráttur ÓSÁ.

Magnús kennir fólksfæðinni á bæjunum um að hætt var að hafa í seli. Menn fóru að búa sjálfir og reyndu að eignast kýr fremur en ær eftir að selfarir lögðust niður. Magnús gefur hér í skyn að bústofn hafi breyst við það, að menn hættu að hafa í seli… Þessar ályktanir virðast vera rökréttar. Selstöður hafa lagst niður þegar fátt var um bæði nautgripi og sauðfé um 1870. Hinn stóraukni fjöldi sauðfjár frá 1879 virðist benda til þess, að fé hafi verið haldið til annarra nytja en mjólkurnytja og um leið til þess að áhugi á afréttarlöndum hefði orðið áhuganum á selstöðum yfirsterkari. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að hjónin á Hrauni hafi tekið sig til eitthvert vorið og rekið búsmala sinn í selið, þótt allir aðrir væru hættir slíku tilstandi og selið hefði staðið autt og tómt og hálffallið um nokkurra ára skeið.

Baðsvellir

Baðsvellir.

Það má spyrja, hvað lifi enn eftir af þessum búskaparháttum, sem lögðust af fyrir um það bil öld. Í huga Magnúsar Hafliðasonar lifir minningin um selfarir foreldra hans. Hann kann einnig að segja frá öðrum seljum en Hraunseli, sem hann álítur að sé á Selsvöllum. Innar á Selsvöllum veit hann um Sogasel. Rétt mun vera, að Sogasel er fyrir norðaustan Selsvelli við Sog, suðvestan við Trölladyngju og Grænudyngju og var í landi Stóru-Vatnsleysu og nytjað frá Kálfatjörn, en ekki frá Stað eða Tóftum eins og haft er eftir Magnúsi.

Hópssel

Hópssel við Baðsvelli.

Magnús þekkir einnig Dalsel og segir það vera frá Húsatóftum, og hann veit um sel á Baðsvöllum. Margrét Daníelsdóttir, f: 1899, og Þorsteinn Ólafsson, f: 1901, bæði frá Grindavík, vissu um tvö sel á Baðsvöllum, það eystra frá Hópi, en hinu vissu þau eingin deili á. Ennfremur vissu þau um sel á Selsvöllum, sem þau þekktu ekki. Gísli Guðjónsson frá Hlíð í Gerðahreppi, f: 1891, hafði drukkið kaffi á Vigdísarvöllum, þegar hann var smákrakki. Hann áleit, að á Selsvöllum hefði getað verið sel. “Það veit enginn fyrir víst”.

Selskogur-222

Minnismerki við Baðsvelli.

Þetta er það sem stúdentar grófu upp um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi sumarið 1976.
Á Alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna um skógrækt, 29. júlí 2011, var gengið um Selskóg norðan Þorbarnarfells. Gangan var liðuðr í „Af stað..:“ gönguhátíð í umdæmi Grindavíkur. Jóhannes Vilbergsson, formaður skógræktarfélagsins gat eftirfarandi upplýsinga: „Skógræktarfélag Grindavíkur var endurstofnað árið 2006. Meðlimir eru í kringum 40 manns. Það er búið að planta rúmlega 20 þúsund plöntum frá 2006 megnið á norður og suðurhlið Þorbjarnar. Árið 2008 vann skógræktarfélagið í samvinnu við Landsvirkjun að átakinu „Margar hendur vinna létt verk“ og þar voru búnir til göngustígar, hreinsað frá ungum plöntum og áburður borin á. Einnig var plantað fleiri plöntum. Árið 2009 sótti Skógræktarfélagið um þátttöku í atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands. Við komumst að í því átaki og fengu 10 manns vinnu við það um sumarið, við að setja niður plöntur og bera áburð á eldri plöntur ásamt því að stígar voru lagfærðir o.m.fl.
Árið 2010 endurnýjuðum við samninginn og 20 manns komu að starfinu það sumarið.
Mjög góður árangur sést af þessu starfi í hlíðum Þorbjarnar frá vatnstankinum að eldri skógi sem dæmi.
Skógræktarfélagið sótti um skilti hjá Skógræktarfélagi Íslands, skiltið græna má sjá við aðkeyrslu inn í skógræktina. Árið 2011 vildi Grindavíkurbær ekki taka þátt í atvinnuátakinu svo minna hefur gerst þetta árið.
Fyrsti hluti af grisjun skógarins hefur farið fram, og hefur það verið í höndum fagmanna frá Skógræktarfélagi Íslands.
Hefur Skógræktarfélag Grindavíkur sótt um þetta frá endurstofnun félagsins, og loksins fengum við grisjunina. Grisjun skógarins bætir skóginn og sólarljósið kemst niður í skógarbotninn, og öll trén sem eftir verða fá að njóta sín betur.
Grunnskólinn hefur í mörg ár plantað græðlingum og Leikskólinn Krókur hefur einnig sett niður svolítið af plöntum. Allir eru velkomnir að taka þátt í starfi Skógræktarfélags Grindavíkur því það er okkar allra hagur að Selskógur sé útivistarparadís Grindavíkur.
Í fundargerð Kvenfélags Grindavíkur frá 24. okt. 1956 og síðan í fundargerð 1957 má lesa ýmsan fróðleik um stofnun skógræktar í Selskógi (Baðsvöllum).

Heimild:
-Þjóðháttasöfnun stúdenta 1976.

Baðsvellir

Sel á Baðsvöllum.

Klöpp

Skoðað var Njarðvíkursel sunnan Seltjarnar. Selstóttirnar liggja í röð undir hraunbakkanum skammt frá veginum að Stapafelli. Um er að ræða nokkur hús.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Norðan vegarins er hlaðin rétt og stór stekkur. Þetta hefur verið ágæt aðstaða miðja vegu á milli þjóðleiðanna (Skipsstígur) á milli Njarðvíkur og Grindavíkur annars vegar og Voga og Grindavíkur (Skógfellavegur) hins vegar. Í gömlum heimildum er selinu lýst og er það sagt vera við Seljavatn.

Hópssel

Hópssel.

Hópsselið er austan Grindavíkurvegar rétt áður en komið er að Selshálsi. Um er að ræða fremur litla tótt utan í hlíðinni. Tótt, sem líklega hefur tilheyrt því, er í lægð norðan í hálsinum skammt vestan vegarins. Baðsvallasel er í hraunkantinum norðan Þorbjarnarfells. Tótt frá selinu er einnig rétt austan við skóg, sem þar hefur verið plantað, nálægt vatni. Tóttin er alveg við ystu mörk skógarins.
Í örnefnaskrá AG segir að “Selsháls [sé] hryggur, sem tengir saman Hagafell og Þorbjörn. Þetta er sunnan við Dagmálaholtið. Dagmálaholt munvera kennt við eyktarmark frá selinu á Baðsvöllum [sel frá Járngerðarstöðum skv. Jarðabókinni]. Einnig er Selháls kenndur við sel… Fast við veginn eru seltættur, sem virðast yngri en hin seli”.

Hraunkot

Hraunkot.

Skoðað var Einland og tóttir Móa skammt austan við Valhöll. Þá var gengið að Hraunkoti. Bæjarstæðið var fallegt á að líta þar sem sóleyjarnar mynduðu myndrænan forgrunn að upphlöðnu bæjarstæðinu á brún Slokahrauns. Í bakaleiðinni var gengið um Klappartúnið og litið á tóttir gamla Klapparbæjarins skammt sunnan Buðlungu. Vel má sjá hvernig bærinn hefur litið út, auk þess sem nýlega hefur verið mokað frá nyrsta hluta tóttanna. Má þar sjá göng, sem legið hafa að bænum.
Frábært veður.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.