Baðsvellir

Gengið var um Baðsvelli og leitað Baðsvallaselja.

Hópssel

Hópssel.

Ein tóft er vestur undir Hagafelli, alveg við Grindavíkurveginn að austanverðu og mun það hafa verið hluti sels frá Hópi, enda í Hópslandi. Önnur tóft því tengdu er í lægð undir Selshálsi og er vatnsstæði framan við hana. Stekkurinn er í hvylft skammt sunnar, undir Selhálsi.
Hitt selið, Baðsvallasel, er á Baðsvöllunum sjálfum sem og utan í hraunkantinum vestan þeirra. Þar eru bæði tóftir og a.m.k. tveir stekkir. Fjöldi stekkja í selstöðu segja jafnan til um fjölda selja.

Baðsvellir

Baðsvellir – tóftir.

Í umfjöllun Guðrúnar Gísladóttur um Sel og selstöður í Grindavík í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, segir hún m.a.: “Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.”

Baðsvellir

Selstaða á Baðsvöllum.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum á Baðsvöllum. Frá Krýsuvík

voru tvær selsstöður á jörðinni; önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fékk aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa selstöðu, en hafði áður Selstöðu við Baðsvelli, sbr. Hópssel undir Selhálsi.

Baðsvallasel

Baðsvallasel.

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, sem fyrr segir, en “menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar.” Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls þar sem er Dalssel.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum, nema Baðsvöllum.

Selsvellir

Gömlu selin á Selsvöllum.

Þar eru hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Enda mun selstaðan snemma hafa verið færð upp á Selsvelli þar sem Grindavíkurbændurnir höfðu lengi í seli – eða allt frá á seinni hluta 19. aldar. Hraunsselið er þar skammt frá.
Önnur megintófin á Baðsvöllum er norðan við greniskóginn, sem þar hefur verið plantaður, en hin er inni í skóginum, um- og ásetin trjám, sem þyrfti að fjarlægja. Kvíar og stekkir eru með hraunkantinum.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.