Tag Archive for: Bakkastekkur

Borgarkotsstekkur

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ fjallar höfundurinn, Sesselja Guðmundsdóttir, um stekkina ofan Vatnsleysu, Flekkuvíkur, Borgarkots, Bakka og Kálfatjarnar.

Miðmundarstekkur

Mundastekkur.

Um Mundastekk segir: „Tvívörðuhóll heitir hóll rétt niður og vestur af Arnarvörðu fast við Strandarveginn og vestan undir honum er Mundastekkur sem líklega var frá Flekkuvík. Á hól fast upp af og við Tvívörðuhól er braggagrunnur af einni varðstöð stríðsáranna og að henni liggur greinilegur vegarslóði. Tvívörðuhæð er hæðin þarna kölluð en Tvívörður voru neðan Strandarvegar.“

Um Borgarkotsstekk segir: “ Neðan við Strandarveg, innst á há Hæðinni, er Stefánsvarða, falleg og reisuleg, kennd við Stefán Pálsson (f. 1838) útgerðarmann á Stóru-Vatnsleysu. Vegagerðarmenn rifu vörðuna eins og margar aðrar á þessum slóðum en hún var endurhlaðin árið 1970 af Jóni Helgasyni frá Litlabæ og Magnúsi syni hans. Á „hafnfirskan“ stein í vörðunni er klappað nafnið Stefánsvarða.

Stefánsvarða

Stefánsvarða.

Varðan stendur við gamla götu sem virðist vera frá svipuðum tíma og Almenningsvegur og er hún flóruð á lcöflum eins og Hestaslóðin. Þessi gata lá neðar og nær bæjum allt frá Vatnsleysu að Kálfatjörn og hefur líldega frekar verið notuð af heimafólki en hinum almenna vegfaranda. Hólarnir tveir neðan við vörðuna heita Stefánsvörðuhólar og norðan undir þeim nyrðri er Borgarkotsstekkur.“

Staðarstekkur

Staðarstekkur – teikning.

Gísli Sigurðsson segir í örnefnalýsingu sinni fyrir Kálfatjörn og Litlabæ frá Bakkastekk: „Upp frá Nausthól er Vatnsstæðið, áður nefnt, en þar ofar eru svo kallaðar Kálfatjarnarmógrafir rétt ofan við Langahrygg. Þar enn ofar er Bakkastekkur og sjást þar rústir. Þá er hér einnig að finna Borgarkotsstekk suður og upp frá Borgarkoti.“

Sesselja segir: „Norður af Staðarborg og vestur af Þorsteinsskála er Staðarstekkur.“ Um er að ræða óljósar tóftir í lágum klofnum klapparhól. „Nú förum við aftur niður á Strandarveg og fyrir neðan Hæðina, innan og austan við afleggjarann að Bakka og Litlabæ, (u.þ.b. 200 m) er Heimristekkur vestan undir Heimristekkhól. A hólnum er há þúfa en hóllinn er rétt fyrir ofan Almenningsveginn. Heimari = heimri þýðir það sem er nær bæ af tvennu og í þessu tilviki var Heimristekkur nær bæ en Staðarstekkur.“

Bakkastekkur

Bakkastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I“ segir um Bakkastekk: „Beint upp af Nausthólsvík miðja vegu milli Langahryggjar og þjóðvegarins gamla, eru stórir klapparhólar. Þar milli hóla, í graslaut, er Bakkastekkur,“ segir í örnefnaskrá. Bakkastekkur er um 590 m austur af Bakka, um 720 m norðaustur af Gamla-Bakka og um 850 m norðaustan við Kálfatjarnarbæ.
Stekkurinn er í grasi gróinni laut milli hraunhóla og er lautin opin til norðvesturs. Úr henni sést að Gamla-Bakka og Litlabæ. Smáþýft er í lautinni.
Stekkurinn er ógreinilegur í norðurjaðri lautarinnar í dálitlum halla mót suðri. Stekkurinn er grjóthlaðinn, um 5x  m að stærð og snýr NNV-SSA. Í suðurendanum er lítið hólf, um 1 x 2 m að innanmáli, snýr VSV-ANA. Í norðurendanum er óljós grjótþúst, um 1,5×1,5 m að stærð.“

Borgarkotsstekkur

Borgarkotsstekkur.

Um Borgarkotsstekk segir: „Tveir hólar skammt fyrir neðan vörðuna [Stefánsvörðu], annar til vesturs hinn til norðurs, kallast Stefánsvörðuhólar. Norðan undir þeim nyrðri (hann kallast einnig Stekkhóll) er Borgarkotsstekkur,“ segir í örnefnaskrá. Stekkurinn er dálítinn spöl norðvestan við Stekkhól, um 220 m norður af Stefánsvörðu, um 1 km suðaustur frá Borgarkoti 027 og um 1,7 km norðaustan við Kálfatjörn. Stekkurinn er í dálítilli grasi vaxinni laut. Aflíðandi brekka er upp úr lautinni til suðurs en grónir hraunhólar mynda kraga í kringum lautina alla. Þó er op á honum til norðausturs. Stekkurinn er grjóthlaðinn, tvískiptur og snýr norður-suður. Tóftin er um 6×3 m og mesta hleðsluhæð er 0.5-10 cmetrar. Tóftin er allvel gróin, aðallega grasi og elftingu en víða sést í grjót.“

Heimristekkur

Heimristekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Um Heimristekk segir: „Til suðurs frá Stefánsvörðu og nokkuð frá veginum er allhár hóll og brattur til norðurs. Hann heitir Grjóthóll.Til suðvesturs frá Grjóthól og nær veginum er Heimristekkur, vestan undir Heimri-Stekkhól. Heimristekkur er um 200 m til austurs frá steinkofa þeim, sem stendur við veginn heim að Bakka,“ segir í örnefnaskrá. Heimristekkur er sunnan undir sprungnum hraunhelluhól, um 780 m norðvestur af Staðarstekk og um 930 m austur af Kálfatjörn.
Um 200 m sunnan við aðalveginn er hár hóll með hundaþúfu efst og suðsuðaustan við hann er ívið minni hóll, krosssprunginn hraunhelluhóll. Stekkurinn er sunnan undir honum á grasi grónum bletti í mosavöxnu hrauninu.
Tóftin er mjög gróin en á stöku stað sést í grjóthleðslur. Tóftin er tvískipt, um 7 x 5 m að stærð og snýr austur-vestur. Mesta hleðsluhæð er um 0,7 m. Austara hólfið er um 1×1 m að innanmáli og það vestara er um 2 x 3 m að innanmáli, snýr norður-suður. Op er á tóftinni í suðvesturhorni og í gengt er í minna hólfið um stuttan gang úr stærra hólfinu.“

Staðarstekkur

Staðarstekkur.

Um Staðarstekk segir: „Spottakorn upp af Heimristekk er Staðarstekkur,“ segir í örnefnaskrá. Staðarstekkur er um 320 m norður af Staðarborg 049 og um 1,7 km suðaustur af Kálfatjörn.
Stekkurinn er í stórri sprungu nyrst á hraunhelluhól. Einnig er sprunga á hólnum vestanverðum en hún er grynnri. Hóllinn er allstór en lágur og flatur. Allt í kringum hann er grasi vaxið en jarðvegseyðing víða komin nærri honum. Heildarstærð stekkjarins er um 22×3 m. Sprungan sem stekkurinn er í liggur austur-vestur og er víðast um 1,5 m á breidd og hafa öll hólfin þá breidd nema hólf D. Suðurveggur sprungunnar er hærri en sá nyrðri og beinni. Hæstur er hann um 1,8 m. Norðurveggurinn hallar út til norðurs og er hæstur um 1,4 m.  Almennt fer lítið fyrir hleðslum sem eru þvert á sprunguna því hún er mjög grasi vaxin og hleðslur eru flestar lágar. Sumstaðar sést í grjót.“

 

Flekkuvíkurstekkur

Flekkuvíkurstekkur I – uppdráttur ÓSÁ.

Um Flekkuvíkurstekk segir: „Upp af Stekkjarvíkinni er Stekkjarmóinn, velgróinn og allstór um sig. Við austurjaðar hans, nokkurn spöl frá sjó, er Flekkuvíkurstekkur sunnan undir lágum hól, Stekkhólnum,“ segir í örnefnaskrá. Stekkurinn er um 450 m norðvestur af bæ.
Stekkurinn er sunnan undir lágum hraunhól í grónu hrauni en mikill holmói er nálægt honum til norðvesturs. Vestan og norðvestan við stekkinn er allgott beitarhólf, flatlent og grösugt.
Stekkurinn er tvískipt tóft, grjóthlaðin og vel gróin. Hún er um 3 x 5 m að stærð og snýr norður-suður. Hleðslur sjást í suðurenda, mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Hólf I) er í norðurenda, það er um 1,5 x 0,5 m að innanmáli og snýr austur-vestur, ógreinilegt. Op er á því til austurs.“

Vatnsleysustekkur

Flekkuvíkurstekkur II.

Um Flekkuvíkursel II segir: „Á heimasíðu Ferli[r]s segir: „Annar stekkur, einnig tvískiptur er skammt sunnan við suðvesturhorn túngarðsins. Hann er hlaðinn úr stórum steinum.“ Steinhlaðin tóft er skammt utan túns, um 10 m vestan við núverandi veg heim að Flekkuvík og um 180 m norðaustur af bænum.
Tóftin er í grasgefnum móa þar sem eru lágir klapparhólar. Tóftin er grjóthlaðin og skiptist í þrjú hólf. Hún er um 10×5 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Tóftin er hlaðin sunnan í lágan klapparhól og er lágur bergveggur notaður í norðausturvegg. Hlaðið er ofan á hann að hluta.

Flekkuvíkurstekkur

Flekkuvíkurstekur/rétt – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftin er hlaðin úr stóru hraungrýti en hleðslur hrundar að miklu leyti. Hólf A) er stærsta hólfið, það er um 4×3 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Innan við það til vesturs er lítið hólf B) , um 1,5×1 m að innanmáli, snýr norðaustur-suðvestur. Í suðausturenda tóftarinnar er svo hólf C) sem er að innanmáli um 3, 5 m í þvermál. Einföld hleðsla er í veggjum þess og hefur sennilega verið aðhald í því framan við tóftina. Op er á þessu hólfi til norðausturs. Mesta hleðsluhæð tóftar er um 0,4 m. Ekki sjást op inn í hólf A eða B. Hlutverk tóftar er ekki þekkt með vissu en höfundur texta á heimasíðu Ferli[r]s telur að um stekk sé að ræða. Ef til vill er hér um útihús eða kvíar að ræða.“
Ef um útihús hafi verið að ræða á nefndum stað mætti nefndi „höfundur“ þess vegna heita haughús. Þarna eru engar minjar um útihús, hvorki á stanum né í umhverfinu. Ef ekki hafi verið um stekk að ræða þarna hefur þar verið tvískipt gerði, jafnvel rúniningsrétt. Af umhverfinu að dæma virðist hún ekki hafa verið varanlega notuð.

Mundastekkur

Mundastekkur – uppdráttur ÓSÁ.

Um Mundastekk segir: „[…] og vestan undir honum [Strandaveginum] er Mundastekkur sem líklega var frá Flekkuvík,“ segir í Örnefnum og gönguleiðum.
Stekkurinn er fast vestan undir Tvívörðuhæð og um 1,1 km í suðvestur frá bæ.
Stekkurinn er á stéttum grasbala í nokkuð grónu hrauni en næst stekknum er flagmói. Skammt sunnan við stekkinn er reiðstígur.
Stekkurinn er grjóthlaðinn en vel gróinn og hleðslur signar. Hann er 7×6 m að stærð og snýr austur-vestur.

Mundastekkur

Mundastekkur.

Stekkurinn skiptist í tvö hólf en veggurinn sem skilur hólfin að sést mjög illa og er afar vel gróinn. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m. Líklega hefur verið op inn í tóftina í norðvesturhorni hennar en það er mjög óskýrt. Hólfin eru samsíða í sömu stefnu og tóftin. Syðra hólfið I) er um 1×3 m að innanmáli og nyrðra hólfið II) er um 4,5×2 m að innanmáli. Í austurenda þess virðist vera lítið hólf sem er um 1×0,5 m að innanmáli og snýr norður-suður en það getur verið að það sé aðeins hrun úr veggjum.“

Stekkir eru hluti búsetuminja fyrri tíðar. Þá ber að varðveita, líkt nauðsynlegt er að varðveita söguna.

Heimildir:
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins), Sesselja G. Guðmundsdóttir, 2007.
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2011.
-Örnefnalýsing fyrir Kálfatjörn, Litlibær – Gísli Sigurðsson.

Heimristekkur

Heimristekkur.

Borgarkot

Gengið var frá Stefánsvörðu, um Borgarkotsstekk, að hlaðinni refagildru ofan við Borgarkotstúnið. Þaðan var gengið að Hermannavörðunni, fallinni og raskaðri á hól við austurlandamerki Borgarkots, stórgripagirðingunni gömlu er liggur við hann áleiðis upp frá ströndinni og síðan þaðan til veturs í átt að Kálfatjörn. Henni var fylgt niður að Þjófabyrgi og síðan vestur með ströndinni að Borgarkotstóttunum. Láfjöróttur sjórinn var spegilsléttur. Krían var mætt á svæðið og fór mikinn.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Við skoðun á tóttum Borgarkots bættust þrjár tóttir við þær fjórar, sem áður höfðu verið skoðaðar. Ljóst er að þarna hafa verið mun meiri umsvif en álitið hefur verið. Sjórinn hefur brotið smám saman af ströndinni, en túnið hefur náð mun lengra fram á klappirnar líkt og annars staðar með ströndinni. Framan við þær er myndarleg vör, sem líkast til hefur verið notuð fyrr á öldum, en kotið fór í eyði á 18. öld þegar bóndinn var ranglega sakaður um að hafa skorið sauð Flekkuvíkurbónda á aðfangadag. Síðar mun hafa komið í ljós að sauðurinn var prestsins á Kálfatjörn. Vont að þurfa að missa allt sitt fyrir sauðsmisskilning. Lokið var við uppdráttargjörð af svæðinu.
Borgarkot var um tíma nýtt frá Viðeyjarklaustri (sjá fyrri umfjöllun um Borgarkotssvæðið). Klaustrið átti margar jarðir með norðanverðum skaganum, umhverfis Reykjavík og á sunnanverðu vesturlandi (sjá meðfylgjandi kort).
Vatnssteinar (Vaðsteinar) voru litnir augum, en á milli þeirra er fallegt vatnsstæði. Vestan þess er hlaðið gerði eða rétt. Vestan réttarinnar má sjá hleðslur er að öllum líkindum tengjast refaveiðum. Ein hrúgan ber þess ummerki að hafa verið refagildra. Sjá má hlaðinn „ganginn“ í henni ef vel er að gáð.

Borgarkot

Jarðeignir Viðeyjarklausturs á Reykjanesskaga.

Að þessari gaumgæfingu lokinni var strikið tekið suður heiðina í leit að svonefndum Bakkastekk. Hann fannst eftir stutta leit, greinilega mjög forn. Hann er á hraunhól allnokkuð suðsuðaustur af Bakka. Búið var að umbreyta austurhluta hans og hlaða úr honum refagildru. Þarna virðist því víða hafa verið átt við refaveiðar. FERLIR hefur skoðað um 70 hlaðnar refagildrur á Reykjanesi en ótaldar eru tvær mjög gamlar gildrur skammt ofan við gildruna ofan Borgarkots, gildra ofan við Húsatóftir, sem og tvær gildrur í Hraunsleyni ofan við Hraun og jafnvel gildra á Stóruflöt við Grindavík. Gildrurnar þarna virðast allar hafa sömu lögun og líklega gerðar af sama manninum. „Fellan“ virðist hafa verið hentugur steinn, en ekki slétt þunn hella, eins og t.d. í gildrunum á Selatöngum, við Húsfell, í Básum og undir Sundvörðuhrauni. Sumar heimildir segja gildruveiðar þessar vera komnar frá landnámsmönnum, en aðrir vilja meina þær yngri. Þær virðast þó að mestu hverfa eftir að byssur urðu almenningseign hér á landi. Þó er ekki óraunhæft að álíta að menn hafi haldið við einstaka refagildrum, einkum þeim sem voru á reglulegri leið þeirra, s.s. í beitarhús eða á rekagöngum.
Tiltölulega auðvelt væri að endurgera refagildrur líka þeim, sem fyrr voru notaðar, svo heillegar eru þær sem eftir standa.
Veður var frábært – sól og blíðviðri.
Gerður var uppdráttur af svæðunu (sjá mynd).
Frábært veður.

Borgarkot

Refagildra ofan Borgarkots.

Völvuleiði

Gengið var um vestanvert Flatahraun norðan Hrafnistu. Í hrauninu er margt minja, s.s. rétt, stekkur, heytóftir, kví og stöðull, en utan þess, ofan við Dysjamýrina er Völvuleiðið.

Flatahraunsrétt

Flatahraunsrétt (Balarétt).

Á Völvuleiði hvíla álög. Algengt var að sjá dysjar við gamla þjóðvegi sbr. dysirnar við Kópavogslæk og uppi á Arnarneshálsinum. Eftirfarandi upplýsingar um svæðið eru komnar frá Jónatani Garðasyni, sem þekkir það einna manna best.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

Garðagata er gamla leiðin frá Hraunsholti, um Garðaholtsendann, þar sem námurnar voru og nú eru garðlönd, um ýmist um lágholtið eða háholtið framhjá þúfunum (dysjunum) og að Garðakirkju. Kirkjuvegurinn var aftur á móti í gegnum Víðistaði, um Dysjamýrina og Hraunsnefið. Upphlaðinn moldavegur lá yfir Dysjatúnið (sem var mýrlent mjög í þá tíð). Dysjabrúin eins og gatan var nefnd þar sem hún lá yfir mýrina var sléttuð á sínum tíma.
Í annars sléttur hrauninu áður en komið er að úfnum hraunkantinum mátti sjá hringlaga rétt; Bakkastekkjarétt eða Flatahraunsrétt. Stundum var hún nefnd Balarétt. Hún er nokkuð heilleg. Sunnan hennar var gróinn manngerður, hringlaga hóll. Slétt og gróið hraunið ber með sér að þarna hafi verið fiskitrönur þangað til nýlega.

Garðahverfi

Bakkastekkur.

Norðvestan réttarinnar eru hleðslur af kví. Í hraunbolla norðan hennar er hlaðinn leiðigarður og lítil stekkur framan við fyrirhlaðinn smáskúta. Suðvestan við hann er Bakkastekkjanef, sem tilheyrir Flatahrauni. Sunnan þessa mátti sjá rústir af a.m.k. tveimur húsum eða heytóftum.
Neðan við Garðaveginn sem nú er, rétt við steinhlaðna húsið að
heimtröðinni að Bala, er gamall stöðull í hraunkrika þar sem ærnar voru mjólkaðar. Það er Balastöðull.

Það er rétt að benda þér á að ástæðan fyrir að Flatahraun er algjörlega marflatt á þessum stað, sem og á þeim stað þar sem raðhúsin, sem tilheyra Hrafnistu eru, er sú að á Garðaholti var kampur á stríðsárunum og hermennirnir voru einnig með skúra sína og byrgi við Bala, á Skerseyri og Brúsastöðum (eitthvað af þessu stendur enn).

Garðahverfi

Presthóll (Prestaþúfa).

Hermennirnir notuðu gjóturnar í Flatahrauni sem ruslahauga og fylltu þær af drasli og síðan var sléttað
yfir allt saman. Þess vegna er þetta svona fagurlega slétt.
Norðan við Dysjamýri er gróinn hóll; Völvuleiðið.
Haldið var áfram upp á ásinn og yfir að Prestaþúfu (Presthól). Umrótið eftir herinn er í Prestaþúfu, þar sem Markús nokkur sem var Garðaklerkur á sautjándu, frekar en átjándu öld, sat gjarnan þegar hann íhugaði efni predikana sinna. Hóllinn var grafinn út og útbúin einskonar skotgröf, hann er við vegamót Álftanesvegar og afleggjarans að Garðaholti.

Flatahraun

Hlaðið byrgi í Flatahrauni.

Gengið var norður og niður að Garðastekk og gömlu götunni heim að Görðum síðan fylgt til vesturs upp eftir norðanverðu Garðaholti. Við götuna, hægra megin, eru hleðslur. Þar mun vera svonefnd Mæðgnadys.
Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80 og Pétur Sigurgeirsson, biskup, vígði hana á öðarum degi hvítasunnu. Kirkjan er úr hlöðnu grjóti úr holtinu fyrir hana.
Hinn 20. desember 1914 var nýja kirkjan í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 og hafði kirkjan þá verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Völvuleiði

Völvuleiði.