Tag Archive for: Bjarnastaðir

Bjarnastaðir

Í Náttúrufræðingnum árið 1958 má lesa eftirfarandi eftir Finn Guðmundsson eftir að leðublaka hafði verið fönguð við Bjarnastaði í Selvogi árið áður:
„Laust fyrir kl. 6 síðdegis þriðjudaginn 8. þ. m. (okt. 1957) var Helgi Guðnason, Þorkelsgerði í Selvogi, að hyggja að fé sínu, og lá leið hans þá um túnin hjá Bjarnastöðum, en sá bær er nokkru austar í Selvogi en Þorkelsgerði. Gekk Helgi þá fram á kvikindi eitt allófrýnilegt, sem lá í grasinu fyrir fótum hans. Þar sem Helgi bar ekki kennsl á dýr þetta, hélt hann rakleitt heim að Bjarnastöðum og gerði Sigurlaugi bónda Jónssyni á Bjarnastöðum aðvart um meinvætt þenna. Brá Sigurlaugur skjótt ledurblaka-221við og hélt á vettvang og tókst honum að handsama dýrið. Varð honum þegar ljóst, að þetta var leðurblaka, og bar hann hana inn í bæ og setti í fötu með heyi og strengdi dúk yfir. Síðdegis næsta dag tilkynnti Sigurlaugur mér símleiðis um fund þenna, og á fimmtudaginn hélt ég suður í Selvog til að sækja dýrið. Það hafði í fyrstu verið blautt og alldasað, en hresstist brátt, og þegar ég kom að Bjarnastöðum síðdegis á fimmtu daginn og fór að athuga dýrið, flaug það upp úr fötunni og flaug stundarkorn fram og aftur um stofuna á Bjarnastöðum, áður en okkur tókst að ná því aftur.
Nánari athugun hefur leitt í ljós, að þetta er amerísk leðurblökutegund. Hið vísindalega heiti hennar er Lasiurus cinereus, en enska (ameríska) heiti hennar er Hoary Bat. Háralitur dýrsins er gulbrúnn, en hárin eru hvít eða hvítgrá í oddinn, og dýrið sýnist því vera hélugrátt. Af þessu er enska nafn tegundarinnar dregið, en hoary þýðir hélugrár eða hæruskotinn. Mætti því kalla tegund þessa hrímblöku á íslenzku. Hrímblakan er fremur stór leðurblökutegund eða á stærð við stærstu leðurblökur Evrópu. Lengd Selvogsblökunnar mældist 13.6 cm (þar af halinn 6.1 cm) og vængjahafið 38.5 cm. Hrímblakan er norræn tegund, sem í Ameríku ei algengust í Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna. Hún er fardýr, sem leitar suður á bóginn á veturna, jafnvel suður til Mexíkó. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem leðurblaka hefur náðst hér á landi. Um miðjan október 1943 var leðurblaka handsömuð á Hvoli í Mýrdal, og önnur náðist við höfnina í Reykjavík í ágúst 1944 (sbr. Náttúrufr., 1943, bls. 153, og 1944, bls. 143). Í bæði skiptin var um amerískar tegundir að ræða, og sú sem náðist í Mýrdalnum var sömu tegundar og Selvogsblakan. Líklegt hefur verið talið, að leðurblökur geti ekki borizt hingað nema með skipum (eða flugvélum?), og leðurblakan, sem náðist við höfnina í Reykjavík, hefur eflaust komið hingað með þeim hætti. Hins vegar er ekki með öllu hægt að fortaka, að jafn stór og flugþolin fardýr og hrímblakan geti hrakizt hingað undan veðrum eins og margir amerískir hrakningsfuglar, sem hér hafa komið fram. Næstu daga áður en Selvogsblakan fannst var veðurfar líka með þeim hætti, að nærri liggur að ætla, að slíkt hafi getað átt sér stað. – Finnur Guðmundsson.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 27. árg. 1957-1958, 3. tbl. bls. 143-144.

Bjarnastaðir

Bjarnastaðir í Selvogi.

Selvogur
Gengið var um Nes í Selvogi í fylgd Kristófers Bjarnasonar, kirkjuvarðar í Strandarkirkju, til vesturs með ströndinni og yfir að Bjarnastöðum.
Nes er austasta býli í Selvogi. Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi.

Nes

Nes – legsteinn.

Landnámsmaður í Selvogi var Þórir Haustmyrkur, sem hafði bú í Hlíð. Konráð Bjarnason úr Selvogi segir í Lesbók MBL 17. des. 1991 að hann telji að sonur hans, Böðmóður, hafi fengið hinn víðáttumikla eystri hluta landnáms föðurs síns og orðið fyrsti bóndinn í Nesi. Heggur, annar sonur Þóris, er sagður hafa búið í Vogi, sem getið er til að hafi verið Vogsósar.
Í Selvogi virðast hafa verið tvö hverfi, í kringum Nes og Strönd, og þéttbýli var mikið, svo að tún flestra eða allra jarðanna lágu saman. Á 11. öld er vitað um kirkju á Nesi. Kirkjurnar, sem vitað er um, eru á öllum dýrustu jörðunum. Þess hefur verið getið til að undir lok 13. aldar hafi Nes í Selvogi orðið bústaður höfingja. Maður að nafni Finnur Bjarnason byggði þar nýja kirkju á seinni hluta 13. aldar og var hann af höfðingjaættum. Eftir hann bjó í Nesi Erlendur sterki Ólafsson (d. 1312), faðir Hauks lögmanns og bókagerðarmanns. Það að Erlendur hafi valið sér Nes til bústaðar hefur verið tekið til marks um aukið mikilvægi sjávarútvegs frá því um 1300 og að höfðingjar hafi þá kosið frekar að búa við sjávarsíðuna til að geta auðgast á sjávarfangi en í miðju fjölbyggðra landbúnaðarhéraða.

Nes

Nesbrunnur.

Næsta lítið er vitað um byggð í Selvogi á síðmiðöldum, en margar jarðir þar komust í eigu Erlendunga; Þorvarðar Erlendssonar lögmanns (d. 1513) og afkomenda hans, sem margir bjuggu á þessum slóðum. Synir Þorvarðar, Vigfús og Erlendur áttu fjölda jarða á þessu svæði og bjó Erlendur (d. 1576) á Strönd og Guðbjörg dóttir hans (d. 1596) eftir hann. Sextánda öldin var einskonar blómaskeið Selvogs. Þá bjuggu þar stórhöfðingjar áratugum saman og mjög mikið fer fyrir útgerð Skálholtsbiskupa frá Þorlákshöfn, Selvogi og Herdísarvík í skjölum frá þessum tíma. Byggð í Selvogi fór hinsvegar mjög hnignandi í kjölfar 17. aldar. Þar eyddist land vegna sandfoks, tún Strandar og nærliggjandi jarða voru smátt og smátt beinlínis kaffærð í sandi og var öll byggð eydd í Strandarhverfi um 1750.

Nes

FERLIRsfélagar í Nesi.

Jarðabók Árna og Páls sem tekin var saman á árunum 1706 og 1708 á þessu svæði er víða getið um hjáleigur og afbýli sem höfðu byggst á seinni hluta 17. aldar. Margar fóru fljótlega í eyði aftur í harðindunum um 1700 eða í kjölfar Stórubólu 1707, en önnur héldust í byggð. Ekki er ástæða að í Selvogi hafi orðið verulegar breytingar í skipulagi byggðar í Selvogi fyrr en á þessari öld.

Bærinn í Nesi stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes. Fyrrum mun kirkjan í Nesi hafa staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu. Kirkjan var lögð niður 1706.

Selvogur

Selvogur – Nesborgir.

Síðustu sjóbúðir í Nesi voru niðri á kampinum, og sér fyrir þeim enn. Nesbrunnur eða Austurnesbrunnur er í Suðurtúni, beint suður af tröðunum. Hann er alltaf fullur af vatni. Þaðan lágu götur til bæjanna og allra hjáleiganna.
Vestar á kampinum ofan við vörina voru Nesborgir, þrjár fjárborgir. Vestasta borgin fór í flóðinu mikla 25. febr. 1925. Enn sést hluti af hinum tveimur.
Í austri blasir Selvogsviti við, en hann var reistur fyrst framarlega á klöppunum, en síðar færður ofar, þangað sem hann stendur nú. Eldri vitinn (1919) var stálgrindarviti, en nýi vitinn er steyptur. Hann var byggður 1931 og er 18 m hár.

Selvogur

Selvogur – Nesborgir.

Gísli Sigurðsson tók saman örnefnaskrá um Nes. Þar kemur m.a. fram að af bæjarstæðinu í Nesi hafi verið eitthvert fegursta útsýni í Selvogi. Í Austurtúni neðst var hjáleigan Litla-Leður. Tóftir Litla-Leðurs hafa nú verið sléttaðar út. Austast í Hátúni var Stóra-Leður. Þar sjást enn tóftir, upp við túngarðinn. Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur: Neðst var Bartakot í miðju túni, og Erta var ofar og austar, rétt vestan við traðirnar. Þessi kot hafa bæði verið sléttuð út. Þórðarkot var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum. Það er nokkurn veginn uppistandandi enn. Beitarland frá Nesi, eins og öðrum bæjum í Selvogi, er í Selvogsheiði. Hún liggur neðan frá túngörðum allt vestur að Hlíðarfjalli, neðan Svörtubjarga, um Hnúkana og austur að hreppamörkum.

Nesborg

Nesborg.

Ofan byggðarinnar er heiðinni skipt í Austurheiði, sem er Nesland, Miðheiði, sem er upp frá Bjarnastöðum og vestur um Torfabæjarland, og Vesturheiði eða Útheiði, sem er land Eimu og Vogsósa.
Frá túngarði í Nesi liggur sjávarkampur austur að vita. Hlaðinn garður er á honum, en hann nær ekki alla leið. Austast á kampinum var bær, sem hét Snjóhús
Gengið var að brunninum, niður að sjóbúðunum og síðan út með ströndinni að fjárborgunum, sem enn standa að hluta. Gengið var framhjá Guðnabæ, kíkt í brunninn í túninu og síðan haldið áfram yfir að Bjarnastöðum.
Þorkelsgerði

Bjarnastaðir

Bjarnastaðir í Selvogi.

Á túngarði austan Bjarnastaða var hlið, og lá þar um kirkjugatan frá Nesi og vestur um hjá Bjarnastöðum. „Kirkjugatan lá neðan við Harðhaus og ofan við Mosaflöt og Víðavöll“, eins og segir í örnefnaskrá.
Í fornleifakönnun um Bjarnastaði koma m.a. fram upplýsingar um Fornagarð í gegnum Selvog, ofan bæjarins. Árið 1821 segir að “máské mætti telia Meniar-Fornaldar: Sýnishorn af þeim stóra Vördslu gardi, úr Hlídar-Vatni, allt framm ad Strónd og einlægum Túngardi þadan, austur ad Snióthúsa vórdu, fyrir óllum Túnum sveitarinnar / sem óll skyldu þá hafa samfóst verid / med læstu Hlidi ad Lógbýli hvóriu.“

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi.

Einnig segir í sömu lýsingu að „eignad er verk þetta Erlendi Þorvardssyni sem hér var lógmadur sunnan og austan, frá 1520, til 1554; bió léngi sin efri ár ad Strónd i Selvogi og Deidi þar 1576. … Þessum nausynlegu Túna og Vórdslu Górdum verdur hér ei vidhaldid, vegna sandfoks, sem þegar hefur eydilagt, þetta, i Fyrndinni góda og Prídilega Pláts, er þá nefndist Sæluvogur, ad sógn Manna.”
Árið 1840 segir að „engar fornleifar eru hér af neinu merkilegu, nema garðlag eftir stóran varnargarð frá tíð Erlendar lögmanns Þorvarðssonar, sem liggur úr Hlíðarvatni og austur að Snjóthúsavörðu, fyrir ofan alla byggðina.

Fornigarður

Selvogur – Fornigarður. Nesviti fjær.

Var þá hagalandið milli garðs og fjalls, en tún og engjar milli garðs og sjóar, allt sjálfvarið. Mælt er, að læst hlið hafi verið fyrir hverju lögbýli, og átti hvör heimabóndi að passa sitt hlið, að ei stæði opið, og þessvegna læst, að enginn gæti opnað hliðið óforvarandis.” Samkvæmt þessu voru læst hlið á vörslugarðinum að hverjum bæ.
Bjarnastaðavörin er neðan bæjarins. Þar er merki á klöpp, sem og „bindisteinar“ við lendingu.
Fáir staðir við ströndina eru skemmtilegri til göngu en Selvogur. Þarna er sagan svo að segja við hvert fótmál. Í dag er Selvogur lifandi minjasafn – óspillt af mannanna hendi.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Álftanes

Gengið var um vestanvert Álftanes, norðan Skógtjarnar. M.a. var komið við í tóftum Litlabæjar, gengið út á Litlabæjartanga og síðan gengið með ströndinni innan við Sandskarð. Þar fyrir innan er t.d. Bakkakot og Bakkakotstjörn. Fyrir innan röðuðu kotin (Hákot, Gesthús, Sveinskot, Kekkjakot, Mýrarkot, Garðskot, Þóroddarkot, Grashús, Þórukot, Bjarnastaðir og Friðrikskot) sér í þétta þyrpingu fyrr á öldum.

Eldhús

Hlóðareldhús – Gaimard.

Sá hluti Álftaness, sem tilheyrir landi Garðabæjar, afmarkast af vestanverðu af Skógtjörn. Í tjörninni gætir mikils munar flóðs og fjöru. Í Skógtjörn er fjölbreyttur gróður og dýralíf. Skógtjörn er mikilvægur viðkomustaður farfugla. Yfir vetrarmánuðina halda þar til endur og álftir. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir Árni Helgason að sögur hermi að Skógtjörn og Lambhúsatjörn hafi fyrrum verið engi.
Þegar staðið er á Litlabæjartanga í svo “stórri sveit”, sem Álftanesið hefur verið í gegnum aldirnar með stjórnsýslusetrið Bessastaði innanborðs, með hafið á mót ströndinni og lífsblett smælingjans landmegin, verður ekki hjá því komist að velta lífi hins venjulega fólks fyrir sér hér fyrr á öldum. Nákvæm lýsing á búskapnum í Litlabæ er til frá því á ofanverðri nítjándu öld. Gísli Jónsson, alþingismaður, skrifaði þær og studdist við minnisblöð föðurs síns, Jóns Hallgrímssonar. Foreldrar Gísla fengu jörðina til ábúðar árið 1884 og bjuggu þar í tólf ár.

Álftanes

Stíflisgarður við Skógtjörn.

Í Litlabæ bjuggu 11 manns samkvæmt manntalinu 1890; hjón ásamt fimm börnum sínum, tveimur vinnumönnum og tveimur vinnukonum. “Þar hefur fjölskyldan verið í hörðum skóla. Þar hefur hún liðið sult, klæðleysi, sjúkdóma og fátækt. Þar hefur faðir minn margoft teflt á tæpasta vaðið í baráttu við æðisgengnar öldur, stórviðri, myrkur og byl.”
Lýsing Gísla gæti átt við svo til sérhverja fjölskyldu á Íslandi á þessum tíma.
Jörðinni og híbýlum þeirra lýsir Gísli svo: “Suðvestast á Nesinu, alveg fast að klettóttri ströndinni, er lítið kot. Litlibær heitir það, og ber nafn með rentu. Húsakynnin eru lítill torfbær, byggður í gömlum íslenskum bæjarstíl, með göflum og dyrum gegnt hafinu.

Bær

Í bæjargöngum.

Þegar gengið er inn moldargöngin, er til vinstri handar þiljuð örlítil stofa með timburgólfi. Til hægri handar er moldareldhús, með hlóðum,… en óþiljað. Fyrir enda gangsins er stigi upp í baðstofu. Hún er tvö stafgólf, með súð og torfþaki. Þar er engin upphitun. Einn fjögurra rúðu gluggi er á stofugafli, en á hvorum enda baðstofu er einnig gluggi, en nokkru minni. Á eldhúsi er enginn gluggi, en birta fæst niður um víðan stromp, sme er beint yfir hlóðunum og tekur frá þeim allan reyk. Við norðurvegg eldhússins er gripahús. Er þar bás fyrir eina kú, stalldur fyrir einn hest, og stía fyrir sex kindur. Inn af því er heygarður til geymslu á fóðri, og op á milli svo að taka má heyið, án þess að fara út. Beint fram af gripahúsinu er safnþró, opin og óvarin. Við suðurvegg er hjallur, sem notaður er til geymslu og til að þurrka föt og fisk…

Álftanes

Álftanes fyrrum.

Túnið er lítið og þýft. Sjávarmegin er hár kambur af möl, sem brimið hefur sópað upp.

Bær

Bæjargöng.

Þegar úfinn er sjór og brim er mikið í stórstaumum, gengur möl, sandur og sjávargróðurinn yfir kambinn og alla leið inn á túnið. Verður því að hreinsa það á hverju vori. Í sæmilegu ári gefur túnið af sér kýrfóður. Fyrir aðrar skepnur verður að afla heyja á annarra landi.”

Svo mörg voru þau orð – lýsing á dæmigerðum íslenskum bæ á nítjánu öld. Síðan eru liðin mörg ár – eða hvað?
Stundum er hollt að staldra við, setjast niður og rifja upp við hvaða kost forfeður okkar bjuggu við fyrir tiltölulega stuttu síðan. Árið 1910 -´20 voru helmingur allra húsa á Íslandi úr torfi og grjóti. Nú, 85 árum síðar, eru torfbæir ekki til (nema sem söfn). Hugsaðu um það – lesandi góður!
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín – en hugurinn reikaði á þeim tíma allt að 101 ár aftur í tímann, eða hér um bil.

Heimildir m.a.:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Álftanesssaga – Anna Ólafsdóttir Björnsson – 1996.

Álftanes

Álftanes – Örnefnakort – ÓSÁ.

Þóroddsstaðir

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla III“ má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Núpa, Eystri-Þurá, Ytri-Þurá, Þóroddsstaði, Riftún, Bakka, Hjalla, Læk, Bjarnastaði, Þorgrímsstaði, Krók og Gerðakot, og nokkra merka staði í ofanverðu Ölfusi:

Núpar (býli)

Ölfus

Núpar.

“Jarðardýrleiki xxx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 420. 30 hdr. 1847. JJ, 75. Landnáma: „Álfur hinn egski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands og kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kenndur og Álfsóss heitir; hann nam lönd öll fyrir utan Varmá og bjó að Gnúpum.“ ÍF I, 390.1397: „XCI. Gnwpar. Kirkia ad Gnupumm hins heilaga Þollaks a .xc. j heimalandi. viij. ær. rodukross oc annann til. kluckur .ij. oc er onnur brotin. kiertistikur .ij. alltaraklædi oc bryk. dvk. paxspialld eitt. portio Ecclesiæ vmm .iiij. ar .ix. aurar oc .iiij. alnar. Hefur Gudrydur oc Þorallr bondi hennar lated vppgiora ad ollu kirkiuna a fyrr greindum ärum. Hun a syna portionem vmm .vij. ar næstu halfur atiandi eyrer medann Þormodur hefr bved. Þar fylger Andres lykneski vmm þat framm sem adr er j maldagahennar oc alltarisdvkur.“ DI IV, 95-96.1575: „CXC. Nupar. Hälfkirkian ä Nupum ä xc. i heimalande.“ DI XV, 643. “Landamerki: Austan: Úr Fífuhólma í Álftarósi (Ósnefi ) í Vatnastekk, þaðan lína í Bleiksmýrarklett, síðan sama stefna norður í afrétt. Sunnan: Þorleifslækur. Vestan: Úr Strút um Þúfuhraun og í mitt Vatnsskarð og sömu stefnu í afrétt.” Ö-Núpur, 1. “Núpar er önnur af tveimur jörðum í Ölfusi sem nefndar eru í Landnámu. Það er allstór jörð, 18 hundruð að fornu mati, óskipt.” Sunnlenskar byggðir III, 345.1917: Tún 2.9 ha (Austurpartur) & 6.2 ha (Vesturpartur) alls 9.1 ha, allt slétt. Garðar 930 m2. (Austurpartur) & 1448 m2. (Vesturpartur) alls 2378 m2.

“Tvíbýli var lengi á Núpum og var skipting á túni og engjum mjög sérkennileg. Austurbær var 1/3 af jörðinni og var engjum skipt í þrennt og notaði Austurbær aldrei sama blettinn nema eitt ár í senn. Austurbæjarbóndi komst ekki á tún sitt, nemafara yfir tún Vesturbæjarbónda…,” segir í örnefnalýsingu.

Ölfus

Núpar.

Í Sunnlenskum byggðum II segir að á Núpum hafi verið tvíbýli a.m.k. frá 1729 er manntal ver tekið í Ölfushreppi. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Á Núpum eru nú þrjú býli en að sögn Hauks Gunnlaugssonar, heimildamanns, var tvíbýli hér eins langt og menn muna. Bæirnir voru sambyggðir, á bæjarhólnum og eru þar enn Núpar I og II eru á bæjarhólnum og einungis nokkrir metrar eru á milli húsanna. Húsin snúa norðaustur-suðvestur, meðfram hlíðinni og neðan við húsin þ.e. til suðausturs er brattur bakki. Húsin eru á brún þessa bakka. Á síðustu árum hefur mikil skógrækt verið í suðurhluta bæjahólsins. Allt svæðið fyrir sunnan húsið er innan bakgarða húsanna en til norðurs er malarplan.Ekki sést mikið til bæjarhóls þar sem húsin eru. Þau eru byggð 1910 og 1971 en ekki er búið í Vesturbænum lengur. Bæjarhóllinn var 50×30 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Ekki er hægt áætla hæð hans á vettvangi vegna rasks. Malarvegur- og plan eru til vesturs en húsin eru á miðjum hólnum. Allt umhverfi s bæinn eru ræktuð tún.

Kirkja (kirkja)

Ölfus

Núpakirkja – tilgáta (ÓSÁ).

1397: XCI. Gnwpar. Kirkia ad Gnupumm hins heilaga Þollaks a .xc. j heimalandi. viij. ær. rodukross oc annann til. kluckur .ij. oc er onnur brotin. kiertistikur .ij. alltaraklædi oc bryk. dvk. paxspialld eitt. portio Ecclesiæ vmm .iiij. ar .ix. aurar oc .iiij. alnar. Hefur Gudrydur oc Þorallr bondi hennar lated vppgiora ad ollu kirkiuna a fyrr greindum ärum. Hun a syna portionem vmm .vij. ar næstu halfur atiandi eyrer medann Þormodur hefr bved. Þar fylger Andres lykneski vmm þat framm sem adr er j maldagahennar oc alltarisdvkur. DI IV, 95-96.1575: CXC. Nupar. Hälfkirkian ä Nupum ä xc. i heimalande. DI XV, 643. Í Jarðbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1709 segir: “Munnmæli eru, að hjer hafi til forna kirkja verið, en engin sjást þess viss merki og eru því gátur einar.” “Kirkjufl öt: Smáfl öt suðaustur af Grjóttungu. Nafnið gæti bent til að þar hafi kirkjan verið, þó er það ólíklegt, því kirkjur stóðu oftast við bæina,” segir í örnefnalýsingu. Ekki er vitað hvar kirkjan á Núpum var staðsett með vissu, hvergi hafa komið upp mannabein í námunda við bæinn svo vitað sé. Hugmyndir eru uppi um að útihús sé kirkjan, það verður að teljast afar ólíklegt fjarlægð frá bæ er það mikil. Frekari heimildir þarf til þess að staðsetja kirkjuna með innan við 50 m skekkju. Engin ummerki um kirkjuna sjást á yfirborði.

Núpasel I (sel)

Ölfus

Núpasel I.

Forn selstaða er um 870 m norðan við rétt 028 og rúma 2,2 km norðvestan við bæ, uppi á Núpafjalli. Á heimasíðu Ferlis segir: “Skv. heimildum Gunlaugs: „Ef stefnan er tekin á Skálafell og gengið u.þ.b. 400 metra? frá stígnum er komið að tættum – seli. Það er vel gróið og nánast horfið í jörðina. Tjörnin, Hurðarásvötn, er norðan við selið, en það á að vera um 200-300 m frá henni. Þarna hafa verið dýr á sumrin, enda skammt í vatn og hagar góðir.”
Selið er fast austan við Þurárhraun, á grónu svæði milli þess og Núpafjalls að austan.Þurárhraun er mosavaxið en nokkuð úfi ð. Tóftirnar eru hlaðnar undir austurbrún hraunsins en umhverfi s þær er gróinn mói. Þar er gras, lyng og mosi áberandi.Selið er á svæði sem er 55×12 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Þar eru sex tóftir í þyrpingu. Tunga gengur til norðausturs ú15hrauninu, selið er þar undir. Í lýsingu þessari er hverri tóft gefi n bókstafur til aðgreiningar. Tóft A er norðvestust og einna best varðveitt. Hún er 7×5 m að stærð, einföld og snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er hlaðin upp að hraunbrúninni til suðvesturs og er grjóthlaðin. Tóftin er opin til norðvesturs og er rétt eða nátthagi. Veggirnir eru 0,2-1 m á hæð, hæstir að innan. Hrun er í opi og mikið hefur jafnframt hrunið úr veggjum. Það eru 1-8 umför af steinum í veggjunum.

Núpasel II (sel)

Ölfus

Núpasel II.

“Seldalur: Gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gata. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg,” segir í örnefnalýsingu. Tóft er tæpum 1,2 km norðvestan við bæ og 690 m suðaustan við rétt í Seldal. Selið er fast austan við Þurárhraun, í grónu viki norðvestast í dalnum. Seldalur er mosavaxinn og gróinn. Þurárhraun afmarkar hann til vesturs en Núpafjall til austurs, Mosi og gras er áberandi þar. Ein tóft sést í selstöðunni, líklega voru þær fleiri. Hún er í viki á milli tveggja hrauntungna og sést illa fyrr en að henni er komið. Tóftin er 7×5 m að stærð, einföld og snýr norðvestur-suðaustur. Hún er grjóthlaðin en gróið er yfir veggi, aðallega mosi. Mikið hrun er í veggjum. Tóftin er opin til suðausturs. Það má greina 1-3 umför af grjóti í veggjum sem eru 0,3-0,2 m á hæð. Tóftin er óskýr engu að síður. Jarðfastur klettur er hluti af suðurvegg, hann er 1,5 m á hæð. Þar við er grjóthrun og ekki útilokað að annað hólf eða skúti hafi verið þar. Ekki sjást fleiri mannvirki á svæðinu en tvær dældir eru fyrir suðvestan klettinn. Þar voru mögulega tóftir en ekki sjást hleðslur þar.

Camp Cameron (herminjar)

Ölfus

“Vorið 1941 sendu Bretar aftur herlið fram á Núpafjall. Gerðu þeir bílfæra braut, kílómetra langa, suður af Hellisheiðarvegi […]. Þaðan lá brautin vestan undir klettabelti um einstigi og á sveig niður í dalverpið norður af Hurðarásvötnum. Þar reistu þeir tjaldbúðir og eitthvað af bröggum fyrir veturinn […]. Þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum Suðurlands vorið 1942, yfirtóku þeir stöðvarnar á fjallinu af Bretum. Við Hurðarásvötn voru reistir einir 15 braggar. Þar var sett upp öflug dísilstöð og kampurinn raflýstur, en neyzluvatn sótt á tankbíl úr Hveragerði,” segir í Styrjaldarárin á Suðurlandi e. Guðmund Kristinsson. Camp Cameroner í hálfgrónu dalverpi ofarlega á norðausturhluta Núpsfjalli. Landið er smáhæðótt og er mosi mikill í sverði, þó stendur smágrýti og annað grjót sums staðar upp úr mosanum. Herminjar eru innan svæðis sem er 440×270 m að stærð og snýr nálega austur-vestur. Í bókinni Styrjaldarárin á Suðurlandi er teikning birt af braggahverfi nu, byggður á þeim minjum sem sáust á yfi rborði árið 1998. Teikningin er ekki í réttum hlutföllum, en sýnir ágætlega þær minjar sem sjáanlegar eru þegar komið er á vettvang. Grunnar rafstöðvarinnar er auðgreinanlegur, 16×8 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Grunnurinn er steyptur til norðurs, en moldarborinn til suðurs. Talsvert er um rusl í og við grunninn, s.s. af bárujárni og glerbrotum.

Eystri-Þurá (býli)

Ölfus

Eystri-Þurá 1982.

“Jarðardýrleiki er óviss, því jörðin tíundast öngvum.” JÁM II, 421. 30 hdr. 1847. “Öll Eystri-Þurá var 30 hundraða jörð… tvíbýlið þegar komið á árið 1801 en þá eru jarðirnar nefndar Þóroddsá. Jarðabókin 1708 talar hins vegar um Eystri-Þurá og Ytri-Þurá.” Sunnlenskar byggðir III, 343.1917: Tún 2.3 ha, 5/6 slétt (Frambær) & 2.9 ha, 2/3 slétt ( Norðurbær) alls 5.2 ha. Garðar 1218 m2. (Frambær) & 776 m2. (Norðurbær), alls 1994 m2.
Tvíbýli var á Eystri-Þurá, frá upphafi 19. aldar til loka þeirra 21. Bæirnir voru aðskildir í Frambæ og Norðurbæ og voru gerð sér túnakort fyrir sitt hvora bæina. Hér er verið að skrá Norðurbæinn. Óljóst vottar fyrir bæjarstæði Norðurbæjar, um 10 m norðan við bæ og rúmlega 220 m austan við Þorlákshafnarveg. Bærinn er merktur á syðstu mörkum túnsins, fyrir miðju, á túnakorti frá 1920. Skv. túnakortinu eru útihús innan heimatúns Norðurbæjar. Bæjarhóllinn er raskaður vegna trjáræktunar, og munu rætur þeirra ljóslega raska minjastaðnum í nánustu framtíð. Þó mótar ágætlega fyrir bæjarhólnum. Á ljósmynd í fórum Ara Eggertssonar, heimildarmanns, frá 1980 sést Norðurbær vel og snéru stafnar mót norðvestri.Bærinn var holti, þar sem nú er trjárækt. Suðvestan við hóllinn er heimreið að núverandi íbúðarhúsi á Eystri-Þurá og til suðausturs er bakgarður núverandi íbúðarhúss jarðarinnar; að öðru leyti eru tún umhverfis hóllinn. Bæjarhóllinn er 30×25 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Bæjarhóllinn er á greinilegur og er meiri gróska þar en annars staðar; bendir það til mannvistar undir sverði. Að sögn Ara Eggertssonar, heimildamanns, var bærinn rifinn skömmu eftir aldamótin 2000 og byggingarefni hans endurnýtt í tilfallandi byggingagerð.
Samkæmt túnakorti frá 1920 var Frambærinn um 10 m fyrir sunnan Norðurbæ, norðvestast í túninu. Á túnakorti er merktur bær, peningahús og kálgarður á bæjarhólnum en öll ummerki um mannvirki eru horfin af yfirborði. Núverandi íbúðarhús er byggt ofan í miðjan bæjarhólinn, báðir bæirnir voru á honum en ekki sambyggðir þegar túnakortið var gert. Ekki er víst að þeir hafi nokkurn tíma verið sambyggðir. Við lagfæringar á húsinu árin 2000-2008 kom m.a. í ljós hlóðaeldhús sem var rifið, fast norðan við húsið. Ekki var komið niður á aðrar mannvistarleifar. Kálgarðurinn var fyrir sunnan bæinn, í aflíðandi brekku. Stafnar bæjarins snéru líklega til norðurs eða suðurs. Bærinn var á náttúrulegu holti, Þurá rennur fast vestan þess. Núverandi heimreið kemur að bæjarhólnum úr norðvestri. Til annarra átta eru tún. Bæjarhóllinn er um 40×30 m og snýr austur-vestur. Ekki er hægt að segja til um hæð hans á yfirborði, hann er mikið raskaður. Búið er að byggja hús á honum miðjum og gera bakgarð umhverfis húsið. Malarplan er á hólnum sjálfum og stafnar bæjarins sneru til SSA. Til austurs sést ennþá kantur eða hlaðinn veggur. Hann er 0,3-0,8 m á hæð og liggur til austurs og sveigir síðan til suðvesturs. Mögulega er þetta hluti af kálgarðsvegg. Fyrir sunnan núverandi íbúðarhús, á mörkum bakgarðsins og bílaplans sést hluti af hlaðinni stétt sem tilheyrði gamla bænum.

Grænavik (býli)

Ölfus

Grænavik.

Í Sunnlenskum byggðum segir: «Grænavik var annar bær, austur við hraunið, í byggð um aldamót.» Í örnefnalýsingu segir: «Nokkru ofar, austur af bæjunum, er annað vik lítið og heitir Grænavik. Þar var áður fyrr tómthúskot, síðar sauðahús frá Norðurbæ og síðast fjarrétt.» Grænavik er rúmum 380 m austan við bæ og rúmum 250 m austan við Dimmuhól. Eftir að bærinn fór í eyði voru hér fjárhús. Minjarnar eru á grónum hraunhól og sjást víða að. Hóllinn er við vesturhlið Þurárhrauns og er mun umfangsmeiri en aðrir hólar á þessu svæði.Til norðvesturs er ræktað tún sem komið er í órækt. Til vesturs er vélgrafi nn skurður, vírgirðing er þar við. Gömul malarnáma er hér fast til austurs, við nátthaga. Hóllinn er 40×25 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Á honum er tóft, þústir og dældir sem í lýsingu þessari frá bókstaf til aðgreiningar. Tóft A er á suðurhluta hólsins, í tungu sem gengur til suðvesturs. Hún er 16×8 m að stærð, snýr norður-suður og er einföld. Veggirnir eru 3 m á breidd, grjóthlaðnir að utan en líklega torfhlaðnir að innan. Op er á miðri suðurhlið.

Hraunrétt (rétt)
“Um miðja vegu milli Vatnsskarðs og þjóðvegarins er fjárrétt austan undir lágri brún í hrauninu. Hún heitir Hraunrétt,” segir í örnefnaskrá. Hraunrétt er 840 m norðaustan við bæ. Hraunið er 1-1,5 m á hæð, réttin er í lágu viki austan við brúnina. Hraunið til austurs hefur verið sléttað og því raskað að hluta. Mosavaxið hraun er vestan við réttina, rétt suðaustan við Vatnsskarð. Hraunið klofnar hér og myndar græna eyju, réttin er vestarlega í því. Mosi og gras er áberandi. Réttin er 15×8 m að stærð og snýr norður-suður, Hún skiptist í tvö hólf, er grjóthlaðin og er mikið röskuð. Suðausturhluti hennar var líklega sléttaður og möl tekin þaðan.

Selás (sel)
Selás er fast vestan við Þurárhraun, uppi á heiðinni. “Í hraunbrúninni rétt fyrir austan Selás eru ógreinilegar rústir, sem gætu verið selsrústir. Við Selás voru setin lömb, meðan fært var frá,” segir í örnefnalýsingu. Selás er áberandi þegar komið er upp á heiðina. Hraunbrúnin er há austan við ásinn, hann er gróinn með moldarflögum. Selið er um 2,3 km norðan við bæ og rúmum 310 m suðaustan við vörðu. Selið er suðaustan við Selás, í gróinni lægð á milli tveggja hrauneggja. Selið er í hraunbrúninni en sést ekki fyrr en að því er komið. Selið er á svæði sem er 60×8 m að stærð og snýr norður-suður. Á milli eggjanna er grasivaxin lág, þar er selið.

Ytri-Þurá (býli)

Ölfus

Ytri-Þurá.

“Jarðdýrleiki xx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 421. 20 hdr. 1847. JJ, 75. “10 hundruð að fornu mati. Jörðin á land til fjalls.”1917: Tún 2 ha, 4/5 slétt. Garðar 936 m2.
“Niður frá fjallinu er mýrlendi nema þar sem bærinn stóð, vestan Þurárinnar,” segir í Sunnlenskum byggðum III. Bærinn er sýndur í norðvesturhluta heimatúns á túnakorti frá 1920. Bæjarhóllinn sést vel þegar ekið er að Eystri-Þurá. Núverandi íbúðarhús jarðarinnar (b. 1997) er um 50 austan við bæjarhóllinn. Ekki er engur heilsársbúseta á jörðinni, en ábúendur dvelja þar stóra hluta af árinu. Bæjarhóllinn er mikið raskaður vegna byggingu frístundahúss (b. 1936), um 10 m sunnan við bæjarhóllinn. Jafnframt er búið að stinga trjágróðri meðfram norðurhlið bæjarhólsins og munu rætur þeirra ljóslega raska minjastaðnum í nánustu framtíð. Því til viðbótar liggur vírgirðing svo að segja norðvestur-suðaustur þvert í gegnum miðjan bæjarhóllinn. Bæjarhóllinn er á grösugu svæði og til suðurs er frístundahús. Þegar því sleppur tekur við sléttað tún, en inn á milli má sjá óræktuð svæði. Bæjarhóllinn er 40×20 m að stærð og snýr NNA-SSV.

Þóroddsstaðir (býli)

Ölfus

Þóroddsstaðir.

“Jarðdýrleiki xv og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 423. 16 hdr. Bændaeign. 1847. JJ, 75.1546: „Erlendr lögmadr Þorvarðsson gefr í vald Gizurar biskups jarðirnar Árbæ, Þórisstaði og Fossnes í Ölvisi, svo og rekann á Skeiði fyrir Hraunslandi.“ Af bréfi Gissurar til Erlends 6. desember 1547 kemur fram að um er að ræða Þórisstaði í Hjallasókn.“ DI XI, 472.“Sennilega landnámsjörð, kennd við Þórodd goða, föður skafta á Hjalla. 15 hundraða jörð að fornu mati.” Sunnlenskar byggðir III, 342.1917: Tún 1.9 ha, 2/3 slétt (Vesturpartur) & 1.8 ha, 3/4 slétt (Austurpartur), alls 3.7 ha. Garðar 1051 m2. (Vesturpartur) & 814 m2. alls 1865 m2.
“Bærinn stendur á grasbrekku. Landið þar fyrir neðan var blautt,” segir í örnefnaskrá. Tvíbýli var á Þóroddstöðum og voru bæirnir hlið við hlið, á sama bæjarhól. Þetta voru Austur- og Vesturbær. Þeir eru sýndir á túnakortum frá 1920. Um 5 m voru á milli bæjanna að sögn Tómasar Jónssonar, heimildamanns. Bærinn var fluttur um 50 m til vesturs árið 1936 og nú er búið að skipta báðum jörðunum í nokkur minni lögbýli. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Á bæjarhólnum er malarplan, núverandi vegur að bænum liggur þvert þarna yfir. Fyrir norðan bæjarhólinn eru útihús frá miðri 20. öld, á hólnum sjálfum eru ekki byggingar. Norðausturhluti bæjarhólsins er undir fyllingu, svæðið var jafnað út á síðustu öld, bæði sléttað yfir og fyllt meðfram hólnum. Mikið jarðrask er á þessu svæði.

Hvanngil (býli)
Hvanngil, nýbýli, var um 50 m suðaustan við bæjarhól Þóroddsstaða, útihús eru einnig fast þar til vesturs. Húsin á bæjarhólnum voru rifin og öllu rutt út. Jafnframt var komið með fyllingu og svæðið til austurs jafnað út. Á bæjarhólunum sjást ekki uppsöfnuð mannvistarlög og erfitt að áætla stærð hans. Hann var a.m.k. 60×30 m að stærð.

Torfakot (býli)

Ölfus

Þóroddsstaðir – túnakort 1918.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir: «Skálholt og Torfakot hafa heitið tvær hjáleigur bygðar í heimalandi (í manna minni) á Þórustöðum, og varaði bygðin á hverugri lengi, þó skemur á Torfakoti. Í auðn hafa þær verið eflaust 14 eður 15 ár.” Í Sunnlenskum byggðum segir: “Í gömlum heimildum er talað um Torfatættur. Sáust leifar þeirra þegar Egill Steindórsson byggði þar bæ, sem nefndur var Litlibær. Þar var hann frá 1885 til 1905 ásamt konu sinni, Guðrúnu Magnúsdóttur. Munu hafa haft litla grasnyt. Torfatættur munu eru það sama og Jarðabókin 1708 nefnir Torfakot…”. Torfakot er um 340 m suðvestan við bæ, á landamerkjum við Riftún. Búið er að slétta svæðið í tún. Engin ummerki um Torfakot sjást á yfirborði.

Skálholt (býli)
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: «Skálholt og Torfakot hafa heitið tvær hjáleigur bygðar í heimalandi (í manna minni) á Þórustöðum, og varaði bygðin á hvorugri lengi, þó skemur á Torfakoti. Í auðn hafa þær verið eflaust 14 eður 15 ár.» Ekki er vitað hvar Skálholt var staðsett, frekari heimildir þarf til þess.

Kirkja (kirkja)
Ómar Smári Ármannsson telur að kirkja hafi verið nyrst í heimatúni Austurbæjar. Á heimasíðu Ferlirs segir: „Skammt frá eru kirkjuleifar og grafreitur frá árinu 1000, án þess þó að nokkur hafi veitt því athygli.“ Á loftmyndum frá því um 2000 sést móta fyrir hring í túninu rúmum 120 m norðan við bæ. Ekkert útihús er sýnt á túnakorti né eru til þekktar heimildir um bænhús, kirkju eða mannbeinafundi á jörðinni. Á loftmyndinni er hringurinn um 20 m í þvermál en hann sést ekki lengur á yfirborði. Öspum hefur verið plantað í tvöfalda röð umhverfis svæðið en innan þeirra er ræktað tún. Heimildamenn muna ekki eftir mannvirkjum þarna.

Hellir (fjárskýli)

Ölfus

Hellir.

[…] stóð sauðahús og vestan við það hellisskúti sem heitir Hellir, notaður sem fjárrétt,” segir í örnefnalýsingu. Hellirinn er um 230 m vestan við bæ og 20 m norðvestan við sauðahús. Stór, stakstæð björg og klettar mynda náttúrulegt vik og undir þeim er hellirinn til norðurs og minna gjögur þar suðaustar. Hellirinn er nánast í bakgarði nýbýlisins Þóroddsstaða. Trjárækt er suðaustan við hellinn en annars sléttar flatir. Hellirinn er 3×3 m að stærð og opinn til suðurs, Hann er náttúrulegur og hvergi sér til mannvistar. Hellirinn er 1 m á hæð og afmarkast sem fyrr af stakstæðum björgum og klettum. Hellirinn er norðvestast í vikinu en gjögrið er skammt suðaustar. Gjögrið er mun minna, 0,5 m á hæð og 2 m á lengd. Líklega var hlaðið hér fyrir eða timbur notað.

Riftún (býli)

Ölfus

Riftún.

Partur úr heimajörðinni, bygt fyrir 30 árum, innan 40 eður yfi r. Jarðdýrleiki v og so tíundast fjórum tíundum í næstliðin 7 ár. Áður var það kölluð hjáleiga, og var þá dýrleikinn talinn í heimajörðinni sjálfum Þórustöðum, og hún þá kölluð xx öll” JÁM II, 423. “Eigi heldur þessarar jarðar getur stólsjarðabókin, en seld er hún, sem eyðistólsjörð (1798), með hér greindum dýrleika og lsk., fyrir 67 rd. Hreppstjórinn telur hana 10 h. dýrleika.” JJ, 76.1917: Tún 2.3 ha, 8/9 slétt. Garðar 1760 m2.
“Bærinn stóð áður í miðri brekkunni. Árið 1942 byggir Kristján Teitsson íbúðarhús í gamla túnjaðrinum niður við veginn – ásamt peningshúsum,” segir í Sunnlenskum byggðum.

Ölfus

Riftún.

Nokkuð áberandi bæjarhóll er um 120 m VNV við Riftún 2 (b. 1965) og tæpum 230 m vestan við Þorlákshafnarveg. Bærinn er taðsettur fyrir miðju heimatúns eins og það er afarkað á túnakorti frá 1920 og er kálgarður sambyggður bæjarhúsinu til norðurs og austurs. Skv. túnakortinu snéru stafnar bæjarins til suðurs. Bæjarhóllinn er í grasríku og smáþýfðu landi. Búið er að slétta túnið og hefur það ljóslega raskað hólnum að stórum hluta. Bæjarhóllinn er 22×20 m að stærð og snýr svo að segja norðaustur-suðvestur. Hóllinn er mikið raskaður vegna túnasléttunar og er mesta hæð bæjarhólsins 0,3 m. Þar er gróður áberandi grænni samanborið við umhverfi ð í kring og hávaxnari, og bendir það til mannvistar undir sverði. Bæjarhóllinn er á kafi í grasi og ekki sér móta hólfum eða dældum á því. Hér og þar glittir þó í stæðilegt grjót sem líklega eru leifar veggjar. Grjóthrúga er um 90 m austan við bæjarhóllinn sem vísast til eru hleðslusteinar frá bænum og hefur þeim verið hrúgað þar þegar túnið var sléttað.

Strokkhellir (fjárskýli)

Ölfus

Strokkshellir.

“Í mörkum upp við klettana er lítill skúti sem heitir Strokkhellir, af því að kona nokkur faldi þar strokkinn sinn,” segir í örnefnalýsingu Riftúns. Strokkhellir er rúmum 230 m suðvestan við bæ og um 170 m NNV við Markastein. Hellirinn er vestan við landamerki Hjalla eins og þau eru í dag. Hellirinn er einnan skógræktar svæðis, sumarbústaður er þarna sunnar og hlaðin rétt. Hellirinn er undir hömrum, neðarlega í brekku. Hann er 3×3 m að innanmáli og stór stakstæður steinn lokar honum að hluta. Hann er opin til suðausturs. Hleðslubrot er ofan á honum. Það sést eitt umfar af steinum þar ofan á lofthæðin inni í hellinum er 1,5 m. Ekki er að sjá önnur mannaverk.

Bakki (býli)

Ölfus

Bakki túnakort 1918.

“Jarðardýrleiki er óviss, því engin geldst hjer tíund af.” JÁM II, 424. 1382-91: Mádagi Hjallakirkju. DI IV: 97 1400: Mádagi Hjallakirkju. DI IV: 243-244. 1575: Máldagi Hjallakirkju. DI XV: 642-643.“Bakki er hluti af Hjallatorfu, með sameiginlegum landamerkjum út á við, og sameiginlegu beitilandi á miklu leyti. Landamerki Hjallatorfunnar eru: að austan, milli Bakka og Riftúns úr Sigmundarvaði á Þorleifslæk í Markastein, merktan X, ofan við alfaraveg. Þaðan í Torfu í Litlahvammi efst. Þaðan, milli Hjallatorfu og Þóroddsstaða, í vörðu hæst á Skálafelli beint í vörðu austan á Reykjafelli. Þaðan í Lambafell – móti Ölfus – afréttarlandi. Úr Lambafelli í vestasta hornið á Lönguhlíð og þaðan í Skógarhlíðargafl. Milli Hjallatorfu og Hrauns: Tíðagötu í Sólarstein. Milli Hjallatorfu og Grímslækja: Sólarsteinn í Klapparhól, merktan X, í Lækjarbotnalæk, í tjörn, í Grímslækjarós í Lambeyraós, segir landamerkjabréf.” Ö-Bakki.
1917: Tún 2.3 ha, 5/6 slétt (Austurbær) & 2.4 ha, 5/6 slétt (Vesturbær), alls 4.7 ha. Garðar 750 m2. (Austurbær) & 896 m2. (Vesturbær), alls 1646 m2.
Í örnefnaskrá Bakka segir: «Bakki stendur á lágu holti niðri við mýrina, engjarnar.» Bærinn er merktur inn á túnakort frá 1920 af austurbæ og vesturbæ Bakka og sést að hann hefur verið sambyggður. Á bæjarhólnum voru heygarður, heyhlaða og peningshús. Stafnar snéru til suður eða norðurs. Staðsetning Bakka er einnig merkt inn á örnefnuppdrátt Ingólfs Einarssonar frá 1968 sem er lauslega teiknaður upp eftir loftmynd. Ekki eru til neinar upplýsingar um gömlu bæjarhúsin en þau hafa líklega verið rifin áður en ný íbúðarhús voru byggð á svæðinu; árið 1931 á vesturbænum og árið 1947 á austurbænum. Nýju íbúðarhúsin voru ekki sambyggð líkt og hafði verið áður eins og sést á mynd í ritinu Sunnlenskar byggðir III. Bæjarhúsin á Bakka hafa nú verið rifin og engin íbúðarhús standa nú á bæjarhólnum. Nýleg útihús standa vestan við bæjarhólinn. Þó er enn búið á jörðinni á Bakka, á nýbýli sem kallast Bakkatjörn og er rúmum 520 m vestan við bæ. Þar er íbúðarhús og tvö nýleg útihús.Svæðið er grasi vaxið og mikil hvönn vex á svæðinu. Malarfl ákar sjást innan gróðurþekjunnar þar sem bæjarhúsin stóðu og lítil brekka er sunnan við bæjarstæðið sem liggur niður að myrinni. Tvö nýleg útihús eru í vesturjaðri hans. Vísir af bæjarhól sést á svæðinu og er hann 34×25 m að stærð og snýr VSV-ANA. Bæjarhólinn hefur að öllum líkindum verið ruddur niður og sléttaður enda sést lítil uppsöfnun mannvistarlaga. Hann er flatur að ofan og sést í möl þar annað hús Bakka hefur staðið.

Gapi (fjárskýli)

Ölfus

Gapi.

“Gapi heitir hellisskúti í snös fram úr hlíðinni skammt fyrir utan Riftúnsmörk. Þar sér fyrir gamalli hleðslu,” segir í örnefnalýsingu. Gapi er rúmum 1 km norðan við bæ. Hellirinn er efst í Bakkabrekku sem er til suðurs, niður Neðrafjall. Þegar skrásetjari var á ferðinni var snjór inni í hellinum en hluti af hleðslu sást engu að síður austast í hellinum. Sé tekið mið af staðsetningu er um fjárskýli að ræða. Bakkabrekka brött og klettabelti eru efst í henni. Víða eru grjótskriður og stök björg. Inn á milli eru gróin svæði. Hellirinn er efst í brekku, klettar eru til austurs og vesturs frá honum. Hellirinn er um 8×6 m að stærð og hvelfi ng hans bogadregin. Opið er um 6 m hátt og lítið skjól er inni í hellinum. Það mótar fyrir hleðslu austast í opinu en snjór var yfir stórum hluta hennar. Hleðslan er um 6 m löng, 2 m á breidd 0,2 m á hæð og óskýr. Það glitti í eitt umfar af grjóti þar sem snjór lá ekki yfir.

Hjalli (býli)

Ölfus

Hjalli.

“Jarðardýrleiki lx og so tíundast fjórum tíundum.” JÁM II, 425. 1000-1030: „[Þorgils Örrabeinsstjúpr, Þóroddr bóndi á Hjalla og Bjarni bóndi hinn spaki deyja] Váru þeir allir jarðaðir at þeiri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan váru færð bein þeira í þann stað, er nú stendr kirkjan, því at kapti hét at gera kirkju, þá er Þóra [Steinsdóttir k.h.] braut fót sinn, þá er hon var at léreptum sínum.“ Flóamannasaga, ÍF XIII, 325-326. c.
1200: Kirknaskrá Páls. DI XII: 8.1382-91: „XCIII. Hialle. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Hialla j Olvesi a landid a Backa. xij. kyr. iij. hundradz hross. vidreka j Kiefl avijk. biargfesti edur hvd. lykakrak. kaleik. alltaraklædi .ij. kantarakäpur .ij. dvkar med liereptt. merki .iiij. kluckur. ein messuklædi ad ollu. sacrarium mvvnlaug .ij. krossa. glerglugg. glodarkier. Graduale per Anni circulum. Mariuskriptt. Olafsskriptt. vattzkietill. paxspialld. fonts vmbuningur med skyrnarsä. Þar skal vera heimilis prestskylld. kross yfer alltari med vnderstodum. tialld vmm kor. dvk yfer Olafs lykneski. messuklædi. ny bryk yfer alltari. tuær kiertistikur med kopar.“
1397: „Hun a ad auk þess sem skrifad er j maldaga herra Michæls .ij. kyr. glodarkier. elldbera. messuklædi ad ollu. alltarisklædi .iij. med dvkum. lagdi þetta til Nichulas bondi allt saman .vjc. portio Ecclesiæ vmm næstu .x. är .xiijc. oc x. aurar.“ DI IV: 97.
1400: „Maldage Hialla kirkiu. Suo mikid gotz kirkiunnar ä Hialla og stadarens. Jn primis J fi rstu einn gradall vondur og annar alfær. ottusaunguabok. salltare. vondan kirial. einn kalekur. ij messuklæde. iij klukkur. iij tinfot. ein skaptpanna. einn pottur. xix kyr. xxx asaudar. Jtem a Hiallakirkia landed [ä] Backa frä Sandvade sionhendijng j klettinn fyrer austan backa j huerholmunum. Og þadan j þufuna fyrer austan hellrana og so j austanversann hest. Hier med a Hialle landed vestur j lækiarbotnalæk og j gard þann sem liggur firir utan borgarstigenn j goturnar under fi alled og fi alled alltt gagnvartt a motz vid skog hlijdarenda enn ytra. alla longuhlijd j sanddale. rædur þa merkium gata su er þar liggur. a þa Hialle enn nordara partt. reykiafell og laka med. Somuleides a Hialle hws og skipstodu frij j Thorlakshofn. enn þeir sem j Thorlakshofn bua eiga stodhrossa beit j Melsmyre. So og a Hialla kirkia reka og fiorufar a Keflavijk ä motz vid nes. datum m. cccc.“ DI IV: 243-244 [AM 66A 8vo, bl. 5a-b, skr. 1612].

Ölfus

Hjalli 1898.

1549: „Anno m vc xl. ix so miked afhendte Eyolfur Jonsson syne sijnum Pale Eyolfssyne med kirkiunne. vij kyr. ij asaudar kugillde. ij naut tuævetur. messuklæde. kalek. kluckur. ij. Máld DI XI 740 [AM 66A 8vo, bl. 5b, skr. 1612]1575: CLXXXVIII. Kirkian ä Hialla i Olvese. ä landid ad Backa. vidreka i Kiefl avijk. Biargfeste edur hud og fi orufar skipslaudu i Thorlakshofn. enn their sem i Thorlakshofn bua. eiga stödhrossabeit 82i Melsmelamijre. Jtem viij kijr og äsaudarkugillde. thar eru ij naut ij vetur. Jtem Jnnann kirkiu. ein messuklædi og laus haukull thar til. iij Skrædur vondar. Jtem kaleikur. ij kluckur vænar og ein körbialla. glödarkier vondtt. Jtem eirn Davijdz psalltare gamall.“ DI XV: 642-643.

Ölfus

Hjalli 1957.

“Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfi ng undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi, 1. Landamerki Hjallatorfunnar eru: að austan, milli Bakka og Riftúns úr Sigmundarvaði á Þorleifslæk í Markastein, merktan X, ofan við alfaraveg. Þaðan í Torfu í Litlahvammi efst. Þaðan, milli Hjallatorfu og Þóroddsstaða, í vörðu hæst á Skálafelli beint í vörðu austan á Reykjafelli. Þaðan í Lambafell – móti Ölfus – afréttarlandi. Úr Lambafelli í vestasta hornið á Lönguhlíð og þaðan í Skógarhlíðargafl . Milli Hjallatorfu og Hrauns: Tíðagötu í Sólarstein. Milli Hjallatorfu og Grímslækja: Sólarsteinn í Klapparhól, merktan X, í Lækjarbotnalæk, í tjörn, í Grímslækjarós í Lambeyraós, segjir landamerkjabréf.” Ö-Bakki, 11917: Tún 6.6 ha, 9/10 slétt. Garðar 3442 m2.

“Eins og venjulega stendur bærinn dálítið hærra en umhverfið, austan við bæ er kirkjan, en lítill lækur fyrir vestan.” «Hjalli stendur nokkuð frá fjallshlíðinni, á hæð nokkurri, örlítið hærra en hinir bæirnir,» segir í örnefnaskrá. Bærinn stendur nálægt núverandi akvegi, norðan og vestan meginn við kirkju og kirkjugarð. Árið 1928 var byggt hús á bæjarhólnum, en útihúsin eru yngri, sennilega frá 1940-1950 eða þar um bil. Gryfja er undir öllum útihúsum, bæjarhólnum var öllum rutt til og honum breytt. Hóllinn var jafnaður út, brattar brekkur lágu upp að þáverandi húsi sem einnig voru jafnaðar út. Þær sjást vel á ljósmynd sem varðveitt er í Sarpi og tekin er 1898. Þegar grafið var fyrir bílskúrnum á 9. áratug síðustu aldar fannst mikið af beinum, þá talið gamal mok úr kirkjugarðinum. Ekkert af því voru hauskúpur en timburkirkja var þarna áður en núvernaid kirkja var reist. Að sögn Finnboga Vikar, heimildamanns, var oft grafið í eldri grafnir en þegar núverandi kirkja var byggð var kirkjugarðurinn stækkaður. Þegar grafið var fyrir leiðslu á milli íbúðarhússins og og bílskúrs var komið niður á stóra steina og kvarnastein sem er í garðinum. Gamli bærinn snéri framhliðum til suðurs. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á þessu svæði að þar verður tæplega neitt fundið af bæjarhólnum.

Hjallakirkja (kirkja)

Ölfus

Hjallakirkja 1927.

“Hjallakirkja stendur austan við bæinn. Kring um hana er kirkjugarður,” segir örnefnaskrá. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Líklegt má teljast að elsti kirkjugarðurinn [í Ölfusi] sé Hjalli. Slíkur höfðingi sem Skafti Þóroddsson var hefur fljótt látið kirkju gera. Fyrsta skráða heimildin um Hjallakirkju er frá 1200 … Kirkjan á Hjalla var Ólafskirkja. Hún var bændakirkja allt til 1928. Þá var kirkjuhúsið byggt upp og söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan var gerð úr steinsteypu, 300 m3 með gotneskum gluggum. Teikningu gerði Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk. Yfirsmiður var Kristinn Vigfússon á Selfossi. Í kirkjunni er raflýsing og rafhitun. Grafreitur er við kirkjuna, girtum hlöðnum veggjum prýðilegum.”
1000-1030: „[Þorgils Örrabeinsstjúpr, Þóroddr bóndi á Hjalla og Bjarni bóndi hinn spaki deyja] Váru þeir allir jarðaðir at þeiri kirkju, er Skapti lét gera fyrir utan lækinn, en síðan váru færð bein þeira í þann stað, er nú stendr kirkjan, því at Skapti hét at gera kirkju, þá er Þóra [Steinsdóttir k.h.] braut fót sinn, þá er hon var at léreptum sínum.“ Flóamannasaga, ÍF XIII, 325-326. c. 1200: Kirknaskrá Páls. DI XII: 8.1382-91: „XCIII. Hialle. Kirkia hins heilaga Olafs kongs ad Hialla j Olvesi a landid a Backa. xij. kyr. iij. hundradz hross. vidreka j Kiefl avijk. biargfesti edur hvd. lykakrak. kaleik. alltaraklædi .ij. kantarakäpur .ij. dvkar med liereptt. merki .iiij. kluckur. ein messuklædi ad ollu. sacrarium mvvnlaug .ij. krossa. glerglugg. glodarkier. Graduale per Anni circulum. Mariuskriptt. Olafsskriptt. vattzkietill. 83paxspialld. fonts vmbuningur med skyrnarsä. Þar skal vera heimilis prestskylld. kross yfer alltari med vnderstodum. tialld vmm kor. dvk yfer Olafs lykneski. messuklædi. ny bryk yfer alltari. tuær kiertistikur med kopar.“

Ölfus

Hjallakirkja.

1397: „Hun a ad auk þess sem skrifad er j maldaga herra Michæls .ij. kyr. glodarkier. elldbera. messuklædi ad ollu. alltarisklædi .iij. med dvkum. lagdi þetta til Nichulas bondi allt saman .vjc. portio Ecclesiæ vmm næstu .x. är .xiijc. oc x. aurar.“ DI IV: 97.
1400: „Maldage Hialla kirkiu. Suo mikid gotz kirkiunnar ä Hialla og stadarens. Jn primis J fi rstu einn gradall vondur og annar alfær. ottusaunguabok. salltare. vondan kirial. einn kalekur. ij messuklæde. iij klukkur. iij tinfot. ein skaptpanna. einn pottur. xix kyr. xxx asaudar. Jtem a Hiallakirkia landed [ä] Backa frä Sandvade sionhendijng j klettinn fyrer austan backa j huerholmunum. Og þadan j þufuna fyrer austan hellrana og so j austanversann hest. Hier med a Hialle landed vestur j lækiarbotnalæk og j gard þann sem liggur fi rir utan borgarstigenn j goturnar under fi alled og fi alled alltt gagnvartt a motz vid skog hlijdarenda enn ytra. alla longuhlijd j sanddale. rædur þa merkium gata su er þar liggur. a þa Hialle enn nordara partt. reykiafell og laka med. Somuleides a Hialle hws og skipstodu frij j Thorlakshofn. enn þeir sem j Thorlakshofn bua eiga stodhrossa beit j Melsmyre. So og a Hialla kirkia reka og fi orufar a Keflavijk ä motz vid nes. datum m. cccc.“ DI IV: 243-244 [AM 66A 8vo, bl. 5a-b, skr. 1612].
1549: „Anno m vc xl. ix so miked afhendte Eyolfur Jonsson syne sijnum Pale Eyolfssyne med kirkiunne. vij kyr. ij asaudar kugillde. ij naut tuævetur. messuklæde. kalek. kluckur. ij. Máld DI XI 740 [AM 66A 8vo, bl. 5b, skr. 1612].
1575: CLXXXVIII. Kirkian ä Hialla i Olvese. ä landid ad Backa. vidreka i Kiefl avijk. Biargfeste edur hud og fi orufar skipslaudu i Thorlakshofn. enn their sem i Thorlakshofn bua. eiga stödhrossabeit i Melsmelamijre. Jtem viij kijr og äsaudarkugillde. thar eru ij naut ij vetur. Jtem Jnnann kirkiu. ein messuklædi og laus haukull thar til. iij Skrædur vondar. Jtem kaleikur. ij kluckur vænar og ein körbialla. glödarkier vondtt. Jtem eirn Davijdz psalltare gamall.“ DI XV: 642-643. Núverandi kirkja er reist um 1930, á undan henni var tiburkirkja á sama stað. Krikjugarðurinn var stækkaður við endubygginguna en ekki er vitað til hvaða átta. Kirkjugarðsveggurinn er hlaðinn að utan en að innan sést hann ekki.Þegar ekið er til norðurs að bæ, blasir kirkjan við á miðju bæjarhlaðinu. Kirkjan og kirkjugarðurinn sjást enn. Líklega er ekki ýkja langt síðan kirkjugarðsveggurinn var hlaðinn eða lagfræður. Fjölmörg leiði eru í kirkjugarðinum sem enn er í notkun.

Hjallarétt (rétt)

Ölfus

Hjallarétt.

“Vestan við Bakkarás, upp við hlíðina, er fjárrétt sem heitir Hjallarétt. Þar var réttað vor og haust,” segir í örnefnalýsingu. Um 1980 var heimildum um helstu menningarleifar hreppsins afnað saman að frumkvæði Ölfushrepps. Þar segir: „Hjallarétt er austan Hjalla og hefur verið aðal sundurdráttarrétt fyrir Hjallasókn.” Bakkarétt er rúmum 670 m norðaustan við bæ og um 470 m norðan við Móakot. Réttin er hlaðin upp við kletta og inn á milli stakstæða steina og er mikið skemmd. Bakkarás hefur brotið sér leið í gegnum réttina og skemmt eitt hólfið og almenninginn. Réttin er við landamerki Hjalla og Bakka.Réttin er hlaðin vestan Bakkarásar, stór björg hafa hrunið hér niður og notuð sem hluti af veggjum. Umhverfis réttina eru malarskriður en tún eru til suðurs. Réttin er 35×30 m að stærð, snýr norðaustur-suðvestur og skiptist í fimm hólf. Ekki er itað hversu margir dilkar voru í réttinni. Hún er mikið röskuð og af þeim sökum er lýsingin brotakennd. Ekki er vitað hversu margir bæir notuðu réttina en gera má ráð fyrir að flestar jarðirnar í Hjallahvefi hafi gert það samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Réttin er grjóthlaðin og stakstæð björg eru víða hluti af veggjum. Sum þeirra eru 2-3 m á hæð. Til austurs er hólf 1. Það er 11×8 m að innanmáli og snýr norður-suður. Það er opið til vesturs, inn í almenninginn (sjá hólf 5) og annað op er til austurs, út úr hólfi nu. Veggirnir eru 0,2-1,2 m á hæð og má greina 4-5 umför í veggjum. Stórt bjarg afmarkar norðurhlið hólfsins að mestu. Annar stein er í norðvesturhorni, uppi á honum er jafnframt hleðsla. Hólf 2 er NNV við hólf 1 og er mikið skemmt. Það er 6,5×4 m að innanmáli og snýr norður-suður. Gólfið er 1 m hærra en í hinum hólfunum. Bakkarás rennur í votviðrum í gegnum hólfið og raskar því mikið. Veggirnir eru 0,3-1,5 m á hæð og eru hlaðnir upp á steinum og inn á milli þeirra.

Bolasteinn (þjóðsaga/rétt)
Í örnefnaskrá Hjallahverfi ssegir: «Á grænni flöt vestan við [Bolasteins]rásina er stór steinn sem heitir Bolasteinn. Þar segir sagan að kona hafi bjargast upp undan mannýgum bola. Og þegar boli vildi ekki hafa sig burt, gat hún hellt úr nálhúsi sínu upp í hann. Þá fór hann að lina aðsóknina.» Bolasteinn er rúmum 2,6 km suðvestan við bæ og Tíðgata lá fast sunnan hans. Bolasteinn er á grónu svæði neðan (sunnan) við Neðrafjall, á milli brekkna og sumarhúsa sem þar eru. Bolasteinn sést enn og grjóthlaðin fjárrétt er sambyggð honum til austurs.Fyrir sunnan steininn eru a.m.k. fjórar sumarhúsalóðir og mikil trjárækt á þeim fl estum. Gróið svæði er við steininn og innan í réttinni.Bolasteinn sést vel. Hann er um 4×3,5 m að stærð, snýr norðvestur-suðaustur og hliðar hans um 4 m á hæð. Þær eru brattar og erfitt að komast upp á steininn. Fyrir austan steininn er grjóthlaðin rétt. Hún er um 9×5 m að stærð og er einföld. Veggirnir eru grjóthlaðnir, 0,2-0,4 m á hæð og það má greina 13 umför af grjóthleðslu í þeim. Í norðvesturhorni er jarðfastur steinn hluti af veggjum, hann er mun minni en Bolasteinn. Austurhluti réttarinnar er einna best varðveittur. Réttin er opin til suðurs, við Bolastein.

Selbrekkur (sel)

Ölfus

Hjallasel.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Í brúninni vestur af Bröttubrekku, og nokkru lægri, eru Selbrekkur, algrónar.» Selið er tæpa 2,5 km norðvestan við bæ og tæpa 1,3 km norðan við beitarhús. Það er uppi á svokölluðu Efrafjalli. Selið er í gróinni kvos, sunnan undir lágri brekku. Ekkert vatn eða hellir er hér nærri og ljóst að vatnsskortur hlýtur af hafa haft áhrif á starfsemi á staðnum. Svæðið næst minjunum er gróið grasi og mosa. Víða eru klapparhólar og rof, utan við gróna svæðið. Selið sést ekki fyrr en komið er í kvosina. Svæðið er 30×20 m að stærð og snýr austur-vestur. Þrjár tóftir og eitt garðlag eru þar og fá þau bókstaf til aðgreiningar í lýsingu þessari.

Lækjarborg (sel/stekkur)

Ölfus

Lækjarborg.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: « Vestan við Selbrekkur verður rani eða múli sem heitir Rjúpnamúli. Niður frá honum heita Lækjarmóar. Þar eru rústir sels eða stekks, og heitir Lækjarborg.» Lækjarborg er uppi á Hjallafjalli, 1,7 km vestan við bæ og 740 m norðan við Sólstígsvörðu. Tóftin er á lágum grónum hól með útsýni til allra átta, innan skógræktarsvæðis á Hjallafjalli. Engum trjám hefur verið plantað í 10-15 m fjarlægð frá tóftinni. Hóllinn er að mestu gróinn en umhverfis hann er melur og rof í gróðurþekjunni. Þar vex að mestu mosi, lyng og gras.Hóllinn er grasi gróinn og ólíkur öðrum hólum í kring. Hann er 24×24 m að stærð. Líkast til hefur þetta verið stekkur en vera kann að eldri minjar sels leynist undir sverði á svæðinu líkt og heimildir bera vitni um. Hóllinn er ólíkur öðrum hólum í kring vegna mikillar grænku.

Fjallsendaborg (fjárskýli)

Ölfus

Fjallsendaborg.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Aðeins vestan við hann [Skjólgarð] er Fjallsendaborg, gömul fjárborg.» Tóft er við vesturenda á Hjallafjalls, tæpum 3 km vestan við bæ og tæpum 760 m norðvestan við Steinkustíg.Tóftin er byggð upp við klettahól að sunnan. Trjám hefur verið plantað um 5 m vestan og sunnan við tóftina. Tóftin er 15×13 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er nánast hringlaga og byggð upp við klett að sunnan. Hún er mjög gróin og ekki sést í neitt grjót þó ætla megi að hún sé grjóthlaðin. Veggir eru 0,8-1,2 m að hæð, afl íðandi og mjög breiðir, allt að 4 m. Innanmál tóftarinnar er 5.5 x 5.5 m. Líklega var op á suðvesturhlið en þar er veggurinn mun lægri. Veggir eru hæstir til suðurs, upp við klettahólinn.

Lækur (býli)

Ölfus

Lækur í dag.

“Lækur, fimta hjáleiga, bygð fyrir manna minni.” JÁM II, 427. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðjuhverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi , 1. Landamerki Hjallatorfunnar eru: að austan, milli Bakka og Riftúns úr Sigmundarvaði á Þorleifslæk í Markastein, merktan X, ofan við alfaraveg. Þaðan í Torfu í Litlahvammi efst. Þaðan, milli Hjallatorfu og Þóroddsstaða, í vörðu hæst á Skálafelli beint í vörðu austan á Reykjafelli. Þaðan í Lambafell – móti Ölfus – afréttarlandi. Úr Lambafelli í vestasta hornið á Lönguhlíð og þaðan í Skógarhlíðargafl. Milli Hjallatorfu og Hrauns: Tíðagötu í Sólarstein. Milli Hjallatorfu og Grímslækja: Sólarsteinn í Klapparhól, merktan X, í Lækjarbotnalæk, í tjörn, í Grímslækjarós í Lambeyraós, segjir landamerkjabréf.” Ö-Bakki, 1.
1917: Tún 2.6 ha, 5/6 slétt. Garðar 752 m2.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Lækur er vestan Bæjarlækjar, vestur frá Hjalla. Gamla gatan lá úr Hjallavaðli suðurfyrir Lækjartún, en þar skiptist í Norðurtún norðan bæjar og Framtún sunnan bæjar. Nú liggur vegurinn yfir Framtúnið.» Í Jaðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: «Lækur, fimta hjáleiga, bygð fyrir manna minni.» Bærinn er merktur inn á túnakort frá 1920, við austurjaðar heimatúnsins. Heygarður er merktur norðan við bæ, á bæjarhólnum.

Ölfus

Lækur um 1900.

Samkvæmt Hirti Jónssyni og móður hans Sigurhönnu Gunnarsdóttur, stóð gamli burstabærinn nokkru norðan við núverandi íbúðarhús. Þar er malarhlað, austan við gömul hesthús sem enn standa, norðan við núverandi íbúðarhús. Sögusagnir frá svæðinu herma að Hjalli og kirkjan þar hafi eitt sinn staðið vestan við lækinn sem rennur á milli bæjanna (Læks og Hjalla) en hafi snemma á öldum verið fært austur yfir bæjarlæk, þar sem hún stendur nú. Sigurhanna og Hjörtur eru þess fullviss að þetta elsta bæjarstæði Hjalla og gamla bæjarstæði Lækjar hafi verið á sama stað enda sé bæjarstæðið krökkt af minjum og hvergi sé hægt að grafa án þess að rekast á minjar. Hjörtur og Sigurhanna hafa í fórum sér ljósmynd þar sem bæjarhúsin, kálgarður og brunnur sjást vel. Ljósmyndin var tekin af bæjarhúsunum og íbúum þeirra um aldamótin 1900. Malarplan er norðan við íbúðarhúsið og einnig nokkuð nýleg útihús. Bæði Hjörtur og Sigurhanna muna vel eftir burstabænum. Fjórar burstir voru á bænum, í röð á bæjarhólum frá vestri – austurs, og snéru til suðurs. Vestast var hlaða, í miðjunni var baðstofan, svo betri stofan og austast var fjósið. Vestustu burstirnar þrjár voru rifnar árin 1965-70 en fjósið fékk hinsvegar að standa lengi og var rifið í kringum árið 2008. Torf- og grjóthleðslur voru á milli burstanna og voru tröppur upp hleðslurnar á milli hlöðunnar og baðstofunnar svo hægt var að ganga þar yfir. Stór bæjarhóll sást lengi aftan við bæjarhúsin en hann var einnig sléttaður út á árunum 1965-70. Hjörtur var ekki á staðnum þegar húsin voru rifi n og man því ekki eftir hvort einhverjar byggingaleifar hafi komið upp við það. Í dag sjást lítil sem engin ummerki um bæjarhólinn en má ætla að mikið sé um minjar undir malarplaninu þar sem bærinn stóð, þó svo að yngstu minjunum hafi líklega verið raskað mikið þegar hóllinn var sléttaður út. Samkvæmt túnakortinu frá 1920 hefur
bæjarhóllinn verið 50×45 m og snúið norður-suður.

Bjarnastaðir (býli)

Ölfus

Bjarnastaðir.

“Bjarnastaðir, sjötta hjáleiga, bygð fyrir manna minni.” JÁM, 428. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er jalli í miðju hverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi , 1.
1917: Tún 3.8 ha, allt slétt. Garðar 1191 m2. “Bjarnastaðatún er kring um bæinn, austur að Þorgrímsstaðatúni, vestur að Svartamóa, ofan lækjartúns.” Ö-Hjallastaðahverfi.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Bjarnastaðir eru uppi við Hjallafjall þar sem það er hæst, norður frá læk.» Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920, fyrir miðju heimatúninu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Núverandi íbúðarhús er skammt suðvestan við bæjarhólinn en núverandi útihús eru á miðjum bæjarhólnum og ná yfir hann allan. Lítið sem ekkert sést af honum á yfirborði. Gróin tún, nýtt til beitar eru allt umhverfis bæjarhólinn. Á honum sjálfum eru útihús og malarplan. Bæjarhóllinn sést ekki á yfirborði, núverandi íbúðarhús er í suðausturhorni hólsins en yfir norðurhlutanum eru útihús og malarplan til vesturs. Hvegi sést upphækkun á yfirborði. Bæjarhúsin á túnakorti eru um 35 m að lengd og 10 m á breidd sem gæti gefið hugmyndir um stærð bæjarhólsins við upphaf 20. aldar.

Þorgrímsstaðir (býli)

Ölfus

Þorgrímsstaðir.

“Þorgrímsstader, hjáleiga af heimajörðinni, bygð fyrir manna minni. Jarðdýrleiki kallaður x…“ JÁM, 426. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfi nu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi , 1.
1917: Tún 2.2 ha, 5/6 slétt. Garðar 876 m2. “Túnið var allt í kring um bæinn og skiptist í Heimatún, kring um bæinn, austur að Þorgrímsstaðagili… Túnið austan gilsins nær austur að Króksrás og heitir Kinn.” Ö-Hjallahverfi.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Þorgrímsstaðir stóðu austur frá Bjarnastöðum, fyrir botni Bæjarlækjar. […] Nú eru allar byggingar afmáðar á Þorgrímsstöðum». Þorgrímsstaðir eru nefndir í Jarðabók Árna og Páls frá 1708 og þar er bærinn sagður hjáleiga frá Hjalla sem byggð var fyrir manna minni. Þorgrímsstaðir eru staðsettir rúmum 220 m norðaustan við Bjarnastaði og tæpum 180 m vestan við Krók. Þar er aflangur bæjarhóll í túninu þar sem Þorgrímsstaðir stóðu. Svæðið hefur að mestu verið sléttað í tún. Norðaustan við bæinn er grýtt lækjargil, um 4-5 m djúpt. Allar minjar á bæjarhólnum hafa verið rifnar niður og hann sléttaður og má ætla að yngstu minjarnar séu að mestu leiti horfnar. Hóllinn sem sést í túninu er 34×28 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hóllinn er mun greinilegri neðar í túninu en fjarar út ofar. Hann er ekki mjög hár, aðeins um 0,5 m á hæð. Miðað við að búið var á bænum að minnsta kosti í 3. aldir, líklega lengur, má ætla að enn leynist óraskaðar minjar í túninu. Stafnar bæjarhúsanna hafa líklega snúið til suðausturs.

Biskupaleiði (örnefni)

Ölfus

Biskupaleiði.

Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Þar í brekkurótunum, austan og ofan bæjarins er húslaga steinn sem heitir Álfakirkja. Neðan við hana eru þrjár þúfur sem heita Biskupaleiði. Þar hvíla huldufólksbiskupar. Aldrei má slá Biskupaleiðin né slétta þau út.» Biskupaleiði eru 4 m sunnan við Álfakirkju og rúmum 45 m norðaustan við bæ. Þýfð og grasi vaxin brekka í rótum fjallsins. Svæðið er allt fremur þýft en þó sjást enn þrjár stærri þúfur en aðrar, beint sunnan við Álfakirkju. Þúfurnar eru á svæði sem er 2×2 m að stærð. Þær liggja í röð frá austri til vesturs, þúfan í miðjunni er stærst þeirra. Þúfurnar eru um 0,6-1 m í þvermál og um 0,5 m á hæð.

Krókur (býli)

Krókur

Krókur.

“Krókur, önnur hjáleiga, nú í eyði síðan í næstliðnum fardögum, bygð fyrir manna minni.” JÁM, 427. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…» Ö-Hjallahverfi , 1.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Krókur, líka nefndur Hjalla-Krókur er norðaustur frá Hjalla og nær hlíðinni.» Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir um Krók: «Krókur, önnur hjáleiga, nú í eyði síðan í næstliðum fardögum, bygð fyrir manna minni.» Í Sunnlenskum Byggðum III segir: « Ein af Hjallajörðunum, 5 hundruð að fornu mati og því um tólfti hluti Hjallatorfunnar. Bærinn stendur undir brekkunni, austan lækjarins. Jörðin notar norðurhluta landsins.» Samkvæmt túnakorti Króks frá 1920, var gamli bærinn staðsettur við miðjan vesturjaðar gamla heimatúnsins. Jón Ögmundsson, bóndi á Hjallakrók, man eftir húsum frá gamla bænum sem hafði þá verið í eyði í einhvern tíma, líklega frá því að nýtt íbúðarhús var byggt 100 m norðaustar á bæjarstæðinu, árið 1946. Jón sagði húsin hafa verið hrörleg þegar hann keypti landið og að þau hafi öll staðið á ama blettinum, bæjar- og útihús. Ábúð á Króki var stopul á seinni árum en samkvæmt jarðarbókinni var bærinn í eyði árið 1708. Ekki er vitað hvenær jörðin byggist aftur upp. Ábúð hefur þó haldist frá 1892-1975. Á og við bæjarhólinn eru nú gróðurhús og gámar, vestan við heimreiðina þar sem hún beygir til norðurs í átt að núverandi íbúðarhúsi. Ræktuð tún í kring en smávegis trjáreitur norðan við. Lítil hólmyndun sést á svæðinu, aðallega til suðausturs. Bærinn stóð norðan við gróðurhús þar sem nú eru geymd ýmis tæki og plöntur. Skjólgarður úr trjám hefur verið plantað í kringum svæðið. Hóllinn hefur líklega verið sléttaður út á einhverjum tímapunkti eftir að hætt var að búa á svæðinu en þó má ætla að einhverjar leifar leynist undir sverði. Stafnar bæjarhúsanna hafa líklega snúið til suðurs.

Gerðakot (býli)

Gerðakot

Gerðakot?

“Gerðakot, fjórða hjáleiga, bygð fyrir manna minni.” JÁM, 427. “Bæirnir í Hjallahverfi standa í hvirfing undir hlíðinni og út frá henni, og er Hjalli í miðju hverfinu… Hjallahverfi og Bakki kallast til samans Hjallatorfa…” Ö-Hjallahverfi, 1.
Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: «Gerðakot er sunnan þjóðvegarins og austan lækjarins. Gerðakotstún er allt í kring um bæinn.» Í Jarðabók Árna Magússonar og Páls Vídalíns segir: «Gerðakot, fjórða hjáleigan, bygð fyrir manna minni.» Samkvæmt túnakorti frá 1920 stóð bærinn nánast í miðju heimatúninu. Bærinn hefur staðið þar sem íbúðarhús stendur ennþá í dag. Á bæjarstæðinu standa fjögur steypt hús og er malarheimreið nánast í kringum þau. Ekki sjást nein ummerki um bæjarhól á svæðinu en þó mun hafa verið búið þar stöðugt um aldir. Líklega hefur gamli bæjarhóllinn verið sléttaður út þegar íbúðarhúsið var byggt á árunum 1925-1958. Ætla má að einhverjar mannvistarleifar liggi enn óraskaðar undir sverði, þó svo að stór hluti yngri minja sé horfinn. Stafnar bæjarhúsanna hafa líklega snúið til suðausturs.

Vegur (leið)

Sýsluvegurinn

Vegurinn ofan Þurár.

Gamla þjóðleiðin/Sýsluvegurinn er sýnd á herforingjaráðskorti nr. 37 frá 1908. Hún lá til suðvesturs, sveigði til vesturs við heimatún Vorsabæjar og lá áfram að myllu í landi Núpa. Leiðin lá áfram til vesturs, meðfram Núpafjalli, sunnan og norðan við Þverárbæina. Þaðan lá leiðin sunnan við heimatún Þóroddsstaða og Riftúns og lá að Hjalla og áfram að. Leiðarinnar er getið í örnefnalýsingum nokkurra jarða. „Mói, nú ræktaður, norður frá Vatnatúni. Þar mættust heimagötur og gamla þjóðleiðin,“ segir í örnefnaskrá Kröggólfsstaða. Í örnefnaskrá Hjallahverfis segir: “Gamla gatan lá meðfram Móakotstúni frá Krókströðum vestur að Hjallatúni […] Gamla gatan lá úr Hjallavaðli suður fyrir Lækjartún …”. Seinna segir í sömu örnefnaskrá: „Með Bakka eru talin nöfn í Bakkabrekkum, út að Hjallarás, nema gatan út með fjallinu, en af efri bæjum sóknarinnar var hún nefnd Hjallagötur.” “Krossgötur: Mói, nú ræktaður, norður frá Vatnatúni. Þar mættust heimagötur og gamla þjóðleiðin,” segir í örnefnalýsingu Kröggólfsstaða.

Sýsluvegur

Sýsluvegurinn.

Í bréfi Björns Pálssonar og birt er í viðauka 5 við skýrslu FS187-001172 segir: “Sýsluvegurinn gamli: hann er vel sýnilegur af Stekkjartúninu sunnan fjárhúsanna þar og norður undir Öxnalækjarveg. Þá er bútur hans enn til milli rafl ínunnar og Þjóðvegar 1 um 50 m vestan við veginn sem gerður var niður í Ölfus upp úr 1930. […] Sýsluvegurinn gamli: kom neðan úr Ölfusi, um Gránulág (ekki Grænulág sem er ritvilla í tilvitnuðum fornleifaskrám) og upp á Kirkjubrún vestanverða. Hann er ekki nefndur í fornleifaskráningunum né örnefnaskrám en er að stofni forn þjóðleið og var síðan ruddur vagn- og bílfær og notaður fram yfir 1930.” Vegurinn sést m.a. vel í landi Öxnalækjar, Kröggólfsstaða, Vatna og Þúfu.Leiðin var skoðuð og rakin á nokkurum stöðum. Leiðin er horfi n í landi Hjalla og Bakka. Í landi Núpa og Þurár sést leiðin vel. Þar er hún rudd vagnleið, 3 m breið, slétt í botninn og er um 0,2 m djúp. Í landi Núpa eru upphlaðnir kaflar, yfir gil og hlaðnar brýr eru yfir mýrar í landi Þverár. Í landi Kröggólfsstaða, Vatna og Þúfu er hægt að rekja veginn á rúmlega 720 m löngum kafl a. Hann er ruddur, vagnfær, 3 m á breidd og 0,2 m djúpur. Vegurinn er sléttur í botninn og lítið gróinn. Vegurinn sést einnig vel í landi Öxnalækjar, rúmum 90 m austan við Þorlákshafnarveg. Þar liggur vegurinn þvert í gegnum fyrirhugað áhrifasvæði vegna tilfærslu á Suðurlandsvegi, hann er nánast í miðju þess svæðis. Vegurinn er upphlaðinn, yfir gróna lág og sést vel. Hann er tæplega 80 m að lengd, 3 m á breidd og 0,3m á hæð. Norðurhluti vegarins, skammt sunnan við Öxnalækjarveg, er lítið annað lág í grónum mel og sést illa.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Ölfusi: Áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2017.

Ölfus

Hjalli – örnefnakort.

Selvogsheiði

Í „Aðalskráningu fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I“ má m.a. lesa eftirfarandi um bæi, s.s. Efri- og Ytri-Grímslæk, Breiðbólstað, Vindheima, Litlaland, Hlíðarenda, Nes, Bjarnastaði, Þorkelsstaði, Eimu, Strönd, Vogsósa, Hlíð og Stakkavík, og nokkra merka staði í Selvogi og neðanverðu Ölfusi ofan Þorlákshafnar:

Efri-Grímslækur (býli)

Efri-Grímslækur

Efri-Grímslækur – túnakort 1918.

1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ, 76.
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1551: Getið í kaupbréfi. DI XII, 307
1708: „Ein jörð að fornu. En fyrir manna minni sundurdeild í tvo bæi […] Kallast annað býlið Efre Grimslækur, en annað Sudre Grimslækur. Dýrleiki á báðum saman er x, v hver partur.“ JÁM II, 428. Ekki er vitað hvort Ytrieða Efri-Grímslækur er upphaflega býlið.
1917: Tún 3.5 ha, 3/4 slétt. Garðar 1002 m2. „Grímslækir eru tveir, Efri-Grímslækur og Ytri-Grímslækur. Túnin liggja saman“. Ö-Grímslækir, 1.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Þar stendur að bærinn, heyhlaða og fl. tilheyri bæjarhúsunum. Kálgarður var sambyggður bæjarhúsunum til suðurs. „Efri-Grímslækur heitir eystri bærinn,“ segir í örnefnalýsingu. Fyrst var komið að Efri-Grímslæk árið 2004 í tengslum við kirkju- og bænhúsaskráningu. Bærinn er sunnan við malarveg sem liggur áfram að Ytri-Grímslæk og Hrauni. Núverandi hús snúa eins og gamli bærinn og eru byggð í bæjarhólinn. Yngri húsin eru byggð á sama stað og íbúðarhúsið er ekki með kjallara. Stafnar eldri bæjarins snéru til suðurs.
Núverandi hús eru komin til ára sinna og ekki víst að mikið jarðrask hafi orðið við byggingu þeirra. Íbúðarhúsið er byggt 1927-1952.
Bæjarhóllinn er rúmum 220 m sunnan við malarveginn. Hóllinn er fremur lágur, að framan er mikil hleðsla sem er að hluta farin og síga og falla. Þessi hleðsla stóð fyrir framan eldri bæjarhúsin sem núna eru horfin. Gunnar Konráðsson, heimildamaður, á ljósmynd og málverk af eldri bænum. Bæjarhóllinn er 43×24 m að stærð og snýr austur-vestur. Ekki er hægt að áætla hæð hans sökum bygginga sem þar eru.

Ytri-Grímslækur (býli)

Ytri Þurá

Ytri-Þurá.

1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ, 76.
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1551: Getið í kaupbréfi. DI XII, 307
1708: „Ein jörð að fornu. En fyrir manna minni sundurdeild í tvo bæi […] Kallast annað býlið Efre Grimslækur, en annað Sudre Grimslækur. Dýrleiki á báðum saman er x, v hver partur.“ JÁM II, 428. Ekki er vitað hvort Ytrieða Efri-Grímslækur er upphaflega býlið. Ekki er föst ábúð á jörðinni heldur er hún nýtt til hrossabeitar.
1917: Tún 3.4 ha, 6/7 slétt. Garðar 1514 m2. „Grímslækir eru tveir, Efri-Grímslækur og Ytri-Grímslækur. Túnin liggja saman“ Ö-Grímslækir, 1.
Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Þar stendur að bærinn og hlaðan tilheyri bæjarhúsunum. Stafnar bæjarins snéru til suðausturs. Sambyggður kálgarður var suðaustan við þau. Fyrst var komið að Ytri-Grímslæk árið 2004 í tengslum við kirkju- og bænhúsaskráningu.“Ytri-Grímslækur er vestar í samliggjandi túni,“ segir í örnefnalýsingu. Ekki er föst ábúð á jörðinni. Hún er í eigu ábúaenda á Litlalandi frá árinu 2005 og nýtt til hrossabeitar. Einnig er búið að byggja tvenn nýbýli og sumarbústaði í vestur- og norðvesturhluta jarðarinnar. Búið er að rífa öll hús á jörðinni fyrir utan eina skemmu. Í Sunnlenskum byggðum III sjást bæði skemman og bæjarhús sem voru byggð á 20. öld. Þau sjást einnig á loftmynd frá árinu 1999 og notast er við í þessari skráningu. Bæjarhúsin sem sýnd eru á túnakortinu voru fast norðaustan við íbúðarhús byggt árið 1925.

Breiðabólsstaður (býli)

Breiðabólstaður

Breiðabólstaður.

1847: Bændaeign. 40 hdr. með Vindheimum ÁR-545. JJ, 76
1397: Getið í Vilchinsmáldaga. DI IV, 98-99.
1523: Getið í kirkjureikningum. DI IX, 158-159.
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1551: Getið í kaupbréfi. DI XII, 307
1561: Getið í tylftardómi. DI XIII, 622-623
1575: Getið í Gíslamáldaga. DI XV, 642.
1708: „Jarðdýrleiki xl og so tíundast fjórum tíundum.“ JÁM II, 439.
„Kirkja var þar samkvæmt gömlum heimildum.“ segir í Sunnlenskum byggðum III.
1917: Tún 5 ha, 9/10 slétt. Garðar 1050 m2.
„Breiðabólsstaður var oftar nefndur Breiðabólsstaðir, eða stytt í Breiða […] Bærinn stóð í túninu ofan við Bæjarlæk, þar sem á honum er hornrétt beygja frá suðvestri til suðausturs. Nú eru öll verksummerki afmáð á þeim stað, allt bæjarstæðið sléttað út.“
Bæjarhóllinn var skráður árið 2004 í tengslum við verkefnið bænhús á Íslandi. Bæjarhóllinn er nánast í beinni línu við eystri gafl á stóru húsi sem líklega var heimavist meðan skóli var rekin á jörðinni. Rúmir 200 m eru á milli hússins og bæjarhólsins. Bærinn sjálfur, var fluttur árið 1954, og er rúmum 350 m sunnan við bæjarhólinn.
Bæjarhóllinn er í ræktuðu túni sem notað er undir hrossabeit. Eric Guðmundsson man hvar bærinn stóð og ljósmynd er til af honum.
Bæjarhóllinn er enn varðveittur en sléttað hefur verið yfir hann og öllum húsum rutt út. Stafnar bæjarins snéru til suðurs. Bærinn fór í eyði 1928 en jörðin nýtt áfram frá Vindheimum ÁR-545. Bæjarhúsin voru jöfnuð við jörðu árið 1955 eða 1956.

Breiðabólstakirkja (kirkja)

Breiðabólstaður

Breiðabólstaður – örnefnakort.

„1397: XCV. A Breidabolstad. Mariukirkia oc hins heilaga Olafs kongs a Breidabolstad j Olfusi a .xc. j heimalandi. iij. kluckur. rodukross. ein kiertistika med kopar. glodarkier. paxspialld. kirkiann aa eina kv. portio Ecclesiæ vmm .viij. ar oc .xx. tiu hundrad oc mork. Hun a vmm þat framm sem herra Michels maldagi vottar .iij. kyr er Andres gaf. Jnnan kirkiu. bryk yfer alltari. Laurentius lykneski. paxspialld steintt. portio Ecclesiæ vmm vj. ar næstu medan Jon hefr bued halfur fimtandi eyrer oc .xij. aurar af jordunni heima þar. fiellu nidur .xij. aurar er hann liet hlada veggi vmm kirkiuna oc gaf til alltarisklædi med liereptt. forn tiund adr vmm .iiij. ar hundrad oc .xij. Alnar,“ DI IV.
„8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Breiðabólstaðarkirkju sem var “af fallin med aullu” og lofaði hann að “giora upp breidabolstadar kirkiu” –“ DI IX.
„1575: CLXXXVI. Breidabolstadur. Hälfkirkian ä Breidabölstad i Olvese. ä xc. i heimalande. Jordin xLc.“ DI XV. „Kirkja var þar samkvæmt gömlum heimildum.“ segir í Sunnlenskum byggðum III. Ekki er vitað hvar kirkjan var en líklega var hún nærri bæ 001. Ekki er vitað hvenær hún féll úr notkun.
Engin ummerki kirkjunnar sjást á yfirborði.

Breiðabólsstaðarsel II (sel)

Breiðabólstasel

Breiðabólstaðasel II – uppdráttur ÓSÁ.

Ómar Smári Ármannsson fjallar um þessar minjar á heimasíðu Ferlis. Þar segir: „Þegar FERLIR var á ferð um Krossfjöll var m.a. gengið fram á áður óþekktar – og þar með óskráðar selsminjar – ofan Krossfjalla. Minjarnar eru miklar og greinilegar; sjö rými og stekkur. […].“ Selið er ekki þekkt úr rituðum heimildum og er því nafnlaust. Hér er stuðist við nafngjöf Ómars Smára og selið nefnt Breiðabólsstaðarsel II. Það er 3,8 km norðvestan við bæ 001 og 1,7 km NNA við Breiðabólsstaðarsel. Selið er undir norðurhlífðum Krossfjalla. Allt umhverfis selið er mosavaxið hraun. Meðfram norðurenda Krossfjalla er mjótt undirlendi og er selið þar, byggt upp við fjallshlíðarnar. Á svæði sem er 100×40 m að stærð og snýr norðursuður eru sjö tóftir. Ástand þeirra allra er svipað, veggirnir útflattir og tóftirnar grónar.

Ingjaldsborg (fjárskýli)

Ingjaldsborg

Ingjaldsborg.

„Um 3 – 4 hundruð metrum vestar [en Bræðraborg] á brúninni er mikil rústaþyrping, og vel gróið kringum þær. Þar eru rústir af nokkrum hringhlöðnum fjárborgum og einu sauðahúsi. Steindór Egilsson byggði það 1912. Þetta heitir Ingjaldsborg,“ segir í örnefnalýsingu.
Ingjaldsborg er tæpum 200 m vestar en Bræðraborg og rúmlega 850 m suðvestan við bæ. Þar eru ummerki um þrjár fjárborgir og eitt fjárhús sem líklega er yngra. Bygging þess raskaði fjárborgunum og grjót án efa borið úr þeim við byggingu þess.
Ingjaldsborg er á grasivöxnu svæði. Allt umhverfis er heiði með mosa, lyngi og þúfum. Víða eru moldarflög og hraungrýti.
Á svæði sem er 32×23 og snýr austur-vestur eru fjórar tóftir og garðlag. Var hverju þeirra gefin bókstafur til aðgreiningar í lýsingu þessari. Fjárborg A er austast. Hún er hrunin og einungis mótar fyrir útveggjum hennar. Grjóthrúga er inni í fjárborginni, líklega frá því að fjárhúsið var gert. Fjárborgin er 7 m í þvermál og grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,3-0,4 m á hæð og sést 1 umfar grjóthleðslu.

Breiðabólsstaðarsel I (sel)

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

„Inn af Löngudölum eru aðrir, grösugir dalir sem heita Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Tætturnar eru: 1) Tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. 2) Eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. 3) Lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli,“ segir í örnefnalýsingu. Þetta er falleg selstaða og allt svæðið umhverfis.
Selið er í grösugum dal, undir klettabergi. Þar vex gras, lyng og mosi. Selið er á svæði sem er 15×15 m að stærð.

Breiðabólsstaðarborg (fjárskýli)

Breiðabólstaðaborg

Breiðabólstaðaborg.

„Litlu austar [en Steingríms gamla-stekkatún] er hár stórgrýtishóll, með rúst. Hann heitir Breiðabólsstaðarborg, oft Breiðaborg,“ segir í örnefnalýsingu. Breiðabólsstaðarborg er tæpum 1 km ANA við bæ og 700 m norðaustan við Stekkjatún. Fjárborgin er áberandi þegar ekið er eftir Hlíðardalsvegi. Víðsýnt er frá fjárborginni til allra átta. Gróið hraun er allt umhverfis hólinn sem fjárborgin er á. Þar vex mosi, gras og lyng. Klettar koma víða uppúr sverði.

Fjárborgin er efst á grónum hraunhól. Klettar eru á hólnum og er fjárborgin hlaðin á milli þeirra. Klettarnir eru suðvestan, suðaustan og norðaustan við tóftina. Fjárborgin er sunnarlega á hólnum og er ferhyrningslaga. Hún er 8×8 m að stærð, einföld og grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,2-0,5 m á hæð og 1 umfar af stóru grjóti sést í þeim. Til norðurs frá fjárborginni, uppi á hólnum er grasivaxið svæði og hleðsla þar á brúninni. Mögulega eru þetta ummerki um aðrekstrargarð eða annað
hólf. Hleðslan samanstendur af einföldri steinaröð.

Þorlákshafnarsel (sel)

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1708 segir um Breiðabólsstað í Ölfusi: „Skipsuppsátur á jörðin í Þorlákshöfn fyrir selstöðu í heimalandi.“
Í 1. bindi sögu Þorlákshafnar eftir Skúla Helgason segir: „Frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar. Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.“ Á myndasíðum sömu bókar framan við miðju er uppdráttur af selinu sem Kristján Eldjárn hefur gert þann 28.09.1963 og sömuleiðis ljósmynd af Skúla Helgasyni þar sem hann stendur og virðir fyrir sér rústirnar. Þær eru friðlýstar eins og frá segir í Friðlýsingarskrá: „Breiðabólsstaður. Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.
Skjal undirritað af ÞM 20.01.1976. Þinglýst 16.06.1977.“ Tóftirnar eru enn mjög greinilegar, um 300 m norður af Þrengslavegi en um 100 m suður af Votabergi, sem er lóðrétt hamrastál sem liggur frá norðri til suðurs vestan í Meitilstagli, sem gengur frá fjallinu Litla-Meitli til suðurs. Selið er um 13 km norður af Þorlákshöfn. Það hefur einnig verið nefnt Hafnarsel, t.d. á örnefnakorti Ingólfs Einarssonar frá 1969. Tóftirnar eru vestan undir stöku bjargi sem er suðvestan Votabergs. Um 20 m vestan tóftanna er ágætlega gróið hraun en grösugar grundir eru undir berginu og þar vestar, sunnan undir fjallinu.

Vindheimar (býli)

Vindheimar

Vindheimar og Breiðabólstaður – loftmynd.

1847:“…Vindheima getur engin jarðabók, og er jörð þessi því að líkindum nýbýli frá Breiðabólsstað.“ Bændaeign, 40 hdr með Breiðabólsstað. JJ, 76.
1708: „Vindheimur og Skrida voru hjer hjáleigunöfn. Þær bygðust báðar fyrst í voru minni, þar sem aldrei hafði
bygð verið. Varaði bygðin hjer um 10 eður 12 ár, hafa nú í auðn verið 19 ár eður skemur,“ JÁM II, 440.
1917: Tún 4.8 ha, 7/8 slétt. Garðar 886 m2.
„Vindheimar stóðu um 200 m ofar í brekkunni.
Einnig þar er mest allt útsléttað, nema íbúðarhús, sem byggt var 1930, aðeins neðan við bæjarstæðið, niðri við lækinn. Það er nú kennarabústaður Hlíðardalsskólans, og er nefnt Vindheimar, eins og áður,“ segir í örnefnaskrá. Bæjarstæði Vindheima er komið úr notkun og standa þar engin hús lengur. Milli bæjarstæðanna á Breiðabólstað og Vindheima eru um 125-130 m. Vindheimar eru austan við Breiðabólstað.
Bæjarhóllinn er tiltölulega flatur og er notaður undir hrossabeit.

Litlaland (býli)

Litlaland

Litlaland.

1847: Bændaeign, 10 hdr. JJ, 76
1542: Getið í kaupbréfi. DI XI, 146
1708: „Jarðardýrleiki x og so tíundast fjórum sinnum.“ JÁM II, 441.
1917: Tún 3.7 ha, 9/10 slétt. Garðar 782 m2.
„Litlaland stendur í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú, 1968, er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt. […] en Fjósabrunnur var austan við fjósið, austasta húsið í bæjarröðinni,“ segir í örnefnalýsingu. Eldra bæjarstæði Litlalands er tæpum 700 m vestan við núverandi íbúðarhús. Gamla heimatúnið er óraskað að mestu en var ræktað upp á einhverjum tímapunkti. Sléttað hefur verið yfir bæjahólinn og öllum húsum þar rutt út. Á túnakorti frá 1920 sést að stafnar bæjarins snéru til suðurs og sambyggður kálgarður var þar.
Bæjarhóllinn er því sem næst í miðju gamla heimatúninu. Það er grasivaxið og fremur slétt. Það er ekki slegið heldur nýtt til hrossabeitar. Túnið er í aflíðandi halla til suðurs, niður frá fyrrnefndri hlíð. Bæjarhóllinn er 32×25 m að stærð, 0,5 m á hæð og snýr austur-vestur. Hann er grasivaxinn og sléttað hefur verið yfir hann. Hlíðar hólsins eru aflíðandi en víða eru þýfðir og beinir bakkar án þess að hægt sé að segja til um lögun eða gerð bæjarhúsanna. Hér og þar sjást stöku hleðslusteinar í gegnum grasið. Greinilegt er að ennþá eru töluverð mannvistarlög undir sverði.

Litlalandssel (sel)

Litlalandssel

Litlalandssel.

„upp á fjallinu, ofan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar, er hraun austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. Í því austarlega er Litlalandssel, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg,“ segir í örnefnalýsingu. Í BA ritgerð Ómars Smára Ármannssonar segir: „Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóftin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Selið er mjög gróið. Þó má sjá móta fyrir rýmum. Veggir eru um 60 cm að hæð. Fallin varða er á hraunhól ofan (norðvestan) við selið.“ Litlalandssel er 2 km norðvestan við bæ og 1,7 km norðvestan við nátthaga. Þar eru þrjár greinilegar tóftir, tvær þústir, hellir og varða. Flestar minjarnar eru signar, grónar og óskýrar.
Selið er í mosa- og lyngivöxnu hrauni. Víða eru klettar, lágir hólar og moldarflög. Selið er á svæði sem er 90×40 m að stærð og snýr austur-vestur. Þar eru þrjár tóftir, tvær þústir, varða og hellir.

Draugshellir (þjóðsaga)

Draugshellir

Við Draugshelli.

„Rétt ofan við Vörðuás, við markagirðinguna milli Breiðabólsstaðar og Litlalands, er lítill hóll og í honum lítill hellir, sem heitir Draugshellir. Um hann er skráð saga í Þjóðsögu Jóns Árnasonar, útg. 1955, um pilt sem lézt þar fyrir 200 árum. Hann var jarðsettur að Hjallakirkju, en þoldi ekki í jörðu, gekk því aftur, settist að í hellinum og gerði ferðamönnum glettingar,“ segir í örnefnaskrá Breiðabólsstaðar. Á heimasíðu Ferlirs segir: „Hellirinn var lokaður fyrir allnokkru síðan (sennilega um 1960) til að varna fé inngöngu. […] Heimamaðurinn fylgdi þátttakendum á vettvang. Benti hann á stað í túninu, vestan hólsins, og sagði hann gömul landamerki hafa legið úr vörðu sunnar í Leitarhrauni með línu í klofa í hlíðinni norðaustan við bæinn. […] Hafist var handa við mokstur. […] Eftir að hafa grafið mannhæðardjúpa holu og rúmlega það, opnaðist hellirinn, Hreinsað var frá opinu og við blasti hinn fallegasti fjárhellir. […] því til hliðar við innganginn, í moldinni virðist votta fyrir hleðslum.“ Draugahellir er 1,1 km austan við bæ.
Draugshellir er sem fyrr segir á mörkum Breiðabólstaðar og Litlalands. Núverandi mörk eru spölkorn austar en áður var og er vírgirðing þar. Gróið, óræktað tún í halla til suðurs er umhverfis hellinn. Skjólbelti er 4 m vestar og birkitré við austurenda hellisopsins.
Hellisopið sést ennþá enda einungis um 10 ár síðan það var opnað aftur. Ekki er hægt að fara inn í hellinn né sjá þar inn, opið er það lítið. Það er 3×1 m að stærð og moldarhrun er allt þar umhverfis. Lofthæðin inni í hellinum virðist vera um 1 m, séð ofan frá.

Litlalandshellir (fjárskýli)

Litlalandshellir

Litlalandshellir.

Í norðvesturhorni heimatúnsins er hellir og liggur túngarður upp að honum. Hleðsla er framan við hellinn, lokar honum og hann var nýttur sem útihús. Hellirinn er 130 m norðvestan við bæ og 13 m norðvestan við útihús. Hellirinn er ofarlega í hlíðinni en er ekki áberandi sökum hleðslunnar sem er grasivaxin og fellur inn í túnið. Grasivaxin brekka er til suðausturs frá hellinum. Neðan hennar er gamla heimatúnið en klettar fyrir ofan.
Hellirinn er náttúrulegur og engin mannvirki inni í honum né ummerki um að t.d. berghöld hafi verið klöppuð þar. Lofthæðin inni í hellinum er mest 2 m. Hleðslan lokar öllu opi hellisins. Hún er 11×2 m að stærð og snýr norður-suður. Hún er 0,5-1,1 m á hæð og grjóthlaðin. Hleðslan er hæst innan í hellinum og lítið gróin. Að utan er hún algróin. Mest má sjá 4 umför af grjóti innan í hellinum. Op inn í hellinn er í suðurenda.

Hlíðarendi (býli)

Hlíðarendi

Hlíðarendi.

„Jarðardýrleiki xx og so tíundast fjórum sinnum.“ JÁM II, 441. „Landamerki eru bókfærð þannig: þrívörður við sjó í Markhól, merki L.M., í Fálkaklett. Við Litlaland; Austur miðjan Sand frá sjó til heiðar, í vörðu, sem er klappaður kross í klöppina undir vörðunni, úr henni í þrívörður. Þaðan í Fuglastapaþúfu, í Nátthagaöxl, í vörðu sem stendur við Stórugjá. Þaðan í Eiturhól – Fjallið eina. Ath. Þrívörður við sjó eru ekki nærri Hlíðarendalandi og Fjallið eina er utan takmarka Ölfuss.“ Ö-Hlíðarendi, 1. Jörðin fór í eyði árið 2001 þegar síðasti ábúandi, Ólafur H. Þórðarson lést. Hluti heimatúnsins er nýttur fyrir hrossabeit í dag (2011) en túnin virðast ekki vera nytjuð að öðru leyti.
1917: Tún 7 ha, 7/8 slétt. Garðar 943 m2.

Hlíðarendi

Hlíðarendi 1898.

„Bærinn stendur undir Hlíðarendafjalli, í hvammi milli Ytra-Buganefs að austan og Áss að vestan,“ segir í örnefnaskrá.
Á túnakorti frá 1918 sést að bærinn stóð nyrst í túninu, fast norðan við læk sem rennur um það. Tveir matjurtagarðar voru sunnan við bæ, annar þeirra fast sunnan við íbúðarhúsið og hinn fast austan við þann fyrrnefnda. Þeir eru skráðir með bæjarhólnum. Í bókinni Ísland Howells er ljósmynd af bænum frá því skömmu fyrir aldamótin 1900. Á myndinni er sést bærinn sem virðist vera með grjóthlaðna veggi og fjórar burstir. Stafnar húsanna virðast ýmist vera úr timbri eða forskalaðir. Bárujárn er á þökum. Á myndinni sjást einnig tveir grjóthlaðnir kálgarðar (þeir sömu og á túnakorti) og hellulagður stígur sem liggur yfir Bæjarlækinn, á milli kálgarðanna og að bæ. Traðir eru á milli kálgarðanna og á ljósmyndinni er fjöldi hesta í tröðunum. Jörðin fór í eyði árið 2001 þegar síðasti ábúandi, Ólafur H. Þórðarson lést. Hluti heimatúnsins er nýttur fyrir hrossabeit í dag (2011) en túnin virðast ekki vera nytjuð að öðru leyti eða aðrir hlutar jarðarinnar.
Fast norðan og austan [núverandi] hússins er malarplan, liggur vegur að planinu og bænum úr suðri og heldur áfram til NNV að nýju húsi við lækjaruppsprettu og byggt var í tengslum við vatnsverksmiðjuna sem risin er á jörðinni. Austan við planið er gróið yfir byggingaleifar húsa sem stóðu á hólnum á síðari hluta 20. aldar.

Fjallsendahellir (fjárskýli)

Fjallsendahelir

Í Fjallsendahelli.

„Vestan í Fjallsenda er Fjallsendahellir. Hann er hraunhellir. Inn úr opi hans eru tvennar dyr. Til hægri er sjálfur hellirinn, 1 m. til 1,7 m. hár og um 2 m. víður, gólfið er allséttt. Hlaðinn garður lokar honum fyrir fé um 10 m. fyrir innan dyr. Til vinstri er niður að fara í annan hellir, sem er að mestu hruninn, svo myndast hefur jarðfall um 4-5 m. djúpt og 8-10 m. í þvermál. Það heitir Gjögur. Úr því er skammt í hellisbotn,“ segir í örnefnaskrá. Hellirinn er um 2,5 km vestan við bæ.
Hellirinn er í hraunmóa vestan í Fjallsenda. Stutt er upp í hellinn og framan við hann til vesturs er grasi gróið jarðfall, 2-3 m djúpt, um 5×10 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Hrunið hefur úr gólfi hellisins við innganginn og ekki er hægt að komast inn í fjárskýlið til að skoða það nánar. Hlaðni garðurinn sést ekki frá innganginum því hellirinn liggur í svolítinn sveig frá suðvestri til ANA. Hellirinn virðist vera um 1,5 m á hæð og um 2 m á breidd. Gólfið er slétt en hallar lítillega til suðvesturs. Hellirinn sem er vinstra megin (norðvestan) við fjárskýlið er gríðarstór en þakið á honum er hrunið ofan í hann. Afhellir liggur úr þeim helli til norðurs.

Hlíðarendahellir (fjárskjól)

Ölfus

Hlíðarendahellir.

„Yst undir Hellisbergi er Hellir, eða Hlíðarendahellir, ágætt fjárból. Hellirinn er sjávarhellir frá lokum ísaldar. Hefur um 40 m. langur veggur verið hlaðinn
upp með slútandi berginu. Kumltótt er þar neðan við Hellirinn,“ segir í örnefnaskrá. Hleðsla framan við hellinn og heytóft er um 1,8 km suðvestan við bæ
og um 790 m austan við Fjallsendahelli.
Undir slútandi berginu er mikill stórgrýtishaugur sem hefur hrunið úr bergveggnum og er gróinn. Haugurinn er um 5 m á hæð og ofan á honum er hlaðinn veggur sem myndar skjól með bergveggnum. Heytóftin er svo fast suðaustan við hauginn, neðan við hann.
Minjarnar eru á svæði sem er um 30×40 m að stærð og snýr norðaustur-suðvestur. Í lýsingunni hér á eftir verður hverri fornleif gefinn bókstafur til aðgreiningar.

Ölfus

Hlíðarendahellir – heytóft.

Hleðsla A er um 40 m löng og liggur eftir bergveggnum frá norðaustri til suðvesturs. Mesta hæð veggja innanmáls er um 1,5 m. Mest sjást 5 umför í hleðslum en þær eru víða fallnar inn í hellinn. Op er inn í fjárskýlið um 15 m suðvestan við norðausturenda. Mesta breidd skýlisins
innanmáls er um 3 m. Ekki sjást merki þess að hólfaskipting hafi verið innan þess. Heytóft B er um 20 m suðaustan við hleðslu A. Hún er grjóthlaðin og einföld. Tóftin er um 4×4 m að stærð og er op á henni í austurhorni. Tóftin virðist vera niðurgrafin, mesta hæð veggja er um 1 m og sjást 4 umför af hleðslu. Mikið af grjóti er hrunið inn í hana. Frá austurhorni tóftar liggur 15 m löng grjótröð C til norðurs upp í miðjar hlíðar stórgrýtishaugsins. Tilgangur hennar er óljós en ef til vill hefur verið hægt að ganga eftir henni upp í fjárskýlið til þess að forðast stórgrýtið sem er í brekkunni.

Fjárborg (Djúpudalaborg) (fjárskýli)

Djúpudalaborg

Djúpudalaborg.

„Fjárborg gömul er í Djúpadalshrauni, um miðja vegu milli þjóðvegarins og Djúpadals. Hún er borghlaðin, þ.e. hringlaga og veggirnir hallast lítilsháttar inn, um 3,5 til 4 m. á hæð, og um 5 m. í þvermál að innan. Dyr eru móti suðri, um 1 m. á hæð og geta tvær kindur gengið samhliða um þær. Veggirnir eru á annan metir á þykkt. Árið 1921 var hún alveg heil, en nú, 1967, er dálítið hrunið úr veggjunum á tveim stöðum, beggja vegna dyranna, aðallega að utan,“ segir í örnefnaskrá. Fjárborgin er um 3,7 km suðvestan við bæ.
Fárborgin er í fremur úfnu en grónu hrauni, skammt austan við malarnámu. Borgin er grjóthlaðin og stendur enn að langmestu leyti. Hún er um 9 m í þvermál og um 3 m á hæð. Þykkt veggja er um 2 m. Víða hefur hrunið úr utanverðri hleðslunni; sitt hvorum megin við dyrnar inn í tóftina og til norðausturs og norðvesturs en veggirnir eru heillegir að innan. Mest sjást 18 umför af hleðslu í veggjum og er flatt, fremur þunnt hellugrjót í hleðslum. Dyr eru inn í borgina úr suðri en þær eru 1,2 m á hæð og um 0,5 m á breidd. Ekki er sýnileg hólfaskipting innan borgarinnar en inn í hana hefur hrunið dálítið af grjóti.

Hlíðarendasel (sel)

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel.

„Á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitafelli er Hlíðarendasel, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil,“ segir í örnefnaskrá. Hlíðarendasel er um 2,8 km norðvestan við bæ. Stikuð leið liggur frá Búrfelli að selinu og áfram að Geitafelli og sameinast Ólafsskarðsvegi norðaustan við það. Selið er í kvos á milli þriggja allhárra krosssprunginna hraunhóla í mosa- og lyngivöxnum hraunmóa. Fjórar tóftir eru á svæði sem er um 35×31 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur.

Nes (býli)

Nes

1847: Bændaeign, 16 hdr. JJ, 76. 1313: Fyrst getið í máldaga, DI II, 378. 1379: Getið í Vilchinsmáldaga, DI IV, bls. 99. 1491-1518 í máldaga segir: „Kirkian j nese j Selvoge a Snothus viijc. ….kirkian nidri og hefur suo leingi verid.“ DI VII, bls. 48. 1508: Getið í kaupmálabréfi, þá metin á 60 hdr. DI VIII, bls. 230. 1525: Aftur getið í kaupmálabréfi: „Nes j selvogi lxxx c og þar til .xl. kugillda…“ DI IX, bls. 288. 1706: „Jarðdýrleiki lx og so tíundast fjórum sinnum.“ JÁM II, 444. 1961: Í eyði, sbr. Sunnlenskar byggðir III, bls. 487.
Túnakort 1920: Tún 9,7 ha., allt slétt. Matjurtagarðar 2794 m2. „Lýngrif til eldiviðar sem á Snjóthúsum. Þángtak til eldiviðar brúkast og, og er mjög af skorti. Rekavon er góð, en hvalrekann eigna menn Strandarkirkju. Sölvafjara misjöfn eftir því sem fært er. Fjörugös bjargleg heimamönnum. Heimræði árið um kring, en sæta þarf sjáfarfalli þá lenda skal. Engjar öngvar. Túninu grandar sandfjúk að ofan, en sjór að framan…Torfrista og stúnga verri en ill sem áður segir um Snjóthús, og er að þessu mikið mein bæði húsum og heyjum.“ JÁM II, bls. 445.

Nes

Nes um 1915 – sama mynd og að ofan.

Í Sunnlenskum byggðum segir: „Jörðin Nes er mjög landmikil en þurrlend. Efri hluti jarðarinnar er algróinn heiðargróðri en nær sjónum var fyrr á árum mikill uppblástur og sandfok; á síðari árum hefur það gróið allmikið. Fjörubeit hefur verið talin góð. Beitilandið er ógirt en stór hluti jarðarinnar liggur vel við trjáreka.“ Sunnlenskar byggðir III, 487.
„Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum segir um Austur-Nes: „Þar bjuggu Jón Jasonarson og Vilborg Gunnarsdóttir, bústýra, frá 1887-1919, síðan í eyði. Árið 1922 var fasteignamat ekki skráð.“ Jörðin fór í eyði árið 1961. Bærinn í Nesi stóð austarlega í túni og er bæjarhóllinn nú 40-50 m upp eða norður frá sjó. Austur- og Vesturnes hafa staðið á einum og sama bæjarhól. Í Sunnlenskum byggðum er mynd af gamla bænum í Nesi ásamt þinghúsi, sem stóð austan eða suðaustan við bæinn.
Í Nesi er stórt tún sem er ágætlega slétt, nú í órækt að hluta en slegið að hluta, norðan og norðvestan við bæinn. Tún virðist víða sandborið undir sverði.
Bæjarhóllinn er mjög stór, allt að 70 x 50 m og snýr austur-vestur en dregst heldur saman í vesturátt. Hæstur er hann vestast og þar eru miklar bæjarrústir en lækkar til austurs þar sem kirkja og kirkjugarður 002 hafa verið. Þar eru nú steinsteyptir veggir, leifar fjárhúsa og hlöðu sem voru með braggalagi. Sunnan og vestan undir bæjarrústunum hafa verið kálgarðar.
Samkvæmt risskorti sem fylgir með örnefnalýsingu var brunnurinn undir þaki og enn er reft yfir grjóthleðsluna kringum brunninn. Vatn er í honum en ekki ljóst hvað hann er djúpur. Innangengt hefur verið í brunnhúsið að sunnanverðu og þar liggja 2-3 grjótþrep niður að vatnsborðinu.
Veggir eru hlaðnir umhverfis nema að sunnanverðu og ná upp í allt að rúma 2 m upp fyrir vatnsborðið.
Brunnhúsið er ílangt og snýr norður-suður. Það er um 2 x 1 m að innanmáli. Reft hefur verið yfir með gömlum spýtum, plötur lagðar yfir og torf.

Neskirkja (kirkja)

Neskirkjugarður

Neskirkjugarður – v.m. við húsið.

„Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla.
Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu,“ segir í örnefnalýsingu. Kirkju í Nesi er getið í ýmsum fornum máldögum en hún var aflögð árið 1706. NES Í SELVOGI (Á) -Maríu, Magnúsi jarli, Þorláki og Katerinu (STRANDARÞING) – ALKIRKJA. [1313]: forn maldage Mariu kirkia j Nese og hins helga magnvs jarls: og ins sæla Thorlaks biskups og hinnar helgv Katerynv meyiar er [Finnr] Biarnason liet giora. a xx hvndrvd j heima lande.og tiolld vmm kirkiv. smelltann kross og annann steindann. Alltarisklædi iij. kluckur iiij. og fimta brotna. kertastikur ij. og glodarker. elldbera. lysikolv. og Alltaris mvnnlavg. skiov. og stavckvl. og handklæde tuo. og peturs skrift. ij. kyr. a og kirkia. þar skal oc syngia messv hvern dag helgan. og annann huorn ottv song. Messa skal midvikudag oc favstudag j langafostv og so alla jmbrvdaga. fiogra marka leiga skal greida presti. og senda jafnann mann j mote honvm a vetvrinn. Tijvnd liggur þar til af heima monnvm og af Biarnastyodum. og halfer lysitollar. lofadur groptur heima monnum j Nesi og fatækum monnvm. lofadar erv þar allar heimilis tijder. Sijdan gafu þau finnr og þora mariuskrifer badar. Helga gaf altarisduk glitadann. og kross steindann. þetta gafst til sijdan Halfdän kom. asavdarkugilldi. Halfdan liet bæta brotnv klucku og keipte til kalek er stendur xj avra. Jarngerdur gaf til ravtt Alltaraklædi af silki. sotdrift yfer Peturs likneski. Jtem gafv þav Halfdan og Valgerdur og Jarngerdur kross er stendur yfer kordyrvm med tueim likneskivm. Jtem gaf Jarngerdur Refvil nyiann atta alna langann; Máld DI II 378 [Þessi hluti máld eflaust eldri, Þó pq 1269]. [um árs. sjá MML SAGA III, s. 473]

Neskirkjugarður

Neskirkjugarður.

[Erlendr sterki er talinn hafa búið í Nesi og dó 1312. Járngerður, var Þórðardóttir Böðvarssonar og var kona Erlends en Valgerður var dóttir þeirra og hefur Halfdan sennilega verið maður hennar. Finnur var sonur Bjarnar Hamra-Finnsonar, en Þóra hét systir Bjarna og var hún kona Þormóðs í Gufunesi. Það er óvíst að það sé sama Þóra og nefnd er í máld. Sú gæti eins verið systir eða kona Finns. Finnur Bjarnarson var af sömu kynslóð og Árni biskup Þorláksson (ÁSB, 4). JÞ stingur upp á því að Helga gæti verið systir Árna bps og að hún hafi verið kona Finns en þess er ekki getið í ÁSB. en á móti því mælir Eggert Briem sem bendir á að þau hjón hefðu þá verið að öðrum og þriðja – DI II 863].
1397: XCVI. Nes. Mariukirkia j Nesi j Selvogi. oc Magnus Eyiajarls. Thorlaks biskups oc Katerine a .xxc. j heimalandi. iij. kyr oc .vj. ær. tiolld vmm frammkirkiu med dvkumm. smelltann kross oc annann kross storann yfer dyrum med Mariulykneski oc Jons postula oc tuo rodukrossa. Mariuskriptter .ij. Pieturs lykneski. kluckur .v. ij. alltaraklædi med pell oc þridia med silki. messuserkur. hofudlyn. tvo brykarklædi. þridia firir Mariu med pell oc annad med fornt liereptt. vattzkietill. stockull. kirkiu läs stortt. kiertistikur .ij. kaleikur er vegur .xij. aura. sotdriptt yfer Pietursskriptt. paxspialld. sacrarium mvnnlaug. lysikola. læstan kirkiustol. corporalis hvs silkisaumad. glodarkier. glergluggar .iij. austann a kirkiunni. glitadur alltaradvukur .ij. handklædi. Þar skal syngia hvern helgann dag midvikudaga oc fostudaga vmm langafostv oc ymbrudaga. lvka .iiij. merkur presti oc sækia hann iafnann med hesti fra weturnottum til sumars oc reida hann heim apttur. lofadur gropttur heimamonnum oc fatækum monnum j Nesi. tyund liggur þar til heimamanna oc af Biarnastodum. Hun aa j syna portionem sydann Arni heitinn kom þar oc atti jordina oc bunad aa .xxc. oc .cc. Erlingur Jonsson [sagdi] ad kirkian j Nesi skylldi eiga .vjc. j þwfulandi þar til sem hann leisti vr .ij. kugilldi .cc. vadmala .ijc. j vide. enn .xij. alnar fyrer .c. j leiguburd þar til sem leist er vr jordunni.; Máld DI IV 99.

Neskirkjugarður

Neskirkjugarður – afstöðumynd.

[1491-1518]: Byskups stephans maldagi. Kirkian j nese j Selvoge a Snothus viijc. eirn kalek. iij kluckur. þar liggur til eirn Bær ad halfv. og fellur nv half mork. kirkian nidri og hefur suo leingi verid. Máld DI VII, 48 [AM 263 fol, bl. 55]. 8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Neskirkju sem “war komin ad nidurfalli” og lofaði “Erlindur at lata innstædu til neskirkiu” – DI
IX, 159.
23.6.1547 kvittar Erlend Þorvarðsson lögmann “af þui misferli sem hann hefur matt brotligur vm werda. i uidskiptum þeiRa pals eyiolfssonaR i kirkiunne i nesi i seluogi.” DI XI, 558.
1575: CLXXXV. Nes. Kirkian i Nese i Selvoge ä xxc. i heimalande. Jtem var i kirkiunne ein messuklæde. eitt vondtt glödarkier. iij koparpijpur. Jtem iij kluckur. kross lijtill. Máld DI XV 642.
{1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 53, 55}
1702: Jón Jónsson bónd í Nesi [d. 1702] “Byggði hér skemmu úr kirkjutóftarrústinni frá forntíð og var að bón hans grafinn í skemmunni.” SSÁ, 228 nm.
eftir 1706: Kirkja lögð niður; (PP, 95) Kirkja og kirkjugarðar hafa verið fast austan við bæ, á austurhluta bæjarhóls.
Grösugur bæjarhóll með miklum byggingaleifum, steypu, timbri og bárujárni. Bæjarhóllinn er hæstur vestast en tekur að lækka talsvert á þessum stað.
Engin ummerki sjást um kirkjugarðinn á yfirborði en þó er minnismerki til vitnis um hann. Það er afgirtur reitur, um 2,5 m á kant og tvöföld vírgirðing utan um hann. Innan girðingar er steinkantur og möl á bletti innan hans og liggja þar þrír legsteinar, væntanlega þeir sem komu upp þegar grafið var fyrir stóra útihúsinu sem enn sjást leifar af fast austan við þennan stað. Syðst er lítill steinn með íhöggnu krossmarki, þá ílangur steinn sem einnig er með krossmarki og hring um það. Þriðji steinninn er mjög mosavaxinn. Að öðru leyti sjást engin merki um kirkjugarðinn, hvorki leiði né kirkjurúst. Gríðarlegt rask hefur verið austast á hólnum, austan við minnismerkið vegna umræddrar byggingar. Þó er rétt að taka fram að suðaustasti og lægsti hluti hólsins er með mjög reglulegri brún þar sem örlar á grjóti á nokkrum stöðum. Ekki er útilokað að þar sé brún kirkjugarðsins.

Austurbúð (sjóbúð)
„Tvær sjóbúðir munu hafa verið í hlaðinu í Austurnesi, Austurbúð og Vesturbúð, en það var fyrir minni Eyþórs [Þórðarsonar],“ segir í örnefnalýsingu Ness. Nú er ekki ljóst hvar þessar sjóbúðir hafa verið en er sennilegt að það hafi verið skammt sunnan eða austan við bæjarhól.
Grasi gróið svæði. Ekki sést til stakra tófta þar sem bæjarhól sleppir og raunar ekki hægt að útiloka að búðirnar hafi staðið á sjálfum hólnum.

Nesbrunnur (brunnur)

Nesbrunnur

Nessbrunnur.

„Nesbrunnur eða Austurnesbrunnur er í Suðurtúni, beint suður af tröðunum. Hann er til enn, alltaf fullur af vatni,“ segir í örnefnaskrá. Nesbrunnur er í túni 20-30 m beint suður af bæjarhól.
Grösugt tún. Holsteinshús var byggt yfir brunninn, væntanlega á síðari hluta 20. aldar, og er nú hálfhrunið. Þórður Sveinsson minnist þess að brunnurinn hafi verið ákaflega djúpur.

Nessjóbúð (sjóbúð)

Nes

Nes – sjóbúð.

„Upp af vörinni eða vestar voru þrjár sjóbúðir. Sést líklega fyrir þeim enn….“ segir í örnefnalýsingu. Á bls. 1 í sömu lýsingu segir: „Síðustu sjóbúðir í Nesi voru niðri á kampinum, og sér fyrir þeim enn,“ og er líklega átt við sama stað. Hleðslur sem væntanlega eru leifar af þessum búðum eru beint upp og vestur af vörinni og rúma 40 m suðvestur af bæjarhól. Á risskorti sem fylgir með örnefnalýsingu eru merktar sjóbúðir og fjárhús á þessum stað og líklegt að þær hafi verið sambyggðar, jafnvel að sum hús hafi verið notuð bæði sem sjóbúðir og fjárhús.

Nes

Nes – sjóbúð.

Fremst á sjávarkampi sem er grasi vafin. 6-10 m eru frá tóftaleifunum fram að bakka en þaðan lækkar land skarpt niður í fjöruna sem er grýtt.
Minjar á þessum stað eru ákaflega brotakenndar, sennilega vegna þess að brotnað hefur framan af stærstum hluta tóftanna og eftir er einungis bakveggur á mörgum, sambyggðum húsum. Ekki er óhugsandi að framhluta minjanna hafi verið rutt út. Alls ná mannvirkjaleifarnar yfir svæði sem er um 25 x 5 m stórt og snýr austur-vestur. Gera má ráð fyrir að dyr búðanna hafi snúið að sjónum, til suðurs, en nú er erfitt að segja til um hve margar þær hafa verið eða hversu stórar. Leifarnar sem sjást eru þykkur bakveggur sem er nokkuð beinn og gróinn að norðanverðu en á suðurhliðinni sjást glompur og lægðir sem væntanlega eru leifar af norðurenda hólfa sem hafa verið í rústalengjunni. Af því sem nú sést má ætla að lengjan hafi skipst upp í að minnsta kosti 4 hólf. Austasti parturinn tekur yfir um 6 m af heildarlengd tóftarinnar og er heillegasti parturinn af henni. Hann er alls 4-5 m þykkur. Í honum miðjum er líkt og skora eða göng frá norðri til suðurs, vel hlaðin og steypt í bland. Hæð er allt að 1,8 m ef staðið er inni í skorunni. Norðan við þetta hólf eru leifar af hólfi sem hefur verið breiðara, allt að 4 m að innanmáli. Þá koma óljósar leifar tveggja hólfa norðan við miðja tóft. Í því nyrsta er mikið grjót en annars er tóftin að mestu leyti veg grasi gróin. Að lokum má geta þess að óljós hleðslubútur er um 15 m suðvestur af vesturenda tóftarinnar.

Nesborgir (fjárskýli)

Nesborgir

Nesborgir í Selvogi.

„Vestar á kampinum voru Nesborgir, þrjár fjárborgir. Vestasta borgin fór í flóðinu mikla 25. febr. 1925, og nú eru allar farnar, hinar fóru í síðasta flóði,“ segir í örnefnalýsingu.
Þrátt fyrir yfirlýsingar í örnefnaskrár er enn töluvert eftir af tveimur fjárborgum á kampinum um 200 m vestur af bæjarhól. Engin merki sjást hins vegar um þriðju borgina. Grösugur sjávarkampur, allt að 2 m hár bakki niður í fjöru.
Veglegar leifar af tveimur fjárborgum en ljóst að sjór étur sífellt af þeim. Borg sem hér er nefnd A er austar. Ætla má að um helmingur hennar sé farinn, þ.e. hruninn en útflött grjótdreif er á kampinum í framhaldi af veggjunum sem enn standa. Innanmál borgarinnar hefur verið um 11 m en veggjaþykkt þess hluta sem uppi stendur er á bilinu 2-3 m og þvermál að utanverðu því allt að 18 m. Hleðslan er með stalli að utanverðu sem er um 80 cm hár en annars er hleðslan, ef staðið er inni í borginni, allt að 2 m há. Hugsanlega hefur stallurinn átt að gera hleðsluna traustari en hún er úr fremur ávölu fjörugrjóti og því hætt við hruni. Hleðslur sem eftir eru standa vel þótt skarð sé í á einum stað.

Snjóhús/Snjóthús/Snjólfshús (býli)

Snjóthús

Snjóthús.

Í máldaga kirkjunnar í Nesi 1491-1518 segir:“Kirkian j nese j Sevoge a Snothus viijc….“ Í örnefnalýsingu segir: „Austast á kampinum var bær, sem hét Snjóhús. Bær þessi var kominn í eyði löngu fyrir minni Eyþórs. Þegar hann man eftir, voru öll hús fallin, en kálgarðar voru í tóftunum, kallaðir Halldórsgarðar.“ Talin meðal eyðihjáleiga í Neshverfi 1840 í sóknarlýsingu. Í neðanmálsgrein í Jarðabók Johnsen er vísað í Jarðabók Árna og Páls um dýrleika Snjóthúsa en jafnramt segir um bæinn: „…sem þegar 1803 hlýtur að hafa verið í eyði.“ Eini staðurinn sem virðist koma til greina sem Snjóhús er um 150 m vestan við Selvogsvita núverandi og um 700 m austur af bæjarhólnum í Nesi en þar sést þústarhóll.
Á sjávarkampi. Grjót gengur yfir hólinn og allt um kring. Engar leifar sjást af túnstæði í kring heldur er jarðvegur nánast enginn, berar klappir og flög. Lítill hóll en greinilegur og grænni en umhverfið. Hann er alls um 20 m í þvermál, óreglulegur og hallar dálítið mót vestri, mest um 1,5 m hár en víðast hvar er hann þó lægri. Smástallur gengur út úr hólnum til austurs, um 15 x 8 m stór frá norðri til suðurs, flatur og lægri en hóllinn, gæti veri kálgarður. Norðurbrúnin á honum er upphlaðin með fjörugrjóti sem og kanturinn á hólnum í framhaldi til norðurs og norðvesturs. Annar hugsanlegur stallur gæti hafa verið vestan til í hólnum. Þetta eru líkast til kálgarðarnir, Halldórsgarðar, sem hafa verið í notkun löngu eftir að byggðin lagðist af.

Selvogsviti/Nesviti (viti)

Nesviti

Nesviti – leifar gamla vitans, sá nýi fjær.

„Selvogsviti var reistur fyrst framarlega á klöppunum, en síðar færður ofar, þangað sem hann stendur nú. Eldri vitinn var stálgrindarviti, en nýi vitinn er steyptur,“ segir í örnefnalýsingu. Á heimasíðu sveitarfélagsins Ölfuss segir: „Selvogsviti var byggður árið 1919 og endurbyggður árið 1931. Ljóshæð yfir sjó er 20 m. Árið 1919 var 15 metra há járngrind reist á Selvogstanga. Á hana var látið 3,3 metra hátt ljóshús og 200°díoptrísk1000 mm linsa og gas-ljóstæki. Inn á milli hornstoða grindarinnar var komið fyrir steinsteyptri gashylkjageymslu en efst undir svölum var skýli utan um stiga upp í ljóshúsið. Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. En eftir aðeins rúm 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita.

Nes

Nesviti/Selvogsviti gamli.

Árið 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarsvari.“ Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.“ Enn sjást leifar af gamla vitanum á klöppum sem ganga fram í sjó um 100 m suður af núverandi vita. Hann á enn örfá á eftir til að teljast lagalega séð til fornleifa (þar sem miðað er við minjar 100 ára og eldri) en leifarnar eru þó sérstæðar og merkilegar.
Gróðurlausar, ósléttar hraunklappir. Á klöppunum sést steypt plata, 20-30 cm þykk, ofan á grjóthnullungum. Hún er illa farin og töluvert brotið af. Mikið er af grjóti í steypunni en platan er alls um 3 x 2,5 m stór frá austri til vesturs. Við hana eru steyptir stöplar, þrír að austan, tveir að vestan og járnfleygur í þeim stöplum fjórum sem næstir eru hornunum sem líklegt er að horn stálgrindavitans hafi verið boltuð í.

Kirkjugarður (legstaður)

Nes

Nes – legsteinn.

Samkvæmt Þórði Sveinssyni fundust mögulegar leifar af dys vestan við Kvennagönguhól á árunum fyrir 1940.
Fornagata lá um á þessum slóðum. Á staðnum fundust mannabein og hnappar, líklega úr kopar. Á heimasíðu FERLIS er eftirfarandi haft eftir Þórði: „Þórður sagðist hafa hafst við í tjaldi þegar hann var yngri skammt vestan við Kvennagönguhóla ásamt föður sínum og bróður. Þá hefðu þeir fundið tölur eða hnappa, sem taldar voru hafa komið upp úr dys í örfoka landi. Nú hefði sandurinn lagst yfir moldarflagið og hulið dysina. Hann vissi nokkurn veginn hvar hún væri. Hnapparnir væru enn til.“ Ekki var farið á staðinn sumarið 2013, enda ekki vitað nákvæmlega hvar þetta var. Þetta er þó væntanlega uppi á háheiðinni, suðaustan við Hnúka og sunnan við veginn um heiðina sem nú er nýaflagður eftir að hinn nýi Suðurstrandarvegur var tekinn í notkun.
Miklar sandöldur eru á þessum slóðum og sumstaðar lyngbörð, land almennt lítið gróið.

Nessel (sel)

Nessel

Nessel.

„Spölkorn fyrir ofan Kvennagönguhól eru aðrir hraunhólar og kringum þá grösugar flatir. Þarna var Nessel, og sést enn fyrir tóftum þess. Selið er innan sandgræðslugirðingarinnar. Nú hafa verið reist fjárhús á móti selinu (ofan vegar, í Austurlökkum),“ segir í örnefnaskrá. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1706 segir um sel frá Nesi (og er líklega átt við sama stað): „Selstaða vatnslaus sem áður segir um Snjóthús.“ Ef farið er eftir Krýsuvíkurvegi um 1,7 km til suðvesturs frá pípuhliðinu á mörkum Ölfuss- og Selvogshrepps og þá beygt vinkilrétt til suðausturs og farið um 180 m út af veginum, er komið að Nesseli.
Umhverfis er vel gróið hraun, mikill mosa og lyngivöxtur. Svæðið umhverfis selið er býsna grösugt. Hraunstrýtur eða klappir standa víða upp úr gróðrinum. Á þessu svæði eru fimm tóftir.

Nesselstekkur (stekkur)

Nesselsstekkur

Nesselsstekkur – uppdráttur.

Um 240 m suðaustur frá Nesseli 032 er jarðvegstorfa með tóftum á. Umhverfis jarðvegstorfuna er hálfgróið hraun þar sem hraunstrýtur stingast upp úr sverði eða sandi. Jarðvegstorfan er um 25 x 15 m stór og snýr norður-suður. Hún og rís 1 -1,5 m úr umhverfinu. Ógreinileg tóft er á miðri torfunni og önnur í norðvesturhorni. Tóftin í miðjunni er tæpir 8 X 4 m að stærð og snýr norður-suður. Tóftin er tvískipt og er nyrðra hólfið alveg opið til norðurs og er töluvert stærra en syðra hólfið. Mikil sina og mosi er í tóftunum. Syðri tóftin er harla stekkjarleg og ekki er ósennilegt að þessar tóftir standi í sambandi við Nessel því fjarlægðin frá bæ, Nesi, eru rúmir 8 km. Hugsanlega gæti verið um stekk frá Nesseli að ræða.

Hellisþúfa (býli)

Hellisþúfa

Hellisþúfa.

„Hellisþúfa er hraunhóll mikill í vestur frá Háaleiti og í honum Hellisþúfuhellir. Í hellinum var eitt sinn búið, og er einhver hleðsla úti fyrir. Sá mun hafa heitið Gísli, er þarna bjó,“ segir í örnefnalýsingu. Í ritinu Frjálsri þjóð þann 9. janúar 1960 segir frá Gísla búmanni sem helst var þekktur fyrir að reisa bæi sína fjarri alfaraleiðum. Meðal annars byggði hann fyrstur bæ austan í Hestfjalli í Grímsnesi sem við hann var kenndur og nefndist Gíslastaðir. Áður en hann kom þangað reisti hann bæ við Hellisþúfu, en áður hafði hann búið austur í Skaftafellssýslu. Þetta mun hafa verið 1847 eftir því sem næst verður komist en 1849 flytur Gísli austur í Grímsnes svo að ekki hefur búsetan verið langvinn.

Hellisþúfa

Hellisþúfa – uppdráttur.

Orðrétt segir: Á dálitlum hnjótum á Selvogsheiði, mitt í gráu hrauni, var látið staðar numið. Þar var skýlum hrófað upp og hafizt handa um búskap. Og það var ekkert fámenni, sem ætlaði sér að lifa af stráunum, sem uxu þarna innan um hraungrýtið. Gísli búmann hafði þegar á fyrsta ári níu manns í heimili. Þetta undarlega nýbýli var ýmist nefnt Hellisþúfa eða Heiði.“ Hellirinn sjálfur er raunar ekki í Hellisþúfunni heldur í litlum hól sem er fast suðaustan undir henni. Hellisopið er lágt og lítið áberandi, snýr móti vestri eða norðvestri. Framan við það er greinilega rústahóll, væntanlega leifar af bæ Gísla búmanns. Hóllinn er bungumyndaður og greinilegur og verða að teljast býsna miklar leifar eftir svo skamma búsetu, en hún varði aðeins í um 2 ár ef marka má frásögnina sem vitnað var til hér að framan.
Sennilega hefur hellirinn verið hafður fyrir skepnur eða jafnvel sem geymsla.
Samkvæmt handriti Konráðs Bjarnasonar var Hellisþúfa vinsæll áningarstaður.

Fótalaus (áletrun)

Fótalaus

Fótalaus – „LM“.

„Mörkin milli Ness og Bjarnastaða eru austan í [Stóra-Hásteini]. Þar við hann er klöpp, sem kölluð er Fótalaus, og var merki klappað í hana. Ókunnugt er um tildrög þessa nafns,“ segir í örnefnalýsingu. Hásteinar eru skammt norðan við gamla þjóðveginn, um 4 km NNA af bæjarhól. Sunnan í Hásteinum er gamall og hrörlegur sumarbústaður sem hægt er að aka upp að.
Há hæð, að mestu gróin, með áberandi, jarðföstum klettum í toppi. Áletrunin fannst ekki í fyrstu tilraun. Varða er hinsvegar á merkjum, á klöpp eða lágum klettahól sem er eiginlega klofinn í tvennt austan við hæsta Hásteininn. Hún er ekki mikil um sig, 4-5 umför af hleðslum sem ná um 1,5 m hæð að klettinum meðtöldum. Steinarnir eru býsna mosavaxnir. Girðingarstaur stendur upp úr vörðubrotinu og hleðsluleifar undan girðingu, sem hefur þá verið á merkjum milli bæjanna tveggja, sjást í framhaldinu til suðurs. Ferlirsmönnum hefur tekist að finna áletrunina.
Á heimasíðu þeirra segir: „Haldið var í Selvog.
Staðnæmst var við Bjarnastaðasel. Einn FERLIRsfélaga hafði greinilega unnið heimavinnuna sína og rætt við heimamenn. Hann gekk rakleiðis að klöppinni Fótalaus suðaustan selsins og benti á stafina „LM“, sem klappaðir voru þar. Upp úr klöppinni stendur landamerkjahornstaur bæjanna Ness og Bjarnastaða. Áletrunarinnar er getið í gömlum heimildum, en erfiðlega
hefur gengið að finna hana þangað til nú.“

Nesstekkur (stekkur)

Nesstekkur

Nesstekkur.

„Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða… Við Nesstekk er Nesstekkatún.“ Á heimasíðu Ferlirs er sagt frá tóft sem gæti verið Nesstekkur: „Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið tvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.“ Tóft sem virðist koma heim og saman við þessa lýsingu er um 2,4 km NNA af Nesi, 200-300 m vestan við gamlan vegarslóða sem Þórður Sveinsson kallar Sandkallaveg, enda farinn af þeim köllum sem sóttu sand í námur. Sá vegur liggur til suðurs frá gamla veginum um Selvog sem nú er nýaflagður.
Sandfylltir hraunhólar og móabörð. Gömul gróðurbunga, nú sandalda með þunnri lyngslæðu, er fast austan við. Falleg og heilleg grjóthlaðin tóft en hún er heldur ankannaleg þarna í auðninni þar sem varla er stingandi strá. Réttin er ferköntuð og snýr norður-suður, er um 19 x 5,5 m stór. Hún er hlaðin úr hraungrýti og standa veggir sæmilega, suðurgafl þó best, allt að 4-5 umförum og er um 0,6 m hár. Rekið hefur verið inn að norðaustan og þar er aðrekstargarður til austurs í framhaldi af norðurgafli tóftar, allt að 7-8 m langur. Tóftin er hálffull af sandi en norðan við miðbik hennar skín í berar hraunklappir í botni.

Geitafellsrétt (rétt)

Geitafellsrétt

Geitafellsrétt.

„Austur af Hnúkum er komið á svæði, sem einu nafni er kallað Gjárnar eða Á Gjánum. Þetta svæði er milli Hnúka og Geitafells. Um það liggja gjár, sem það dregur nafn sitt af. Þær liggja allar í sömu ár, frá Geitafelli… Vestar og nær Geitafelli er Réttargjá. Við hana var áður fyrr rétt, Geitafellsrétt, austur undir Geitafelli. Það var fyrrum aðalrétt Selvogsmanna og Ölfusinga.“ Geitafellsrétt er rúma 11,5 km norðaustan við bæ og rúma 800 m suðvestan við tóft. Á heimasíðu FERLIRS segir: „Geitafellsrétt (Selsvallarétt) er undir Réttargjá þar sem hún rís hæst. Um er að ræða nokkra dilka og almenning. Veggirnir standa nokkuð heillegir. Þegar Geitafellsrétt var aflögð um aldamótin 1900…“.
Umhverfis réttina er grasivaxið svæði. Til vesturs rís hamraveggur gjárinnar. Mosavaxið hraun er til austurs. Réttin er 34×20 m að stærð, snýr norðursuður og er í aflíðandi halla til austurs. Hún skiptist í fimm hólf og aðrekstrargarð. Réttin er sem fyrr segir hlaðin upp við vesturvegg Réttargjár og er grjóthlaðin. Veggirnir eru 0,5-1,2 m á hæð og má sjá 3-5 umför grjóthleðslu í þeim.

Páls Hjáleiga (býli)
„Pals Hialeiga, fimta hjáleiga, so kölluð af þeim, er nú býr á, hefur oft skift um nöfn eftir ábúendum,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Pálshjáleiga hefur verið.

Ormshjáleiga (býli)
„Orms Hialeiga, sjötta hjáleiga, kend við þá er í búa,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Ormshjáleiga hefur verið.

Stéttarkot (býli)
„Stiettarkot, sjöunda hjáleiga,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Stéttarkot hefur verið.

Brinkahús (býli)
„Brinkahús, áttunda hjáleiga, so kölluð eftir þeim er á býr. Bygð innan xl ára og hefur skift nöfnum eftir því sem ábúendur hafa skifst,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Brinkahús hafa verið.

Borgarkot (býli)

Nes

Nes og nágrenni – örnefni (ÓSÁ).

„Borgarkot, níunda hjáleiga, bygð fyrst innan xx ára, þar sem aldrei hafði fyrri býli verið,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Borgarkot hefur verið. Þó er ekki ósennilegt og það hafi verið á sömu slóðum og Borgarhóll, jafnvel sami hóll – þá beint vestan við Bartakot.

Sporakot (býli)
„Sporakot, tíunda hjáleiga afgömul,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Sporakot hefur verið.

Jóns hjáleiga (býli)
„Jóns Hialeiga, þriðja býli af fyrrnefndum xiii og xl álnum, hefur oft skift um nöfn og kend verið oftast við ábúendur, annars hefur hún verið að fornu kölluð Hellukot, og þriðja nafni Krokur,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar hjáleigan stóð.

Marcusarkot (býli)
„Marcusarkot var fyrir þrettán árum bygt, hjáleiga af Snjóthúsum, varaði bygðin ekki fult ár og mun síðan aldrei byggjast,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Ætla má að hjáleigan hafi staðið nokkur hundruð metrum austan við tún í Nesi, einhversstaðar í námunda við Snjóthús. Nú sjást engin ummerki þar í kring og ekki er vitað hvar hjáleigan hefur staðið.

Árnahjáleiga (býli)
„Afbýlismaður í afdeildum bæ, sem kallaður var Arnahialeiga og telst xiii og xl álnir af heimajörðinni,“ segir í Jarðabók Árna og Páls 1706. Nú er ekki vitað hvar Árnahjáleiga hefur staðið.

Vörðubakka (býli)
„Fyrir ofan vita [Selvogsvita] voru áður Vörðubakkar. Þar voru gömul tún, sem höfðu blásið upp; var þar áður fyrr býli. Bakkar þessir eru nú horfnir,“ segir í örnefnalýsingu. Bakkarnir hafa væntanlega verið norður af vita.
Þar er lítt gróið, sandfyllt hraun. Engar leifar sem telja mætti af býli fundust á þessum slóðum. Hugsanlega gæti verið átt við sjálf Snjóthúsin eða jafnvel Markúsarkot.

Rétt (aðhald)

Fornagata

Rétt við Fornugötu.

Rúst af gamalli rétt er austan undir Strandarhæð, um 130 m norðan við gamla þjóðveginn um Selvog. Þetta er um 2,8 km NNA af bænum í Nesi. Rústin er hlaðin á töluvert uppgrónu hrauni, norðvestan við stórt, hringlaga og algróið jarðfall sem í sjálfu sér hefði verið ágætt aðhald. Norðvestan við réttina eru greinilega leifar af gamalli götu sem var rakin í átt að Strandarhæð. Það mun vera Fornagata.
Grjóthlaðin, einföld rétt sem er næstum því perulaga. Hún er 14 x 10 m stór en mjókkar til norðurs og er um 7 m breið nyrst. Þar ganga hleðslur út frá báðum hornunum, annars vegar um 5 m til norðvesturs og hins vegar um 10 m til norðausturs. Báðar hleðslurnar ná að götunni fornu sem sést vel á þessum stað, er um 2 m breið með moldarbotni. Ekki er að sjá að hlaðið hafi verið meðfram götunni þótt þar sé grjót á stangli. Hleðslur í réttinni eru að mestu fallnar, mest sjást 2-3 umför grjóts í vesturhliðinni og er hún um 0,3 m há. Hugsanlegt er að hlaðið hafi verið hólf sunnan við réttina, á barmi jarðfallsins en þar er allt gróið og of óljóst til að hægt sé að fullyrða um það. Ofan í jarðfallinu, sem er slétt og vel grasi gróið, eru miklar dældir á tveimur stöðum og ekki óhugsandi að þær séu mannaverk.
Ekki er þekkt nafn á þessari rétt.

Salthóll (býli)
Salthóll er talinn meðal eyðihjáleiga í Neshverfi í sóknarlýsingu 1840. Nú er ekki vitað hvar hjáleigan hefur verið.

Imphólarétt (rétt)

Imphólarétt

Imphólarétt.

„Austur með þjóðveginum eru Imphólar, lágir grashólar. Þar var Imphólarétt, sem nú er farin,“ segir í örnefnalýsingu. Rétt sem nú er þekkt sem Imphólarétt er ennþá til. Hugsanlega hefur eitthvað skolast til við gerð örnefnaskrár eða nafnið hefur flust eða verið endurnýtt á öðrum stað. Réttin er um 360 m sunnan við rétt sem nýaflagður þjóðvegur í Selvog liggur í gegnum og um 3,8 km norðaustur af Nesi. Hálfgróið hraun, mjög sandfyllt á köflum. Sléttar og sæmilega grónar lágar eru norðvestan og vestan við; um þær liggur gamall bílvegur sem nú er ógreinilegur og yfirgróinn á þessum slóðum.
Greinileg rétt, hlaðin norðvestan undir aflöngum hraunhrygg í smáhalla. Hlaðið er úr stóreflis hraungrýti og sést víðast hvar bara ein steinaröð. Engin gróska er í veggjum og lítur út fyrir að réttin hafi ekki verið lengi í notkun.
Réttin er um 19 x 8 m stór og snýr norðaustur-suðvestur en mjókkar til norðausturs. Lítið er hlaðið austanmegin og hefur hryggurinn þar þjónað sem aðhald – aðeins sjást stöku steinar á stangli. Op er nyrst að vestanverunni. Þeim megin vottar fyrir görðum, líklega aðrekstrargörðum, bæði nyrst og vestast og er hvor um sig 8-10 m langur. Þessir garðar gætu líka hugsanlega verið leifar af öðru hólfi. Hleðslur ná mest um 0,5 m hæð og er ekkert hrun að ráði utan eða innan veggja, því ekki að sjá að hleðslur hafi verið háar. Ekki er vitað hvenær þessi rétt var í notkun en hún gæti hugsanlega verið rúningsrétt eða jafnvel stekkur.

Refagildra (gildra)

Nes

Refagildra.

Hleðsla, sem virðist við fyrstu sýn vera varða, er um 2,4 km norðaustur af Nesi, milli gamla og nýja vegarins um Selvog. Hún er vestan við slóða sem Þórður Sveinsson kallar „Sandkallaveg“, en hann var lagður frá gamla þjóðveginum sem nú er nýaflagður og til suðurs, út á sandfyllt hraun.
Grýttir hraunhólar og sandöldur. Hleðslan sést ágætlega að úr fjarska þótt ekki standi hún hátt. Sæmileg hleðsla, líkt og varða, næstum ferköntuð í grunninn, um 1 m á kant og 0,8-0,9 m á hæð og virðist ekki hafa verið mikið hærri en það. Þegar betur er að gáð sést grilla í stokk undir vörðunni og því er líklegt að hér sé komin refagildra. Hann er opin mót norðvestri, er um 0,8 m langur, 30-40 ám á kant.

Fornagata (leið)

Fornagata

Fornagata á Strandarhæð.

„Ofar en Víghóll er Fornagata, klöpp með sprungu, sem líkist götutroðningi,“ segir í örnefnalýsingu. Svo virðist sem nafnið á götunni hafi færst yfir á klöppina eða öllu heldur sprunguna, sem kölluð er Götugjá. Fornagata sjálf liggur nokkurn veginn frá austri til vesturs og sést til dæmis norðan við þjóðveginn um Selvog, sem nú er nýaflagður eftir að hinn nýi Suðurstrandarvegur kom til sögunnar og var rakin á nokkrum kafla. Gatan liggur um hálfgróið hraun.
Gatan er mjög áberandi fast norðan við réttarrúst, þar allt að 2 m breið og auðveldlega hægt að rekja hana góðan spöl bæði til austurs og vesturs. Réttin áðurnefnda liggur á barmi gróins jarðfalls og ef hún er rakin 20-30 m til vesturs liggur hún þar á barmi annars jarðfalls. Þar er gatan raunar líkari ruddum vegi á kafla, allt að 2 m breið og vottar fyrir hleðslum við hana. Vestar hefur hún hefur væntanlega tengst götum sem áður hafa verið skráðar þar og eru kallaðar Alfaraleið. Til austurs mun gatan hafa legið neðan eða sunnan við Hellisþúfu, hjá Kvennagönguhól og svo væntanlega hjá Ferðamannshól, en um hann segir í örnefnalýsingu: „Rétt hjá Kvennagönguhól er Ferðamannshóll, sem er niðri í sandgræðslu-girðingunni. Þar er uppblásið. Gamli ferðamannavegurinn lá með hólnum og sást austur af, er komið var að honum.“

Selsvellir (sel)

Selsvellir

Sel við Selsvelli sunnan Geitafells.

Tóftin á Selsvöllum er 12,7 km norðaustan við bæ og rúma m norðaustan við Geitafellsrétt. Örnefnið Seljavellir er þekkt sunnan við Geitafell og má leiða líkur að þetta séu tóftir selsins eða tengist henni.
Á heimasíður FERLIRS segir: „Þegar komið var upp á Selsvelli var svæðið leitað mjög vel m.t.t. hugsanlegra mannvistarleifa. […] Heimildir eru um að Selsvellir hafi verið slægjuland frá Nesi, en líklegt má telja að Nes eða Strönd hafi haft þar tímabundið í seli eins og minjar þessar benda til.“
Leið liggur fast vestan við tóftina, á milli hennar og hamraveggs Réttargjár. Grasivaxið svæði vestan við hraunhól. Allt umhverfis er gróið hraun. Tóftin er hlaðin vestan undir stórum hraunkletti sem afmarkar alla austurhliðina. Hún er í aflíðandi til halla til vesturs, niður frá hólnum. Tóftin er 9×4 m að stærð, grjóthlaðin og snýr norður-suður. Hún skiptist í fimm hólf.

Hjáleður (býli)
1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ, 77.
Túnakort Leðurs um 1920 [ártal vantar]: Tún 1,3 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 421 ha.
gömul bygging sem stendur enn tóft mörk túns og garða skv. túnakorti.

Stóra-Leður (býli)

Stóra-Leður

Stóra-Leður.

Dýrleika hjáleigunnar er ekki getið í Jarðatali Johnsens frá 1847. „Austast í Hátúni var Stóra-Leður. Þar sjást enn tóftir, upp við túngarðinn,“ segir í örnefnalýsingu Ness. Í Sunnlenskum byggðum III, segir: „Stóra-Leður (Hjáleður). Þar bjuggu Jón Jónsson og Ragnheiður Þorbjörnsdóttir, bústýra, 1875-1919. Ásmundur Guðnason og Margrét Vigfúsdóttir, bústýra, 1919-1934. Síðan í eyði.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Bæjarhóllinn sem og tóftir bæjarhúsanna eru óröskuð innan heimatúns Ness, í austurhorni þess. Allt umhverfis Stóra-Leður eru slétt, grasivaxin tún. Bæjarhóllinn er innan gamla heimatúns Ness sem er slétt og grasivaxið. Þar fer land hækkandi til norðurs, frá fjörunni. Bæjarhóllinn á hólrima og sker sig vel úr nánasta umhverfi.
Bæjarhóllinn er 30×24 m að stærð, 1,6 m á hæð og snýr norður-suður. Tóftir bæjarhúsanna eru á hólnum og ekki sér til annarra mannvistarleifa utan þeirra.
Mögulegt er að hóllinn hafi verið stærri en eldri hlutar horfið vegna túnasléttunar. Bæjartóftin er 30×20 m að stærð og snýr norður-suður. Samtals eru 11 hólf í bæjartóftunum.

Litla-Leður (býli)

Litla-Leður

Litla-Leður.

„Í Austurtúni neðst var hjáleigan Litla-Leður. Það var við hliðið, þar sem var farið austur að vita. Tóftir Litla-Leðurs hafa nú verið sléttaðar út,“ segir í örnefnalýsingu Ness. Í Sunnlenskum byggðum III, segir: „Litla-Leður (Hjáleður). Þar bjuggu síðast Filippus Guðmundsson og Guðrún Friðriksdóttir bústýra, 1888-1904. Síðan í eyði. Árið 1922 er fasteignamat ekki skráð.“
Litla-Leður er 150 m sunnan við StóraLeður, austarlega innan gamla heimatúns Ness. Rúmum 30 m austan við bæjarstæðið er túngarður. Ennþá mótar fyrir uppsöfnuðum mannvistarlögum á bæjarstæðinu þrátt fyrir túnasléttun. Fyrir vestan bæjarstæðið er greinileg laut í túninu. Bæjarstæðið er í sléttu, grasivöxnu túni, beint austan við bæjarhól Ness.
Mikið rask sökum túnasléttunar hefur átt sér stað á bæjarstæðinu. Þó mótar enn fyrir þúst og veggjabrotum.
„Í Austurtúni neðst var hjáleigan Litla-Leður. Það var við hliðið, þar sem var farið austur að vita. Tóftir Litla-Leðurs hafa nú verið sléttaðar út,“ segir í örnefnalýsingu Ness.
Í Sunnlenskum byggðum III, segir: „Litla-Leður (Hjáleður). Þar bjuggu síðast Filippus Guðmundsson og Guðrún Friðriksdóttir bústýra, 1888-1904. Síðan í eyði. Árið 1922 er fasteignamat ekki skráð.“

Erta (býli)

Erta

Erta.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ, 77. 1840: Hjáleiga frá Nesi. SSÁ, bls. 104 „Þar bjuggu Gísli G. Scheving og Valgerður Scheving 1889-1906. Sigurður Jónsson og Guðrún Þórðardóttir 1906-1929. Síðan í eyði.“ Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
Túnakort 1920: Tún 0,9 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 1290 m2.
„Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur: Neðst var Bartakot í miðju túni, og Erta var ofar og austar, rétt vestan við traðirnar. Þessi kot hafa bæði verið sléttuð út. Þórðarkot [ÁR-553] var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum.“segir í örnefnalýsingu Ness ÁR-549. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Þar bjuggu Gísli G. Scheving og Valgerður Scheving 1889-1906. Sigurður Jónsson og Guðrún Þórðardóttir 1906-1929.
Síðan í eyði.“ Erta er sýnd á túnakorti frá 1920. Bæjarhóll Ertu er ennþá greinilegur en bæjartóftirnar eru horfnar.
Erta er innan gamla heimatúns Ness.
Bæjarhóllinn er í sléttu, grasivöxnu túni sem nýtt er til sláttar. Í því eru víða rústahólar, bæði frá Nesi og öðrum hjáleigum þess.

Bartakot (býli)

Bartakot

Bartakot.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ,77.
1706: „Bartha Hialeiga, annað býli af fyrrnefndum xiii og xl álnum, og er hún kend við nafn ábúanda; áður til forna var hún kölluð Móakot og þriðja nafn i Þriote.“ JÁM II, 446. 1840: Hjáleiga frá Nesi. 1918: Bartakot I fór í eyði. Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
1922: Bartakot II fór í eyði. Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
Túnakort 1920: Tún 2,5 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 760 m2.
„Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur: Neðst var Bartakot í miðju túni, og Erta var ofar og austar, rétt vestan við traðirnar. Þessi kot hafa bæði verið sléttuð út. Þórðarkot var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum.“ segir í örnefnalýsingu Ness. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Þar bjuggu Ásmundur Guðnason og Margrét Vigfúsdóttir, bústýra, 1887-1918. Síðan í eyði.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Bæjarhóll Bartakots er varðveittur en allar tóftir eru horfnar. Bartakot er innan gamla heimatúns Ness. Á fyrrihluta 20. aldar var tvíbýli í Bartakoti og gekk annar bærinn undir nafninu Bartakot II.
Bæjarhóllinn er í sléttu, grasivöxnu túni sem nýtt er til sláttar.
Bæjarhóllinn er 16×10 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Hann er hæstur til norðvesturs, 1 m á hæð, en fjarar út til annarra átta. Hvergi sést móta fyrir veggjabrotum, hólfum eða öðrum mannvistarleifum á yfirborði sökum túnasléttunar. Ekki er vitað neitt um stefnu eða lögun bæjarhúsanna.

Þórðarkot (býli)

Þórðarkot

Þórðakot – túnakort 1918.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Nesi. JJ, 77. 1840: Hjáleiga frá Nesi, nýbýli sem var tekið upp 1830 skv. sóknarlýsingu. SSÁ, 218 og 221. 1962: í eyði, sbr. Sunnlenskar byggðir III, bls. 488.
Túnakort um 1920 [ártal vantar]:Tún 0,9 ha, allt slétt. Matjurtagarðar 922 m2.
„Í Vesturtúni voru þrjár hjáleigur […] Þórðarkot var norðvestur af Ertu, vestur undir mörkum. Það er nokkurn vegin uppistandandi enn,“ segir í örnefnalýsingu Ness ÁR-549. Í Sunnlenskum byggðum III stendur: „Þar bjuggu Guðlaugur Hannesson og Guðrún Guðmundsdóttir 1895-1911. Guðmundur V. Halldórsson og Helga Erlendsdóttir, bústýra, 1911-1962. Síðan í eyði. […] Öll hús eru ónýt.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Öll ummerki Þórðarkots eru horfin. Þar er sumarhús, á stöplum, sem ber sama nafn. Sólpallur er umhverfis bústaðinn og greinilegt að jarðvegi var mokað upp meðfram honum. Ekki er vitað hvort að bæjarhúsunum var rutt út áður en bústaðurinn var byggður eða hvort að þær eru ennþá varðveittar að hluta undir sólpallinum. Mögulegt er að ennþá finnst mannvist undir sverði.
Bæjarstæðið er ofarlega í heimatúni Ness. Heimatúnið er í halla til suðurs og var bæjarstæðið á hólbarði. Slétt, grasivaxið tún er til allra átta.
Engin ummerki bæjarstæðisins sjást á yfirborði.

Bjarnastaðir (býli)

Bjarnastaðir

Bjarnastaðir í Selvogi.

1847: Bændaeign, 10 hdr. JJ, 77. 1313: Bjarnastaða er getið í máldaga kirkjunnar í Nesi: Tijvnd liggur þar til af heima monnvm og af Biarnastodum. og halfer lysitollar.“ DI II, 378. 1397: Getið í máldaga Ness: „tyund liggur þar til heimamanna oc af Biarnastodum.“ DI IV, 99. 1501: Bæjarins er getið í jarðaskiptabréfi sem ritað er á Möðruvöllum 18. september. Þar er jörðin látin í skiptum ásamt fleiri jörðum á svæðinu og metin á 40 hdr. DI VII, bls. 583. 1508: Getið í kaupmálabréfi, metin á 40 hdr. DI VIII, bls. 230. 1510: Jarðarinnar getið í dómi um eignaskipti. DI VIII, bls. 322. 1706: „Jarðardýrleiki xl og so tíundast enn nú.“ JÁM, 449. 1960: Íbúðarhúsið á Bjarnastöðum brennur, fluttist þá ábúandinn í íbúðarhúsið í Guðnabæ.“ Sunnlenskar byggðir III, bls. 489.
Túnakort 1920: Tún 7,7 ha, þar af 4/5 sléttir. Matjurtagarðar 1485 m2. „Lýngrif og þángskurður brúkast til eldiviðar og er hvorutveggja af skorti. Selveiði má hjer ekki nafn gefa, þótt nokkrum sinnum hafi ábúendur slysað sel með nótum, einn eður öngvan á ári, öðruhverju eður skjaldnar. Rekavon er lítil…Sölvafjara gagnvæn heimamanna brúkun…Heimræði ár um kríng og lendíng í betra lagi af þessari sveit. Túnið fordjarfar sandur að ofan, en sjávargángur og veður að framan. Engjar eru öngvar…“ JÁM II, 450 Jörðin Bjarnastaðir er nokkuð landmikil, þurrlend, en að mestu algróin. Fjörubeit er mjög góð, beitiland er ógirt. Útræði var fyrr á árum.“ Sunnlenskar byggðir III, bls. 489.
„Bærinn stóð á allbreiðum hól neðanvert við mitt tún,“ segir í örnefnaskrá Bjarnastaða. Í Sunnlenskum Byggðum III segir: „Jörðin Bjarnastaðir er nokkuð landmikil, þurrlend, en að mestu algóin. […] Íbúðarhúsið á Bjarnastöðum brann 1960, fluttist þá ábúandinn í íbúðarhúsið í Guðnabæ. […] Árið 1962 kaupið Teitur Eyjólfsson jörðina og er hún ábúendalaus síðan,“. Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Síðustu ummerki torfbæjarins á Bjarnastöðum sjást ennþá á bæjarhólnum og honum lítið verið raskað. Yngri útihús, byggð á 20. öld, eru öll norðaustan og vestan við bæjarhólinn. Bærinn er 50-60 m frá nýlegum sjóvarnargarði, sunnarlega innan gamla heimatúnsins.
Bæjarhóllinn er í sléttu túni, nærri fjöruborði. Túnið er grasivaxið og rústahólar eru hér og þar ásamt 20. aldar mannvirkjum.
Bæjarhóllinn er 52×38 m að stærð, 2,6 m á hæð og snýr NNV-SSA. Á honum eru tóftir bæjarhúsanna.

Guðnabær (býli)

Guðnabær

Guðnabær.

Guðnabær er talinn hjáleiga Bjarnastaða í sóknarlýsingu 1840 en var skv. henni var bærinn nýbýli, upptekið 1826. Í JJ segir í neðanmálsgrein: „Prestur nefnir og Guðnabæ sem hjáleigu, en þar eð býla tölunni þannig að eigi ber heim við hreppstjóra, er Guðnabær hér ótalinn.“ „Efst við traðirnar heim að Bjarnastöðum, vestan við þær, var Guðnabær, hjáleiga frá Bjarnastöðum, nú löngu komið í eyði,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Íbúðarhúsið í Guðnabæ var byggt 1949 úr holsteini.“ Það hús er ekki byggt á bæjarhólnum heldur austan hans, handan við traðir. Guðnabær virðist hafa farið í eyði 1962 þegar jörðin er seld.
Bæjarhóll Guðnabæjar er í sléttu, grasivöxnu túni. Þar umhverfis er nokkuð af hólum, líklega mest rústahólar.
Bæjarhóll Guðnabæjar er 32×28 m að stærð og snýr norður-suður og er nánast í miðju svæðisins. Á honum eru varðveittar rústir bæjarins.

Klöpp (býli)

Selvogur

Klöpp.

Nokkru vestar en Guðnabær var þurrabúð, nefnd Klöpp, stóð hún ofan garðs,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Klöpp. Býlið hét áður Útrek en árið 1916 breytti nýi ábúandinn nafni býlisins í Klöpp. Fór í eyði 1951 og er hvorki getið í fasteignamati 1922 né 1977.“
Bæjarhóllinn og bæjarhúsin í Klöpp eru varðveitt tæpum 400 m norðan við bæ og rúmum 100 m norðan við Guðnabæ. Minjarnar samanstanda af bæjarhól, bæjarhúsum, þremur stakstæðum útihúsum, kálgarði, hleðslu og mögulegum brunni. Bærinn er norðan við túngarð.
Slétt, grasivaxið tún er allt umhverfis Klöpp. Túnið er nýtt til hrossa- og sauðfjárbeitar. Í því eru lágir, náttúrulegir hólar og stakir hraunklettar.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segir: “ Hjáleigur hafa hjer verið þrjár, sem grasnautn höfðu; tvær af þeim hafa í auðn verið ix ár eður lengur, ekki var þeim tveimur nafn gefið nema af heitnum ábúendum, menn vita akki hverjir kostir á þeim voru.“ Hér er önnur nafnlausa hjáleigan skráð en ekki er lengur hægt að staðsetja hana enda engar þekktar upplýsingar um hvar hún var.
Heimildir: JÁM II, 451.

Bjarnastaðaból (sel)

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

„Norður eða norðvestur af klöppinni Fótalaus í Neslandi er Bjarnastaðaból eða -sel. Uppi í heiðinni voru sel eða ból frá flestum bæjum,“ segir í örnefnalýsingu Bjarnastaða. Í Jarðabók Árna og Páls frá 1706 segir: „Selstaða lángt í frá og vatnslaus sem áður segir um Nes og Snjóthús.“ Annarsstaðar í sömu bók segir um bæinn Götu: „Selstöðu brúkar jörðin í sama stað sem Bjarnastaðamenn, og hefur það verið tollfrí og átölulaust það lengst menn minnast.“ Tóftir Bjarnastaðabóls eru rúma 800 m ASA af Þorkelsgerðisbóli og um 800 m norðaustur af Hásteinum, en það eru áberandi klettar í heiðinni skammt ofan við ónýtan sumarbústað, þann eina á stóru svæði.
Fremur kennileitasnauð heiði þar sem skiptast á grjóthólar og grónar lægðir. Heiðin smáhækkar upp til norðurs. Selið er sunnan við tvískiptan grjóthól sem rís ekki hátt og er ekki mjög áberandi fyrr en að er komið.
Miklar rústir eru á Bjarnastaðabóli.

Beggakot/Beggjakot (býli)

Beggjakot

Beggjakot.

1847: Dýrleika ekki getið. Hjáleiga frá Bjarnastöðum. JJ,77.
1840: Hjáleiga frá Bjarnastöðum. SSÁ, 218
Túnakort 1920: Tún 1,7 ha, þar af 1/4 slétt. Matjurtagarðar 612 m2.
Í Sýslu- og sóknarlýsingum Árnessýslu frá 1840 er Beggakot talin hjáleiga frá Bjarnastöðum. Í Jarðabók Johnsen frá 1847 er dýrleika ekki getið. Í Sunnlenskum byggðum III stendur: „Ábúendur: Stefán Valdason og Kristín Ólafsdóttir, bústýra, 1897-1909. Guðmundur Filipusson og Jóhanna Pétursdóttir 1909-1955. Síðan er jörðin ábúendalaus,“ Í örnefnalýsingu Bjarnastaða segir: „Merkin milli Götu og Bjarnastaða liggja alveg um Æsuhól. Vestast í Bjarnastaðalandi var hjáleigan Beggjakot, nú í eyði.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Beggakot er 230 m norðan við Bjarnastaði, um 50 m austan við landamerkin við Götu. Þar er gaddavírsgirðing. Bæjarhúsin eru ennþá á bæjarhólnum og útihús í heimatúninu. Stafnar bæjarins snéru til suðurs, í átt að sjó.
Bæjarhóllinn er í grasivöxnu og sléttu túni. Víða eru hólar, bæði náttúrulegir og uppsöfnuð mannvistarlög. Þeir eru skráðir hér undir öðrum númerum og í landi Bjarnastaða. Minjar í heimatúni Beggakots eru skráðar undir býlinu en aðrar minjar falla undir Bjarnastaði og eru þar skráðir.
Bæjarhóllinn er 34×28 m að stærð, 2 m á hæð og snýr austurvestur. Þar eru ennþá rústir síðasta bæjarins í Beggakoti.

Gata (býli)

Gata

Gata.

1847: Bændaeign, 5 hdr. JJ,77. 1501: Götu er getið í jarðaskiptabréfi sem ritað er á Möðruvöllum 18. september. Þar er jörðin látin í skiptum ásamt fleiri jörðum á svæðinu og metin á 10 hdr. DI VII, bls. 583.
1510: Jarðarinnar getið í dómi um eignaskipti. DI VIII, bls. 322. 1561: Getið í tylftardómi ásamt Eymu í Selvogi. DI XIII, bls. 623. 1570: Getið í skiptabréfi eftir Pál lögmann Vigfússon, metin á 10 hdr. DI XV, bls. 408.
1706: „Jarðdýrleiki x.“ JÁM, 451. 1840: metin á 5 hdr.
Túnakort 1920: Tún 3,5 ha, þar af 1/4 slétt. Matjurtagarðar 978 m2. „Jörðin Stóra-Gata er fremur landlítil, gróin að mestu, fjörubeit góð, beitiland ógirt.“ Sunnlenskar byggðir III, bls. 491.

Stóra-Gata (býli)
„Tveir bæir voru í götu, Stóra-Gata og Litla-Gata. Stóra-Gata stóð neðarlega í túni, u.þ.b, mitt á milli landamerkja.,“ segir í örnefnaskrá. Mynd er af hluta gamals torfbæjar í Stóru-Götu í Sunnlenskum byggðum III. Þar sjást tvær burstir og grjóthlaðnir kampar. Um Stóru-Götu segir í sömu bók: „Íbúðarhúsið á Stóru-Götu er ónýtt og flutti fjölskyldan að Litlu-Götu árið 1959 er Runólfur flutti þaðan og keypti hús hans.“ Bærinn er sýndur á túnakorti frá 1920. Bæjarhóllinn er óraskaður með öllu sem og tóftir síðustu bæjarhúsanna. Bæjarhóllinn er um 50 m norðan við sjóvarnargarð, ekki langt frá fjörunni. Stafnar bæjarins snéru til suðurs í átt að sjó. Slétt, grasivaxið tún er allt umhverfis bæjarhólinn.

Þorkelsgerði (býli)

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði.

1847: 16 hdr., kirkjueign.
1521: Jarðarinnar getið í upptalningu á erfðagóssi Vigfúsar Erlendssonar. DI VIII, bls. 798 og 805. 1532:
Lesið stefnubréf og dómur yfir Páli Vigfússyni og leyfð lausn á jörðunum Þorkelsgerði, Vindási og Kirkjuvogi.
DI IX, bls. 622-623. 1521: Jörðin látin upp í skuld ásamt Vindási í Selvogi og fleiri jörðum. DI X, bls. 60.
1706: Ein jörð en sundurdeildir fjórir bæir, sem nú eru kallaðir Austurbær, tíundast fyrir xii c. Midbær, tíundast fyrir viii c. Vesturpartur, tíundast fyrir v c. Torfabær, tíundast fyrir v c. Jarðardýrleiki á allri jörðinni er xxx og so tíundast jörðin öll fjórum tíundum.“ JÁM II, 452.
Túnakort 1920: Þorkelsgerði (austurbær): Tún 3,5 ha, allt slétt. Nátthagi 0,3 ha, þar af slétt ca 1/3. Matjurtagarðar 1770 m2. Þorkelsgerði (vesturbær): Tún 1,3 ha, alslétt, tún í Melbúð alslétt, stærð 1,2 ha. Nátthagi 0,3 ha. Matjurtagarðar 717 m2. „Lýngrif til eldiviðar er mjög að þrotum komið, en Þángtekja mjög af skorti, því margbýlið uppetur það einum kynni að nægja ríflega. Selveiði má ekki telja, þó slysast hafi selur í nót sem sagt er um Bjarnastaði. Rekavon lítil…Sölvafjara gagnvæn heimamanna brúkun og stundum betri…Skelfisksfjara næg heimamanna brúkun til beitu fyrir þyskling, brúkast annars ekki nema ýsugengd sje. Sjaldan taka hjer aðrir beitu og af líðan, en ekki rjetti það menn vita. Heimræði ár um kríng og lendíng í besta lagi í þessari sveit, en þó sund lagnsókt og þarf að sæta sjáfarföllum. Engjatak á jörðin í Arnarbælislandi í Ölvesi, þar sem heita Nautaeyrar…Hjer í mót á staðurinn skipsstöðu fyrir Þorkelsgerði, vide Arnarbæli. Túnin fordjarfar sandságángur að ofan, en sjáfargángur að framan….Engjar öngvar nema fyrtalið ítak…Viðureldi af sauð tindgast illa ut supra. Stúngulaust og ristulaust utan túngarða sem fyr segir. Vatnsból ekki nema fjöruvatn.“ JÁM II, 454 „Jörðin er nokkuð landmikil, þurrlend, gróin að mestu, fjörubeit sæmileg, beitiland ógirt að mestu. Útræði var áður fyrr. Áður stóð bærinn neðar í túninu, en 1942 var hann fluttur af þáverandi ábúanda ofar í túnið, þar sem hann er nú.“ Sunnlenskar byggðir III, bls. 492.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði.

„Í Þorkelsgerði voru Austurbær og Miðbær, sem var tómthús…Þorkelsgerði stóð áður neðarlega í túni, en var fært ofar undan sjó. Gömlu bæirnir sjást enn í Kampinum, svolítið uppi í túni, en nú standa bæirnir samhliða Torfabæ, sem var ofar,“ segir í örnefnalýsingu. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir að jörðin sé deild í fjóra bæi: Austurbæ, Miðbæ og Vesturpart og að auki Torfabæ, sem er undir sérstöku númeri í skrá þessari. Ekki er vitað annað en Þorkelsgerðisbæirnir þrír (utan kannski Vesturpartur) hafi staðið á einum og sama bæjarhól og eru hér skráðir undir sama númeri. Bæjarstæðið er enn óspillt um 50 m neðan eða sunnan við íbúðarhúsið í Þorkelsgerði I. Í Sunnlenskum byggðum segir: „Áður stóð bærinn neðar í túninu, en 1942 var hann fluttur af þáverandi ábúanda ofar í túnið, þar sem hann er nú.“
Bæjarhóllinn er neðst í túni en 60-80 m ofan við sjávarkampinn. Mikið er af uppsöfnuðu rusli kringum bæjarleifarnar. Stór og mikill bæjarhóll. Á austurhluta hans eru miklar leifar af húsum frá því um miðbik 20. aldar. Alls er hóllinn um 80 x 40 m stór og snýr austur-vestur. Hann er mest allt að 2-3 m hár.

Rollubúð (verbúð)
„Upp af lendingunni voru verbúðir. Næst vörinni var Rollubúð, sem var frá Austurbænum í Þorkelsgerði,“ segir í örnefnalýsingu. Rollubúð mun hafa verið rúma 200 m suðaustur af Þorkelsgerði, á sjávarkampinum eða því sem næst. Nú er ekki vitað um nákvæma staðsetningu Rollubúðar en væntanlega hefur hún verið tiltölulega skammt frá vörinni. Hár sjávarkampur sem er ekkert nema grjót. Utan í honum landmegin sjást víða för eftir jarðýtu og sýnilegt að ýtt hefur verið upp grjóti til að mynda hærri kamp og varna því að sjór gangi á land. Mikið grjót er uppi á kampinum og engin heilleg mannvirki en þó má ímynda sér að smáleifar sjáist austast í Þorkelsgerðislandi. Á þeim stað er kampurinn grónari og e.t.v. minna raskaður en í kring. Efst á honum sjást reglulegar steinaraðir sem mynda hólf, um 6 x 3 m frá austri til vesturs. Einkum eru gaflar greinilegir, eins og sokknar grjóthleðslur. Hér gæti verið komið mannvirki en þó erfitt að fullvissa sig um að það sé af Rollubúð.

Sólheimar (býli)

Sólheimar

Sólheimar.

„Fyrir ofan Moldu var Tómthús, sem nefnt var Sólheimar. Það er austur undir Götumörkum og átti að fylgja Austurbænum í Þorkelsgerði. Sólheimar standa að mestu enn,“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III segir: „Sólheimar voru byggðir af Brynjólfi Guðnasyni 1932, sem bjó með móður sinni, Margréti Brynjólfsdóttur, til 1939.“ Virðist hafa farið í eyði 1953. Sólheimar eru 100 sunnan við Bjarg. Tómas Sigurpálsson, heimildamaður og ábúandi í Götu, talaði um að Sólheimar hefðu verið notaðir sem samkomuhús. Grasivaxið tún með lágum hólum er allt umhverfis Sólheima. Svæðið tilheyrir Þorkelsgerði en er nýtt frá Götu.

Bjarg (býli)

Bjarg

Bjarg.

„Ofar og austar [en Sólheimar] er Bjarg, sem var þurrabúð frá Þorkelsgerði. Það hús var byggt upp í sumar (1980),“ segir í örnefnalýsingu. Í Sunnlenskum byggðum III stendur: „Bjarg var byggt 1932 af Sveini Halldórssyni, sem bjó með konu sinni, Guðbjörgu Þórðardóttur, þar til 1957.
Fasteignamat 1976 ekkert.“
Bjarg er 60 m suðvestan við Katlabyrgi. Það er nýtt sem heilsárshús og umhverfis það er lítið afgirt tún, líklega nýtt að eiganda hússins. Mynd er af bænum í Sunnlenskum byggðum III. Slétt, grasivaxið tún er allt umhverfis Bjarg.

Þorkelsgerðisból (sel)

Þorkelsgerðisból

Þorkelsgerðisból.

„Austan við Strandhæð [Strandarhæð?] eru mikla lægðir, kallaðar Djúpudalir, og tilheyra Útvogi. Norðaustur af þeim er Þorkelsgerðisból eða -sel,“ segir í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis. Þorkelsgerðisból er um 1,3 km norður af gamla þjóðveginum um Selvog, hér um bil 1 km austur af Vörðufelli og um 800 m VNV af Bjarnastaðabóli. Þetta er rúma 5 km norðaustur af bæjarhól í Þorkelsgerði. Seltóftirnar eru vestan í grónum grjóthól og þeim hallar dálítið mót norðvestri. Umhverfis er heiði með valllendisblettum, lyngmóum og víða rofabörðum.
Miklar tóftir sjást á bólinu, á svæði sem er alls um 30 x 15 m stórt og snýr norður-suður. Þar er rústahóll með fjögurra hólfa, íbjúgri rústalengju.

Gapi (fjárskýli)

Gapi

Gapi.

Í sóknarlýsingu frá 1840 segir: „Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: „Gapi, tekur 60 kindur““. Í örnefnalýsingu er talað um sama helli: „Við ferðamannaveginn sem lá vestur yfir Víðasand og til Herdísarvíkur, er hellir, sem heitir Gapi og var fjárhellir. Við Gapa er Gapastekkur. Þar var rekið að haust og vor úr Útvogi.“ Rétt sem kemur heim og saman við lýsinguna á Gapastekk er um 400 m suðvestur af Strandarhelli og um 2,6 km norðaustur af bæjarhól. Iðagrænn blettur fast við stakan klett eða hraungang. Í honum er hellisskúti sem opnast innundir hraunhelluna. Falleg rétt, hlaðin framan við hellisskúta. Hellirinn opnast mót suðri og er opið býsna hátt og greinilegt, allt að 1,8 m hátt upp á efri brún hellisþaks. Hellirinn er ekki djúpur, vart meira en skúti. Ein hella hefur verið reist upp á rönd vestarlega í opinu og yfir því sjást leifar af hleðslu, austan við miðju. Réttin er sunnan við munnann, einföld og iðagrænt innan hennar, hleðslur standa þokkalega, allt að 3-4 umför af grjóti, hæð allt að 0,5 m. Hlaðið er upp á hellisþakið austanvert og líka aðeins upp á það að vestanverðu. Réttin er um 15 x 11 m stór og snýr austur-vestur. Rekið hefur verið inn að sunnan vestarlega. Þar er aðrekstrargarður sem virðist fornlegri en réttin, liggur í sveig til suður og suðvesturs frá opinu og er hátt í 20 m langur.

Suðurferðavegur (leið)

Suðurferðavegur

Suðurferðavegur.

Á korti Ómars Smára Ármannssonar er merktur „Suðurferðavegur“ frá heimreiðinni að Þorkelsgerði og til NNA, framhjá Útvogsvörðu. Innan sviga stendur: „Selvogsgata.“ Þetta er að líkindum sama leið og lýst er í grein Ólafs Þorvaldssonar í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1943-48 sem einum anga af leiðinni milli Selvogs og Hafnarfjarðar, Grindaskarðavegi. Hann lá samkvæmt því til norðurs í framhaldi af heimreiðinni að Þorkelsgerði, framhjá Útvogsvörðu og þaðan áfram til norðurs. Ekki fæst betur séð en þessi gata hafi líka verið kölluð Útvogsgata, þá sennilega sá hluti hennar sem næst liggur byggðinni í Selvogi. Um hana segir í örnefnalýsingu: „Útvogsgata lá frá túngarðshliði í Þorkelsgerði, upp Dalhóla og upp hjá Skála [Skáli er varða, sem er rétt vestan við mörkin og því í Strandarlandi.“

Suðurferðavegur

Suðurferðavegur.

Fyrsta spölinn af leiðinni, þ.e. næst Þorkelsgerði, nú er akvegur upp á milli tveggja sumarbústaða sem eru norðan og norðaustan við veitingastaðinn T-Bæ. Ekki sjást götuleifar á þeim kafla sem skoðaður var á vettvangi. Samkvæmt korti af leiðinni sem Ólafur Þorvaldsson birtir í grein sinni lá leiðin hér um bil beint til norðurs frá Þorkelsgerði, upp skarð sem er vestan megin við Svörtubjörg og áfram til norðurs og síðar norðvesturs. Þetta mun hafa verið austasti angi leiðarinnar, sú sem lá í Selvog en leiðir skiptust uppi á fjallinu. Miðleiðin lá til Stakkavíkur og Herdísarvíkur [skráð í landi Stakkavíkur, sjá Ár-561:006] en sú þriðja til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð [hefur ekki verið skráð]. Ef loftmynd er skoðuð vandlega örlar á slóða 300-400 m vestan við afleggjarann sem liggur niður frá gamla þjóðvegi (þeim sem er nýaflagður með tilkomu Suðurstrandarvegar) og niður í Selvog. Að öðru leyti er vísað í lýsingu Ólafs Þorvaldssonar á leiðinni. Sömuleiðis er til handrit sem lýsir leiðinni vel eftir Konráð Bjarnason og nefnist „Kaupstaðarleið Selvogsmanna“.

Bjargarhellir (fjárskýli)

Bjargarhellir

Bjargarhellir – hleðslur.

Fjárhellir er tæpa 500 m suðvestur af Strandarhelli, 60-80 m norðan við vörðu. Þetta er væntanlega Bjargarhellir sem er getið í sóknarlýsingu 1840: „Í Selvogsheiði eru 3 hellrar: Bjargarhellir, [rúmar 200 fjár]…“.
Niðurfall í hraunið og opnast glufa undir hraunhelluna til norðurs og vesturs. Hellisopið er rýmst og hæst til norðurs eða norðvesturs en annars lágt til lofts.
Jarðfallið sjálft er um 10 x 6 m stórt og snýr norður-suður. Iðagrænt er ofan í því, aflíðandi brekka niður að hellisopinu. Að vestan er jarðfallið markað af hraunhellum en fornleg hleðsla virðist vera að austanverðu ofan á hraunklöppinni, 1-2 m breið, 0,3-0,4 m há, algróin og sigin. Einnig gæti hafa verið hlaðið að ofan á brún hellisþaksins vestan við jarðfallið, þar er mikið, hálfgróið lausagrjót. Smájarðföll eru suður af þessu og gætu jafnvel hafa verið notuð sem inn- eða útgönguleiðir. Aðeins var gægst inn í hellinn og virðist sem hleðsla gæti hafa skipt honum í tvennt sunnan við aðalinnganginn. Annar hellir sem opnast undir hraunhellu er 20-30 norðar, opið um 7 m langt og snýr mót norðri. Varða er á hellisþakinu en engar hleðslur sýnilegar.

Eima (býli)

Eima

Eima.

1847: Dýrleiki kemur ekki fram.
1501: 18.9. selur Grímur Pálsson Þorvarði Erlendssyni lögmanni Eimu 10 hdr, DI VII, 583 sbr. DI VIII, 322.
1561: 1.7.er dæmt að landskuldir þær sem gjaldast eftir Breiðabólstað, Götu og Eymu skuli Jón Marteinsson svara Þórólfi Eyjólfssyni. DI XIII, 622-23. 1596: Árið 1596 er Solveigu Jónsdóttur dæmd Eima, 10 hdr, í arf eftir Guðbjörgu Erlendsdóttur móður sína. AÍ III, 68. 1677-80: Búa 2 Jónar í Eimu Sveitarbragur Jóns Jónssonar í Nesi, SSÁ, 229.
1706: Jarðardýrleiki er X álnir og svo tíundast. Eigandi er prestekkjan Salvör Einarsdóttir á Háholti í Eystra Hrepp.“ JÁM II, 455. 1840 er Eima, tvíbýlisjörð talin meðal eyðibýla í ytra parti Austurvogar og á að hafa farið í eyði eftir 1750. SSA, 221. 1902: „Mest hefir sandurinn borist austur yfir ósinn er hann var lagður með ís, hefir svo borist austur og upp í heiðina fyrir suðaustan Vogsósa. Þá er sandgeirinn var kominn upp í heiðina, fór hann breikkandi suður og austur á við, og eyðilagði smám saman jarðirnar: Strönd, Vindás og Eimu með afbýlum þeirra. Dálítið er nú þar farið að gróa upp aftur.“ Brynjúlfur Jónsson 1903, 51.
1927: Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Eimu og Eimuhjáleigu friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927. Fornleifaskrá, 78.
1706: „Landskuld er nú 1x álnir, hefur áður verið stundum lægst xl álnir, stundum undir hundrað eður yfir, eftir því se, landsdrotni og ábúendum hefur um samið, og þeir hafa komið kaupi sínu so sem jörðin hefur spilst og batnað. Landskuld betalast ýmist í fisi, vætt fyrir xx álnir, eður í peningum uppá landsvísu. Leigukúgildi er nú i, hefur fyrir 12 árum verið hálft þriðja, en því fækkað eð ekki byðist ella. Leigur betalast í fiski heima á jörðinni. JÁM II, 455.
„Nokkuð landmikil jörð, þurrlend, efri hlutinn gróinn en nær sjónum uppblásinn og gróðurlítill. Eyðijörð nytjuð frá Þorkelsgerði I,“ segir í Sunnlenskum byggðum III, bls. 493. „Fyrir vestan Torfabæ var býli, sem hét Eima, komið í eyði fyrir löngu. Eima liggur undir Austurbæinn í Þorkelsgerði,“ segir í örnefnalýsingu. Í friðlýsingarskrá segir: „Þorkelsgerði. Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Eimu og Eimuhjáleigu,“ Þinglýst 1927. Bæjarhóll Eimu er ennþá varðveittur en allar rústir horfnar. Bæjarhóllinn er merktur með litlu skilti sem á stendur: „Eyma í eyði 1814.
Eiríkur Jónsson síðasti ábúandi.“ Rúmir 30 m eru í sjóvarnargarð til suðurs frá bæjarhólnum. Einnig er sandfláki aðeins 10 m fyrir sunnan hólinn. Fornigarður er 30 m til norðurs frá bæjarhólnum. Slétt, grasivaxið tún er umhverfis bæjarhólinn.

Eimuhjáleiga (býli)

Eimuhjáleiga

Eimuhjáleiga.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1706 stendur: „Eimu hjáleiga, gamalt býli, ætla menn að hafi varðað nær 1 eður 1x ár, en þó öðruhvorju fallið í auðn lengur eður skemur í bili. Eyðilagðist til fullt í næstu fardögum. “ Í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis stendur: „Eimu fylgdi Eimuhjáleiga. Tóftir hennar lentu undir veginum út að kirkjunni [Strandakirkju].“ Í friðlýsingarskrá segir: „Þorkelsgerði. Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Eimu og Eimuhjáleigu.“ Þinglýst 1927. Eimuhjáleiga er tæpa 80 m NNV við bæ, utan Fornagarðs.
Ummerki bæjarstæðisins eru horfin af yfirboði en lítið skilti merkir staðsetninguna. Á því stendur einungis „Eymuhjáleiga“. Líkt og segir í örnefnalýsingu lentu tóftirnar undir vegi og restin sléttuð út. Það má greina aflíðandi til brekku til vesturs frá fyrrnefndum vegi en ekki er með vissu hægt að segja að hún tilheyri Eimuhjáleigu. Grasivaxið hólbarð er fast sunnan við fyrrnefndan veg sem er malbikaður. Annar vegslóði liggur til suðvesturs, meðfram áætluðu bæjarstæði. Annars eru grasblettir og grýttir sandflákar allt um kring. Engin ummerki Eimuhjáleigu sjást á yfirboði.

Strandarhellir (fjárskýli)

Strandarhellir

Í Strandarhelli.

Í sóknarlýsingu frá 1840 segir: „Í Selvogsheiði eru 3 hellar: a. Strandarhellir, rúmar 200 fjár…“ Í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis segir: „Í Strandarhæð, sem nú er í Eimulandi, er Strandarhellir. Það var góður fjárhellir, tók um 200 fjár.“ Strandarhellir er norðarlega í Strandarhæð. Hann er rúmlega 1 km norðaustur af gatnamótunum þar sem gamli þjóðvegurinn og vegurinn suður að byggðinni í Selvog mætast. Þetta er um 3 km norðaustur af Eimu og rúma 3 km norðaustur af Strönd. Stórt jarðfall í hraunhæð og opnast skútar úr því til norðurs og suðurs. Auk þess er smærra jarðfall með hellisskútum fast norðan við og að auki hleðsla vestan og sunnan við hellana.
Alls er svæðið tæplega 50 x 50 m stórt. Stóra jarðfallið, sem er sunnar, er alls um 17 x 15 m stórt og snýr austur-vestur. Það er algróið og iðagrænt í botni og vel djúpt, allt að 4-5 m sé staðið niðri á botninum. Í raun er aðeins ein leið vel fær niður í það, að sunnanverðu, og það í sjálfu sér vel fjárhelt. Sennilega hefur verið hlaðið fyrir uppi á brúninni að norðvestanverðu á um 15-20 m löngum kafla – þar sést mikið af grónu grjóti utan í barminum en allt gróið og ekkert lag á.

Strandarhellir

Strandarhellir – uppdráttur ÓSÁ.

Hvorugur hellanna er manngengur, enda virðist mikið efni hafa safnast fyrir inni í þeim, sauðatað. Sá syðri er varla nema smáskúti en sá nyrðri bæði djúpur og dimmur. Ekki var skreiðst langt inn í hann og ekkert vasaljós með í för en tveir angar úr hellinum teygja sig sýnilega býsna langt í norður. Ekki grillti í hleðslur en skv. uppdrætti sem Ómar Smári Ármannsson hefur gert af Strandarhelli eru dálitlar fyrirhleðslur á tveimur eða þremur stöðum innarlega í hellinum. Framan við hellisopið er jarðvegur sem hefur safnast upp að því, nú gróinn bálkur sem lokar fyrir opið að hluta. Í honum sést víða grjót og má vel vera að hlaðið hafi verið fyrir opið að mestu leyti. Norðan við jarðfallið stóra og hellana tvo er annað jarðfall, mun minna (á að giska 10 x 5 m frá austri til vesturs) og ganga smáskútar innundir hraunhelluna frá því bæði til austurs og vesturs. Sá vestari er stærri, líklega um 20 x 5 m stór, manngengur, en hinn varla nema smáhola. Engar hleðslur sjást á þessum stað. Að lokum er hlaðið um svæði vestur og suður af hellunum. Hleðslan myndar ekki óslitið gerði heldur á upptök sín í miðju hrauni um 20 m VNV af jarðfallinu stóra. Þaðan má rekja hana um 40 m til suðvesturs en þar beygir hún í suðausturátt, er slitrótt á kafla en þó hægt að rekja hana um 35 m til viðbótar og er þá komið tæpa 30 metra beint suður fyrir jarðfallið. Ætla má að héðan hafi verið hlaðið til norðurs, þ.e. ef girða hefði átt af svæði við hellana, en það er ekki greinilegt þótt algróinn grjóthryggur sé raunar á því svæði – en hann virðist náttúrverk og má vera að aldrei hafi verið lokið við hleðsluna. Hlaðið er úr hraungrýti og hleðslan nær allsstaðar hrunin en ógróin, mest um 0,2 m há. Líklegasta ástæða fyrir hleðslu á þessum stað og norðar við hólinn er sú að staðið hafi til að rækta upp túnskika með áburði úr hellunum. Ekki virðist mikill árangur hafa náðst, a.m.k. ekki ef marka má núverandi gróðurfar en lítill jarðvegur er innan beggja garða, stutt í rof og hraunklappir.

Ólafarsel (sel)

Ólafarsel

Ólafarsel.

„Austan og sunnan við [Vörðu]fellið er Vörðufellshraun, smáblettur, sem runnið hefur frá fellinu. Það er ekki vel uppgróið. Í því er hiti og rýkur úr hólnum. Framan í hrauninu (þ.e. sunnan í) er Ólafarsel, er enn sér fyrir. Það tilheyrði líklega Eimu, er alveg við mörk Eimu og Strandar,“ segir í örnefnalýsingu Þorkelsgerðis. Ólafarsel er um 1,2 km norðnorðaustur af Strandarhæð en suðaustan undir Vörðufelli. Það er um 4,3 km norðaustur af Eimu. Fallegur staður og líklega skjólgóður, gróin kvos með valllendi og grjóthólum, opin mót suðri. Skáhallt ofan við tóft A er aflöng laut sem sennilega hefði verið gott að reka fé inn í. Tvær snyrtilegar tóftir sjást á þessum stað á svæði sem er tæplega 40 x 10 m stórt og snýr austur-vestur. Sýnilegar minjar eru einfaldar í sniðum og engin augljós merki sjást um endurbyggingar eða langa notkun. Engin grænka er í tóftaveggjum.

Torfabær (býli)

Torfabær

Torfabær.

1847: Bændaeign, dýrleika ekki getið. JJ, 77.
1706: Í Jarðabók Árna og Páls er Torfabær talinn hluti Þorkelsgerðis. Alls var Þorkelsgerði metið á 30 hdr en: „Torfabær tíundast fyrir v.“ JÁM II, 452. Auk þess segir í sömu bók, bls. 455: „Hjáleigur tvær byggði hjer Torfi heitinn Ellendsson, þá er hann flutti bústað sinn af Stafnesi eður fám árum síðar, þær setti hann utangarðs af óskiftu landi, en hjelt sjálfur hús þar sem Torfabær heitir síðan; ekki var hjáleigunum nafn gefið.“ Af þessu að dæma hefur Torfabær ekki byggst fyrr en í tíð Torfa Erlendssonar, líkast til milli 1630 og 1640. 1821: „Sýslumadur Tofi, bygdi hér Bæ, sem kéndur er vid Nafn Hans; má þar enn siá mikil vegs ummmerki ad verid hafi stórbýli. Hann tilskickadi: ad hvór, sem ná vildi Tali vid sig, skyldi bera 3 steina ad Bæ sínum. þetta kalla Menn TORFALOG.“ FF, 2281840: 7 hdr. að auki hjáleigan Melborg. SSÁ, 218.
Túnakort 1920: Tún 2,1 ha, allt slétt. Nátthagar 0,6 ha, þar af 3/4 slétt. Matjurtagarðar 1114 m2 „Jörðin er fremur landlítil, gróin að mestu, fjörubeit sæmile, beitiland ógirt að mestu.“ Sunnlenskar byggðir III, bls. 495.
Í Frásögum um fornaldarleifar segir: „Sonur Hanns [Erlends Þorvarðarsonar], Sýslumadur Torfi, bygdi hér Bæ, sem kéndur er vid Nafn Hans; má þar enn siá mikil vegs ummmerki ad verid hafi stórbýli – Hann tilskickadi: ad hvór, sem ná vildi Tali vid sig, skyldi bera 3 Steina ad Bæ sínum. Þetta kalla Menn TORFALÖG. sídan hafa komu Menn innleidt þá veniu t.d. ad slá 1 brínu, reka 1 hitu, leggia 3 steina í vegg, vefa 1t a 3 skaptvóf. etc. og segia þá goldin Torfalógin…“ „Torfabær er vestan Þorkelsgerðis. Að sögn bjó þar Torfi lögréttumaður. Bærinn stendur uppi undir túngarði að norðan, það langt frá sjó, að hann var aldrei í hættu,“segir í örnefnalýsingu. Nú stendur nýbyggt íbúðarhús á bæjarhól Torfabæjar. Þetta er vestasta húsið sem stendur uppi í Austurvogi, hér um bil beint niður af veitingahúsinu T-Bæ.
Bærinn stendur ofarnlega í hæðóttu túni sem er bitið af hrossum. Húsið, sem er nýlegt íbúðarhús, stendur á náttúrulegum hæðarhrygg sem snýr hér um bil austur-vestur og er að nokkru leyti grafið inn í hann. Þetta er bárujárnsklætt hús á timburklæddum, steinsteyptum sökkli. Ekki er afgerandi hólmyndun undir húsinu.

Markasteinn (áletrun)

Markasteinn

Markasteinn.

Merkjasteinn með áletrun er í fjörunni milli Torfabæjar og Eimu. Hann er 2 m suður og niður af hornstaur núverandi girðingar milli bæjanna og 170-180 m suðvestur af bæjarhól. Um hann segir í örnefnalýsingu: „Landamerki Þorkelsgerðis og Eimu voru þannig: úr fremsta Markaskeri í merktan stein (M) á kampinum við Torfabæjarsjógarðshliðið (til hægri þegar horft er til sjávar við hliðstaur).“ Stórgrýtt fjara. Höggvið hefur verið M í fremur lítinn stein sem er 30-40 cm í þvermál. Stafurinn er grunnur en greinilegur, um 8 cm hár. Þetta er 2,5-3 m vestur af enda sjóvarnargarðs Eyþórs Þórðarsonar.

Útvogsréttir (rétt)

Útvogsrétt

Útvogsrétt.

Í örnefnalýsingu segir: „Milli Torfabæjar og Eimu eru Útvogsréttir eða Þorkelsgerðisréttir, við túngarðinn í Torfabæ. Þessar réttir eru enn notaðar. Réttin var flutt þangað eftir flóðið mikla 1925.“ Réttirnar teljast strangt til tekið ekki til fornleifa, enda hafa þær ekki náð 100 ára aldri.
Mannvirki á staðnum eru óljós. Þess má geta að í Mosakrók, sem virðist hafa verið á sömu slóðum getur örnefnalýsing um gamlar rústir, hugsanlegt býli. Mannvirkið sem hér er lýst er í krika utan við Forngarð. Hrossabeit er nú á þessum stað. Allar hleðsluleifar eru mjög óljósar og úr lagi gengnar.

Vogsósar (býli)

Vogsósar

Vogsósar – uppdráttur ÓSÁ.

„Nú og um langan aldur hafa Vogósar, bærinn, staðið í Vogósatúni,“ segir í örnefnalýsingu. Bærinn í Vogsósum I er á gamla bæjarstæðinu, vestast í miðju túni og um 340 m NV af Vogsósum II. Búið er í húsinu þótt það sé að hluta orðið ansi laslegt.
Sléttað tún og slegið er alveg upp að bænum að norðan og sunnan. Heimkeyrslan að bæ liggur úr suðri og malarhlað er að framanverðunni. Fjárhús og hlaða úr bárujárni eru fast austan við íbúðarhúsið. Bæjarhúsin standa á sama stað og eldri bær stóð áður. Íbúðarhúsið er austar en fjós og hlaða voru sambyggð því að vestanverðu. Þakið fauk af fjósi og hlöðu nýverið þannig að aðeins veggirnir standa eftir. Íbúðarhúsið var reist í tveimur áföngum, vesturhlutinn 1924 en sá eystri, sem snýr framhlið í suður, á 7. áratug 20. aldar. Austan íbúðarhúss er sund, um 1,5 m breitt en þá tekur við hrörleg skemma með steyptum veggjum og járnþaki. Grjóthleðslur eru meðfram útveggjum í sundinu. Austan við skemmuna stóð lambhús en nú sjást aðeins leifar af grjóthlöðnum útveggjum þess. Þegar Snorri Þórarinsson (f. 1957) var ungur var það haft fyrir hænur en hann man líka eftir að húsið væri kallað Smiðjukofi. Aftan eða norðan við leifar lambhússins er nú járnklædd skemma en þar voru áður hlaða og hesthús, hvorutveggja sambyggt lambhúsinu. Norðaustast allra húsa á bæjarstæðinu er síðan járnklædd skemma. Alls er húsalengja þessi um 30-40 m löng frá austri til vesturs. Lítill sem enginn hóll sést undir húsunum ef staðið er við þau að sunnanverðu en aftan eða norðan við er dálítill hóll, allt að 1,5 m hár, 30 m langur og 8-10 m breiður og telur Snorri Þórarinsson að í honum hafi verið heygarður aftan við íbúðarhúsið og gamla fjósið. Snorri gróf fremur grunnt dren meðfram austanverðu íbúðarhúsinu fyrir nokkrum árum og varð ekki var við mannvistarleifar. Hins vegar gróf hann brunn frammi á hlaði nýlega. Þar kom hann niður á stóra hellu á 1,1-1,2 m dýpi og gólflag, allt að 10 cm þykkt. Áður hafði hann grafið fyrir vatnsleiðslu öllu vestar og komið niður á ruslalag með fiskbeinum á um 1 m dýpi.

Bænhúshóll (bænhús)

Vogsósar

Vogsósar – Bænhúsahóll fremst.

„Í framtúninu er Bænhúshóll, sem einnig er kallaður Lambhúshóll…,“ segir í örnefnaskrá. Bænhúshóll er í túni um 40 m SSA af bæ 001 og liggur heimreiðin, áður traðir, í austurjaðri hans. Ekki er getið um bænhús í Vogsósum í máldögum eða öðrum gömlum heimildum svo vitað sé. Hóllinn er sleginn og túnið í kringum hann sömuleiðis. Stakstæður hóll og áberandi, næstum flatur að ofan og allt að 2-3 m hár. Hóllinn er nálægt 20 m í þvermál en þó heldur ílangur NV-SA. Lágur hóll gengur út frá honum til suðurs og sömuleiðis gengur smárani frá honum til austurs sem mótar fyrir handan við heimreiðina. Ekki hafa staðið byggingar þar í minni Þórarins Snorrasonar (f. 1931). Hóllinn gæti verið náttúrulegur að stofni til en þó er lag hans og útlit þannig að þar eru greinilega upphlaðnar mannvistarleifar.

Eiríksvarða (varða)

Eiríksvarða

Eiríksvarða á Svörtubjörgum.

Í sóknarlýsingu frá 1840 segir frá Eiríksvörðu: „Þó Eiríksvarða sé ekki frá forntíð, er það samt ekki ómerkilegt, að hún skuli enn nú standa óröskuð eftir so langa tíð. Hún er einhlaðin á mjög hárri fjallsbrún; 1 fet er fyrir framan hana að skörpustu brúninni. Hún er 1n faðmur að neðan, lík einhlöðnum steingarðsparti. Er so hvör steinn lagður yfir annan. Flatir og ílangir eru þeir; allir snúa endar þeirra til beggja hliða. Allir eru þeir smáir sem lítilfjörlegir utanveggs hleðslusteinar. Hún er smáaðdregin frá báðum endum, ávöl að ofan og á hæð meðalmanni neðanvert á síðu, snýr austur og vestur til endanna, en flöt við norðan og sunnan átt. Þessi Eiríkur Magnússon dó 1716 og skyldu menn setja, að hann hefði vörðuna hlaðið 6 árum fyrir afgang sinn, þá er hún búin að standa í 123 ár.“ Kristian Kaalund minnist á vörðuna í riti sem kom út 1873: „Hátt uppi á brattri fjallsbrún er haglega gerð varða („Eiríksvarða“) til minningar um séra Eirík Magnússon (galdramann), sem var þar eitt sinn prestur.“ Vörðunnar er getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Eiríkur prestur hlóð vörðu þá sem við hann er kennd og kölluð Eiríksvarða; hún stendur fyrir ofan Hlíð á Hellisheiði. Sagði Eiríkur að ei mundi Selvogur verða rændur á meðan varða sú stæði óröskuð.“ Í örnefnalýsingu fyrir Selvogsafrétt segir: „Sagt er, að Eiríkur prestur á Vogsósum (1677-1716) hafi hlaðið hana til varnar gegn Tyrkjum. Eitt fet er frá Eiríksvörðu fram á brún. Sagt er, að sá, sem hreyfi vörðuna, eigi að fara fram af Björgunum.“ Varðan er fremst á hæsta punkti Bjarganna, 3,6 km austur af rústum Hlíðar í beinni loftlínu. Varla er hægt að samþykkja að hún standi á Hellisheiði en orðalagið verður hér látið liggja milli hluta. Björgin tróna fremst sunnan í lágu fjalli sem er fremur aflíðandi bæði að austan og vestan en snarbratt að sunnanverðu.Varðan stendur mjög framarlega og er innan við 1 m fram á snarbratta klettabrún. Hún er óvenjuleg að gerð, eins og einföld vegghleðsla, um 2 m löng, sem liggur frá austri til vesturs. Mest er hún um 1,5 m há í miðjunni en yfirlínan er bogadregin þannig að varðan er hæst í miðju en lækkar út til endanna. Stórt grjót er í grunninum en smækkar eftir því sem ofar dregur. Hún er ágætlega hlaðin en ekki loku fyrir það skotið að hún hafi eitthvað verið endurbætt í seinni tíð. Hugsanlegt er að hún hafi verið notuð sem mið frá sjó og það sé ástæðan fyrir því hversu breið hún er – þannig hefur borið meira á henni úr fjarska. Reyndar segir í örnefnalýsingu fyrir Selvogsafrétt að vestari endi Bjarganna sé mið af sjó en varðan er á Björgunum miðjum. Að lokum má geta þess að lýsingin frá 19. öld kemur ekki vel heim og saman við útlit vörðunnar nú, þ.e. steinarnir eru ekki flatir og ílangir. Erfitt er að leggja mat á hvort sú lýsing hefur verið gerð eftir minni eða hversu nákvæm hún hefur verið.

Fornigarður (vörslugarður)

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi – ofan Ness.

„Túnið var girt Vogósatúngarði aðeins á suðurhlið, en að austan Fornagarði, garði sem getið er í máldaganum frá 1275 á þennan hátt: „Sex vætter aa huertt fyrer garde enn fiorar utan gardz…“ (DI, II,124). Er því þarna að sjá eitthvert elzta mannvirki á landi hér…,“ segir í örnefnalýsingu. Fornigarður liggur til suðausturs frá Vogsósum í átt að Selvogi. Hann sést fyrst um 550 m SA af Vogsósum I (001) en tæpa 200 m SA af Vogsósum II. Næst Vogsósum II liggur garðurinn um tún og hefur sennilega verið raskað að einhverju leyti. Þar er girðing ofan á honum. Þar sem túnum sleppir tekur landgræðslugirðing við og þar er sandfyllt hraun, nú með mikilli lúpínu.

Fornigarður

Fornigarður í Selvogi – vestan Strandar.

Næst Vogsósum er garðurinn fremur ógreinilegur en líkist helst grjótundirstöðum sem stundum sjást undir girðingum – og það liggur einmitt ein slík á honum í túninu. Grjót gægist upp úr sverði og undir girðingunni má sumsstaðar greina hrygg og gefur hann til kynna að garðurinn sé óraskaður undir sverði og væntanlega þykku lagi af sandi. Svona heldur garðurinn áfram um 200 m til suðurs en þá tekur landgræðslugirðingin við með sandfylltu hrauni og lúpínu svo langt sem augað eygir. Þar er garðurinn vel greinilegur og var rakinn á vettvangi tæplega 1 km til suðurs. Hvarvetna hefur mikill sandur fokið upp að honum beggja vegna svo aðeins stendur efsta steinaröðin upp úr. Á nokkrum stöðum hverfur garðurinn í lúpínubreiður en er þó víðast hvar hægt að sjá hann ágætlega. Bjarni F. Einarsson gróf nýverið í garðinn skammt ofan við Stórhól. Niðurstöður hans verða hér reifaðar í stuttu máli: „Undir einum steini, ofarlega í garðinum, fannst plast….Bendir það eindregið til þess að menn hafi verið að endurhlaða eða gera við Fornagarð allt fram á 20. öld. Nokkru neðar mátti sjá greinileg skil í hleðslutækninni. Við tók mun betur hlaðinn tvöfaldur garður. Varð grjótið stæra eftir því sem neðar dró. Neðst voru í vissum tilfellum steinar meira en manntak. Heildarhæð garðsins, eins og hann leit út nú [eftir uppgröft], var 1,66 metrar…Þar af var 1,1 metrar vel hlaðinn eða hugsanlega úr upprunalegum garði…Mesta breidd hans neðst var 0,96 metrar, en yfirleitt var hún 0,80 metrar…Garðurinn mjókkaði mjög upp á við…Var hann tæplega helmingi breiðari niðri en uppi við efri brún eldri hlutans. Garðurinn hefur verið hlaðinn þannig að grjótið hefur ekki legið mjög þétt, heldur nokkuð gisið og loftað á milli.“ Um niðurstöður gjóskulagagreiningar segir Bjarni: Gulhvítt gjóskulag, sem lá „in situ“ (á upprunalegum stað) undir garðinum reyndist að öllum líkindum vera gjóska úr Heklu frá árinum 1104. Jarðvegssniðin undir garðinum bentu einnig til þess að uppblástur á staðnum hafi hafist einhvern tímann um 1120, eða fyrir gosið mikla í sjónum úti fyrir Reykjanesi 1226…..Fornigarður er byggður einhvern tímann eftir Heklugosið 1104 og fyrir gosið mikla í sjónum úti fyrir Reykjanesi 1226, hugsanlega einhvern tímann á bilinu 1120 – 1226.“ Skammt suðaustan við Stórhól liggur garðlag niður frá Fornagarði í vinkil, fyrst til vesturs en svo beint í norður.

Borgirnar þrjár/Vogsósaborgir (fjárskýli)

Vogsósaborgir

Vogsósaborgir – Borgirnar þrjár.

Þrjár tóftir af fjárborgum eru rúmum 150 m vestan við þjóðveginn um Selvog, 1,1 km norðaustur af Vogsósum. Tóftirnar eru á og utan í smáhrygg í nokkuð vel grónu helluhraun. Nokkur grænka er kringum rústirnar og grösugar lægðir víða í kring.
Tóftirnar ná yfir svæði sem er alls um 25 x 25 m stórt. Allar eru þær mjög greinilegar og sennilega ekki mjög gamlar, a.m.k. ekki yngsta byggingarstigið. Nyrsta borgin, A, er á norðurenda hryggjarins. Hún er hringlaga og mikið hraungrýti sést í veggjum, bæði innan- og utanverðum. Sennilega hefur op verið í vestur. Innanmál borgarinnar er um 3 x 3 m en að utan er hún rúmir 7 m í þvermál. Veggir standa nokkuð vel og eru allt að 1 m háir. Rúmum 10 m SSA af A er önnur fjárborg, B. Hún er næstum alveg eins og sú fyrstnefnda en veggir standa þó ívið betur og eru allt að 1,2 m háir. Að utanverðu er hún um 6,5 m í þvermál en að innan um 4 m. Dyr eru greinilegar og snúa í suðvestur. Stór hella er skammt frá opinu og gæti hafa verið yfir dyrunum. Þriðja borgin, C, er um 6 m austur af B og stendur heldur neðar, á stalli utan í hryggnum og í smáhalla mót austri. Hún er rúmir 6 m í þvermál að utan og 3-4 m að innanverðu, veggjahæð mest um 0,8 m. Dyr hafa snúið í suður. Ekki er vitað hvenær fjárborgirnar voru í notkun en þær virðast ekki fornlegar og er helst að giska á að þær hafi verið í notkun á 19. öld. Reið- eða fjárgötur liggja N-S austan við holtið.

Vörðufellsrétt (rétt)

Vörðurfellsrétt

Vörðufellsrétt.

Gamla skilaréttin fyrir Selvog er uppi á Vörðufelli sem er lágt fell í Selvogsheiðinni 3,8 km austur frá Vogsósum. Samkvæmt örnefnalýsingu Þorkelsgerðis var hún ýmist kölluð Selvogsrétt eða Vörðufellsrétt. Lítið og lágt fell, ágætlega flatt og gróið að ofanverðu.
Réttin er norðarlega á vesturbrún fellsins. Þetta er stór og mikil réttarrúst sem er alls um 75 x 50 m stór frá norðri til suðurs og að auki liggur aðrekstrargarður frá henni til norðausturs. Réttin sjálf skiptist í stórt gerði, almenning og dilka. Gerðið myndar nyrðri helming réttarinnar. Það er næstum óaðfinnanlega hringlaga og ekki ólíklegt að lagt hafi verið út fyrir hringnum áður en hleðsla hófst. Alls er gerðið um 45 m í þvermál og hefur verið rekið inn í það að norðaustan. Vestan við opið liggur áðurnefndur aðrekstrargarður út frá opinu og um 50 m til norðausturs. Er því ljóst að rekið hefur verið upp á fjallið að austan eða norðaustan. Op er á hringlaga gerðinu til suðurs, inn í almenning sem er um 17 m í þvermál, næstum hringlaga en ekki jafn reglulegur og gerðið. Út frá almenningnum liggja síðan dilkar í hálfhring, alls 8 eða 9 talsins. Töluvert hefur verið lagt í hleðslu réttarinnar, mikið grjót er í veggjum og víða mjög stórt. Þeir eru að miklu leyti hrundir en standa þó á stöku stað allt að 5-6 umför af hleðslum og er veggurinn mest hátt í 1 m hár. Ekki er víst að allir dilkarnir hafi verið hlaðnir í einu, í það minnsta teygir ytra byrði tveggja eða þriggja hinna vestustu sig utar en þeirra sem austar eru. Hugsanlega hafa þeir verið byggðir síðar ellegar stækkaðir. Þórarinn Snorrason telur að réttinni hafi verið valinn staður uppi á fellinu því þar var nóg af hleðslugrjóti. Að öðru leyti hafi staðsetningin ekki verið sérlega heppileg og ekki alltaf auðvelt að reka féð upp hlíðarnar. Þessi rétt var í notkun framundir 1920. Þá hafði fyrir fáum árum verið reist girðing frá Hlíðarvatni og austur fyrir Urðarfell, m.a. til að hafa betri stjórn á búfénaði en fram að þeim tíma voru menn að missa fé inn um öll fjöll á haustin. Ný rétt var hlaðin við girðinguna og féll þá réttin á Vörðufelli fljótlega úr notkun. Réttin sem er enn í notkun austan við Hlíðarvatn var síðan reist 1953.

Vindássel (sel)

Vindásel

Vindásssel – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftir eru í Selvogsheiði hátt í 300 m NA af Vörðufellsrétt. Sennilega er þetta Vindássel en þess er getið í gamalli landamerkjalýsingu: „Að austanverðu eru landamerki milli Strandarlands og Eymu þessi: Við sjó ræður markhella: Þaðan bein lína í vörðu, vestanvert við Eymuhjáleigu. Þaðan bein lína í Eymuvörðu. Þaðan bein lína í vörðuna á Vörðufelli, og þar er í mörkum hella, sem höggvið er á M. Þaðan liggja mörkin norðar yfir Eymuból, austan til við Vindássel, og á Gapa í Hellholt. Þaðan bein lína í Kálfahvamm, vestan í Geitafelli.“ Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir um selstöðu Vindáss: „Selstaða á heiðinni vatnslaus sem annarstaðar.“ Heiðalandslag, þýfðir móar en hraun er undir.
Tóftirnar eru tvær, á svæði sem er um 30 x 10 m stórt N-S.

Eymuból (sel)

Eimuból

Eimuból – uppdráttur ÓSÁ.

Eymubóls er getið í gamalli landamerkjalýsingu: „Að austanverðu eru landamerki milli Strandarlands og Eymu þessi: Við sjó ræður markhella: M. Þaðan bein lína í vörðu, vestanvert við Eymuhjáleigu. Þaðan bein lína í Eymuvörðu. Þaðan bein lína í vörðuna á Vörðufelli, og þar er í mörkum hella, sem höggvið er á M. Þaðan liggja mörkin norðar yfir Eymuból, austan til við Vindássel, og á Gapa í Hellholt. Þaðan bein lína í Kálfahvamm, vestan í Geitafelli.“ Eymuból er um 100 m austur af Vindásseli og liggur markalínan milli Strandar og Eymu um það. Heiðalandslag, þýfðir móar en hraun er undir.
Gaman er að koma í Eymuból, enda frekar óvenjulegur minjastaður. Um er að ræða jarðfall í hraunrás og opnast skútar inn í jarðfallið bæði til norðurs og suðurs. Alls er jarðfallið sjálft um 13 x 11 m stórt frá norðri til suðurs, hér um bil hringlaga og hefur verið hlaðið með brúnum þess á alla kanta. Hleðslurnar eru hálfgrónar en vel sést í grjót í þeim. Sennilega hefur verið gengið niður í jarðfallið austanmegin en þar er bratti minnstur vegna jarðvegstorfu sem liggur niður brúnina. Botninn er vel gróinn og frá honum rúmir 2 m upp á jafnsléttu. Ekki sjást hleðslur fyrir hellismunnunum eða inni í hellunum en þeir eru báðir manngengir. Sá nyrðri er töluvert stærri en sá syðri. Uppi á jarðfallsbrúninni að austan er rústahóll, nálægt 10 m í þvermál og sjást í honum ógreinilegar dældir.

Strönd (býli)

Strandarkirkja

Minnismerki um Strönd.

1238: “Gissur lét um sumarið taka upp bú Dufguss Þorleifssonar í Selvogi á Strönd og ræna þar öllu fénu en lið allt var óbirgt eftir og sáu bændur fyrir því.” Sturl, 406. [um 1275] Strendur eiga halfann hualriett til mots vid hiallamenn. huar sem rekur: Sex vætter aa huertt land fyrer garde enn fiorar utan gardz og skal reida med slijku sem rekur: fyrer utan vog eiga strendur þria hlute motz vid herdijsarvijk. j. hual: Enn j herdijsar vijkur fiorum eiga strendur tuo hlute huals huar sem rekur: fra mijgande Grof og til bergs enda eiga strendur allan reka ad helminge vid stadenn j krijsevijk: Sa er maaldage aa herdijsarvijkur fiorum ad stadur j skala hollte a halfann vidreka. allan annann enn auxar talgu vid j millum Selstada oc hellis firer austann riett til marks vid strandar land. Stadur j skalhollte oc herdijsarvijk eigu iiij vætter huals og skal vega enu fiordu med Brioske og Beine: enn þridiung i ollum ef meire kiemur. enn strandarmenn tuo hlute. Skalhollt oc krijsevijk aa halfann allann reka under fuglberge vid strandar land. millum wogs oc hellis aa strendur land iiij vætter enn ef meire er þa aa skalhollt oc krijsevijk j ollum hual. [125] Enn firer austann wog til vindass aa stadur j skaalhollte oc krijsevijk halfan tolftung I hual ef meire er enn iiij vætter. enn ecke ellegar. DI II, 124-25. 13.5.1367: kirkiann a Strond j Selvogi a xxxc. j heima jordu. landid ad Vägshvsum. hvalreka vid stadinn j Skalahollti oc kirkiuna j Krysuvijk fra Migandi grof oc austr ad Osskerium. vidreka fra Migandi grof oc til Bergsenda. alla veidi j fuglbergi .xv. kyr. gradung. hesta .ij. iiij. ær oc .xx. oc rvtur. DI III, 212. 1397: Kirkiann a .xij. kyr. vxa þrevetrann oc einn hest. …Jtem gaf Jvar bondi kirkiunni a Strond .vjc. og Halla Jonsdotter gaf .vc. ijc. oc .v. aura firir skreidar tiund. sierdeilis firir heitfiska so marger sem þeir verda. DI IV 100-101. [1446] gefur Þorvarður Loptsson Strandarkirkju 1 hdr í testamenti sitt og skipar fátækan mann til bús síns þar, þann sem Margrét kona hans vill taka svo lengi sem hún lifir – DI IV, 675-76. 3.9.1508 hafði Þorvarður Erlendsson lögmaður til kaups við Kristínu Gottskálksdóttur Strönd í Selvogi fyrir 100 hdr. – DI VIII, 230. 8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Strandarkirkju sem var “mioc hraurnandi Swo hun þurfti botar wid” og lofaði Erlendur að “bæta at Strandarkirkiu” – DI IX, 159.

Strönd

Strönd – upplýsingaskilti við Strönd í Selvogi.

15.12.1525 lagði Erlendur Þorvarðsson Strönd og Nes í Selvogi “med þeim jordum sem þar til liggia” til kaups við Þórunni Stulladóttur og skyldi Þórunn vera helmingakona og hafa Nes fyrir 80 hdr og 40 kúgildi “nema hun villdi sialf helldur hafa jardernar hlidarenda. breidabolstad og littllaland. allar fyrir lxxxxc.” – DI IX, 288.
[1560] kveðst Jón Marteinsson ekki hafa “mejre peninga frijda medteked vegna austrond i Selvoge en vjc.” DI XIII, 556. 1575: Kirkian ä Strond i Selvoge. ä xxxc. heima Jordu. Landid ad Vogshusum. hualreka vid stadinn i Skälholltj og kirkiuna i Krijsuvijk. frä Miganda grof og austur ad Ässkerium. vidreka frä Migandagrof og til bergs enda. alla veida i Fuglberge. DI XV 641-642. 1596 er Solveigu Jónsdóttur dæmd 15 hdr í Strönd og Grími Einarssyni 45 í Strönd í arf eftir Guðbjörgu Erlendsdóttur móður Solveigar og föðurömmu Gríms – AÍ III, 68. “… eftir lát Erlends Þorvarðssonar (1576) og Guðbjargar dóttur hans (1594) mun jafnan hafa verið fleiri en einn ábúandi á Strönd. Á árunum 1677-1680 voru 7 ábúendur á Strönd [Sveitarbragur Jóns Jónssonar bónda í Nesi, SSÁ, 229-230], en um þær mundir var uppblástur farinn að eyða mjög landinu. Laust fyrir aldamótin 1700 var heimajörðin komin í eyði en búið á fornri hjáleigu frá Strönd, Sigurðarhúsum. Árið 1762 var engin ábúð á hjáleigum Strandar og allt komið í eyði.” JHA Strandarkirkja, 25. 1840: 1749 er hún (þessi jörð) með öllum sínum afbýlum öldungis eyðilögð af sandfoki, og þó þá fyrir nokkrum árum.” SSÁ, 216 . “Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Strönd og Vindási, með hjáleigum” voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927 – Fornleifaskrá, 78.

Strönd

Strönd – hestasteinn.

Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar frá 1902 segir: “Mest hefir sandurinn borist austur yfir ósinn er hann var lagður með ís, hefir svo borist austur og upp í heiðina fyrir suðaustan Vogsósa. … Þá er sandgeirinn var kominn upp í heiðina, fór hann breikkandi suður og austur á við, og eyðilagði smám saman jarðirnar: Strönd, Vindás og Eimu með afbýlum þeirra. Dálítið er nú þar farið að gróa upp aftur. Á Strönd gerir þó enn ýmist að gróa eða blása upp.” Brynjúlfur Jónsson 1903, 51.
„Nú síðan heimajörðin er affallin, eru þær grasnautnarleifar, sem hún brúkaði, deildar á millum eigenda þeirra, sem nú hafa í staðinn þeirra afföllnu heimajarðar reist á fætur forna hjáleigu sem nú er í lögbýlatölu komin [Sigurðarhús].“ JÁM II, 458 “Afrjett hefur jörðin haft og brúkað undir Hengli so sem aðrir hjer í sveit ut supra. Munnmæli eru að jörðin hafi skógarítak átt fyrir sunnan fjall fyrir innan almenninga, þar sem enn í dag eru kallaðar Strandartorfur, þar er nú skógur eyddur og lítið hrís eftir; rök vita menn ekki hjer til nema munnmæli…Eggver hefur jörðin átt í vatnshólma þeim, sem heitir Strandarey og liggur í stöðuvatni því, er heitir Hlíðarvatn, það fer mjög til þurðar, hefur og aldrei dúntekja verið. Hvannatekju, sem í eynni var, má ekki nafn gefa.“ JÁM II, 460 [Nú er Strandarey horfin, komin á kaf eftir að hækkaði í vatninu.]
„Strandarhóll er rétt norðan við kirkjugarðinn. Þar stóð bærinn Strönd,“ segir í örnefnalýsingu. Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessýslu 1902 segir: „Svo er að sjá af rústabungum, að á Strönd hafi upp á síðkastið verið tveir bæir; Efribær og Fremri bær. Kirkjugarðurinn og kirkjan stóð fyrir framan hlað Frambæjarins. Þó var þar sund á milli, og er sagt að þar hafi verið uppsprettulind, kölluð Sælubuna.“ Bæjarhóllinn er norðan við Strandarkirkju og hafa kirkja og bær staðið alveg á sömu torfunni. Áberandi gróska er í hólnum sé miðað við hálfuppgróið sandflæmið umhverfis.
Sé allt talið saman, kirkju- og bæjarhóll, er stærðin um 90 x 70 metrar frá norðri til suðurs. Mjög greinileg upphleðsla byggingarefna er norðan við kirkjuna, grænn og ávalur hóll en ekki sjást greinilegar bæjarrústir. Honum hefur verið raskað allnokkuð, sennilega mest þegar klósettaðstaða var grafin inn í hólinn vestanverðan. Vitað er að þá var grafið gegnum mikinn öskuhaug. Árið 1950 var sett höggmynd á hólinn, Landsýn e. Gunnfríði Jónsdóttur myndhöggvara. Fánastöng er ofan á miðjum hólnum og einnig er þar minnisvarði með nöfnum nokkurra valinkunnra ábúenda. Þar skammt austar er lítil eftirmynd af torfbæ sem hefur verið lítillega grafin niður í hólinn.

Strandarkirkja (kirkjugarður/kirkja)

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

Eggver hefur jörðin átt í vatnshólma þeim, sem heitir Strandarey og liggur í stöðuvatni því, er heitir Hlíðarvatn, það fer mjög til þurðar, hefur og aldrei dúntekja verið. Hvannatekju, sem í eynni STRÖND Í SELVOGI (Á) -Maríu, Tómasi. c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9 var, má ekki nafn gefa. JÁM II, 460 [Nú er Strandarey horfin, komin á kaf eftir að hækkaði í vatninu.]
1519: Á þeim dögum var Strandakirkja öll með blýi þakin og yfir dregin; staðurinn sjálfur mikinn part úr timbri byggður. Þótti þá varla slíkt höfuðból og Strönd var. Setbergsannáll IA IV, 55. (gæti verið ruglað saman við kirkjubyggingu 1624).
8.7.1523 hafði Erlendur Þorvarðsson lögmaður fengið Skálholtskirkju Hof á Kjalarnesi í reikningsskap ýmissa kirkna, þ.á.m. Strandarkirkju sem var „mioc hraurnandi Swo hun þurfti botar wid“ og lofaði Erlendur að „bæta at Strandarkirkiu.“ DI IX, 159.
27.9.1563: Sóknarkirkja lögð niður í Krýsuvík „een læge til Strandar kirkiu j Selvoge til kirckiu soknar sæde Krysevijk og þad kot þar hia er. Suo og gylde til Strandar kirckiu bæde tolla og tijunder og alla adra rentu suo sem adrer almenningzbæer skyllduger eru sijnum soknarkirckium ad veita“ þó skyldi þar lítið húskorn Guðs vegna eftir standa DI XIV 158-159.
1624: Kirkjan nýsmíðuð: fimm bitar á lopti að auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn predikunarstóll; öll óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum og framkirkjunni, einninn fyrir altarinu, utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak
ofan yfir bjórþilið, og ofan á öllum kórnum er sagt sé blýleingja hvorumegin og ein ofan yfir mænirnum, líka svo á framkirkjunni. Vísitasía Odds Einarssonar – tekið eftir JHA Strandarkirkja, 27. sbr. Blanda I, 322.
1700: Á þessu ári og fyrirfarandi árum eyddust og í eyði lögðust þessir kirkjustaðir í Skálholtsstipti: Strönd í Selvogi af sandi … Kirkjurnar standa enn nú og í þeim heilög þjónustugjörð fram flutt. – Setbergsannáll IA IV, 162.

Strandarkirkja

Strandarkirkja um 1900.

1700: [kirkja komin að falli og fyrirskipar Jón bp Vídalín að endurbyggja hana] JHA Strandarkirkja, 27 1736: [Hin nýja kirkja er byggð var 1735 er] mestan part úr nýjum og sterkum viðum, svo hún er nú bæði að veggjum væn og vel standandi; að því leyti betur á sig komin en hún hefir nokkurn tíma áður verið, að svo er um hana búið að utanverðu, að sandurinn geingur ekki inn í hana; hennar grundvöllur hefir og so verið hækkaður, að hún verst langtum betur en áður fyrir sandinum að utanverðu. Vísitasía Jóns Árnasonar, eftir JHA Strandarkirkja, 27-28.
1751: [kirkjan stæðileg að veggjum, en súð og grind víða fúin] Húsið stendur hér á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum; er því mikið nauðsynlegt, hún sé flutt í annan og hentugri stað. Vísitasía Ólafs Gíslasonar, eftir JHA Strandarkirkja, 13.7.1751: [Kirkjan] stendur fjarlægt bæjum á eyðisandi undir einu timburþaki, hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af öllum áttum, aungvu minna foreyðir og fordjarfar bik kirkjunnar, viði og veggi en vatns ágangur, því að það fer dagvaxandi, sérdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sanfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. Bréf sr. Einars Jónssonar sóknarprests í Selvogsþingum til Pingel amtmanns og ólafs biskups, eftir JHA Strandarkirkja, 28 [prestur fékk leyfi til að flytja kirkjuna að Vogsósum, en af því varð ekki – JHA Strandarkirkja, 29-30].
1758, gert að kirkjunni.
1763, gert að kirkjunni.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1930.

1848: Ný kirkja byggð á Strönd.
1888: Ný kirkja byggð á Strönd.
16.2.1907: Strandarsókn í Selvogi lögð til Arnarbælis; (PP,93) [lög].

1968: Strandarkirkja endurbyggð: „Strandarkirkja stendur á Kirkjuhólum, eða í kirkjugarðinum,“ segir í örnefnalýsingu. Í grein Brynjúlfs Jónssonar frá 1902 segir: „Kirkjugarðurinn og kirkjan stóð fyrir framan hlað Frambæjarins.“ Kirkjan stendur á dálitlum hól beint sunnan við bæjarhólinn. Kirkjan er í h.u.b. miðjum kirkjugarðinum. Í kringum garðinn er hlaðinn garður sem hefur án efa verið endurbyggður oft.
Bílastæði er sunnan við kirkjuna en tröppur upp að henni úr vestri.
Kirkjugarðurinn er alls rúmlega 40 x 30 m stór frá austri til vesturs. Hann hlýtur að hafa verið sléttaður, í það minnsta sést lítið sem ekkert móta fyrir gömlum leiðum. Engin tré eru í garðinum. Elstu legsteinarnir sem sjást eru vestan og norðan til við kirkjuna, alveg upp við hana. Vitað er að garðurinn hefur verið stækkaður í það minnsta einu sinni á 20. öld, þá til norðurs. Kirkjan sjálf er timburkirkja með hlöðnum grunni. Svolítil upphækkun sést við
suðurlanghlið kirkjunnar. Sennilega er það gróinn sandskafl, en Þórarinn Snorrason man eftir því að sandur safnaðist gjarnan á þeim stað. Er ekki ólíklegt að sandfok hafi mjög sett svip sinn á mótun bæði kirkju- og
bæjarhóls.

Strandarsel (sel)

Strandarsel

Strandarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Strandarsel, sem skv. Þórarni Snorrasyni er einnig kallað Staðarsel, er um 100 m sunnan við austurenda Svörtubjarga. Rústirnar eru 6,3 km norðaustur af Strandarkirkju og 1,5 km beint norður af Eymubóli. Undir Björgunum eru fallegir og áberandi sléttir vellir sem skera sig úr í heiðinni. Ekkert rennandi vatn er á svæðinu.
Í Strandarseli eru a.m.k. 6 tóftir á svæði sem er alls rúmlega 50 x 40 m stórt frá norðri til suðurs.

Krókur (býli)

Krókur

Krókur.

Krókur er nefndur í Jarðabók Árna og Páls 1706: „Krokur, eytt fyrir tuttugu árum.“ „Þá er Víghóll og Krókshóll þarna norður af [Kirkjuhólum], en Krókur var hjáleiga frá Strönd,“ segir í örnefnalýsingu. Í ritgerð Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessþingi 1902 segir: „Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálítil roftorfa, Sigurðarhús litlu austar og Stórhóll fyrir norðan tún.“ Í Sveitarbrag frá 1677-80, sem birtist í sóknalýsingu Selvogsþings, er nefndur Erlendur smiður í Króki: „…enn er annar flóki, hann Erlendur smiður í Króki.“ Krókur er rúma 300 m norður af bæjarhól, norðan við hól sem er merktur með litlu skilti sem „Bakrangur“. Hann er nyrstur þeirra rústahóla sem eru í kringum Strandarkirkju.
Nokkuð gróið hraun þar sem töluvert er af lúpínu. Enn sést þó í ógróið hraunið á nokkrum stöðum. Hóllinn er vel gróinn og áberandi og ekki ólíklegt að í honum séu uppsafnaðar mannvistarleifar. Hann er alls um 35 x 20 m stór og snýr h.u.b. NA-SV. Á hólnum er lítill torfbær sem á stendur „Krókur, í eyði 1686.“ Uppi á hólnum sjást dálitlar veggjahleðslur, sennilega tvö veggjarbrot sem mynda L, annað um 2 m langt en hitt um 3 metrar. Aðeins er um eitt umfar af hleðslum að ræða.

Sigurðarhús (býli)

Sigurðarhús

Sigurðarhús.

Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Sigurdarhús. Dýrleiki þessa býlis, sem nú er lögbýli kallað í staðinn fyrir Strönd, er xxi C og xv álnir…“
„Sigurðarhóll var austur af kirkjunni, en þar stóðu Sigurðarhús, hjáleigan, og austar Sigurðarhúshjáleiguhóll,“ segir í örnefnalýsingu. “
Í grein Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessýslu 1902 segir: „Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálítil roftorfa, Sigurðarhús litlu austar og Stórhóll fyrir norðan tún.“ Rústahóll er um 120 m austan við bæjarhól, norðan við veginn sem liggur að Strandarkirkju.
Stór og vel gróinn hóll, alls um 40 x 15 m stór frá norðri til suðurs. Á honum er lítil eftirlíking af torfbæ og stendur þar á: „Sigurðarhús, í eyði 1735.“ Ekki sjást leifar af tóft eða hleðslum á hólnum en hann er nokkuð
ósléttur.

Lambhús (býli)
Rústahóll er um 270 m austur af bæjarhól, ofan eða norðan við veginn sem liggur að Strandarkirkju. Væntanlega eru þetta Lambhús en um þau segir í Jarðabók Árna og Páls 1706: “ [Siguðarhús] tíundast í fjóra staði, að meðreiknuðu forna afbýlinu Lambhúsum, sem heita skuli v c.“ Ábúandi á Lambhúsum 1706 var Marin Egilsdóttir, ekkja. Hóllinn sést vel, enda grasi vaxinn. Gras er slegið þar fyrir framan. Engin merki sjást um hleðslur á hólnum en hann er alls um 40 x 40 m stór og allt að 2 m hár. Sennlega er hann að einhverju leyti myndaður úr upphlöðnu byggingarefni og ösku. Sunnan í hólnum er búið að koma fyrir lítilli eftirlíkingu af torfbæ sem á stendur „Lambhús, í eyði 1729.“

Móhús (býli)
Í Jarðabók Árna og Páls 1708 er getið um hjáleigu frá Strönd: „Móhús, eytt fyrir manna minni.“ Nú er ekki vitað hvar Móhús voru.

Bakrangur (býli)
Í Jarðabók Árna og Páls 1708 er getið um hjáleigu frá Strönd: „Bakrangur, eytt fyrir 10 árum.“ Nú er ekki vitað hvar Bakrangur stóð. Þó er einn rústahólanna norðan við Strandarkirkju nú merktur með eftirlíkingu af torfbæ sem á stendur „Bakrangur“. Ekki er vitað hvað er til í því en þó mögulegt að um sama stað sé að ræða.

Bæjarbúð (verbúð)
Í Jarðabók Árna og Páls 1708 segir: „Bæjarbúð hefur hjer [á Strönd] verið vermanna búð meðan lendíngin ekki var fordjörfuð; hún kom fyrst í tíð biskupsins meistara Brynjólfs, hvort að gjöf eður kaupi honum til eignar vita
menn ekki. Hitt er víst að Sr. Torfi heitinn í Gaulverjabæ, eftir það að hann erfði meistara Brynjólf, ljet brúka þessa búð og gjörði að sínum kosti…“ Ekki er nú vitað hvar Bæjarbúð var.

Stórhóll (býli)
„Miðhóll er þar, sem nú er suðurhlið. Þá er Stórhóll. Hjáleigur frá Strönd eiga að hafa verið þar sem hólarnir eru nú,“ segir í örnefnaskrá. 1902: „Af hjáleigum eru nefndar: Krókur norður á túninu, þar er enn dálítil roftorfa, Sigurðarhús litlu austar og Stórhóll fyrir norðan tún,“ segir í grein Brynjúlf Jónssonar um fornleifar í Gullbringu- og Árnessýslu. Stórhóll er áberandi klapparhóll um 600 m norður af bæjarhól. Ekki er nú ljóst hvar landamerki Vogsósa og Strandar voru en hér er gert ráð fyrir að hóllinn hafi verið í landi Strandar.
Hóllinn sjálfur er náttúrulegur og ekki sjást neinar rústir við hann. Þar eru hins vegar töluverðar leifar af garðlögum. Ekki er óhugsandi að rústir séu komnar á kaf í sand en þó var svæðið umhverfis hólinn gengið nokkuð rækilega.

Vindás (býli)

Vindás

Vindás.

Vindás stóð um 380 m suðaustan við bæjarhól. Bæjarstæðið er fast niður við sjóvarnargarðinn, um 50 m sunnan við veginn að Strandarkirkju. Vindáss er getið í fornbréfi um 1275: „Enn firer austann wog til vindass aa stadur j skaalhollte oc krijsevijk halfan tolftung i hual ef meire er enn iiij vætter. enn ecke ellegar.“ DI II, 124-25. 1677-80: Búa Jón og Hróbjartur í Vindási – Sveitarbragur Jóns Jónssonar í Nesi, SSÁ, 229. Gamlar húsarústir og aðrar fornleifar á eyðibýlunum Strönd og Vindási, með hjáleigum voru friðlýstar af Matthíasi Þórðarsyni 5.5.1927. Fornleifaskrá, 78.
1840 er Vindás, tvíbýlisjörð, talin meðal eyðibýla í ytra parti Austurvogar og á að hafa farið í eyði milli 1700 og 1750 – SSÁ, 221.
Beggja megin við hólinn liggja vegarslóðar upp á sjóvarnargarðinn. Sendið, hálfgróið landsvæði liggur frá hólnum og upp að vegi. Áberandi rústahóll og sést hann vel frá vegi. Hugsanlega hefur suðurhlið hans eitthvað verið raskað þegar sjóvarnargarðurinn var byggður. Hóllinn er alls tælega 35 x 20 m frá austri til vesturs og hátt í 2 m hár. Á honum er lítil eftirlíking af torfbæ sem á stendur: „Vindás, fór í eyði 1762“. Uppi á hólnum vottar fyrir hleðslum, líkt og gerði sem er tæpir 20 m í þvermál. Hleðslur eru algrónar og ná varla nema 30-40 cm hæð. Sennilega eru þetta leifar af kálgarði, en Þórarinn Snorrason (f. 1931) man eftir kálgarði í Vindási á sínum yngri árum. Lítil þúst er austan megin við hólinn, hugsanlega rústaleifar. Nokkrum metrum vestan við hólinn sést þráðbein steinaröð sem liggur SV-NA, sennilega undirstaða undan girðingu.

Vindáshjáleiga (býli)

Vindáshjáleiga

Vindáshjáleiga.

Rústahóll er um 430 m austan við bæjarhól og um 100 m norðan við veginn sem liggur að Strandarkirkju.
Sendið land en vaxið töluverðu melgresi og mosa. Norðan við er hraun og meiri lúpína. Hóllinn er nokkurn veginn hringlaga og um 20 m í þvermál, iðagrænn og mosavaxinn. Búið er að setja eftirlíkingu af torfbæ á suðurenda hólsins. Á honum stendur: „Vindáshjáleiga, í eyði 1772.“

Hlíð (býli)

Hlíð

Hlíð – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Jarðardýrleiki xx að sögn manna, en engin geldst hjer tíund af.“ JÁM II, 463.
Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Lyngrif til eldiviðar bjarglegt. Silúngsveiðivon er góð og hefur oft að merkilegu gagni verið. Eggver í vatnshólmum hefur að nokkru gagni verið, en fer mjög til þurðar. Sölvafjöru og grasafjöruítak á jörðin fyrir Vogshúsalandi sem áður segir, vide Vogshús. Túnunum grandar fjallsskriður og landbrot, sem Hlíðarvatn gjörir að neðan. Engjar, sem áður voru litlar með vatninu, hefur sama vatn eyðilagt.“ JÁM II, 464.
„Hlíð var fyrr góðbýli og landnámsjörð í Selvogi. Var hún um aldaraðir eign Strandakirkju og er það enn. Jörðin hefur verið í eyði nú um 60 ára skeið. Þar eru nú rústir einar. Bærinn stóð á Bæjarhól eða lágum hrygg, er lá fram í Hlíðarvatn,“ segir í örnefnalýsingu. Rústirnar af Hlíð eru við NA-horn Hlíðarvatns, 2,2 km norður af Vogsósum I. Bærinn fór í eyði árið 1906.
Slétt grund sem nær allt frá vatnsborðinu og upp að fjallsrótum. Þjóðvegurinn liggur um túnið um 70 m norðan við bæjarrústirnar. Enn er nokkur rækt í túninu. Það er ekki slegið, ógirt og sækja kindur í það. Veiðihús stendur á vesturenda bæjarrústanna og hefur sennilega raskað þeim að litlum hluta en miklar rústir eru á hólnum austan við húsið. Hefur bæjarröðin legið frá austri til vesturs og bærinn snúið með framhlið í suður. Alls er rústin um 35 x 20 m stór en að auki liggur garðlag frá suðurhlið hennar. Þá er bæjarhóllinn sjálfur sem rústin er á heldur stærri en hún, allt að 50 m langur A-V og 30-40 m breiður.

Kirkjuhóll (bænhús)
„Auk Bæjarhóls eru í túninu Kirkjuhóll eða Bænhúshóll, en þar á hafa staðið bænhús í katólskri tíð,“ segir í örnefnalýsingu. Nú er ekki vitað hvar Bænhúshóll var. Yfirleitt voru kirkjur og bænhús í næsta nágrenni við bæjarhóla og með hliðsjón af því er helst að giska á ávalan hól í túni fast austan við bæjarhól. Óslegið tún. Hóllinn er sporöskjulaga og nokkuð ávalur en ekkert rústalag á honum, 15-20 m í þvermál. Enginn annar hóll virðist líklegri.

Borgaskörð (fjárskýli)

Hlíðarborg

Borg undir Borgarskörðum.

„Borgaskörð voru skörð í Hlíðarfjall austarlega. Á einum stað milli þeirra var Háhamar,“ segir í örnefnalýsingu. Undir skörðunum er tóft sem skörðin gætu hafa dregið nafn sitt af, um 130 m austur af stekk. Hlíðarborg og Valgarðsborg eru sunnar.
Lyngmói, sumsstaðar með hraunnibbum og – hólum. Hlíðargata liggur áfram til austurs fast sunnan við tóftina. Tóftin er í háum og gróskumiklum valllendishól sem er nokkuð áberandi og sést vel að. Hún er lítið uppbyggð en að mestu leyti grafin niður í hólinn. Hann sjálfur er nokkuð hringmyndaður en hólfið er aftur næstum ferkantað. Mögulegt er að byggingin hafi upphaflega verið fjárborg en síðan verið endurbyggð sem fjárhús. Að innan er tóftin rúmir 3 x 2 m frá norðri til suðurs og mikið grjót í innanverðum veggjum. Hóllinn er á hinn bóginn allt að 10 m í þvermál að ofanverðu en breiðari ef miðað væri við hólræturnar. Hann er sennilega manngerður að einhverju leyti, a.m.k. sést lausagrjót í honum utanverðum á nokkrum stöðum. Að mestu hlýtur hann þó að vera náttúrulegur, enda gnæfir stór klettur upp úr honum fast við tóftina að austan og sunnan. Að innanverðu vottar aðeins fyrir stöllum eða bálkum upp við veggina og gætu það mögulega verið jötur. Heillegasta veggjarhleðslan er að vestanverðu og sjást þar 4 umför.

Hlíðarvegur (leið)

Hlíðarvegur

Hlíðarvegur.

Gata, sumsstaðar nefnd Hlíðarvegur, lá upp Hlíðarskarð, sem er í fjallinu norðaustur af bæjarstæðinu í Hlíð.
Sagt er frá leiðinni í örnefnalýsingu Selvogsafréttar: „Upp úr Hlíðarskarði liggur Hlíðarskarðsstígur og er kallaður Hlíðarvegur, göngumannavegur er kemur upp á fjallið. Þetta er þó enginn vegur, aðeins vörður á vegleysu… Göngumannavegur var upp með Hlíðarbæ og með honum vörður, sem standa enn, en þeim er ekki haldið við lengur. Vörðurnar byrja í Hlíðarskarði, liggja inn Langhóla, inn með VestriHvalhnúk, þar til komið er að norðurhorninu. Þá er brunablettur og sléttarhellur og vörður á þeim alla leið í Kerlingarskarð. Stakkavíkurvegur og Hlíðarvegur eru samhliða nokkuð og koma saman við Selvogsveginn við girðingarhlið, þegar komið er fram hjá Litla-Kóngsfelli.“ Ennfremur segir: „Neðanvert við Ásana, við vörðuveginn, sameinast Hlíðarvegur Stakkavíkurvegi.“
Skarðið er bratt og grýtt. Þegar skarðinu sleppti lá gatan áfram, hér um bil beint í norður en sveigði síðan meira í vestur og sameinaðist Stakkavíkurvegi langt uppi á fjalli. Ekki var farið upp Hlíðarskarð með hesta og var gatan af þeim sökum oft nefnd Gönguleið skv. Þórarni Snorrasyni. Hún var vörðuð þegar komið var upp á fjallið.
Eiginleg gata sést ekki í sjálfu skarðinu en á loftmynd virðist votta fyrir götu uppi á fjallsbrúninni.

Hlíðarborg (fjárskýli)

Hlíðarborg

Hlíðarborg

Hlíðarborg er fjárborg úti í hrauninu 1,7 km austan bæjarhóls 001. Hún er um 150 m norðan við girðingu sem liggur frá skilaréttinni við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell.
Borgin er byggð vestan í hraunhól, sem er klofinn eftir endilöngu, og þjónar hraunið sem austurveggur. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Borgin sjálf er nokkurn veginn hringlaga, alls um 13 x 14-15 m að stærð. Veggir eru allir hrundir og mikið grjót í þeim, einna minnst þó að norðanverðu og þar er hleðslan best gróin. Ekki sjást dyr á borginni. Mannvirkið er mjög óvenjulegt að því leyti að tóft, sennilega af fjárhúsi, er inni í borginni og fyllir út í hana að mestu, alls um 6 x 5 m stór frá NA-SV. Sennilega er hún yngri en borgin og heldur meiri gróska er í veggjum hennar en borgarinnar. Hleðsla er fyrir húsdyrum, um 3 umför af stórum og þykkum hellum og er það að heita má eina heillega hleðslan í tóftinni. Hlaðið hefur verið frá norðausturhluta hústóftarinnar að klettinum sem er austar og er hleðslan um 3-4 m löng. Hvorki sést garði né jötur í fjárhúsinu og ekki hlaða heldur. Hleðsluhæð er mest á bilinu 0,5-0,7 m.

Hlíðarsel (sel)

Hlíðarsel

Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Tóftir eru tæpa 300 m suður af Hlíðarborg, á allgrösugum bletti vestan í klettahól. Sennilega eru þær nálægt mörkum móti Vogsósum en þau liggja úr Nefjavörðu austur í Hellholt. Umhverfis er hálfgróið hraun og sumstaðar valllendisblettir. Milli Hlíðarborgar og umræddra tófta liggur girðing allt frá skilarétt við Hlíðarvatn og austur fyrir Urðarfell. Tóftirnar eru a.m.k. þrjár og ná yfir svæði sem er rúmlega 30 x 30 m stórt.
„…suður frá [Selvogs]réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman,“ segir í örnefnalýsingu. Í annarri lýsingu segir: „Selbrekkur. Á þeim stað könnuðust þeir [heimildamenn í Stakkavík] við Stekkjardældir.“ Engar dældir eru suður frá Selvogsréttum en hins vegar eru grösugar brekkur og dældir um 300 m austur af þeim og hlýtur að vera átt við þann stað. Þetta er rétt tæpan 1 km SA af bæjarhól. Vel grónar og fallegar valllendisbrekkur og -dældir mót vestri og gróin grund þar niður af.
Eina tóftin sem þekkt er á þessum slóðum er sú sem Þórarinn Snorrason í Vogsósum nefnir Vogsósastekk. Þess má geta að Ómar Smári Ármannsson hefur kallað aðrar tóftir Hlíðarsel. Sú túlkun er ekki útilokuð þótt tóftirnar teljist of langt í burtu til að passa við lýsingu örnefnaskrár.
ATHS: Ómar Smári gerði eftirfarandi athugasemd við framangreinda skráningu: „Þetta er ekki rétt tilvitnun. Hlíðarsel og Valgarðsborg eru sitthvað. Þið getið ekki um Hlíðarselið, sem slíkt. Selið er í landið Hlíðar. Sendi myndir, uppdrátt og staðsetningu Hlíðarsels sunnan Hlíðarborgar. Óska eftir leiðréttingu….“.

Áni (fjárskýli)

Áni

Áni – fjárskjól.

Fjárhellir er úti í hrauni, hér um bil 350 m SA af tóft undir Borgarskörðum og um 1 km austur af bæjarhól. Hann er um miðja vegu milli Hlíðarfjalls og girðingar sem liggur frá Hlíðarvatni og austur fyrir Urðarfell. Hálfbert hraun. Hellisopið snýr mót norðaustri. Það er einfaldlega skúti, fyrst nánast beint niður og svo innundir hraunhelluna til suðvesturs. Laglega hefur verið hlaðið um munnann á allar hliðar en þó er hægt að komast að honum úr austri. Hleðslan er úr hraungrýti og myndar hólf sem er hér um bil ferkantað og um 4,5 x 3 m að stærð SV-NA. Hleðslan er hæst að suðvestan, allt að tæpur 1 metri. Lítil varða er á hleðslunni að suðvestan og að auki liggur einföld hleðsla um 3 m til suðvesturs frá hólfinu. Ekki var farið niður í hellinn en hann sýnist manngengur.

Stakkavík (býli)
Stakkavík„Jarðardýrleiki x að sögn, en engin geldst hjer tíund af.“ JÁM II, 464.
Ekki til túnakort. Í Jarðabók Árna og Páls 1706 segir: „Lýngrif brúkast til eldiviðar bjarglegt. Rifhrís og til eldiviðar brúkast og peningi til bjargar í heyskorti….Eggver í Hlíðarvatnshólnum má ekki telja…Rekavon í besta lagi af þessari sveit þá inná voginn líður, og fylgir hún kirkjunni og proprietariis. Sölvafjara bjargvæn heimamönnum og so fjörugrös. Heimræði má hjer valla telja, því bærinn liggur lángt frá sjó, þó hefur það fyrir fám árum reynt verið, og til gagns komið sumar og vetur. Túnin brýtur Hlíðarvatn. Engi litlu betur, en um Hlíð segir. Torfrista og stúnga so sem lökust er hún í þessari sveit, nema miður se fyrir grjótum.“ JÁM II, 465-66.
„Stakkavík hefur um aldabil verið í eigu Strandarkirkju; er nú í eyði. Stakkavíkurhúsið stendur á tanga er liggur fram í Hlíðarvatn,“ segir í örnefnalýsingu. Nú er gamalt veiðihús í niðurníðslu rétt vestan við síðasta bæjarstæðið í Stakkavík.
Bærinn stóð á túnræmu sem afmarkast af túngarði í norðri og nokkuð bröttum hraunkambi í suðri. Þar fyrir neðan er Hlíðarvatn. Túnið er óslétt og töluvert af hrauni stendur upp úr. Trúlega hefur þetta ekki þótt gott tún.

Stakkavík

Stakkavík – uppdráttur ÓSÁ.

Stakkavíkurbærinn stóð fremst á hraunkambinum norðan megin við Hlíðarvatn. Um 50 m norðar er túngarður sem liggur austur-vestur. Húsin voru þrjú, íbúðarhús, heyhlaða og skemma sambyggt því. Alls er bæjarstæðið um 16 x 16 m stórt. Húsið sem var framar á hraunkambinum hefur verið steypt, 8×7 m á stærð og veggirnir um 25 cm þykkir. Veggirnir hafa fallið út á við nema vesturveggurinn sem hefur hrunið inn í grunninn. Í grunninum má sjá leifar af eldavél og ef til vill sést þar einnig í steyptan skorstein. Grunnurinn á húsinu er mosa og grasi gróinn. Vestan megin við húsið hefur verið steyptur pallur/stétt um 2×2 m og um 0,5 m há. Virðist hún hafa verið í sömu hæð og gólfflötur hússins og ef til vill var inngangurinn í húsið þar. Ætla má að húsið hafi verið hvítmálað þar sem leifar af málningunni sjást á steypunni. Við húsið er lítil hella og á henni platti sem á stendur. ,,Stakkavík í eyði 1943. síðasti ábúandi Kristmundur Þorláksson“. Norðan við húsið er eitthvað sem virðist vera upphlaðin tóft, ferningslaga, um 5×5 m á stærð. Trúlega eru þetta leifar af skemmunni. Hún er nánast algróin og svo virðist sem fyllt hafi verið upp í hana. Á stöku stað sést í hleðslurnar að utanverðu. Heyhlaðan er 9×7 m á stærð. Veggirnir eru um 1 m á hæð og 1 m á breidd. Allir eru þeir vel hlaðnir nema suðurveggurinn sem ekki sést og ef til vill hefur verið op þar. Veggirnir eru mosa og grasi grónir og þá sérstaklega að utanverðu. Tóftin er algróin að innaN og engar leifar af milliveggjum eru sjáanlegir. Leifar af norðurvegg íbúðahússins eru inn í tóftinni. Mikil gróska er í bæjarstæðinu en ekki teljandi bæjarhóll, enda ekki víst að nokkur mannvirki hafi staðið þarna fyrr en eftir miðja 19. öld.

Alfaraleið/Fornagata (leið)

Fornagata

Fornagata (Hellugatan).

„Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða… Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand,“ segir í örnefnalýsingu Stakkavíkur. Til er önnur lýsing sem segir frá ýmsum leiðum í nágrenni við Selvog. Þar er þessi leið kölluð Alfaraleið. Hún lá frá Vogsósum, yfir Ósinn á Vogsósavaði og síðan um Víðisand. Þar sem honum sleppir var farið um Hellur svonefndar og var þá hægt að fara bæði efri og neðri leið, og var sú neðri talin eldri, enda sennilega torfær í seinni tíð. Hún hverfur nánast í hraun skammt austan við Mölvík en sú efri stefnir meira í norðaustur, fyrst yfir fremur slétt hraun en svo um troðning yfir yngra hraun sem stundum er kallað Bruninn.
Þá taka við Mölvíkurklappir, beint upp af Mölvík en vestan við þær er komið yfir í Herdísarvíkurland. Sá hluti leiðarinnar sem var skráður á vettvangi er vestan við Víðasand, Hellurnar svonefndu og einnig Mölvíkurklappir. Í Hellunum sjást bæði merki um efri og neðri leiðina.
Leiðin liggur um fremur slétt helluhraun. Bílfær vegur liggur niður til suðurs rúmlega 1 km vestur af Stakkavíkurtúni. Þegar komið er nálægt sjávarkampinum eru Hellurnar á vinstri hönd og sjást götur í þeim fast við veginn, í stefnu á tvö vörðubrot. Þetta er efri leiðin. Hún er fremur óljós í fyrstu en sést þó sem stígur í helluhrauninu. Þegar nær dregur vörðunum verður hún skýrari en verður aftur óljós á kafla á milli þeirra en fjarlægð milli varða er um 120 m. Annars er hægt að rekja þennan stíg um 400 m til VNV. Má ætla að það hafi þurft talsverða umferð járnaðra hesta til að slíta hrauninu svo mjög, enda lítur gatan helst út fyrir að hafa verið meitluð í hraunið með verkfærum, víðast um 30 cm breið og allt að 5-7 cm djúp. Um 400 m VNV af upptökum verður gatan ógreinileg en aftur sést stígur í grónu landi uppundir Brunanum og virðist hafa legið meðfram honum til norðurs, vestan við upphlaðinn vegarspotta. Skammt norðar sveigir svo gatan nánast beint í vestur, um troðning gegnum Brunann sem hlýtur að hafa verið ruddur því hraunið er annars úfið mjög.

Hellugata

Helllugata (Fornagata).

Troðningur þessi er 2-3 m breiður, gróinn í botni en nokkuð hlykkjóttur. Bruninn er sennilega um 400 m breiður en þar sem honum sleppir tekur aftur við eldra helluhraun, Mölvíkurklappir. Þar sést aftur gata í hrauninu og er hún mjög greinileg á 30-40 m kafla en fjarar út heldur vestar en um miðjar klappir. Er þá komið út undir merki móti Herdísarvík. Þar tekur aftur við yngra hraun og úfnara og sést þar troðningur í átt að Herdísarvíkurbænum. Þá er komið að neðri leiðinni um Hellur. Hún sést um 150 m suðvestan við vestari vörðuna á efri leiðinni og þaðan má rekja hana rúma 500 m til vesturs, ofan í kvos sem liggur A-V ofan við sjávarkamp. Þessi gata er víðast hvar dýpri og greinilegri en efri leiðin og allt að 10-15 cm djúp þar sem mest er.
Í kvosinni er mikið af rekavið og rusli sem sjór hefur borið á land. Þar sem henni sleppir er gatan orðin ógreinileg en þó má sjá grunnan stíg sem liggur áfram til vesturs nokkurn spöl, uns komið er að úfnu hrauni sem er ekki greiðfært nema varkárum göngumönnum og sennilega alveg ófært hrossum. Þá hefur götunum um Hellur verið lýst. Leiðir voru ekki raktar á vettvangi á Víðasandi. Þess má geta að póstvegurinn í átt að Strönd hefur væntanlega fylgt þessari leið, þá hinni efri, en ekki sáust þó vörður við hana nema þær tvær sem áður var getið og eru suðvestan við Hlíðarvatn.
Póstvegurinn lá þó ekki yfir Ósinn á Vogsósavaði heldur Eysteinsvaði sem er töluvert neðar. Þess má geta að þegar komið hefur verið yfir Brunann á austurleið virðist slóð hafa legið áfram beint í austur, heim að Stakkavík.

Bæjarhólmi (bústaður)
„Á þessu vatnsviki (?), sem nú er Gamlatúnið eru þrír hólmar, Hólmarnir. Fyrst er Hólminn syðsti, sem einnig kallast Bæjarhólmi, því þar stóð Stakkavíkurbærinn gamli í eina tíð,“ segir í örnefnalýsingu. Í svörum við spurningum Örnefnastofnunar er eftirfarandi haft eftir Eggerti Kristmundssyni: „Faðir móður minnar, Láru Sch. Gísladóttir, bjó lengst af sínum búskap í Selvogi, síðast allmörg ár í Stakkavík. Síðan bjó móðir mín ásamt manni sínum, Kristmundi Þorlákssyni, í Stakkavík í 28 ár, flutti þaðan 1942. Hún telur, að það muni vera 160-170 ár, síðan gamla túnið fór undir vatn. Í grein Brynjúlfs Jónssonar um fornleifar í Árnessþingi 1902 segir: „Selvogur hefur, eins og kunnugt er, orðið fyrir miklum sandágangi, bæði að austan og vestan. Að vestan hefir sandurinn borizt með útsynningum utan af Víðasandi, austur yfir Ósinn. Og um leið hefir hann grynt ósinn og við það hækkað vatnið í Hlíðarvatni, svo það hefir brotið burt gamla túnið í Stakkavík, sem var fyrir neðan brekkuna. Stóð bærinn þar fram yfir 1850. Nú er rúst hans lítill hólmi.“ Nokkrir hólmar eru úti í vatninu sunnan við bæ og mun Bæjarhólmi vera einn þeirra þótt ekki hafi hann verið staðsettur nákvæmlega á vettvangi. Ekki var farið út í neinn hólmanna en frá landi séð virðist enginn þeirra líklegri en annar fyrir bæjarstæði, þ.e. alls engar rústir sjást eða áberandi rústahólar. Allir hólmarnir eru vel grónir.

Fjárborgin (fjárskýli)

Stakkavík

Stakkavíkurborg

„Þegar kom upp á Háahraun, var þar fyrst fyrir neðan þjóðveginn Fjárborgin..,“ segir í örnefnalýsingu.
„Fjárborgin stendur enn,“ segir í svörum við spurningum Örnefnstofnunar. Fjárborgin er um 330 m norður af bæjarstæði og um 150 m vestan frá vegi sem liggur frá þjóðveginum niður að nýrra veiðihúsinu sem heitir Stakkavík. Hraunið er mjög mikið gróið nosa, lyngi og kjarri. Það er þó töluvert úfið. Fjárborgin stendur upp á smá hæð og er nokkuð greinileg frá veginum. Fjárborgin er 11 m í þvermál og nánast hringlaga. Veggir hennar eru um 1,5 m á breidd en vegghæðin um 1,7 m og mest 8 umför af hleðslum. Hún er mjög vel hlaðin og lítið farin að hrynja. Steinarnir í hleðslunni eru miðlungsstórir og svolítið mosagrónir. Hleðslan er mjög falleg og heilleg. Hlaðið gerði er við borgina að sunnan og vestanverðu, alls um 40 x 30 m stórt frá austri til vesturs. Veggjabreiddin er mest um 1,2 m og hæðin um 1,1 m. Veggurinn er vel hlaðinn og ekki mikið farinn að hrynja. Hann er mosavaxinn og steinarnir eru miðlungsstórir í hleðslunni. Svæðið innan í er grasi gróið og nokkuð þýft. Borið var á túnið og það slegið samkvæmt Eggerti Kristmundssyni. Fjárborgin var hlaðin langt fyrir hans minni en hugsanlega er gerðið yngra.

Stakkavíkursel yngra (sel)

Stakkavíkursel

Stakkavíkrusel yngra- uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls segir frá selstöðu frá Stakkavík: „Selstöðu á jörðin yfrið erfiða, so valla er hestum fært á fjöll upp, þarf og vatn til að flytja, nema votviðri gangi því meiri, og er hún fyrir þessara ókosta sakir í margt ár ekki brúkuð.“ „Selstígur heitir upp á fjallinu; liggur hann í Stakkavíkursel, sem er þar norðar á fjallinu,“ segir í örnefnalýsingu. Selrústir eru uppi á fjallinu, um 300 m austan við Stakkavíkurveg og um 2,4 km NNA af bæjarhól. Farið er upp á fjallið eftir Selskarðsstíg eða Stakkavíkurvegi sem er austan við hraunfossinn beint upp af Stakkavíkurtúni. Þegar komið er upp á fjallið er haldið í norður og eftir um 15-20 mínútna gang sést stór varða í norðaustri. Tóftirnar eru 60-70 m suðvestan við hana. Þýfð kvos milli hraunhóla. Ekkert vatnsból er sjáanlegt í nágrenninu. Alls er rústasvæðið um 20 x 16 m stórt frá norðri til suðurs.
Á miðju svæðinu er lítill hellir í hraunhól og tóftir bæði norðan, norðaustan og vestan við hann. Ekki sjást hleðslur inni í honum en hellisgólfið er grýtt.
Ómar Smári Ármannsson hefur skoðað þessar selrústir og nefnir þær Stakkavíkursel yngra. Samkvæmt honum eru aðrar selrústir suðvestar.

Stakkavíkursel eldra (sel)

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli eldra.

Samkvæmt Ómari Smára Ármannssyni eru seltóftir við Stakkavíkurveg, rúma 300 m vestsuðvestur af Stakkavíkurseli yngra. Ekki var farið á staðinn á vettvangi. Í BA-ritgerð Ómars um selstöður á Reykjanesskaga segir: „Þegar komið var áleiðis upp í selið frá Brekkunum sást í fallegan gamlan stekk utan í þeim og tóftir skammt neðar, rétt við Stakkavíkurselsstíginn. Tóftirnar eru nær grónar og að mestu jarðlægar. Stekkurinn sést þó vel í hlíðinni. Sel þetta verður nefnt Stakkavíkurselið eldra.“ Nánari lýsing eða uppdráttur er ekki til af tóftunum og ekki ljóst hvað þær eru margar eða hvernig þær líta út.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í sveitarfélaginu Ölfusi – Áfangaskýrsla I, Fornleifastofnun Íslands 2015.

Ölfus

Selvogur – örnefni (ÓSÁ).