Færslur

Rauðshellir
Undirheimar Íslands eru með þeim margflóknustu í heiminum og eru þá öll stórustu löndin meðtalin.
FerlirOft hefur fólk hér á landi talað um undirheimana sem eitthvað þokukennt og lítt hönd á festandi. Flestir óttast undirheimana. Fáir hafa þó litið þá augum. Einungis einn maður hefur hingað til ferðast um þann heim allan. Fyrir hans tilstuðlan er nú svo komið að Ísland er eina landið í heiminum sem kortlagt hefur og eignast heilstætt yfirlit um undirheima sína. Það er nú komið út í bók – og það ekki lítilli.
Stórvirkið Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson hafði verið a.m.k. 25 ár í vinnslu. Um er að ræða tvær bækur í öskju. Verkið í heild er 672 blaðsíður. Ljósmyndir í bókinni eru um 1000 talsins, auk um 100 uppdrátta af hraunhellum.Björn
Í þessu stórkostlega verki, sem er í rauninni hreint afrek út af fyrir sig, er lýst undraveröld hraunhellanna á Íslandi. Hellarnir mynda undirheima landsins. Þeir eru yfir 100 km að lengd og að rúmmáli eru þeir yfir fimm milljónir rúmmetra.
Með stórfenglegum ljósmyndum og uppdráttum er lýst á fimmta hundrað hellum og um fæsta þeirra hefur verið fjallað á prenti fram til þessa. Bókin færir lesendum gríðarlega viðbót við lýsingu landsins og gefur nú öllum kost á að berja þá augum. Sérhver hellisrás hefur sín sérkenni og lögun. Litadýrð undirheimanna er mikil. Samsetning lita eru komnir beint frá móður náttúru sem og önnur jarðmyndunarlistaverk, sem þar er að finna. Hugmyndagöfgi manna geta verið fjölbreytt, en henni eru takmörk sett og verða í rauninni léttvæg þegar staðið er andspænis afurð náttúrunnar. Hún birtist m.a. í hellunum, sem hafa fengið að vera ósnertir í þúsundir ára.
Hellafræðin er kynnt ítarlega til sögunnar og tilurð hraunhella útskýrð á glöggan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um hraunrennsli og þær einstæðu myndanir sem íslenskir hraunhellar geyma og gerð grein fyrir hellarannsóknum, hellamennsku og umgengni í hellum svo eitthvað sé nefnt.
Með hjálp stórfenglegra ljósmynda er hulunni svipt af óþekktri en heillandi veröld og lesendum boðið í ferðalag sem seint gleymist.
Björn sagði við útgáfu bókarinnar að eitt af markmiðum útgáfunnar væri að kynna þessa undirheima og upplýsa um undur þeirra og hvernig skuli um þá gengið. Bókinni er beinlínis ætlað að koma í staðinn fyrir hellaferðir enda nú hægt að njóta hellanna heima í stofu eða “sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast”.
Þótt bókin sé eðlilega búin til fyrir lesendur sína eins og aðrar bækur þá er hún einnig og ekki síður sett saman fyrir hellana sjálfa. Þeir þurfa á því að halda að um þá sé vitað og um þá sé fjallað. Það er hvorki hægt að skoða, virða, nýta né vernda heim sem ekki er vitað um. Þetta mikla verk fjallar þannig ekki bara um hellana heldur var hún einnig hugsuð fyrir þá.
Í hinu mikilfenglega ritverki Íslenskir hellar leggst allt á eitt við að ljúka upp ævintýralegri veröld undirheima landsins sem fáir þekkja – en allir geta nú fræðst um, skoðað og dáðst að.
Til hamingju Björn Hróarsson – til hamingju Íslendingar.

 

Björn Hróarsson hellafræðingur, stofnandi Hellarannsóknafélags Íslands og Björn við gerð bókarinnar FERLIRshúfuhafi fékk árið 2007 erlend rannsóknaverðlaun fyrir verk sitt, Íslenskir hellar.
Enska hellafélagið The Shepton Mallet Caving Club velur og verðlaunar árlega mesta stórvirki félagsmanna í hellarannsóknum. Verðlaunin eru kennd við hellarannsóknarmanninn Bryan Ellis en hann teiknaði einmitt kortið af Raufarhólshelli árið 1970. Það kort er í bókinni Íslenskir hellar.
Verðlaunin eru bæði peningaverðlaun og farandstytta af hellakönnuði. Fyrir nokkrum árum fékk Hayley Clark þessi verðlaun fyrir kort af hellinum Flóka sem birt er í bókinni Íslenskir hellar ásamt upplýsingum um verðlaunin. Á aðalfundi félagsins nýverið fékk Björn Hróarsson þessi verðlaun fyrir bókina Íslenskir hellar. Er það í fyrsta sinn sem einstaklingur sem ekki er Breti fær þessi verðlaun. Á heiðursskjali sem verðlaunum fylgdu segir: “The SMCC Bryan Ellis Award – 2007 – Presented to Björn Hróarsson for the outstanding Íslenskir hellar”.
Á verðlaunaskjalinu er einnig ljósmynd af verðlaunastyttunni.
Björn er vel að verðlaununum kominn, enda bók hans bæði stórvirki á íslenskan mælikvarða og einstök í sinni röð í veraldarsögunni.

Raufarhólshellir

Raufarhólshellir.