Tag Archive for: Blikdalur

Blikdalur

Margrét Björk Magnúsdóttir skrifaði skýrslu um „Rannsóknir á seljum í Reykjavík“ fyrir Minjasafn reykjavíkur árið 2011. Þar fjallaði hún m.a. um selin átta í Blikdal:

Selstöður á Blikdal
Blikdalur

Yfirlit um sel í Blikdal.

Blikdalur er stór og grösugur dalur í vesturhluta Esju. Hann liggur frá Gunnlaugsskarði í austri og hallar í vestur að klettabelti við Tíðarskarð en dalsmynnið er skammt austan við það. Blikdalur var áður nefndur Bleikdalur sem gæti verið vegna þess að háhitavirkni náði norður yfir dalinn og gaf berginu ljósan lit en innar í dalnum er ljósleitt og grænsoðið móberg. Eftir dalnum rennur á sem nefnist Blikdalsá, en frá dalsmynni að sjó nefnist hún Ártúnsá eftir samnefndum bæ við mynni dalsins.

Blikdalur

Saubæjarsel í Blikdal.

Blikdalur hefur löngum verið nytjaður af bæjum á Kjalarnesi fyrir lausagöngu hesta til fjáruppreksturs, og selstöðu. Suðurhluti Blikdals lá undir kirkjustaðnum Brautarholti, en sá nyrðri undir kirkjustaðinn Saurbæ og skiptist hann um Blikdalsá.

Blikdalur

Blikdalur – herforingjaráðskort.

Blikdals er ekki getið beint í skriflegum heimildum fyrr en í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Hinsvegar er Blikdalsár getið í máldaga Saurbæjarkirkju 1220, þar sem fram kemur kvöð um að halda skuli brú yfir ánna: „… bru scal hallda a blic dals a. þar milli fialls oc fjoru. ær sa vill sem j saurbæ byr.“ Þessi kvöð er áréttuð í Vilchinsmáldaga frá 1397 og í vísitasíum 1642, 1678, 1703 og 1724. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er Blikdals getið við nokkra bæi varðandi fjárupprekstur og selstöðu. Blikdals er getið í landamerkjabréfi fyrir Saurbæ árið 1890. Þar segir: „Á Bleikdal eiga allar jarðirnar óskipta beit en slægjur þannig að Hjarðarnesin (bæði kotin) hafa slægjur fyrir ofan götu milli Heygils og Bolagils en Ártún fyrir neðan götu frá Seljagilslæk að Heygilslæk.“

Blikdalur

Sel í sunnanverðum Blikdal.

Nokkur örnefni í dalnum vísa til selja og þar eru sýnilegar sex selstöður neðan við Selfjall. Tvær selstöður eru í norðan Blikdalsár, Saurbæjarsel sem stendur við læk ofan um 120 m ofan við ána og Holusel sem er um 370 m innar einnig staðsett við læk rétt ofan við ána.

Guðrún Runólfsdóttir

Guðrún Runólfsdóttir – Matthías og Guðrún Runólfsdóttir, kona hans, höfðu verið í hjónabandi í 45 ár er hann lést. Guðrún lifði mann sinn í 3 ár, dó 6. nóvember 1923.

Saurbæjarsel hefur verið í notkun framundir árið 1874 en heimildir geta þess að Guðrún Runólfsdóttir frá Saurbæ hafi verið þar selráðskona. Hún varð árið 1875 þriðja kona skáldsins Matthíasar Jochumssonar sem bjó á Móum á Kjalarnesi. Á eyri sem liggur sunnan við ána eru fjórar selstöður sem voru í landi Brautarholts. Efsta og innsta selstaðan er væntanlega sú sem síðast hefur verið í notkun og gæti verið frá svipuðum tíma og Saurbæjarsel. Saurbær er kirkjustaður en kirkju er þar fyrst getið um 1200. Þegar Jarðabókin var gerð er Saurbær orðin annexía frá Brautarholtskirkju. Saurbær er á ofanverðu Kjalarnesi, á sjávarbakka niður af Tíðarskarði. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Fjárupprekstur, hestagöngu og selstöðu hefur jörðin í sínu eigin landi, þar sem heitir Blikdalur.“ Þar er segir einnig; „Selvegur lángur og erfiður.“ Á þeim tíma var jörðin í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.

Ártún var kirkjujörð frá Saurbæ og stendur við mynni Blikdals við Ártúnsá. Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu og beit hefur jörðin frí á Blikdal um sumar og vetur í Saurbæjarlandi.“ Þáverandi eigandi Ártúns var Saurbæjarkirkja sem var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.

Ártún

Ártún 1967.

Hjarðarnes var byggt út úr Saurbæ og kirkjujörð þaðan. Bærinn er á sjávarbakka um 1,5 km í norðaustur frá Saurbæ rétt innan við Tíðarskarð. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Fjárupprekstur hefur jörðin frí á Blikdal í Saurbæjarlandi. Item selstöðu frí ibidem.“ Þáverandi eigandi Saurbæjarkirkja, sem var í eigu Sigurðar Björnssonar lögmanns.

Brautarholt

Brautarholtskirkja.

Brautarholt stendur á hæð sem kallast Kirkjuhóll á vestanverðu nesinu og vestur af bænum er lítið og mjótt nes, Músarnes við mynni Hvalfjarðar. Brautarholts er fyrst getið í Landnámabók og kirkja var komin þar árið 1200. Fram kemur í máldaga Brautarholtskirkju frá 1497-1518 að hún eigi hálfan Stardal á móti Þerneyjarkirkju. Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sjer að gánga af skriðum og vatnsgángi.“ Þá var eigandi jarðarinnar prófastsekkjan Sigríður Hákonardóttir að Rauðamel eða sonur hennar Oddur Sigurðsson.

Blikdalur

Blikdalur – sel.

Borg var kirkjujörð frá Brautarholti og var um 175 m í norðaustur af klettinum Borg og 335 m suðaustur frá botni Borgvíkur. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu á jörðin frí í Blikdal þar sem er Brautarholts kirkjuland.“

Mýrarholt var einnig kirkjujörð frá Brautarholti. Var í neðri túnum Brautarholts um 100 m suðaustur af Krosshól og 350 m vestur af svínabúinu í Brautarholti. Í Jarðabók Árna og Páls segir; „Selstöðu má jörðin hafa með frjálsu í Brautarholtskirkjulandi Blikdal.“

Hof var landnámsjörð sem er austur af Brautarholti og skammt vestan við Grundahverfi. Þar er sagt að til forna hafi verið hálfkirkja eða bænhús. Í Jarðabók Árna og Páls segir um selstöðu Hofs; „Menn töldu að Hof hafi haft í seljum í Blikdal þar sem heita Hofssel gömlu en ekki vissu menn hvort þar hefði verið haft frítt eða nokkuð greitt til Brautarholts.“ Þá voru eigendur jarðarinnar nokkrir Sr. Vigfús Ísleifsson prestur í Skaftafellssýslu og bróðir hans Magnús Ísleifsson lögréttumaður á Höfðabrekku í Skaftafellsþingi, Hallfríður Snorradóttir ekkja, Kolbeinn Snorrason Seljatungu í Flóa.

Lykkja var tíundi partur úr jörðinni Hofi, en á Hofi er sagt að til forna hafi verið hálfkirkja eða bænhús. Um Lykkju segir: „Selstaða segja menn að hjeðan hafi brúkuð verið á Blikdal þar sem heita Hofsel gömlu, hvort frí eða fyrir toll nokkurn til Brautarholts vita menn ekki.“

Blikdalur

Sel í Blikdal.

Við vettvangskönnun sumarið 2010 fundust að því er virðist fjórar selstöður á eyri sem er um sunnan Blikdalsár um miðjan Blikdal í Brautarholtslandi. Efsta selið er greinilega það sem síðast hefur verið notað en hin eru fornleg að sjá. Handan árinnar norðan megin eru tvær sýnilegar selstöður og fylgir örnefnið Saurbæjarsel þeirri fremri sem síðast var notað frá Saurbæ. Selið er við læk uppí miðri hlíð undir Selfjalli en hin Holusel er aðeins innar í dalnum og niður við Blikdalsá, einnig við læk. Beggja vegna í dalnum eru greinilegar götur að selstöðunum.

Sjá meira um Rannsókn á seljum í Reykjavík HÉR og HÉR.

Sjá skýrsluna í heild HÉR.

Heimild:
-Margrét Björk Magnúsdóttir, Rannsókn á seljum í Reykjavík – Reykjavík 2011, Minjasafn Reykjavíkur – Skýrsla nr. 159, bls. 11-14.

Blikdalsselin

Selin í Blikdal  þjappað saman – uppdráttur ÓSÁ.

Blikdalur

FERLIR fær jafnan ábendingar um ýmislegt áhugavert. Sumt er birt, annað geymt til betri tíma. Hér kemur ein ábendingin.

Blikdalur

Blikdalur.

Í Blikdal í Esju eru leifar a.m.k. selja frá Brautarholti, Saurbæ, Hjarðarnesi og Ártúni. Dalurinn er lengstur Esjudala. Hann er milli sex og sjö km langur og ku vera stífur tveggja tíma gangur inn í Fossurðir, innst í dalnum. Dalurinn er um 2 km. breiður milli fjallsbrúna um miðjan dal, en þrengist nokkuð þegar innar dregur og dýpkar þar sem hann klýfur Há-Esjuna milli Dýjadalshnjúks og Kerhólakambs. Svo virðist sem fjöllin á báðar hendur hækki, en í raun og veru hækkar dalurinn jafnt og þétt inn í dalbotn. Blikdalur er nokkuð grösugur, einkum norðurhlíðarnar, sem vita á mót suðri, neðst er mýrlendi, ætið forblautt og illt yfirferðar, en hærra taka við valllendisbrekkur og grónar skriður en þar fyrir ofan mosaþembur og hálendisgróður sem nær á stöku stað upp á fjallsbrúnir.
Fremst er Ártúnsá (Blikdalsá), við kletta sem heita Sneiðingaklettar. Innst eru Fossurðir. Blikdalur er hömrum girtur að sunnan og suðaustanverðu og steypist Blikdalsá í mörgum sprænum niður úr hömrunum. Í kringum 1970 féll stór skriða úr hömrunum innarlega í dalnum þar sem heita Skollabrekkur. Hún byrjaði sem lítil aurskriða en endaði 400 metra breið neðst í dalnum.
Einn FERLIRsfélaganna var að lesa bók um jólin, eins og gengur. Hann sendi eftirfarandi fróðleik um efnið: „Í gær var ég að lesa eina af jólabókunum þ.e. Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumsonar eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur og rakst þá á eftirfarandi texta á bls 259: „Matthías segir frá því þegar Guðrún (dóttir Runólfs óðalsbónda í Saurbæ [viðbót sendandi]) sendi honum úr selinu í Blikdal ber í skjólu og fáeinar línur með. Matthías nefnir ekki hvað Guðrún skrifaði, en bregst svo glaður við að hann ríður fram á dal til að þakka henni sendinguna. Sól skein „hlæjanda í heiði“ og Blikdalurinn var hinn hýrasti. Í fyrri útgáfunni að Söguköflum Matthíasar hefur allt er varðar þetta tildragelsi verið fellt niður. Þessi stund í dalnum leið í algleymi svo auðvelt er að ímynda sér hvað þau Guðrún gerðu. Eftir þetta fór samdráttur þeirra að „verða hljóðbær““.
Á bls. 260 segir ennfremur: „Annað ástarkvæði, „Daladrósin„, er skrifað í sömu stílabók og því greinilega um Guðrúnu uppi í selinu:

Matthías Jockumsson

Matthías Jockumsson.

Hátt í dalnum, sólarsalnum,
situr stillt og þýð,
snotur, hýr og hnellin,
há og grönn og smellin
dala-drósin blíð.

Hún er þar innan um lömbin; ástin rís með yndisþrá í ungu brjósti hennar, en rósin hnígur og hún er ein eftir í dalnum þegar sá sem hún elskar fer frá henni…., en hann kemur loks aftur úr austri. Lok þessa kvæðis er bara í stílabókinni en ekki í Ljóðmælum Matthíasar. Þar er sá sem hún elskar úti á hafi, ann henni heitt og biður fjallavindinn að færa sér koss „eldheitrar meyjar“ við „úrsvalan foss“.

Blikdalur

Tóft í Blikdal.

Raunveruleikinn var nokkurn veginn eins og í kvæðinu nema hvað hann varð mun svartari þegar samdráttur þeirra Matthíasar og Guðrúnar varð lýðum ljós. Dagurinn sæli í Blikdalnum er á berjatíma haustið 1872 en barn þeirra fæðist í janúar 1874. Samband þeirra virðist því hafa staðið í marga mánuði. Það er ekki fyrr en Guðrún verður þykkari sem skelfingin vaknar.“
Það hefur ýmislegt gerst í seljunum fyrrum þó ekki séu til margar frásagnir af lífinu þar. Það verður þó að geta þess að Matthías og Guðrún giftust sumarið 1875 eftir að Matthías hafði stungið af úr hempu og sókn frá henni óléttri haustið 1873.
Áhugavert verður að rifja framangreint upp viðð seljarústirnar í Blikdal, en ganga er fyrirhuguð þangað með hækkandi sól.
Matthías fæddist 13. nóvember árið 1835 að Skógum í Þorskafirði. Hann varð stúdent í Reykjavík 1863 og lauk prestaskólanámi tveimur árum síðar. Hann var eitt af ástsælustu ljóðskáldum Íslendinga, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi erlendra bókmennta á íslenska tungu. Í dag er hann sennilega þekktastur fyrir þjóðsönginn ,,Ó Guð, vors lands”, sem hann orti úti í Skotlandi og Sveinbjörn Sveinbjörnsson gerði lag við. Honum var veitt ýmiskonar viðurkenning á langri ævi. Hann varð t.a.m. riddari af Dannebrog 30. nóvember 1899, dannebrogsmaður 1. maí 1906, heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands 1920 og heiðursborgari á Akureyri 11. nóvember 1920. Matthías var þríkvæntur. Hann lést 18. nóvember árið 1920, nýorðinn 85 ára. Þá hefur Blikdalurinn, tæpri hálfri öld fyrr, verið honum gleymdur – að mestu – líkt og selin okkur.

Blikdalur

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

Blikdalur

Haldið var í Saurbæjarsel í Blikdal (Bleikdal) á Kjalarnesi.
Með í för var Þorvaldur Bragason og Matthias-2fjölskylda (eiginkona og sonur). Tilgangurinn var að skoða selið, sem svo eftirminnilega kom við sögu í aðdrætti forföður Þorvaldar, Matthíasar Jockumssonar, skálds, og Guðrúnar Runólfsdóttur, dóttir bóndans í Saurbæ, á síðari hluta 19. aldar. Í framhaldi af heimsókn Matthíasar upp í selstöðuna í miðjum fjallasalnum norðanverðum eignaðist Guðrún dóttur. Guðrún varð síðar eiginkona Matthíasar. Eða eins og Guðbergur Bergsson, skáld, gæti síðar hafa sagt: „Þegar aðdrættir eru góðir verða þeir hvergi betri en í Blikdal“.
Dagurinn var 18. nóvember 2011, en dánardagur Matthíasar var einmitt þann 18. nóvember árið 1920 (fyrir 91 ári). Hann fæddist 11. nóvember 1835 og var því 85 ára þegar hann lést (og viku betur).
Matthías orti m.a. ljóð (daladrósin) til selsmatsseljunnar í Blikdal:

„Hátt í dalnum,
sólarsalnum
situr stillt og þýð,
snotur, hýr og hnellin,
há og grönn og smellin
dala-drósin blíð.“

Þegar komið var upp í Blikdalinn þennan fagra lognumstillta nóvembersdag virtist í loftinu liggja hátíðlegt boð um minningu Matthíasar – slíkt var lognið og kyrrðin.
Matthías Jochumsson (11. nóvember 1835 – 18. nóvember 1920) fæddist á Skógum sem stóð um Gudrun Runolfsdottir100 metra frá sjó í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Átti hann heima á Skógum til 11 ára aldurs hjá foreldrum sínum. Matthías stundaði síðan ýmis störf, aðallega sjómennsku og sveitavinnu, en einnig verslunarstörf í Flatey. Matthías aðhylltist únítarisma.
Í Latínuskólann fór hann 24 ára gamall. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði, t.d. leikritið „Skugga-Sveinn“ og hann samdi ljóðið „Lofsöngur“ sem síðar var notað sem þjóðsöngur Íslands. Hann var ritstjóri Þjóðólfs um tíma og síðari hluta ævi sinnar bjó hann í Sigurhæðum á Akureyri, en húsið reisti hann sjálfur. Áður var hann prestur í Odda á Rangárvöllum og um tíma bjó hann í Móum á Kjalarnesi þar sem Blikdalsævintýrið framangreinda gerðist eitt fagurt miðsumarssíðdegi þegar selfarir tíðkuðust enn (þær lögðust af um 1870 og þar með lauk þeim þúsund ára söguþætti þjóðarinnar).
Saga séra Matthíasar Jochumssonar byggir á sjálfsæfisögu hans og útgefnum bréfum.
Matthías Jochumsson var lykilpersóna í trúar- og menningarlífi Íslands á árunum 1874-1920, sem ritstjóri, mikilvirkur greinahöfundur, þjóðskáld, afkastamikill þýðandi heimsbókmennta, leikritahöfundur og síðast en ekki síst ,,huggari“ þjóðar sem enn bjó við skelfileg kjör, á öld efahyggju í trúmálum sem leysti upp aldagamla heimsmynd. Hann orti marga bestu sálma þjóðarinnar og ógrynni minningarljóða og erfiljóða. Hann vann ötullega að því í sálmum sínum, fyrirlestrum, greinaskrifum og bak við tjöldin að koma á framfæri nýjum trúarhugmyndum sem samræmdust tíma biblíurannsókna. Matthías var úthrópaður fyrir guðlast en lifði það 85 ára gamall að verða sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði við Háskóla Íslands, svo mikið höfðu tímarnir breyst frá því hann hóf baráttu sína fyrir siðbót kirkjunnar. Hann var frumkvöðull í því að ráðast gegn bókstafstrú og gömlum trúarkreddum og draga þannig úr spennunni milli vísinda og trúar. Hann vann mikilvægt verk í því að gera íslenska kristni víða og umburðarlynda og færa hana í nútímabúning, og átti mikinn þátt í því að miklu stærri hluti fólks telur sig nú trúaðan eða er sáttur við trúarhefðina hér á landi en í nágrannalöndunum.

Matthias og Gudrun

Saga hans mun hjálpa þjóðinni að endurmeta trúararf sinn og jafnvel örva ,,heilastöð trúarinnar“ sem samkvæmt nýlegum fréttum hefur nú verið kortlögð á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum.
Þótt Matthías hefði lítið gert annað en að semja þjóðsöng Íslendinga og vinsælasta leikrit allra tíma hér á landi (Útilegumennina) nægði það eitt til þess að gefa ævisögu hans gildi, en eftir hann liggur gífurlegt magn texta, í þýðingum, kvæðum, blaðagreinum, sjálfsæfisögu, ferðasögu, bréfasöfnum, leikritum og sálmum. Á þjóðhátíðinni 1874 varð Matthías Jochumsson stjarna, var fenginn til að yrkja minni konungs og „Lofsöngur“ hans sem varð, sem fyrr sagði, þjóðsöngur Íslendinga 1918 var þá frumfluttur við hátíðamessu í dómkirkjunni.
Matthíasi var fyrirgefið áhugaleysi á stjórnmálum þjóðfrelsis á ritstjórnarárunum 1874-1880, því að hann var svo mikilvægur liðsmaður í hinum ,,trúar“ þáttum sjálfstæðisbaráttunnar: trúnni á tunguna, skáldskapinn, söguna og guð. Mæddur af lestri heimspekirita sem boðuðu algjöra efnishyggju orti hann eins og kraftaskáld í sig og aðra þá trú að guð væri þrátt fyrir allt einhvernveginn til. Það væri galdur í lífinu og trúarleg skynjun, hrein efnishyggja væri bæði dapurleg og óholl Saurbaejarsel-23og jafnvel óskynsamleg.
Séra Matthías var sonur hjónanna þar, Jochums bónda Magnússonar og Þóru Einarsdóttur, sem bæði voru komin af merkum breiðfirzkum ættum. Þau voru andlegt atgervisfólk hvort á sína vísu, en bjuggu lengstum við þröngan kost, þar sem ómegð var ærin og harðindi tíð, en margförult um Skóga og mikil gestrisni.
Matthías var hinn þriðji að aldri bræðranna þar á bænum og ólst upp með foreldrum sínum fyrsta áratug ævinnar, en fór þá í vistir, fyrst í nágrenninu, en síðan til séra Guðmundar móðurbróður síns, sem um þær mundir fluttist að Kvennabrekku í Dölum. Þar dvaldi hann fram yfir fermingu, en ekki prísaði hann sig með öllu sælan undir handarjaðri frænda síns, því enda þótt hann kynni vel að meta mannkosti hans, var klerkur kappsmaður um búsýslu, að hann hélt drengnum meir til vinnu en náms. Sextán ára gamall hvarf svo Matthías vestur í Flatey, þar sem hann hóf störf við verzlun föðurfrænda síns, Sigurðar Jónssonar, en hann var tengdasonur Brynjólfs Bogasonar, sem þá var einn ástsælasti höfðingi þar vestra. Skipti nú heldur en ekki um hagi, því hér var hann kominn sem í ný foreldrahús, auk þess sem hann naut góðvildar og fyrirgreiðslu þess ágæta menntafólks sem búsett var þar í eynni. Kom loks þar, að það styrkti hann til utanfarar, þegar hann var ári betur en tvítugur og dvaldi hann þá vetrarlangt í Kaupmannahöfn. Á þessum árum hafði honum vaxið svo andlegt ásmegin, að næsta haust bauðst Brynjólfur kaupmaður til að kosta hann í skóla – og það raunar ekki síst fyrir tilstilli Þuríðar Kúld, sem fljótt hafði séð hvað í pilti bjó og studdi hann til frama sem hún mátti.

Saurbaejarsel-24

Stundaði hann nú undirbúningsnám hjá séra Eiríki, manni Þuríðar, næstu tvo vetur, en verzlunarstörf eða sjómennsku á sumrin. Síðan settist hann í þriðja bekk latínuskólans haustið 1859 – þá orðinn 24 ára gamall.
Snemma hafði borið á skáldskaparhneigð hjá Matthíasi, en nú tvíefldist hún er í skólann var komið og gerðist hann þar brátt mestur hagsmiður bragar og kvað ótrauður fyrir minnum.
Sumarið 1861 ferðaðist hann með kvekurum vítt um byggðir og öræfi landsins og mun sú reynsla hafa orðið kveikjan að Útilegumönnunum, sjónleiknum um Skugga-Svein, sem sýndur var í skólanum veturinn eftir og varð honum síðar einna drýgstur til vinsælda og þjóðfrægðar um langa hríð.

Saurbaejarsel-245

Stúdentsprófi lauk Matthías á sínu þrítugasta aldursári, sat þar næst tvo vetur í prestaskólanum og vígðist síðan til Kjalarnessþinga á hvítasunnudag 1867. Settist hann að í Móum ásamt konu sinni, Elínu Sigríði Knudsen, sem hann hafði kvongast árið áður. Hún hafði aldrei orðið fullheil eftir höfuðmein, sem hún tók á unga aldri, enda lézt hún á jólum eftir aðeins tveggja ára sambúð þeirra hjóna.
Tveim árum síðar kvæntist séra Matthías að nýju og nú Ingveldi, dóttur Ólafs E. Johnsens prófasts á Stað á Reykjanesi, en hann var náfrændi Jóns forseta og náinn heimilisvinur þess Skógafólks. Það hjónaband entist enn skemur, því Saurbaejarsel-246þessa konu missti hann úr lungnabólgu eftir tæpt ár.
Eftir þessi miklu áföll undi hann eigi fyrir harms sakir þar heima í Móum, heldur byggði jörðina og fékk leyfi til að hverfa frá brauðinu um sinn. Hélt hann síðan utan, fyrst til Englands, en þar næst til Danmerkur og Noregs, og var nær árlangt í þeirri för.
Ekki hafði honum þó auðnazt það jafnvægi að hann mætti staðnæmast til lengdar á Kjalarnesi og sagði hann lausu brauðinu árið eftir og lét enn í haf til Englands. Dvaldi hann þar að mestu þann vetur. Eins og nærri má geta urðu þessar utanfarir slíkum manni sem séra Matthíasi í senn reynslubrunnur og harmabót. Hann eignaðist vini hvar sem hann fór og kynntist ýmsum helztu frumkvöðlun mennta og lista í gistilöndum sínum, sem og ýmsum stofnunum og stefnum samtíðarinnar úti í hinum stóra heimi.

Saurbaejarsel-247

Séra Matthías kom heim úr þessari þriðju utanför sinni þjóðhátíðarsumarið 1874 og varð þá eitt af fyrstu verkum hans að yrkja sjö minni í tilefni af hátíðinni – ,,og flest sama daginn“ eins og hann segir sjálfur í minningum sínum.
Árið eftir kvæntist hann í þriðja sinn. Hét sú kona Guðrún Runólfsdóttir og var frá Saurbæ á Kjalarnesi, en bróðir hennar var giftur systur séra Matthíasar. Lifði Guðrún mann sinn og eignaðist með honum ellefu börn.
Það hafði orðið að ráði með tilstyrk vina séra Matthíasar erlendis að hann festi kaup á blaðinu Þjóðólfi og gerðist ritstjóri þess. Settist hann nú að í Reykjavík og varð blaðamennskan aðalstarf hans þar næstu sjö árin, en auk þess fékkst hann nokkuð við tímakennslu og sitthvað fleira, þar til hann seldi blaðið og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum. Bjó hann þar við allmikla rausn um sex ára skeið.
En er harðæri kreppti mjög að þar eystra, tók að hvarfla að honum að skipta um set og að ráði landshöfðingja sótti hann um Akureyrarbrauð og fékk það. Kostaði sá tilflutningur ærna örðugleika og einnig urðu fyrstu ár hans Saurbaejarsel-248þar nyrðra með ýmsum hætti heldur óyndisleg. En smám saman rættist úr um hag hans og frægðarorð og um aldamótin sagði hann lausu kallinu, en naut eftir það skáldalauna frá Alþingi.
Hann bjó þó áfram á Akureyri til æviloka og fór svo, að á efri árum sínum hlotnaðist honum óskoruð ástsæld bæjarbúa, sem og þjóðarinnar allrar, er nú taldi hann nær einróma höfuðskáld sitt og andlegan höfðingja. Kom þetta meðal annars ljóslega fram á 75 og 80 ára afmælum hans, er honum voru haldin samsæti og auðsýnd margvísleg önnur sæmd.
Auðvelt var þennan frábæra nóvemberdag árið 2011 að feta selstíginn frá Saurbæ að selstöðunni góðu í miðjum Blikdalnum. Þegar þangað var komið mátti glögglega sjá seltóftirnar er Guðrún hafði hafst við fyrrum. Aftan þeirra mátti „lesa“ skálatóft (sjá uppdrátt) af enn eldri selstöðu. Tóftin stendur nokkuð hátt svo ætla má að undir henni kúri nokkrar eldri seljakynslóðir fornra minja, jafnvel allt frá landnámstíð. Tóft, sem gefur vísbendingu um kúafjós frá fyrstu tíð er ofan selstöðunnar. Hún er a.m.k. góður leiðarvísir þessa efnis. Ljóst virðist vera að fyrstu selin í þúsund ára sögu þeirra hafi verið kúasel með tilheyrandi beitargæðum og aðgengi að vatni. Með breyttum búskaparháttum; heimaræktun túna og slægjum, færðist kúabúskapurinn heim að bæjunum. Fjárselin tóku við hlutverki kúaseljanna. Sú þróun varði í u.þ.b. 800 ár – með tilheyrandi breytingum. Staðsetning seljanna frá einum tíma til annars er ekki síst áhugavert viðfangsefni… 

Heimildir m.a.:
-Þessi grein er eftir Jóhannes úr Kötlum og birtist sem formáli í kvæðakverinu „Gullregn“ – úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar.

Blikdalsselin

Selin í Blikdal (samþjöppuð í réttri röð) – uppdráttur ÓSÁ.

Blikdalur

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til.
Blikdalur-226Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum.
Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð sérstök áhersla á að gaumgæfa hana m.t.t. hugsanlegra minja. Og viti menn (og konur); Í ljós komu nánast jarðlægar leifar af þremur húsum og aflöngum stekk. Veggir voru hlaðnir úr grjóti. Efst var stekkurinn, þá minna hús, líklega eldhús, lítill skáli (5-6 m langur) og loks fjós (10-11 m langt). Enn ofar var hlaðið lítið gerði, hugsanlega kví. Selstaðan var á skjólgóðum stað og greinilega mjög gömul.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 40 mín (í 21°C hita og sól).

Blikdalsselin

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

 

Blikdalur

Í Blikdal (Bleikdal) eiga, skv. Jarðabókinni 1703, að vera leifar af a.m.k. 7 selstöðum. FERLIR hafði staðsett þær í fyrri ferðinni um dalinn (sjá Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I). Skv. upplýsingum Páls Ólafssonar, bónda að BlikdalurBrautarhóli, átti Brautarholt sunnanverðan dalinn að mestu og Saurbær hann norðanverðan. Nes og Hof tilheyrðu Brautarholti, en Hof var jafnan sjálfstæð jörð, enda gömlu Hofselin nefnd til sögunnar. Ártún, Hjarðarnes og Mýrarholt (Mýrarhús) tilheyrðu Saurbæjartorfunni. Og nú er bara að reyna að geta í eyðurnar. Á handrituðu örnefnakorti af norðanverðum Blikdal er getið um Selfjall, Selgil, Selgilsbolla, Sel og Holusel.
Tilgangur þessarar FERLIRsgöngu, nr. 1130, var m.a. að staðsetja allar sýnilegar selstöður í dalnum og reyna jafnframt að
tengja sérhverja selstöðu við uppruna sinn. Þannig átti fyrsta – og jafnframt greinilegasta selstaðan, að vera frá Saurbæ, enda er hennar getið í heimildum sem þeirrar síðustu, sbr. ævisögu Matthíasar Jockumsens, skálds og greint er frá í fyrri lýsingu af ferð FERLIRs um dalinn (Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel I). Í selinu gerði hann sér dælt við Guðrúnu, dóttur Saurbæjarbóndans. Afraksturinn varð stúlkubarn og giftust þau skömmu síðar.
Vetrarsteinbrjóturinn var í blóma. Gaf hann hlíðum dalsins bleikan lit.
Vetrarsteinbrjótur í BlikdalTekið hafði verið fram í kynningu að hafa þurfti meðförum vaðpoka því þverskera varð Blikdalsána í fjórgang á leiðinni. Selstaða nr. 2 er sunnan þeirrar fyrstu, sömu megin árinnar, en þrjár næstu eru sunnan árinnar. Sjötta selstaðan var áætluð norðan árinnar, en sú sjöunda að sunnanverðu. Áttunda selstaðan og sú eftirvæntingarfyllsta átti skv. forkönnun FERLIRs að vera norðan árinnar, svo til beint neðan við svonefndan Leynidal, en varð við athugun sunnan árinnar. Sú selstaða kom einnig til greina sem stefnumótastaður Matthíasar og Guðrúnar, daladrósarinnar af tilskiljanlegu kvæði er hann orti til hennar, en drós rímar jú við rós. Niðurstaðan var þó sú að fyrsta selstaðan væri Saurbæjarselið, en hin síðastnefnda enn ein selstaðan, sem óþekkt hafði verið í dalnum.
Eins og síðast er jafnan getið var veðrið frábært þennan dag – kjördaginn til alþingiskosninga árið 2007. Umræður
forystumanna stjórnmálflokkanna höfðu tekið drjúgan tíma Tóft við Selgilbeggja fjarsýnisstöðvanna kvöldið áður, en ekki skilað einu einasta – ekki einu einasta – nýju orði umfram það sem áður hafði komið fram alla vikudagana þar fyrrum. Þvílík sóun á tíma fólks. Fuglasöngurinn og náttúrufegurðin í Blikdal þennan dag feykti þó þarflausri umræðunni óravegu frá raunveruleikanum – og sýndarveruleiki stjórnmálanna varð að engu. Umhverfisverndin, náttúruverndin, grunnþarfirnar, skattalækkunarmálin og önnur leiktjöld hversdagsleikans skiptu þarna nákvæmlega engu máli. Það var helst málefni aldraða og framtíð þeirra sem virtust hvað áhugaverðust þá stundina – enda hafa allir þörf fyrir hvíld og afslöppun að lokinni langri göngu eða að afloknum löngum „vinnudegi“, hvort sem þreytan hafi verið af „þjóðfélagslega arðbærum“ ástæðum eða einfaldlega „einstaklingslega menningarsjálfbærum“ ástæðum. Að vel ígrunduðu máli virtist enginn stjórnmálaflokkanna verðskulda atkvæði þátttakenda, enda enginn þeirra náð að sannfæra hlutaðeigandi um að hann hefði vilja og getu til að stuðla að eða standa vörð um grunngildi lífsins.
Blikdalsáin „söng“ hið ljúfa vorlag leysinganna. Sólin hafði lyft sér nægilega til að skína í alla skorninga og gil beggja
vegna dalsins. Mófuglarnir léku við hvurn sinn fót; stelkur, spói, tjaldur, hrossagaukur, þröstur og lóa létu að sér kveða – miklu mun betur sannfærandi um grunnþættina en jafnmargir forystumenn stjórnmálaflokkanna höfðu kveðið kvöldið áður. Kannski þeir ættu að hlusta betur á náttúruhljóðin.
Sel í norðanverðum BlikdalSennilega eru fuglsdýrin eðlislega meira sannfærandi vegna þess að þau eru öll fædd og aldin upp af náttúrunni að hálfu mót foreldrunum. Við þær aðstæður verður skilningurinn á umhverfið og verðmæti þess óneitanlega meiri – og næmari. Ef niðurstaðan er skoðuð eftir á í ljósi allrar þvælunnar vekur sú staðreynd mesta athygli að umhverfisvænasti flokkurinn varð til þess að mestu umhverfisskaðvaldsflokkarnir héldu velli. C’et la vie, söng hrossagaukurinn, enda nýkominn frá Frakklandi.
Blikdalur, stundum kallaður Bleikdalur, skerst langt inn í vesturhluta Esjunnar að vestan og rennur Blikdalsá eftir
honum miðjum. Blikdalur norðan árinnar hefur lengst af tilheyrt jörðinni Saurbæ og suðurhlutinn Brautarholti á Kjalarnesi. Nokkrar jarðir áttu beitarítak í norðanverðum dalnum en þau eru nú fallin niður og gekk dómur um það efni í Hæstarétti þann 29. febrúar 1996. Ætla verður að ítök sunnan megin séu einnig fallin niður. Í fyrrgreindum dómi eru rakin mörk Blikdals norðan megin en þau ná frá Saurbæjarlandi og eftir fjöllum norðan megin eftir sem vötnum hallar fram í Blikdalsbotn og þaðan með Blikdalsá, sem einnig er nefnd Ártúnsá til Blikdalsmynnis.
Sel í sunnanverðum BlikdalMynni Blikdals er mjög skýrt í landslaginu þar sem frekar skörp skil eru á fjallsendunum báðum megin og þeir
teygja sig til Blikdalsárinnar. Við landnám var allt land numið milli Ölfusár og Brynjudalsár af Ingólfi Arnarsyni og hans mönnum. Helgi Bjóla var landnámsmaður á Kjalarnesi og bjó að Hofi, sem er ekki langt frá en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring. Andríður, sem var írskur maður, fékk land hjá Helga Bjólu, og reisti bæ að Brautarholti og Arngrímur sonur Helga fékk land á nesinu og reisti Saurbæ. Það er vart tilviljun að þessar tvær síðastnefndu jarðir hafa átt Blikdalinn til okkar tíma.
Ekki er til sjálfstæð landamerkjaskrá fyrir Blikdalinn að sunnan en í landamerkjaskrá Brautarholts frá 31. maí 1921
segir: „Ennfremur fylgir Brautarholti Bleikdalur allur sunnan Bleikdalsár, suður og austur á fjallsbrún eins og vötnum hallar, ennfremur Andríðsey í Hvalfirði.“ Ekki verður Sel í sunnanverðum Blikdalséð annað en eigendur og umráðamenn nágrannajarða allra hafi undirritað skrána. Þann 8. maí 1960 seldi eigandi Brautarholts allt land sitt í Blikdal til Kjalarneshrepps en við sameiningu Reykjavíkurborgar og Kjalarneshrepps árið 1978 varð þessi eign skráð eign Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt fyrrnefndri landamerkjaskrá Brautarholts frá 1921 fylgir Blikdalur sunnan Blikdalsár Brautarholti sem
eign þar sem merkjum landsins er lýst. Því verður að líta á þessa eign sem hluta jarðarinnar og háðan beinum eignarrétti eiganda.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 er ótvíræð heimild um eignarrétt Brautarholts að Blikdal.
Þar segir: „Selstöðu og beitiland á kirkjan (þ.e. Brautarholtskirkja) á Blikdal og liggur það til jarðarinnar, tekur nú mjög af sér að ganga af skriðum og vatnsgangi“. Í jarðalýsingum nágrannajarða kemur fram að þær eigi selstöðu frítt í Brautarholtskirkjulandi.
Á handrituðu örnefnakorti fyrir norðurhluta Blikdals Bær í sunnanverum Blikdalkemur fram að Hálsinn er á vinstri hönd þegar komið er upp
dalinn að norðanverðu. Þar breytir Blikdalsáin um nafn og nefnist Ártúnsá neðar. Mannskaðafoss er í miklum gilskorningum á hægri hönd. Suðurdalurinn að vestanverðu mun hafa verið landareign Bakka, en efsti hlutinn að sunnanverðu, Suðurdalur, eign Brautarholts. Fyrsti hnúkurinn að norðanverðu er Melahnúkur. Undir honum er Berjahóll. Neðan hans er Selgil og Selgilsbolli niður við ána. Skammt vestan hans er Dyrafoss í ánni. Fjallið innan við Melahnúk nefnist Selfjall. Austurendi þess er við Leynidal, skál í fjallið, og þá tekur Kistufell við að Gunnlaugsskarði. Í botni Blikdals, innst í Blikdalsbotni, eru Kjötfossar, Fosshóll neðan við þá og Fossurð enn neðar. Leynidalsáin kemur úr Leynidal. Vestan hennar eru Stórhæðir, Stórhæðaflatir og Stórhæðafoss. Skammt vestan flatanna á Holusel að vera svo og annað sel, merkt „Sel“. Þar mun vera Norðurdalur gegnt Suðurdal, landareign Saurbæjar. Vestar eru Sel í norðanverðum BlikdalBalagilsblettir, Balagil, þá Mörgil og Skjólgarðamýri enn vestar. Allt er þetta austan Selgils, sem áður var nefnt.
Að  sunnanverðu er erfiðara að nefna örnefni, en þegar gengið er upp (austur) dalinn má þó sjá nokkur einkenni. F
remst er klettur er skagar út úr Esjunni, Sneiðingsklettur. Ofar er Arnarhamar. Úr honum liggur Nóngil niður í dalinn. Uppi á fjallinu má sjá líkt og stóra þúfu, en þær eru í rauninni þrjár þegar upp er komið. Nefnast þær Smáþúfur, en eru þó engar smáþúfur. Þá kemur skál í fjallið, Hrútadalur, og ofan hans þverhníptir hamraveggir, Kambshorn vestast og innar Kerhólakambur. Innan hans er Þverfellshorn að Gunnlaugsskarði. Handan þess er Kistufell, líkt og áður sagði um norðurhluta dalsins.
Og þá var að leggja af stað upp frá Ártúni, norðan Ártúnsár. Ofan við bæjartóftirnar er gamla Ártúnsréttin, nú
gróin. Þegar upp á Hálsinn var komið var gamla selstígnum fylgt áleiðis austur dalinn að norðanverðu. Fyrst var ætlunin að leita að hugsanlegum rústum við Selgil. Selgilsbolli er gróin „stétt“ niður við ána eftir framburð gilsins. Sjálft gilið er gróið. Ofarlega með því að austanverðu vottar fyrir tóftum, nánast jarðlægum. Svo er að sjá að í þeim hafi verið þrjú rými. Erfitt er að greina húsaskipan. Þarna er greinilega um mjög forna selstöðu að ræða.
Næsta selstaða hafði verið skoðuð í fyrri FERLIRsferðinni. Um er að ræða formfagurt og vel greinilegt sel. Veggir
standa grónir, um 80 cm háir, og má sjá hleðslur í innanverðum veggjum. Tvö stór rými (baðstofa og búr) eru í meginhúsinu, en framan og til hliðar er lítil tóft, sennilega eldhúsið. Dyr snúa mót vestri, niður dalinn. Frá þeim hefur mátt greina allar mannaferðir að selinu, enda liggur selstígurinn beinustu leið að því. Austan við selið er stór tóft, sennilega leifar af enn eldra seli eða jafnvel fjárborg. Líklegra er að þarna hafi Sel í norðanverðum Blikdaleldra sel verið endurbyggt nokkrum sinnum og hóllinn smám saman hlaðist upp. Dæld er í miðju hans. Norðar og ofan við tóftirnar er ílangt mannvirki, gróið, en sjá má grjóthleðslur. Líklega hefur þetta verið stekkurinn. Lækur rennur austan selsins. Þetta selstæði er fjærst Blikdalsánni af öllum þeim 10 seljum, sem skoðuð voru í þessari ferð.
Næsta sel að norðanverðu er skammt neðar, nær ánni, þar ofan við gróinn árbakkann þar sem hún hlykkjast. Sjá
má þrjú rými í mjög grónum tóftum. Tvö rýmin eru saman og eitt sunnan við þau. Dyr á meginrýmunum eru mót suðri.
Þá var haldið yfir Blikdalsána því á tungu austan við síðastnefnda selið mátti sjá allnokkrar tóftir á a.m.k. fjórum
stöðum. Fremst (vestast) eru svipaðar tóftir og handan árinnar; tvö rými saman og eitt til hiðar. Veggir eru grónir Tóftirnar eru undir lágum bakka. Þessar minjar virðast tilheyra eldri tegundum selja.
Skammt austar eru tóftir. Þar gæti hafa verið um sjálfstæða selstöðu að ræða eða einfaldlega stekk frá
fyrrnefnda selinu svo og því næsttalda. Það sel er einnig þriggja rýma, en sýnu nýlegra og reglulegra. Það virðist vera tiltölulega nýlegt, bæði hvað varðar útlit og ástand. Veggir standa heilir, en grónir, og sjá má hleðslur að innanverðu. Í miðjunni eru tvö rými með dyr mót vestri. Til beggja hliða, samfast, er sitthvort rýmið, sennilega eldhús annars vegar og kví hinsvegar.
Og þá kom að því… Áður hefur komið fram að Helgi Bjóla hafi verið landnámsmaður á Kjalarnesi og búið að Hofi,
sem er ekki langt frá „en Blikdalurinn tengist mjög vel Kjalarnesbyggðinni og er með ólíkindum ef hann hefur ekki verið numinn eins og annað land í kring“. Í Landnámu (Sturlubók) segir m.a. í  11 kafla: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, fór til Íslands úr Suðureyjum. Hann var með Ingólfi hinn fyrsta vetur og nam meðhans ráði Kjalarnes allt milli Mógilsár og Mýdalsár; hann bjó að Hofi. Hans son var Víga-Hrappur og Kollsveinn, faðir Eyvindar hjalta, föður Kollsveins, föður Þorgerðar, móður Þóru, móður Ögmundar, föður Jóns byskups hins helga.“
Fyrrum lamb í BlikdalÍ 12. kafla Landámu segir: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga)
Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba. Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í
hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað. Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður. Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið Blikdalur til vesturs - Akranes fjærstnam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var. Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Spurningin er: Hvar byggðu Þórólfur spör, Þorbjörn tálkni og bróðir hans sem og Þorbjörn skúma bæi sína?
Sunnan Blikdalsár virðast í fyrstu vera tóftir fornbæjar, en mjög líklega hefur þarna verið selstað frá landnámstíð
. Þrjú hús eru í bæjarhólnum; 5×3 m rými (mælt að innanverðu) með op til norðurs, að ánni. Utan við það er minna rými með op til vesturs. Austan þeirra er svo sjálfstætt rými, 7×3 metrar að innanmáli. Hleðslur eru mjög grónar, en sjá má rýmin greinilega. Þau Bærinn í sunnanverðum Blikdaleru miklu mun stærri en tíðkast almennt í seljum á þessu landssvæði, ekki síst í Blikdalnum. Að öllum líkindum eru þessar tóftir svar við þeirri spurningu að með ólíkindum þykir að Blikdalurinn hafi ekki verið numinn frá fyrstu tíð.
Næsta selstaða er norðan við ána, undir háum grónum bakka. Um er að ræða tvær tóftir, aðra stærri. Þær eru
báðar grónar og greinilegar gamlar. Hér gæti, miðað við handritaða uppdráttinn, Holuselið verið. Selið, sem merkt er svo á uppdráttinn, gæti hafa verið fyrsta selið að norðanverðu, eftir Selgilsselið. Sá, sem þekkt hefur til í Blikdal, gæti ekki annað en hafa vitað af því seli, enda liggur gatan beint að því, auk þess sem þar eru greinilegustu seltóftirnar í dalnum.
Efstu seltóftirnar er fundust (að þessu sinni) eru sunnan við ána, einnig tveggja rýma og mjög grónar. Þær eru,
líkt og aðrar selstöður, í skjóli fyrir austanáttinni. Annars hefur það komið í ljós í báðum FERLIRsferðunum, að mjög misviðrasamt er í dalnum. Hvasst getur verið að austan í honum neðanverðum, en þegar komið er inn að seljunum lygnir. Enn austar breytist vindáttin Blikdalsainog verður vestlæg.
Selstígar eru greinilegir beggja vegna árinnar. Að sunnanverðu hverfur stígurinn við efsta selið. Líkt er komið að
norðanverðu. Með líkum var hægt að staðsetja Saurbæjarselið og Brautarholtsselið. Um Holusel, það efsta að norðanverðu, er getið í handritaða örnefnakortinu. Borgarsel (frá fyrrum kirkjustað) er sennilega nokkru austan við Brautarholtssel (mun eldra) og Nesselið á milli. Ártúnssel er sennilega Holuselið og Hjarðarnesselið ofan við Selgil, fremst í dalnum. Erfitt er að staðsetja Hofselin gömlu, en líklegt er að þau hafi verið þar sem Saurbæjarselið varð síðar því þar við eru miklar fornar tóftir og stór stekkur ofar. 
Spóinn, lóan, tjaldurinn, maríuerlan og þúfutittlingurinn fylgdust enn vel með öllum mannaferðum um dalinn, líkt og
lambamæðurnar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Saurbaejarsel

 

Tag Archive for: Blikdalur