Færslur

Fuglaþúfa
Gengið var um Flekkuvíkurheiði um Miðmundarhóla, Arnarvörðu, Tvívörðuhól og áfram niður og norðvestur heiðina áleiðis að Réttartöngum vestan Keilisness. Gróðureyðingin er nokkur á heiðinni, en þó má víða sjá geldingarhnapp, blóðberg og lambagras vera að festa rætur í moldardældum á vindsorfnum melum. Það sem vekur mesta athygli á þessu svæði eru reglulegar fuglaþúfur, háar og stæðilegar. Þær gefa til kynna að þarna hafi verið kjörlendi mófugla um allnokkurt skeið. Þúfurnar hafa löngum verið yfirlitsstaðir spóa, kjóa, stelks, tjalds og smærri fugla, en auk þess hefur mávurinn nýtt sér aðstöðuna í heiðinni. Stundum hafa þúfur þessar verið nefndar hundaþúfur af einhverri ástæðu.

Keilisnes

Keilisnes – fornleifayfirlit.

Hundaþúfur voru vel kunnar víða. Sennilega er nafnið til komið vegna merkingaráráttu hunda, en fuglaþúfur eru oft hæstu og jafnvel einu kennileitin í móum og á heiðum.
Miðmundarhólar eru skammt ofan við afleggjarann að Flekkuvík. Þetta er rismikil og falleg hólaþyrping er ber við himinn. Hólarnir eru líklega eyktarmark frá Flekkuvíkurbæjum og ofan þeirra eru Miðmundarlágar. Í þeim er Mundastekkur. Á háheiðinni norðvestur af Miðmundarhólum, nær Strandarveginum, er Arnarvarða, eða hluti hennar, á hól, en við hólinn norðanverðan liggur gamli Almenningsvegurinn. Arnarvarða er á mörkum Flekkuvíkur og Kálftjarnar.

Fuglaþúfa

Fuglaþúfa.

Tvívörðuhóll heitir hóllinn rétt niður og vestur af Arnarvörðu, fast við Strandarveginn. Vestan undir honum er Mundastekkur, sem líklega er frá Flekkuvík. Á hól fast upp af og við Tvívörðuhól er braggagrunnur af einni varðstöð stríðsáranna og að henni liggur greinilegur vegarslóði. Tvívörðuhæð er hæðin þarna kölluð, en Tvívörður voru neðan Strandarvegar. Skammt vestan Tvívörðuhóls eru fallnar hleðslur á tveimur stöðum á lágum klapparhól. Þar sem hæðin er hæst skammt vestar er kallað Hæðin. Á henni er Stefánsvarða, neðan vegar. Í línu til norðurs austan í Hæðinni eru þrjár lágar hæðir. Á hverri þeirra eru fallegar fuglaþúfur. Í línu við þær er hrunin varða á lágri klapparhæð. Hún er í línu við aðra vörðu á hæð ofan Strandarvegar með stefnu í Flekkuvíkurvörina. Keilisnesið er ysta nesið til norðurs, en Réttartangar eru vestar, skammt austan við tóftir Borgarkots.

Fuglaþúfa

Fuglaþúfa.

Í skýrslu, sem Jóhann Óli Hilmarsson vann fyrir Hönnun h.f. í mars 2001, “Fuglalíf við Reykjanesbrautina”, segir m.a. að “geta má eins náttúrufyrirbæris, sem tengist fuglum og er alláberandi víða á vegarstæðinu. Þetta eru fuglaþúfur (sbr. Guðrún Á. Jónsdóttir 2001). Fuglaþúfur einkenna íslenskt landslag og þekkjast hvergi annars staðar svo nokkru nemi. Ekki hefur
verið gerð nein sérstök úttekt á þeim við Reykjanesbraut, dreifingu né öðru, en þær eru sérstaklega áberandi nærri Vogaafleggjara, þar sem ein umferðarbrúin mun rísa.”
Skýrslan fjallar m.a. um fuglalíf á svæðinu, fugla í útrýmingarhættu og fjölda fugla á ákveðnum stöðum. Þá er ljóst að ástæða hefur verið til að tiltaka fuglaþúfur sérstaklega, sem aftur bendir til sérstöðu, eða öllu heldur ásýnd þeirra á heildarmynd umhverfisins á þessu svæði.

Keilisnes

Keilisnes – fuglaþúfa.

Til fróðleiks er þess getið að færuskrúfur vex oft í skjóli fuglnaþúfna. Hann er útbreiddur um allt land, þó algengari á Norðurlandi en á Suðurlandi. Hæruskrúfurinn vex gjarnan á jarðvegsþöktum klettum eða steinum, oft við vörður eða fuglaþúfur. Héluvorblóm vex þar einnig. Það er smávaxin jurt með hélugrá stofnblöð, vegna stjörnuhára sem þekja yfirborð blaðanna. Það vex mjög strjált um landið og vex gjarnan uppi á hæðum, hólkollum eða fjöllum, oft við vörður eða fuglaþúfur.
Í nefndri skýrslu kemur fram að “á válista eru skráðir þeir varpfuglar, sem eru í hættu af ýmsum ástæðum
(Náttúrufræðistofnun 2000). Ernir urpu fyrrum í Arnarkletti í Vatnsleysuvík og Afstapahraun mun hafa heitið Arnstapahraun fram eftir 18. öld, þegar nafn þess breyttist. Ekki er nákvæmlega vitað hvar Arnstapinn var og hvort hann stendur enn (Haukur Jóhannesson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson, munnl. uppl.). Ernir hafa smátt og smátt verið að nema land á gömlum varpstöðum og hafa sést á allra síðustu árum, m.a. í
Kúagerði, en sennilega er óróleiki of mikill á þessum slóðum fyrir hina styggu fugla.

Borgarkot

Borgarkot – rétt.

Hrafnar verpa á nokkrum stöðum nærri Reykjanesbraut. Sá staður sem næstur er brautinni er Virkishólar. Tvö hrafnasetur eru í Hrafnagjá og tvö í Vogastapa. (Kristinn H. Skarphéðinsson o.fl. 1990).
Aðrar válistategundir, sem nefndar hafa verið hér á undan á hugsanlegu áhrifasvæði Reykjanesbrautar eru himbrimi, grágæs, fálki, fjöruspói og svartbakur. Ekki þykir ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af þessum fuglum.”

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Ljóst er að vargurinn hefur tekið sér örugga bólfestu í heiðinni ofan við Borgarkot. Leifar af tveimur hlöðnum refagildrum gefa tilefni til að íhuga hvort ekki væri ástæða til að gefa skolla gamla á nýjan leik tímabundinn séns á svæðinu.
Heiðin ofan við Keilisnes virðist hrá og líflaus, en sá sem gengur um hana að kvöldlagi í sól og stillu verður annarrar skoðunar.
Við Borgarkot eru fjölmargar minjar og sumar hverjar einstakar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-http://216.239.59.104/search?
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir – 1995.
-http://www.natmus.is/thjodminjar/

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Marhálmur

Þegar gengið var um Borgarkot á Vatnsleysuströnd birtist m.a. enn ein hlaðna refagildran frá því fyrr á tímum, æði heilleg.
VatnsstæðiðAð vísu hafði FERLIR fundið aðra slíka skamt ofar í heiðinni, en láðst að færa hana í þar til gerða skrá um fornminjar á Reykjanesskaga. Úr því hefur verið bætt. Í ferðinni var gengið fram á áður óséð vatnsstæði ofan við Réttartanga, sem ekki er getið í heimildum. Í vatnsstæðinu vex bæði hin hvítasta og þéttbýlasta fífa er sést hefur sem og lófótur, öður nafni marhálmur. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir ýmsa fugla af andaætt, einkum margæs og álft. Hann er einnig þýðingarmikill sem búsvæði fyrir þörunga og hryggleysingja og bindur saman leir- og sandbotn, líkt og melgras gerir á þurru landi. Áður fyrr var búfénaði beitt á marhálm þegar heyfengur var rýr. Þá var hann nýttur sem stopp í sængur og dýnur fyrr á öldum.
KirkjugatanÞegar gengið er frá ofanverðum Bakka inn í Borgarkotslandið verður fyrst fyrir gamla kirkjugatan að Kálfatjörn. Hún sést enn greinilega allt þar til komið er inn á tjanarsvæði ofan við Nausthólsvík.
“Frá Gamla-Bakkarústum sveigist ströndin miklu meira til austurs en áður inn að Garðsendaklöpp. Innan (norðan) við klöppina skerst inn lítil vík, Nausthólsvík. Norðan hennar og gegnt Garðsendaklöpp er stór og hár hóll, er Nausthóll heitir, nú laus við land. Sagt er, að héðan hafi fyrr meir verið verstöð frá Krýsuvík og jafnvel Skálholti, en engan sér þess nú staðinn. Örskammt innan við Nausthól (60-80 m) eru sléttar klappir á kampi og grónir balar. Þar heitir Litli-Nausthóll; upp frá honum um 100 m, eru fjárhústóftir, Helgahús, nefnd eftir þeim er lét reisa þau, Helga kenndan við Tungu í Reykjavík, Þau voru reist um 1920.
MarhálmurSkammt austan fjárhústóftanna (um 60-70) er Kálfatjarnar-vatnsstæði. Það er allstórt, um 100 ferm., en grunnt. Þar þrýtur ekki vatn nema í almestu þurrkasumrum. Nokkru sunnar með sjónum eru Réttir, dálítið nef allgróið. Efst á því eru tveir hólar, litlir um sig, en algrónir, Réttarhólar. Fram af Réttum eru Réttartangar og Réttarhnífill þar fram af. Líklegt telur Ólafur [Erlendsson], að réttir hafi áður verið á Réttartanga, en þess sér nú engan stað utan hvað garðlag er þvert yfir tangann framarlega. Gæti það hafa verið aðhald fyrir skepnur og hafa þá réttirnar staðið framar, en þar hefur sjór brotið landið.” Reyndar er réttin enn til, bæði heilleg og fallega hlaðinn efst í Réttartöngum. Erfitt er þó að koma auga á hana því hún kúrir undir lágu holti.
Fífan“Inn með sjónum frá Réttum er allbreiður bakki, er Breiðafit nefnist. Nær hún að Borgarkotstúni. Ofan við Breiðufit miðja eru 2 hólar allstórir hver upp af öðrum og grónir nokkuð upp. Norðan undir þeim, sem nær er bakkanum, er lítið vatnsstæði, það heitir Vatnssteinar. U.þ.b. 30 m norðvestur af Vatnssteinum sést smá rúst. Þar heitir Skothús. Veggir þess stóðu vel fyrst þegar Ólafur man eftir. Í Skothúsinu var legið bæði fyrir tófu og sjófugli. Skothúsið hefur líklega verið byggt um miðja 19. öld. Innan við Breiðufit tekur við Borgarkotstún, dálítill túnblettur, mestur á lengdina, meðfram sjónum, illþýft og hólótt. Bæjarrústirnar í Borgarkoti eru nálægt miðju túni á bakkanum; brýtur sjór nú framan af þeim. Einnig rótar sjór nú í seinni tíð mjög miklu grjóti upp á bakkann eins og reyndar allsstaðar á Vatnsleysuströnd sunnan Keilisness. Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld.
StórgripagirðingTildrög þess eru sögð þau, að eitt sinn er Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld, kom hann að bóndanum í Borgarkoti, þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að koma honum undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það.”
Hér er hlaupið yfir a.m.k. þrennt; stórmerkilega stórgripagirðingu, sem enn sést ofan Borgarkots, rúningsrétt undir lágum ílöngum klapparhól og stóra vatnsstæðiðið, sem fyrr er nefnt. Í því vex bæði fífa og lófótur (marhálmur). Suðaustan við vatnsstæðið eru grónar hleðslur, líklegt aðhald eða nátthagi. Marhálmur er eina blómstrandi háplantan sem vex að öllu leyti í sjó við Ísland.

Vatnssteinar

Plantan getur orðið allt að 1 m á lengd. Marhálmur er grastegund sem vex í sjó, er oftast 30 til 70 cm á lengd en getur orðið meira en einn metri. Ofan í botnleirnum vaxa jarðlægir stönglar og upp af þeim blaðþyrpingar með reglulegu millibili. Blöðin eru löng og bandlaga og bogadregin fyrir endann. Þau eru 2 til 4 mm á breidd og með einum til þremur æðastrengjum. Blöð marhálms eru dökkgræn á litinn en jarðlægu stönglarnir eru hvítir eða ljósgrænir. Marhálmur er fjölær, vex aðallega á vorin og blómgast um mitt sumar. Fræaxið er í fræhulstri á hulsturblaði sem lítur að öðru leyti eins út og laufblöðin. Marhálmur missir megnið af blöðunum í byrjun vetrar en ný blöð fara að vaxa aftur upp af jarðstönglunum snemma vors. Talið er að marhálmur geti lifað í meira en 50 ár.
RefagildraFífan hvíta hefur löngum fangað auga náttúruunnenda. Þegar litið er yfir þær plöntutegundir, sem lagðar voru til grundvallar vali Íslendinga á þjóðarblómi eða plöntu kom fífan sterklega til greina; hana þekkja flestir, hún er sérstök, stílhrein, sterk í formi og myndrænt séð kjörin sem táknmynd; “eitthvað villt og gróft, sem er svo lýsandi fyrir Ísland”.
Fífa er mjög áberandi planta, ekki síst aldinið, sem má telja eitt fegursta djásn íslenskrar náttúru og skrýðir landið lengur en nokkur önnur plantna, eða frá sólstöðum þar til ullin fýkur burt með haustvindum. Þá skreytir fífa öðrum plöntum fremur jafnt hálendi sem láglendi og hefur í aldanna rás stuðlað að jarðvegsfestu, umfram flestar aðrar plöntur landsins: með þéttriðnu rótarkerfi árþúsunda og rotnandi leifum hennar í raklendi hefur aldrei heyrst getið um landrof í fífuflóa; þannig skapar fífa “táknræna samstöðu um gróðurvernd”.
Refagildra ofan við BorgarkotHve einkennandi fífa er fyrir landið sést best á því hvílíka eftirtekt hún vekur meðal erlendra ferðamanna, en hún er fyrsta og að jafnaði eina plantan sem þeir spyrja hver sé, strax á fyrsta degi ferðar um landið; hún er m.ö.o. flestum erlendum ferðamönnum framandi og þar með eitt af sérkennum landsins; hennar gætir vart annars staðar á byggðu bóli í vestrænni veröld utan nyrstu og strjálustu byggða norðurhvelsins; auk þess er fífa enn þann dag í dag sú íslenska planta sem hve mest er safnað til þurrkunar og híbýlaprýði á vetrum, e.t.v. ómeðvitað sem einskonar minni um birtu og gróanda sumarsins.
skeljarFífan var undirstaða íslensks þjóðlífs í aldanna rás, en í u.þ.b. 1.000 ár af sögu landsins brann á kveikjum hennar svo og stönglum sbr.: “Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum…”, það eina ljós er birtu bar í drungalegar vistaverur genginna kynslóða; þar með gerði hún íslenskri þjóð kleift að vinna, lesa og skrifa á löngum og dimmum vetrarkvöldum; fífa er þannig undirstaða andlegrar jafnt sem verklegrar menningar landsins og um leið tákn ljóssins í tvöföldum skilningi þar eð hún skrýðir landið einnig umfram aðrar plöntur í nóttlausri voraldarveröld íslensks sumars.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

“Rétt norðan við túnið í Borgarkoti, á bakkanum, er hlaðinn garður í kross, nefndur Skjólgarður. Þessir garðar voru hlaðnir svona til þess að fé hefði þar skjól í öllum veðrum, hvaðan sem blés. Þarna eru og gerði eða réttir. Allar þessar hleðslur eru mjög ósjálegar, sumar sokknar í jörð að mestu, aðrar sundurtættar af minkaveiðimönnum. Norðan við Skjólgarðinn mun Borgarkotsvör hafa setið. Þess sér nú lítil merki. Frá Borgarkoti inn að Neskletti er nokkur spölur. Þar heitir Keilisnes. Nesklettur er klettarani, sem gengur í sjó fremst á Keilisnesi. Í honum er svolítið skarfakál. Þar á bakkanum, miðsvæðis, er hringlaga tóft um 4 m að þvermáli. í hana er hlaðinn þverveggur. Kallast hún Þjófabyrgi. Því hefur nú verið umturnað af minkaveiðimönnum.”
Hér hefur refagildran góða, lík vörðu á lágum grónum klapparhól, gleymst. Þegar að var komið virtist vera um einfalda vörðu að ræða, en glöggt augað gaf þegar til kynna að þarna myndi Fífanvarða vera óþörf; mannvirkið varð því áhugaverðara fyrir bragðið. Við nánari skoðun komu í ljós tvær fallhellur austan og vestan í “vörðunni”. Þegar þær höfðu verið fjarlægðar birtist inngangur í refagildru. Gildra þessi hefur fengið að vera í friði af a.m.k. tveimur ástæðum; í fyrsta lagi hafa menn almennt talið að þarna hafi bara  og eigi að vera varða á hól og í öðru lagi sáust engin ummerki um að þarna hafi verið refagildra, fyrr en við nákvæmari skoðun. Þessi gildra bætist við a.m.k. þrjár aðrar í landi Borgarkots. Hún var skráð nr. 41 í landnámi Ingólfs, en með skráningu hinna tveggja eru refagildrunar í raun orðnar 43 talsins. Önnur er nokkur ofar í heiðinni, heilleg og með greinileg op, en hin er við fyrrnefnt vatnsstæði. Henni hefur verið raskað verulega. Þá má sjá leifar af enn einni refagildrunni skammt sunnar, utan í lágu klapparholti (44).
Sjá meira um Borgarkot HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Borgarkot

Borgarkotsstekkur ofan Borgarkots.

 

 

Borgarkot

Borgarkot eru tóftir býlis austan Bakka og Litlabæjar, skammt austan Kálfatjarnar. Talið er að Borgarkot hafi tilheyrt Viðeyjarklaustri um tíma, eins og svo margar jarðir aðrar á norðanverðum Reykjanesskaganum. Þá mun Krýsuvík um sinn hafa haft þar stórgripi í skiptum fyrir afnot af landi innar á skaganum.

Borgarkot

Nautgripagirðingin ofan við Borgarkot.

Að þessu sinni var ætlunin að fylgja svonefndri stórgripagirðingu til austurs eftir móunum frá hlöðnum görðum ofan við Litlabæ. Girðing þessi eru stórir uppstandandi steinar með reglulegu millibili alveg að landamerkum Flekkuvíkur í austri. Girðingin beygir að vísu í tvígang á leiðinni lítilsháttar til norðurs, en neðan við Hermannavörðuna á landmerkjunum liggur hún í beina stefnu niður að sjávarmáli. Á einum stað, skammt vestan Vatnssteina (Vaðssteina), liggur þvergirðing milli hennar og sjávar.
Í sérhvern stein hafa verið höggvin eða borðuð tvö göt, annað efst og hitt skammt neðar. Í þessi göt hafa verið reknir trétappar. Á trétappana hafa verið hengdir strengir, girðing, sem hefur átt að halda gripunum innan hennar. Víða eru steinarnir fallnir niður, en sumir hafa verið reistir við á ný, svona til að hægt væri að gera grein fyrir stefnunni. Annars er merkilegt að sjá hvernig stóreflis steinum hefur verið velt úr sessi sínum.

Borgarkot

Trétappi og lykkja í einum steini stórgripagirðingarinnar ofan Borgarkots.

Gerð þessarar steinagirðingar hefur kostað mikla vinnu á sínum tíma. Færa og flytja hefur þurft þessa stóru steina um set og reisa þá upp á endann, gera í þá götin og negla í þá teglurnar.

Hvorki er vitað með vissu um aldur girðingarnar né í hvaða tilgangi hún var reist. Þó má álykta að girðingin hafi verið gerð til að halda fyrrgreindum stórgripum, annað hvort frá Viðey eða Krýsuvík. Þá er ekki með öllu útilokað að girðingin geti verið eitthvað yngri. Ólafur Erlendsson frá Kálfatjörn minnist ekki þessar girðingar og hennar er ekki getið í örnefnalýsingum af svæðinu. Fróðlegt væri að heyra frá einhverjum, sem kann skil á tilvist þessarar girðingar. Hliðstæð girðing er norðan og vestan við Minni-Vatnsleysu.
HÉR má sjá viðbótarfróðleik um girðinguna.

Borgarkot

Borgarkot – steingirðing.

Tóftir Borgarkots eru nú að mestu að hverfa í sjóinn. Sjá má mun á þeim frá ári til árs. Tóftir eru þó svolítið ofan bakkans. Þá er hlaðinn krosskjólgarður skammt austan þeirra, en tóftirnar eru umlyktar af hlöðnum görðum, nú að mestu jarðlægum.
Móarnir ofan Borgarkots geyma fjölmargar jurtir. Á einum stað mátti t.d. sjá þyrpingu af skarlatbikurum, sumir með gró. Fjaran er margbrotin og í henni margt að sjá. Á kafla er t.a.m. um fallega skeljaföru að ræða.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Ofan við Borgarkot má sjá hlaðnar refagildrur, vatnsstæði og hlaðin gerði. Minkurinn hefur víða komið sér vel fyrir. T.a.m. mátti að þessu sinni sjá hann leggjast á sund frá fjöruborðinu áleiðis út í sker skammt utar þar sem fugl sat og átti sér einkis ills von. Sundhraði minksins var órtúlegur. Slóðir hans í grasinu voru augljósar sem og holur hans.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Keilisnes

Ofan við Borgarkot, milli Kálfatjarnar og Keilisnes, frá vestri til austurs, í aflíðandi bogadregna línu frá suðaustanverðum túngarði Bakka og Litlabæjar, og síðan austast í línu til norðurs, er u.þ.b. 1.340 m löng stórgipagirðing, gerð af uppreistu grjóti, ca. 0.60-1.00 m háu með jöfnu millibili. Ofan á og ofarlega til hliðar eru greiptar holur og í þær reknir trétappar.
Storgripagriding-222Margir steinanna eru reyndar fallnir, en auðvelt er að rekja þá í landinu þessa leið.
“Stórgripagirðing-una tel ég ekki eldri en frá seinni hluta 19. aldar. Á Viðeyjarklaustur-stímum voru  hungraðir stráklingar notaðir sem fjáryfirsetur. Því ekki til nautayfirsetu á Keilisnesi?  Skynsamlegt er að nota til samarburðar  á stórgripaveldi Kálfatjarnar  og nautaeldistíma Viðeyjarklausturs á Mosfellsheiði, en þar gengu naut frjáls en voru rekin til slátrunar í Marardal við Hengil en þar sést enn til mannvirkja varðandi það (sem og áreiðanlegar ritheimildir).
Tel að ef skoðuð er búfjársaga Færeyja mætti finna álíka Stórgripagirðingu og hér er til umfjöllunar.
Storgripagirding-223Skynsamlegt er að horfa vítt til veggja hvað varðar söguskoðun – og láta skynsemi  ráða en ekki óskhyggju.
Líklega hefur Stórgripagirðingin á Keilisnesi verið  byggð af  stórhugamönnum í lok 19. aldar (flott að ná í vír úr Jamestown-strandinu í Höfnum fyrir lítinn pening og fá ríkisstyrk  út á framkvæmdina),  en aldrei nýst sem slík,  nema fyrir kýrnar á Kálfatjörn sem voru tiltölulega fáar og þurftu enganveginn alla Stórgripagirð-inguna,  nema fyrir það að auðveldara var að ná þeim saman að kvöldi til mjalta.  Vinnan við að safna og reisa steinana hefur ekki verðið mikið verk á þeim tímum, menn notuðu vogarafl samhliða mannafli eins og sést víða í Íslandsögunni. Til samanburðar  má nefna alla túngarða Kálfatjarnar þess tíma.
Storgripagirding-225Nútímamenn gera oft lítið úr verkhyggju og mannafli fyrri tíma.”
Ljóst er að girðingin er yngri en túngarðurinn ofan Bakka og Litlabæjar því ekkert grjót úr girðingunni næst honum hefur verið tekið í vegginn. Þá væri tiltölulega auðvelt að aldursgreina einn trétappa eða fleiri og fá þannig áætlaðan aldur girðingarinnar. Ástand þeirra gefa vísbendingu um að girðingin hafi verið seinna tíma mannvirki, að öllum líkindum frá Kálfatjörn. Enda ólíklegt að til hefðu verið nægilega löng reipi til verskins fyrir þann tíma. Skammt austar, vestan Minni-Vatnsleysu, má sjá hliðstætt mannvirki. Í stað trétappanna voru þar notaðir steypustyrktarteinar.
Þorvaldur Örn Árnason, kennari í Stóru-Vogaskóla benti FERLIR á eftirfarandi:

Þorvaldur Örn Árnason

Þorvaldur Örn Árnason við stórgripagirðinguna ofan Borgarkots.

“Ég las í nýútkominni bók um Jamestown-strandið í höfnum að bændur á Vatnsleysuströnd hefðu keypt þar vír og rakið upp í þætti og notað í girðingar.
Við Heiða skoðuðum og tókum myndir 2012 af fornri stórgripagirðingu við Kálfatjörn og Keilisnes. Nú legg ég saman 2 + 2 og fæ út að þarna hafi menn notað vír úr Jamestown – og það fyrir aldamótin 1900!
Á bls.37 í bók Halldórs Svavarssonar, Strand Jamestowns, segir frá vírum og köðlum sem mikið var af. Þar segir:
“Ólafur Ketilsson sagði að faðir sinn hefði keypt allan vírinn og megnið af tóginu sem hann seldi síðan að mestu. Útvegsbændur keyptu tógið og notuðu meðal annars í netateina, stjórafæri og landfestar. Vírinn seldi hann til bænda í Vatnsleysustrandarhreppi sem einkum nýttu hann í túgirðingar. Þetta voru fyrstu vírgirðingarnar í Gullbringusýslu og sennilega á öllu landinu. Þeir Vatnsleysustrandarmenn röktu vírana upp, líklegt að þeir hafi verið þriggja eða fjögurra þátta og hver þáttur snúinn saman af mörgum grennri vírum. Með upprakningunni fengu þeir mjög langan einþættan vír. Eftir þetta var talað um að öll tún á Vatnsleysuströnd væru afgirt með vír.””

Heimild:
-Sesselja Guðmundsdóttir.
-Þorvaldur Örn Árnason.

Borgarkot

Trétappi og lykkja í einum steini stórgripagirðingarinnar ofan Borgarkots.

Borgarkot

Borgarkot er á Vatnsleysuströnd, austan Litlabæjar og Bakka, milli Réttartanga og Keilisness. Tóftir kotsins eru á sjávarbakkanum, en sjórinn er smám saman að draga þær til sín. Hlaðinn vörslugarður, jarðlægur, er landmegin við tóftirnar. Gerði er við hann austanverðan. Austan við tóftirnar er stór hlaðinn krossgarður, sem minkaveiðimenn hafa rutt um koll, en þarna með ströndinni má víða sjá götur eftir minkinn. Hlaðið gerði (rétt eða nátthagi) er suðvestan við tóftirnar. Vestan við það er vatnsstæði. Í örnefnalýsingu er það nefnt Vatnssteinar, en kunnugir nefna það Vaðsteina. Í því þrýtur sjaldan vatn.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Eftir Breiðufit er röð stöpla (steina) stórgripagirðingar er liggja frá Litlabæ að landamörkum Flekkuvíkur, beygir til norðurs skammt vestan Hermannavörðu og endar niður við sjávarbakkann. Í hverjum steini eru tveir trétappar. Ofan við girðinguna er hlaðin refagildra. Önnur slík er innan girðingarinnar nokkru vestar. Hlaðin rétt er milli Bakka og Borgarkots, önnur ofar og austar og enn ein, minni, skammt frá (líklega þó gerði undir hraunhól).
Borgarkot var, líkt og svo margar jarðir á norðanverðu Reykjanesinu, eign Viðeyjarklausturs og gerð út þaðan. Á tímabilinu 1200-1750 voru misjafnlega stöndug býli dreifð um landsvæðið þar sem nú er Reykjavíkurborg. Bændur á höfuðbólinu Vík (Reykjavík) stunduðu hefðbundinn búskap og reru til fiskjar. Framan af tímabilinu er fátt skrifað um Víkurbændur en í heimildum frá síðmiðöldum kemur fram að þar hafi jafnan búið heldri bændur, hreppstjórar og lögréttumenn, þó að ekki teldist býlið til helstu höfðingjasetra. Víkurkirkja stóð, gegnt bæjarhúsum, þar sem nú er Bæjarfógetagarður við Aðalstræti. Kirkja mun hafa staðið í Vík a.m.k. frá því um 1200, sennilega miklu fyrr.
Að síðasta sjálfseignarbóndanum í Vík látnum, snemma á 17. öld, var jörðin keypt undir konung en þungamiðja valds og verslunar hafði þá smám saman færst að sunnanverðum Faxaflóa. Kirkja og konungsvald höfðu eignast þar margar jarðir en Bessastaðir urðu aðsetur hirðstjóra konungs árið 1346.
Rétt eða gerði suðaustan við BorgarkotKlaustur af Ágústínusarreglu var stofnað í Viðey árið 1226 og átti það eftir að vaxa og dafna að veraldlegum auði næstu aldir og verða eitt ríkasta klaustur landsins. Klausturkirkjan var helguð Maríu mey og sungu Viðeyjarmunkar þar tíðir sínar dag hvern. Í klaustrinu var ágætur bókakostur og voru þar iðkuð klausturleg fræði og skrifaðar bækur. Á síðmiðöldum, a.m.k., er líklegt að straumur pílagríma hafi legið til Viðeyjarklausturs á helstu hátíðisdögum kirkjuársins.
Eftir að siðbreyting gekk í garð í Danmörku tók Diðrik af Minden, umboðsmaður hirðstjóra konungs á Íslandi, Viðeyjarklaustur á hvítasunnudag 1539. Menn hans létu greipar sópa og misþyrmdu munkunum. Eftir að siðbreytingin gekk endanlega í garð á Íslandi 1550 var klausturlíf í Viðey lagt af og jarðeignir klaustursins komust í eigu konungs. Eftir það var rekið bú frá Bessastöðum og síðar holdsveikrahæli í Viðey.
kot.

Borgarkot

Borgarkot – réttin ofan Réttartanga, austan Borgarkot.

Gengið var til austurs frá Bakka, áleiðis yfir að Borgarkoti. Við fyrsta fet stóð jakobsfífill upp úr lyngi umvafinn smjörvíði. Þetta lofaði góðu. Þarna var og blóðberg, lyng og tröllasúra innan um gras og lágvaxinn grávíði. Friggjargras, hvítmura, kornsúra, gulmara og lyfjagras, tágamura, geldingahnappur og týsfjóla. Í rauninni var alltaf eitthvað að sjá, hvert sem litið var. Svæðið var greinilega miklu mun fjölbreyttara en reiknað hafði verið með. Þar fyrir utan hýsti það allar hinar algengu blómategundir, s.s. sóleyjar, fífla, fífu, brönugras, gullkoll, umfeðmingsgras og annað það er sést svo til alls staðar á Reykjanesskaganum. Stelkur lét ófriðlega, enda varptíminn í hámarki.
Tóftir í BorgarkotiÞegar komið var niður í fjöru greip minkur, högni eða læða, alla athyglina. Þetta var brúnt, þvengmjótt, kvikyndi. Hann kom í humáttina ekki langt frá, staðnæmdist af og til og leit í kringum sig. Þá snéri hann allt í einu við og skellti sér út í þangsjóinn. Þar fyrir utan voru nokkrar kollur með unga. Honum skaut upp af og til, en loks hvarf hann alveg sjónum viðstaddra. Fuglarnir höfðu greinilega orðið hans varir því þeir syntu með unga sína lengra frá landi. Á landklöppunum speglaðist fagurgrænn mosaþarinn í pollunum með bleikmynstraða polla innan um. Meistaraleg litasamsetning hjá meistaranum.
Þang og þari, skeljar, kuðungar, krabbar og annað, sem fjaran geymir var svo til við hvert fótmál. Handgert flotholt úr stórum vikursteini, koddi, fótbolti og hvalbein – höfuðkúpa af háhyrningi. Af nógu var að taka. Í fjörunni þarf greinilega engum að láta sér leiðast – alltaf ber eitthvað nýtt fyrir augu, sama hvert litið er. Sjórinn var ládauður, en sjávarloftið er alltaf jafn svalandi.

Borgarkot

Helgahús – fjárhús vestan Borgarkots.

Gengið var yfir að tóftum Borgarkots, skoðaður stóri krossgarðurinn, sem minkaveiðimenn hafa nær lagt við jörðu, jarðlægir garðar, hlaðin refagildra og vatnsstæði. Lóan lét vel í sér heyra sem og þrællinn hennar. Tjaldur tipplaði á nálægum hólum og mikið var af sólskríkju á svæðinu. Gengið var vestur með stórgripagirðingunni og einn steinninn í henni skoðaður. Göt höfðu verið höggvin eða boruð í hvern stein og trétappar reknir í þau. Tapparnir stóðu síðan út úr steinunum og á þá var hengdur þráður til að varna því að stórgripir færu út fyrir það svæði, sem þeim var ætlað.
Steinar í nautgripagirðingunni ofan BorgarkotsGirðing þessi eru stórir uppstandandi steinar með reglulegu millibili alveg að landamerkum Flekkuvíkur í austri. Margir þeirra eru nú fallnir á hliðina. Girðingin beygir að vísu í tvígang á leiðinni lítilsháttar til norðurs, en neðan við Hermannavörðuna á landmerkjunum liggur hún í beina stefnu niður að sjávarmáli. Á einum stað, skammt vestan Vatnssteina (Vaðssteina), liggur þvergirðing milli hennar og sjávar. Í sérhvern stein hafa verið höggvin eða boruð tvö göt, annað efst og hitt skammt neðar. Í þessi göt hafa verið reknir trétappar. Á trétappana hafa verið hengdir strengir, girðing, sem hefur átt að halda gripunum innan hennar. Víða eru steinarnir fallnir niður, en sumir hafa verið reistir við á ný, svona til að hægt væri að gera grein fyrir stefnunni. Annars er merkilegt að sjá hvernig stóreflis steinum hefur verið velt úr sessi sínum.
Gerð þessarar steinagirðingar hefur kostað mikla vinnu á sínum tíma. Færa og flytja hefur þurft þessa stóru steina um set og reisa þá upp á endann, gera í þá götin og negla í þá teglurnar.

Borgarkot

Borgarkot – trétappi í steini í girðingunni.

Hvorki er vitað með vissu um aldur girðingarnar né í hvaða tilgangi hún var reist. Þó má álykta að girðingin hafi verið gerð til að halda fyrrgreindum stórgripum, annað hvort frá Viðey eða Krýsuvík. Þá er ekki með öllu útilokað að girðingin geti verið eitthvað yngri. HÉR má sjá nánari umfjöllun um nefnda girðingu.
Ólafur Erlendsson frá Kálfatjörn minnist ekki þessar girðingar og hennar er ekki getið í örnefnalýsingum af svæðinu. Fróðlegt væri að heyra frá öðrum, sem kunna skil á tilvist þessarar girðingar. Hliðstæð girðing er norðan og vestan við Minni-Vatnsleysu – og jafnvel víðar.

Tóftir Borgarkots eru nú að mestu að hverfa í sjóinn. Sjá má mun á þeim frá ári til árs. Tóftir eru þó svolítið ofan bakkans.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

Þá er hlaðinn krosskjólgarður skammt austan þeirra, en tóftirnar eru umlyktar af hlöðnum görðum, nú að mestu jarðlægum.
Móarnir ofan Borgarkots geyma fjölmargar jurtir. Á einum stað mátti t.d. sjá þyrpingu af skarlatbikurum, sumir með gró. Neðan girðingar er Kálfatjarnarvatnsstæðið, en það var nú þurrt. Ofan við vatnsstæðið er gamalt hlaðið gerði eða rétt utan í hól.

Borgarkot

Réttartangi – skotbyrgi er á tanganum (t.v.) og réttin er h.m. við hann.

Í gömlum heimildum er getið um rétt á Réttartanga, sem nú á að vera alveg horfin. Þessi rétt er beint ofan við Réttartanga og nokkuð heilleg. Austan við það er hlaðinn garður í hálfbeygju til norðurs.

Borgarkot

Borgarkot.

Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld. Tildrög þess munu hafa verið þau,að eitt sinn þegar Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld kom hann að bóndanum í Borgarkoti þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að honum var komið undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það. Reyndar er talið að sauðurinn sem bóndinn í Borgarkoti skar, hafi verið sauður prestsins á Kálfatjörn, en ekki bóndans í Flekkuvík. Viðeyjaklaustur mun hafa haft þarna sauði forðum. Síðan mun Kálfatjörn hafa haft skipti á selsstöðu í Sogagíg við Krýsuvík, sem fékk í staðinn að halda sauði við Borgarkot.
Kirkjugatan frá Kálfatjörn um Borgarkot og FlekkuvíkÞarna eru merkilegar og allmiklar minjar, greinilega mjög gamlar. Bogadregnir garðar eru mikið til sokknir í jarðveginn, en þó má víða sjá móta fyrir þeim. Innan garðs eru tóttir á a.m.k. þremur stöðu, Tvær samliggjandi tóttir eru alveg í fjörukambinum og er sjórinn þegar búinn að brjóta niður hluta af þeim. Önnur tótt er ofan þeirra og enn önnur á fjörukambinum skammt austar. Austan hennar er stór krossgarður, Skjólgarður. Umhverfis hann landmeginn er gerði eða gamlar réttir.

Borgarkot

Borgarkot – refagildra.

Austar er hár hóll, Á honum má sjá leifarnar af Hermannavörðunni, sem danskir hermenn er unnu við landmælingar, hlóðu, en minnkaveiðimenn hafa einnig rutt um koll. Fornleifavernd ríkisins virðist ekki standa sína plikt á þessu landssvæði.
Vestast sést kirkjugatan vel í móanum – skammt ofan grjótgarðs Bakka. Þar lét stelkurinn öllum illum látum í sólblikinu.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Borgarkot

Nautgripagirðingin ofan við Borgarkot.